Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 8. desember 1990
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gislason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
SkrffetiofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sfmi: 686300.
Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Friðarhorfur
Horfur á að Persaflóadeilan leysist friðsamlega hafa
glæðst eftir að Saddam Hússein, forseti íraks, lýsti yf-
ir því í fyrradag að hann hefði ákveðið að veita þús-
undum erlendra manna fararleyfí, eftir að hafa svipt
þá ferðafrelsi frá upphafi innrásar í Kúvæt og haldið
þeim í gíslingu síðan. í hópi þeirra sem víst er talið að
fái heimfararleyfí er Gísli Sigurðsson læknir, sem áð-
ur starfaði í Kúvæt.
Yfírlýsing íraksforseta hlýtur að koma eins mikið á
óvart sem hún er fagnaðarefni. Frelsun gíslanna er
vísbending um stefnubreytingu hjá írökum og í
sjálfri sér veruleg breyting á starfsaðferð þeirra. Þótt
gíslataka sé í augum vestrænna þjóða forneskja af
versta tagi, er hún enn hluti af samningatækni Araba
að því er virðist, enda ýmis dæmi um það á síðari ár-
um að íslamskir menn í Austurlöndum nær, hvort
sem var í Líbanon, íran eða annarsstaðar, beittu þess-
ari aðferð í deilum og styrjöldum. Hins vegar er gísla-
taka Saddams Hússeins sýnu stórtækari en dæmi eru
um áður.
Það er einnig eftirtektarvert að yfírlýsingin um frels-
un gíslanna kemur í kjölfar atburða sem orðið hafa á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna að undanförnu og
ekki síður orða Bandaríkjaforseta um að hann sé fús
til að senda utanríkisráðherra sinn til beinna við-
ræðna við Saddam í Bagdad og eiga sjálfur fund með
utanríkisráðherra íraka í Washington.
Þótt óneitanlega væri strangur hótunartónn í nýj-
ustu sambykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna,
þar sem Irökum var settur ákveðinn frestur til að
hörfa frá Kúvæt áður en til hernaðarátaka kæmi, var
að öðru leyti augljós vilji á bak við samþykktina um
að stuðla að friðsamlegri lausn. Sú krafa Öryggisráðs-
ins að gíslum yrði sleppt til að greiða fyrir lausn deil-
unnar hefur að lokum náð eyrum íraksforseta, svo að
hann slær með því einu heilmikið af í afstöðu sinni og
gerir sig viðræðuhæfari fyrir vikið. Með þessu hefur
Saddam, ef svo má segja, farið í einu stökki úr hugar-
heimi miðalda inn í nútímann.
Þófið við Persaflóa hefur nú staðið fulla Qóra mán-
uði. Upphaf þessa sérstaka afbrigðis ófriðar í Austur-
löndum nær var hertaka Kúvæts og innlimun lands-
ins í írak. Síðan hefur írak verið umsetið af herjum
sem fluttir voru langvegu til að stöðva frekari framrás
íraka og knýja þá til uppgjafar með viðskiptabanni og
virku hafnbanni. Þetta er sannkallað þóf, því að aldrei
hefur komið til beinna skotbardaga, heldur hefur ver-
ið háð taugastríð ofan á það sem viðskipta- og hafn-
bannið hefur átt að veikja viðnám íraka. Menn grein-
ir á um, hversu áhrifamiklar þessar aðgerðir eru. Það
er rétt að írakar hafa ekki gefist upp íyrir þeim.
En athyglisverðar eru þær upplýsingar sem Reuters-
fréttastofan hefur birt frá bandarísku leyniþjónust-
unni að útflutningur íraka hafi á umsáturstímanum
minnkað um 97% og innflutningur um 90%. Þessar
tölur benda síst til þess að umsátrið, viðskiptabannið
og hafnbannið hafi ekki sýnt árangur. Þvert á móti
sanna þær að þessar „friðsamlegu“ hernaðaraðgerðir
eru áhrifamiklar.
U
IKAN sem nú er senn á enda
hefur verið býsna viðburðarík.
Sviptivindar hafa farið um sali
Alþingis og stjórnmálasviðið í
Iandinu yfirleitt, rótað við logn-
mollu skammdegisins. Það er að
vísu ekki nýtt að til stjórnmála-
sviptinga komi á jólaföstunni,
sem jafnframt er háannatími hjá
Alþingi, ekki síst vegna af-
greiðslu fjárlagafrumvarps, sem
venja er að Iögfesta fyrir jól.
Þorsteinn og
þjóðarsáttin
Hitt er annað að pólitísku átök-
in í líðandi viku hafa ekki snert
fjárlög og fjárlagaafgreiðslu,
heldur kom þar annað þingmál
við sögu, þ.e.a.s. frumvarp til
laga um staðfestingu á bráða-
birgðalögum frá 3. ágúst um
frestun á 4,5% launahækkun til
félaga í Bandalagi háskóla-
menntaðra starfsmanna ríkis og
bæja (BHMR). Út af fýrir sig
mátti gera ráð fyrir að stjórnar-
andstaðan léti eitthvað til sín
heyra þegar afgreiðsla þessa
máls nálgaðist lokastig í neðri
deild, þar sem það hefur verið til
meðferðar í þingnefnd undan-
farnar vikur. Varla hafa menn þó
gert ráð fyrir að sviptingarnar
um þetta mál yrðu með þeim
hætti sem raun ber vitni. Og hafi
atgangurinn kringum þjóðar-
sáttarlögin náð hámarki í þessari
viku, átti þessi síðasta lota í mál-
inu aðdraganda í viðburðum
næstliðinnar viku. Upphafs
hennar er að ieita til þess þegar
formaður Sjálfstæðisflokksins,
Þorsteinn Pálsson, og formaður
þingflokksins, Ólafur Garðar
Einarsson, boðuðu til frétta-
mannafundar fimmtudaginn 29.
nóvember og greindu frá því að
þingflokkur sjálfstæðismanna
hefði einhuga gert samþykkt um
að greiða atkvæði gegn bráða-
birgðalögunum.
Aldrei treystandi
Þótt viðurkenna megi að Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem er í
stjórnarandstöðu, beri ekki þá
formlegu ábyrgð á setningu
þessara laga, að búast hefði mátt
við hástemmdum stuðningsyfir-
lýsingum frá talsmönnum hans,
kom yfirlýsing Þorsteins og Ól-
afs Garðars um að greiða at-
kvæði gegn staðfestingarfrum-
varpinu mjög á óvart. Það var á
allra vitorði og engin pólitísk
leynd talin vera um það að Sjálf-
stæðisflokkurinn styddi í raun
setningu bráðabirgðalaganna,
eins og atvik hafði borið að í því
máli. Menn voru þeim mun
sannfærðari um að sjálfstæðis-
menn myndu ekkert gera til þess
að hindra framgang laganna í
þinginu, að í Ijós kom fyrir
stuttu, að alþingismaður, sem
talinn hafði verið til stuðnings-
manna frumvarpsins fremur en
hitt, Stefán Valgeirsson, ætlaði
að greiða atkvæði gegn frum-
varpinu, sem í reynd þýddi það
að frumvarpið gæti fallið í at-
kvæðagreiðslu í neðri deild með
jöfnum atkvæðum.
En þeir sem treystu á ábyrgðar-
kennd Sjálfstæðisflokksins
hlutu að verða fyrir vonbrigð-
um. Forystumenn flokksins,
fyrst og fremst formaðurinn,
Þorsteinn Pálsson, og varafor-
maðurinn, Davíð Oddsson, tóku
sig saman um að hafa í frammi í
þessari stöðu pólitískt belli-
bragð, sem ekki á sér sinn líka í
stjórnmálasögu landsins um
langan aldur. Ef finna ætti dæmi
um lúalega stjórnarandstöðu-
hegðun sem kæmist í hálfkvisti
við ábyrgðarleysi þeirra Þor-
steins og Davíðs nú, þá er það
margt í stjórnarandstöðuverk-
um Sjálfstæðisflokksins á ríkis-
stjórnarárum Hermanns Jónas-
sonar 1956-1958 og Ólafs Jó-
hannessonar 1971-1974. Sjálf-
stæðisflokkurinn svífst einskis í
stjórnarandstöðu. Að þessu sinni
skyldi ekki hikað við að ganga
gegn mikilvægu þingmáli, sem
Sjálfstæðisflokkurinn er fylgj-
andi, eingöngu til þess að
klekkja varanlega á ríkisstjórn-
inni.
Liðhlaupar
í stjómarliði
Það er auðvitað hverju orði
sannara að þingmenn í stjórnar-
flokkunum, þ.e.a.s. tveir þing-
menn Alþýðubandalagsins, Geir
Gunnarsson og Hjörleifur Gutt-
ormsson, voru liðhlaupar í þessu
máli. Það var afstaða þessara Al-
þýðubandalagsþingmanna sem
gaf persónu með ábyrgðarlaust
hrekkjaskap Davíðs Oddssonar
tilefni til þess að leiða Þorstein
Pálsson út á braut stráksskapar-
ins með sér og fella þjóðarsáttar-
lögin, koma ríkisstjórninni frá
og stofna til upplausnar í efna-
hagslífinu. Allt þetta virtist blasa
við, ef farið hefði eins og þeir fé-
lagar höfðu gert ráð fyrir. Að vísu
var forsætisráðherra tilbúinn að
láta koma krók á móti bragði
sem hæfði hrekkjum sjálfstæðis-
forystunnar, þ.e. að rjúfa þing og
efna til kosninga innan 5-6
vikna, -láta kjósa um þjóðarsátt-
ina, svo að ekki færi milli mála
hvert sé mikilvægasta mál þjóð-
arinnar um þessar mundir.
Hjörleifí snýst hugur
Til þessa mótleiks þurfti þó ekki
að grípa, því að Hjörleifur Gutt-
ormsson ákvað að sitja hjá við
atkvæðagreiðsluna í stað þess að
greiða atkvæði gegn þjóðarsátt-
inni. Svo vel sem þessi ákvörðun
Hjörleifs kom stjórnarsamstarf-
inu og þeim málum sem ríkis-
stjórnin hefur sett á oddinn, sló
hún Þorstein og Davíð Oddsson
endanlega út af laginu, ofan á
þær móttökur sem framkoma
þeirra hafði fengið hjá mikils-
háttar áhrifamönnum í Sjálf-
stæðisflokknum, ýmsum alþing-
ismönnum flokksins, sem for-
ingjarnir höfðu gert upp skoðan-
ir, og almennum flokksmönnum
sem ofbýður ábyrgðarleysi for-
ystumanna sinna.
Sannfæring Einars
Odds_____________________
Sá maður sem fyrst og af mestri
alvöru lét í sér heyra eftir frétta-
mannafundinn 29. nóv. var Ein-
ar Oddur Kristjánsson, formað-
ur Vinnuveitendasambands ís-
lands. Hann lýsti mikilli undrun
yfir afstöðu flokksforystunnar,
sem hann hefur lengi þjónað af
dygð og talið sig eiga liðveislu
hjá, þegar mikið lægi við í mál-
efnum atvinnurekenda. Um það
er vart að deila, að sem formaður
Vinnuveitendasambandsins átti
Einar Oddur ómældan þátt í að
koma þjóðarsáttinni á með
febrúarsamningunum í vetur.
Hitt skipti ekki minna máli að
hann var einhver hinn eindregn-
asti stuðningsmaður þess að
bráðabirgðalögin voru sett 3. ág-
úst, eftir árangurslausar tilraun-
ir forsætisráðherra og annarra
forystumanna ríkisstjórnarinnar
um að fá BHMR-menn til að
sættast á frestun launahækkana
og gerast með því aðilar að þjóð-
arsáttinni.
Einar Oddur hefur skýrt frá því
að hann hafi verið sannfærður
um að forysta Sjálfstæðisflokks-
ins styddi setningu bráðabirgða-
laganna engu síður en hann
sjálfur. Einar Oddur hefur hæðst
að þeirri furðulegu röksemd,
sem Davíð Oddsson er talinn
höfundur að, að gera eigi grein-
armun á þjóðarsátt og bráða-
birgðalögunum. Slíkur greinar-
munur er ekki til í reynd. Bráða-
birgðalögin eru hluti af þjóðar-
sáttinni, styrktarstoð hennar. Án
þeirra væri engin þjóðarsátt til.
Þennan skilning hefur formaður
Vinnuveitendasambandsins lagt
mikla áherslu á og hrakið með
því sýndarrökin um að hægt sé
að vera hollur þjóðarsáttinni en
fella um leið bráðabirgðalögin.
Einar Oddur orðaði það svo í
viðtali við Morgunblaðið um síð-
ustu helgi, að ef bráðabirgðalög-
in féllu — fyrir tilverknað sjálf-