Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
0881 -íQdrnsésb fl ninRKiRmiR t
Laugardágur 8. désember 1990
Persaflói, gíslarnir:
BEIÐNISADDAMS TIL
ÞINGSINS SAMÞYKKT
íraska þingið samþykkti í gærmorgun að gefa öllum gíslum í írak og Kú-
væt frelsi. Aðeins 15 af 250 þingmönnum voru á móti. Búist er við að
fyrstu gíslanir fari frá Baghdad í dag og allir verði komnir heim fyrir jól.
Ákvörðun Saddams um að sleppa
öllum gíslunum kom á óvart og
margir velta því fyrir sér hvort hann
sé að breyta um stefnu eða hvort þetta
sé kænskubragð til að ná sínum mál-
um frekar fram. Breski forsætisráð-
herrann, John Major, sagði að frelsun
gíslanna væri mjög ánægjuleg, en
bætti því jafnframt við að Saddam
ætti eftir sem áður að draga herlið sitt
frá Kúvæt skilyrðislaust. George Bush
tók í sama streng. Þegar Bush var
spurður hvort Bandaríkin myndu
styðja ályktun Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna um alþjóðlega friðar-
ráðstefnu um Miðausturlönd, svaraði
hann því alfarið neitandi og sagði að
ekki kæmi til greina að hálfu Banda-
ríkjamanna að tengja Persaflóadeil-
una við önnur málefni Miðaustur-
landa. Bush sagði að vilji Saddams til
að tengja innrás sína í Kúvæt við önn-
ur málefni Miðausturlanda væri til-
raun til að bjarga sér út úr því sem
hann átti ekki að flækja sig í í upphafi,
tilraun til að bjarga mannorði sínu.
„Mér er sama um mannorð. Hann þarf
ekkert mannorð. Það sem hann þarf
er að fara frá Kúvæt, án þess að vera að
flækja málið með friðarráðstefnu um
Miðausturlönd," sagði Bush.
Ákvörðun Saddams um frelsun gísl-
anna kom mjög á óvart í breska
sendiráðinu í Baghdad, þar sem 1.200
Bretar halda sig, var rekið upp
ánægjuöskur þegar fréttin barst.
„Enginn bjóst við þessu. Fyrst urðu
allir hljóðir, og síðan öskruðu allir af
kæti,“ sagði einn bresku gíslanna.
Linda Grant, sem á eiginmann í írak,
sagðist hafa grátið af ánægju eftir að
hún heyrði tíöindin. „Ef Saddam Hus-
sein væri hér á þessu andartaki, þá
mundi ég kyssa hann!“ Reuter-SÞJ
Bandarískir hermenn á æfingu í eyðimörk Saudi-Arabíu.
Búlgaría:
Oflokksbundinn lögmað-
ur leiðir ríkisstjórnina
Forseti Búlgaríu, Zhefya Zhelev,
skipaöi óflokksbundinn lögmann,
Dimiter Popov, til að mynda bráða-
birgðastjóm sem starfa á til næstu
þingkosninga. Popov, sem varð ný-
lega yfirlögmaður dómstólsins í Sof-
íu, mun mynda ríkisstjóm sem mun
taka við af sósíalískrí ríkisstjóm
Andrei Lukanov sem fór frá í síðustu
viku vegna versnandi efnahags og al-
mennrar óánægju almennings.
Popov var varaforseti nefndar sem
skipulagði frjálsu þingkosningarnar
í júní síðastliðnum, þær fyrstu í
fjóra áratugi. Hann sagði í yfirlýs-
ingu, sem hann lét frá sér fara, að
hann ætlaði að velja óháða menn í
ríkisstjórnina. „Landið þarfnast
Forsetakosningarnar í Póllandi:
Walesa líklegur
Lech Walesa kemur mjög vel út úr
skoðanakönnunum fyrir seinni um-
ferð forsetakosninganna í Póllandi
sem fram fer á morgun. Hann fær yf-
irleitt þrisvar sinnum meira fylgi
samkvæmt könnunum en mótfram-
bjóðandi hans, Stanislaw Tyminski.
En dagblöð í Póllandi sögðu að ef
kosningaþátttaka yrði lítil, þá gæti
farið svo að TVminski kæmi á óvart,
eins og hann gerði í fyrri umferðinni.
Nýlegasta könnunin, sem var birt á
miðvikudaginn, gaf Walesa 73% en
Týminski 16% Þessi könnun sýndi
mikla fylgisaukningu Walesa frá vik-
unni á undan og er hún skýrð með
ummælum Walesa þegar hann sakaði
Týminski um að starfa fyrir öryggis-
sterkrar ríkisstjórnar sem nýtur
stuðnings þjóðarinnar," sagði Po-
pov.
Sósíalistar, áður kommúnistar, og
lýðræðissinnar, sem mynda tvo
stærstu flokkana, hafa ásamt öðrum
minni flokkum komið sér saman
um að hvor stærri flokkanna um sig
fái fjögur Iykilráðuneyti.
Leiðtogi lýðræðissinna, Peter Ber-
on, sagði af sér leiðtogaembættinu
eftir að ríkisstjórn sósíalista sagði af
sér, en hann hefur verið sakaður um
að vinna fyrir öryggislögreglu
kommúnista.
Reuter-SÞJ
lögreglu kommúnista og vera að
reyna valdarán.
Margir þeirra sem stóðu að skoðana-
könnunum töldu að þær gæfu ekki
rétta mynd, því margir stuðnings-
manna Tyminskis þyrðu ekki að láta
uppi stuðning vegna áróðursins.
Einnig töldu þeir að stuðningsmenn
Walesa myndu ekki mæta eins vel á
kjörstað og stuðningsmenn Tyminsk-
is, vegna þess að þeir teldu að Walesa
væri öruggur.
Önnur skoðanakönnun sýndi Walesa
61% og Týminski 20% Maðurinn sem
gerði hana sagðist halda að margir
hefðu logið að honum. Hann bjóst við
að munurinn yrði mun minni en
könnun hans sýndi. Reuter-SÞJ
Fólksflótti frá
Austur-Evrópu
Á 60 þjóða alþjóðlegri ráðstefnu í
Genf um búferlaflutninga, sem
lauk á fimmtudag, kom fram að
eitt helsta vandamál sem steðjaði
að ríkjum heimsins væru búferla-
flutningar fólks sem væri í leit að
betri lífskjörum.
James Purcell, einn af stjórnend-
um Alþjóðlegra samtaka um far-
andverkamenn (IOM), en þau sam-
tök héldu ráðstefnuna, sagði að
þetta vandamál hefði áhrif um all-
an heim. Á ráðstefnunni kom fram
að þetta fólk væri oftast fátækt og
menntað ungt fólk. í kjölfar hruns
kommúnismans í Austur-Evrópu
og aukins frelsis íbúanna er von á
miklum fólksstraumi til Vestur-
Evrópu og þá aðallega norðurhluta
Vestur-Evrópu, til viðbótar hinum
hefðbundna fólksflótta frá suðri til
norðurs, bæði til Norður-Evrópu
og Norður-Ameríku. Fólksflóttans
frá Austur-Evrópu er þegar farið að
gæta og á árinu 1989 flýðu 1.3
milljónir frá Austur-Evrópu, að
sögn Vladimirs Grecic frá Alþjóð-
legu stjómmála- og efnahagsstofn-
uninni í Belgrad.
Almennt var talið að til að leysa
vandamálið yrði að reyna að bæta
lífskjör fólksins með fjárfestingum
í ríkjunum og aukinni efnahagsað-
stoð. Reuter-SÞJ
GATT:
Viðræðum frestað til næsta árs
Bjartsýnin, sem ríkti í GATT- við-
ræðunum á fimmtudag, reyndist
ástæðulaus. Tillögunni um land-
búnaðarmál, sem Evrópubandalagið
lagði fram og miklar vonir voru
bundnar við, var hafnað. Tillaga EB
gerði ráð fyrir 30% niðurskurði á
framleiðslustyrkjum á næstu fimm
árum, en engum niðurskurði á út-
flutningsbótum. Bandaríkin ásamt
fleiri þjóðum vildu hins vegar 75%
niðurskurð á framleiðslustyrkjum
og 90% á útflutningsbótum. í yfir-
lýsingu, sem stjórnendur GATT-
ftindarins sendu frá sér, segir að við-
ræðum sé frestað og þær verði tekn-
ar upp að nýju í Genf í Sviss. Enginn
tími er tilgreindur, en að sögn utan-
ríkisráðherra Uruguay munu þær
hefjast aftur snemma á næsta ári.
Að sögn Aart De Zeeuw, formanns
landbúnaðarnefndar GATT-fundar-
ins, er frestunin nauðsynleg til að
gefa EB tíma til að endurskoða af-
stöðu sína til landbúnaðarmálanna.
Það væri augljóst að viðhorf EB
mundu ekki breytast í þessum við-
ræðum í Brussel. Ray MacSharry,
einn af fulltrúum EB, sagði að EB
væri tiibúið til frekari viðræðna, en
bætti við að EB hefði engin önnur
tilboð um minnkun styrkja til land-
búnaðarins. Reuter-SÞJ
Nicosia - fraska þingíð sam-
bykkti að sleppa öllum gíslum frá
Irak og Kúvæt Hemaðarupp-
bygging beggja aðila heldur
áfram.
Baghdad - Með því aö sleppa
gíslunum hefur Saddam Hussein
liökað tíl fýrir fundi George Bush
og Tareq Aziz í Washington í
næstu viku.
Dhahran - Háþróaðir banda-
rískir skriðdrekar, sem geta varist
öllum eiturefríaárásum, eru
komnir til Saudi-Arabíu, tílbúnir
að verða beitt I fyrsta skipti.
Brussei - GATT-viöræðumar
föru út um þúfur og hefúr umræð-
um verið frestað til byrjunar
næsta árs og verða þær þá
haldnar í Genf.
Berlín - Skrár þýska hersins frá
seinní heimstyrjöldinní hafa fund-
ist en þær gætu leitt tíl skaða-
bótakrafna á hendur þýskum
stjómvöldum.
London - Elísabet Bretlands-
drottning hefur veitt Margréti
Thatcher eina af æðstu orðum
Bretlands, en Thatcher segist
hafa komist bærilega af sem frú
Thatcher og vill ekki verða tftiuð
laföl Thatcher.
Bonn - Þjóðverjar telja sig ekki
geta verið einir um að hjálpa
Sovétmönnum og ætla að fara
fram á aðstoð annarra iönþró-
aðra ríkja við Sovétmenn.
Brasilía - Brasilíska þjóðþingið
segir að herstjómin fynverandi
hafl ætíað sér að búa tíl kjam-
orkusprengju.
Pans - Þær fimm þjóðir, sem
geta beftt neitunarvaldi í Öryggis-
raði SÞ, eru ekki sammála um að
koma á alþjóðlegri friðarrað-
stefríu um málefni Miöaustur-
landa. Bandaríkin eru m.a. á
móti.
Sofía - Búlgarskl forsetínn,
Zhelya Zheiev, skipaði óflokks-
bundinn lögmann, Dimiter Po-
pov, til að mynda bráðabirgðarík-
isstjóm sem á að fara með völdin
til næstu kosninga. Reuter-SÞJ
NATO:
Dregur úr herstyrk
í Vestur-Evrópu
í gær tilkynnti NATO, eftir tveggia
daga fundarsetu, að samtökin
myndu fækka verlega kjarnorku-
vopnum sínum í Evrópu. í tilkynn-
ingunni kom ennfremur fram að
bandalagið yrði eftir sem áður að
halda uppi ákveðnum herstyrk, þar
á meðal einhverjum kjarnorkuvopn-
um, til að verja aðildarríkin fyrir ut-
anaðkomandi árás.
Fulltrúi NATO sagði á blaðamanna-
fundi, eftir að yfirlýsingin hafði ver-
ið gefin, að hætta á stríði væri alltaf
til staðar, þótt hún hefði vissulega
minnkað eftir að her Sovétmanna
hefði farið frá Austur-Evrópu og
samstarf milli austurs og vesturs
hafist.
Varnarmálaráðherrar aðildarríkja
NATO sögðu í yfirlýsingunni að ný
hernaðarstefna yrði þróuð með tiliti
til núverandi samstarfs milli austurs
og vesturs og yrði sú stefna tiibúin
næsta vor. Reuter-SÞJ