Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. desember 1990
Tíminn 27
MINNING
Oddur Guöbiörnsson
bóndi á
Fæddur 20. desember 1922
Dáinn 1. desember 1990
Oddur var bráðhagur maður og vel
verki farinn. Hann var góður náms-
maður á sinni stuttu skólagöngu.
Hann hafði mikinn áhuga á ætt-
fræði og sögu og var fjölfróður um
þau efni og naut þar hins skarpa
minnis síns. Hann var fríður maður
og vel á sig kominn.
Hann fæddist á Rauðsgili 20. des-
ember 1922. Foreldrar hans voru
þau hjónin Guðbjörn Oddsson frá
Dagverðarnesi í Skorradal og Stein-
unn Þorsteinsdóttir frá Húsafelli.
Guðbjörn var af Bergsættinni al-
kunnu og hefur eflaust tekið að arfí
úr þeirri ætt listfengi sem kom fram
í framúrskarandi smekkvísi og list-
fengi í öllu sem hann gerði. Guð-
björn var smiður jafnframt bú-
skapnum. Steinunn var þrekmann-
eskja full af mannkærleik og hlýju,
vel að sér og fluggreind.
Oddur átti alla ævi heima á Rauðs-
gili svo að hæfileikar hans nýttust
ekki utan hans litla og snotra bús.
Þar bjó hann eftir foreldra sína.
Kona Odds var Ingibjörg Jónsdóttir,
dóttir Jóns lögregluþjóns frá Laug í
Biskupstungum. Hún var honum
ómetanleg stoð í blíðu og stríðu og
hafði lag á að fylla heimilið með
glaðværð og notalegheitum.
Þau komu til manns þremur efni-
legum börnum: Jóni sjómanni og
vélstjóra sem Ingibjörg átti fýrir
hjónaband en var samt sem þeirra
sonur, Birni sjómanni og vélstjóra
og Steinunni sem vinnur við hjúkr-
un sjúkra. Þessi börn hafa alla tíð
sýnt Rauðsgili og foreldrum sínum
ræktarsemi.
Býsna mörg börn önnur hafa verið
hjá þeim Ingibjörgu og Oddi á
sumrin og jafnvel allt árið. Þetta
fólk telur sig hafa haft gagn og gam-
an af dvöl sinni á Rauðsgili, það best
ég veit, og hugsar með hlýhug og
söknuði til Odds, þessa hægláta,
fróða og skemmtilega manns sem
kom svo vel fram við alla.
Sjálfur kynntist ég Oddi vel frá því
að við vorum börn. í sveitinni var þá
farskóli og frændfólkið frá Rauðsgili
var vikum saman á Húsafelli og við
vorum annan eins tíma á Rauðsgili á
móti. Þá strax kom það fram að Odd-
ur var vandaður, skemmtilegur og
góður félagi. Hann verður örugg-
lega betri en enginn að hitta þegar
yfrum kemur.
Rauðsgili
Ég votta Ingibjörgu og börnum
þeirra innilega samúð mína við frá-
fall Odds, sem hefði átt að koma
miklu seinna.
Kristleifur Þorsteinsson.
í dag, 8. desember, fer fram útför
Odds á Rauðsgili frá Reykholts-
kirkju. Oddur fæddist að Rauðsgili í
Hálsasveit 22. desember 1922. For-
eldrar hans voru hjónin Guðbjörn
Oddsson og Steinunn Þorsteinsdótt-
ir. Guðbjörn var sonur Odds Þor-
leifssonar, bónda að Dagverðarnesi,
og Steinunnar Filipusdóttur konu
hans. Steinunn móðir Odds var
dóttir Þorsteins Magnússonar bónda
á Húsafelli og Ástríðar Þorsteins-
dóttur konu hans, Jakobssonar,
Snorrasonar prests á Húsafelli.
Þau hófu búskap að Rauðsgili árið
1918. Eignuðust þau sjö börn, þrjá
syni, Þorstein, Tryggva og Odd, og
fjórar dætur, Ástríði, Steinunni,
Kristínu og Ingibjörgu. Oddur var
miðja vegu í röðinni. Börnin ólust
upp við lítil efni, en þó næg. Krepp-
an sem ríkti á unglingsárunum og
lauk í umbyltingu stríðsáranna,
kom síður niður á lífskjörum til
sveita. Upp úr kreppunni kallaði
borgarlífið á unga menn til starfa
sem gáfu skjótteknar tekjur. Oddur
var í Reykholtsskóla og átti létt með
nám. Vafalaust hefði átt vel við hann
að stunda langskólanám, hefðu
vindar staðið til þeirrar áttar á þeim
tíma. Hann var bókhneigður og
valdi fremur lestur góðra bóka í ró
og næði heldur en mötun fjölmiðla.
Á seinni árum sökkti hann sér tíð-
um í ættfræðiathuganir og hefur
unnið töluvert starf á því sviði. Ber
öll sú vinna vitni um nákvæmni og
vandvirkni. Oddur hafði góða rit-
hönd og áferðarfallega, sem naut sín
í þessum verkum.
Á meðan Guðbjörn bóndi hélt fullu
starfsþreki, sótti Oddur vinnu í
Reykjavík um hríð. Stundaði hann
m.a. smíðavinnu hjá Kristni vagna-
smið, sem var athafnaskáld á Grett-
isgötunni. Vann Oddur þar í hópi
sveitunga sinna og lærði ýmis verk
sem síðar komu að notum. Hann
átti þó ekki langt að sækja smíðagáf-
una, þar sem faðir hans var hagur
smiður, bæði á tré og járn. Smíðaði
Guðbjörn ýmsa hluti fyrir sig og
granna sína, svo sem skeifur og
kerruhjól.
Guðbjörn missti sjón fyrir aldur
fram, og þar kom að hann þurfti að
treysta á syni sfna við bústörfin.
Oddur reyndist laginn við bústörfin
og svo fór að hann tók við búinu að
Guðbirni látnum 1959. Bjó hann
um skamma hríð með móður sinni
þar til hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur,
Jónssonar frá Laug, árið 1962.
Reyndist hjónaband þeirra farsælt.
Þau eignuðust tvö börn, Steinunni,
sem lærði píanóleik og sjúkraþjálf-
un, og Björn sem er vélvirki. Ingi-
björg átti fyrir soninn Jón Aðalstein,
sem er vélstjóri. Gekk Oddur hon-
um í föður stað.
Steinunn, móðir Odds, bjó með
þeim meðan henni entist aldur, allt
til ársins 1973. Hélt hún landsmóð-
urlegu yfirbragði á heimilinu, sem
gerði það að verkum að fólk laðaðist
að því. Ingibjörg hefur viðhaldið
þeim hefðum og er hún vinsæl og
vel látin af sveitungum sínum. Það
er raunar mikil gæfa þegar slík sam-
heldni ríkir sem raun varð á hér,
þegar búskapur og bændastétt á í
vök að verjast.
Þeim Oddi og Ingibjörgu búnaðist
vel í sambúð sinni. Oddur var far-
sæll bóndi. Hann vann töluvert að
ræktun jarðarinnar, en jók lítið við
húsakost utan hlöður. Hann var nat-
inn við skepnur, einkum hesta og fé,
Ingibjörg annaðist kýrnar. Það var
líka með eindæmum hve laginn
hann var að ná inn góðum heyjum.
Sá eiginleiki virðist vera arfgengur.
Sá sem þetta ritar, systursonur
Odds, átti því láni að fagna að dvelj-
ast á Rauðsgili á sumrin frá 5 til 15
ára aldurs. Á því skeiði náði ég að
kynnast þeirri þróun sem búskapar-
hættir í íslenskum sveitum hafa
gengið í gegnum, frá þeirri bjartsýni
og baráttuhug sem ríkti, á meðan
þjóðin var að berjast við að brauð-
fæða sig, í kjölfar fólksfjölgunar í
lok stríðsins, og þar til því takmarki
var náð á miðjum sjöunda áratugn-
um. Ólíku er nú saman að jafna við
það hugarfar sem nú ríkir í sveitum
lands, þar sem öll framleiðsla er
nánast talin til óþurfta.
Oddur hafði gott lag á að láta okk-
ur krakkana vinna. Hvert verk hafði
sinn tilgang, okkur var treyst fyrir
þeim og laun okkar voru ekki síst
ánægja með vel unnin störf.
Ég minnist þess nú með þakklæti
að þarna lærðum við dyggðir vinn-
unnar. Krakkarnir voru oft 4-5 sam-
an á sumrin. Þar við bættust systkin
Odds og makar þeirra, sem oft
dvöldu til lengri eða skemmri tíma á
sumrin við heyskap. Það var
skemmtileg tíð. Svo komu töðu-
gjöldin (með súkkulaði). Síðan tóku
við hauststörf, göngur og réttir, sem
staðsettar eru fyrir neðan heima-
túnið.
Þegar ég minnist þessa tíma nú,
finn ég hversu góður andi ríkti á
heimilinu. Fólkið var samhent,
hjálpsamt og jákvætt. Óþarfa arga-
þras kom aldrei til. Þannig hefur
alltaf ríkt sérstaklega gott samband
á milli Rauðsgils og nágrannanna á
Steindórsstöðum, en Oddur og
systkinin þar voru systkinabörn. Tvö
af Steindórsstaðasystkinum hafa lát-
ist á þessu ári, þau Þorsteinn og
Ástríður. Er því mikið skarð höggvið
í frændgarðinn á stuttum tíma.
Á seinni árum hefi ég notið þeirra
stunda sem ég hef átt að Rauðsgili.
Sátum við Oddur oft saman og
ræddum hin ólíkustu mál. Hann
hafði ágæta kímnigáfu, og þá for-
vitni, sem gerir það að verkum að
menn spyrja umfram það sem kom-
ast má af með. Þrátt fyrir að heilsan
bilaði nú á síðustu árum var hugur-
inn óbugaður. Þannig ferðuðust þau
hjónin um allt land eftir að hann
kenndi meinsins, sem dró hann að
lokum til dauða.
Ég hitti Odd viku fyrir andlát hans
á spítalanum á Akranesi. Hann var
léttur í skapi, og kunni skil á flest-
um tíðindum úr héraði og frænd-
garði yfirleitt. Þannig hafði það líka
alltaf verið.
Rauðsgilsheimilið hefur jafnan ver-
ið sá staður sem systkin hans og af-
komendur þeirra hafa safnast um.
Það hefur verið okkar ættaróðal,
Á Landakoti
Þetta er saga af merkri stofnun,
m.a. um líknarstarf systra í nærri
heila öld. Margir af fremstu
læknum landsins koma hér við
sögu.
Dr. Bjami Jónsson yfirlæknir var
um áraraðir fremsti sérfræðingur
íslendinga í bæklunarsjúkdóm-
um og meðferð höfuðslysa.
Hann segir meðal annars í for-
mála bókarinnar: „Ég hef unnið á
þessari stofnun alla mína lækni-
sævi... Hafa götur mínar og
systranna legið saman í nærri
hálfa öld."
Bókin er 256 blaðsíður og auk
þess prýða bókina 60 ljósmyndir.
Setberg gefur út. Verð 2900 kr.
Gestgjafinn -
ný bók með
úrvali uppskrifta
Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur
sent frá sér matreiðslubókina Úr-
valsréttir - Gestgjafinn. Eins og
nafn bókarinnar ber með sér er
hér um að ræða úrvalsuppskriftir
úr hinu geysivinsæla matreiðslu-
blaði Gestgjafanum, en um þess-
ar mundir eru tíu ár síðan útgáfa
blaðsins hófst. Hefur blaðið notið
mikilla vinsælda alla tíð, komið
fjölmörgum að góðum notum og
orðið til þess að efla matargerð-
arlist og stuðla að fjölbreytni í
mataræði íslendinga.
Núverandi ritstjóri Gestgjafans,
íris Erlingsdóttir, ritstýrði bók
Fórnarpeð
Ssafold hefur gefið út bókina
Fómarpeð eftir Leó E. Löve. Bók-
in er önnur spennubók höfundar
og fjallar um ungan blaðamann
sem kemst að því sér til skelfing-
ar að þjóðkjörinn trúnaðarmaður
misnotar aðstöðu sína gróflega í
eiginhagsmunaskyni.
Blaðamaðurinn leggur allt í söl-
urnar til að fletta ofan af svikun-
um og inn í atburðarásina fléttast
óvæntir atburðir.
Leó E. Löve.
Ótrúlegt er hvaða aðferðum
valdamiklir peningamenn beita
til að verja hagsmuni sína. Þeir
svífast einskis. Jafnvel mannslíf
eru þeim einskis virði.
Fórnarpeð er ósvikin spennubók
frá fyrstu síðu til hinnar síðustu.
Jafnframt hlýtur lesandinn að
velta því fyrir sér hvort íslenskt
þjóðfélag sé virkilega eins og þar
er lýst og hvort atburðirnir gætu
verið raunverulegir. Eða em þeir
ef til vill raunverulegir?
Fómarpeð er 214 bls. og að öllu
leyti unnin í ísafoldarprent-
smiðju hf.
þótt ekki teljist það til stórbýla.
Aldrei hefur þar heyrst minnst á
gestanauð, þótt næturgestir hafi far-
ið á þriðja tuginn. Þvert á móti hef-
ur fremur verið kapp á milli bæj-
anna um hvor hefði betur í þeim
efnum.
Samheldni þeirra Ingibjargar var
heilsteypt. Þrátt fyrír að þau væm að
mörgu leyti ólík, fórst þeim það vel,
því þannig spönnuðu þau stærra
svið í sameiningu.
Víst hefði ég kosið að fá að njóta
samvista við Odd enn um stund. At-
vikin banna þó lengri fund. Hann
hverfur nú á vit feðra sinna með
bestu kveðjum þeirra sem eftir sitja.
Snorri Tómasson
skilvirkt eggsuðutæki
Réttsoðin Ijúffeng egg.
Verð frá 2.570,-
• Allt að 7 egg.
• Aðvörunartónn.
• Laus eggjagrind.
• Margar gerðir.
háriiðunartæki
með heltum blæstri.
Kraftmikið.
140 wött.
Yfirhitunaröryggi,
• Straumrofi.
• Snúningslæsing.
• Verð frá 1.990.-
Einar Farestveft&Co.nf.
v Borgartúni 28. Sími 622901 )|
'ltlierm
(aieplus
kaffivélar
700-1000 W glæsllegir litir.
Verð frá 2.890.-.
• 10 bolla.
• Heittog
Engir eftirdropar.
5 gerðir.
vöfflujám
llmandi fallegar vöfflur.
Verðfrá 4.990,-
• Snúrugeymsla.
• Hitastýring.
• Stiglaus hitastilling.
• Teflonhúð.