Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 8. desember 1990 90 ára: Halla Halldórsdóttir Á mánudaginn, 10. des., fyllir ní- unda áratuginn Halla Halldórsdótt- ir, nú til heimilis á dvalarheimili aldraðra í Grundarfirði. Halla er Snaefellingur að ætt og uppruna og þar hefur hún átt heim- ili alla tíð. Foreldrar hennar bjuggu að Kvíabryggju við Grundarfjörð og áttu 9 börn, sem öll komust til full- orðinsára. Foreldrar Höllu voru bæði afburða dugleg, og það svo að það var á orði haft og þurfti þó nokk- uð til þess að eftir því væri tekið á tímum þegar orðtakið „að duga eða drepast" var hreint og beint blákald- ur sannleiki. Árið 1919 dregur fyrir sólu í lífi þessarar stóru fjölskyldu, Rafstöðvar 06 dælúr FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín en þá andast fjölskyldufaðirinn. Engar voru þá almannatryggingar, ekkert sem tók við nema sveitar- framfærsla er fjárhagur fjölskyld- unnar brast. Móðirin, Dagfríður, var vissulega forkur að dugnaði, en hér var um stærra verkefni að ræða en svo að einstæð móðir í alþýðustétt hefði möguleika á að leysa það af hendi hjálparlaust. Þarna kom til bjargar samkennd og samstaða fjöl- skyldunnar. Aðstandendur hennar og vinir komu til hjálpar og fjögur börnin voru tekin í fóstur, en móðir- in hélt heimili með hinum. Ánægju- legt er að minnast þess að öll þessi systkini urðu glæsilegt, tápmikið og frjálslegt fólk og nýtir og vel metnir borgarar í þjóðfélaginu. „Gott er þegar slík ævintýri gerast með þjóð- inni,“ var einhverntíma sagt og það er í sannleika satt og rétt. Sú þessara systkina sem hér verður minnst, Halla Halldórsdóttir, giftist ung að árum Finni Sveinbjörnssyni frá Hellnafelli í sömu sveit. Ungu hjónin bjuggu fyrstu árin í Stykkis- hólmi, en keyptu síðan jörðina Spjör í Eyrarsveit og bjuggu þar lengst af eða þar til þau á efri árum fluttu út í Grafarnes, þegar þar myndaðist þéttbýliskjarni og kaup- tún eftir 1940. Þau hjón ráku nyt- með útibú allt I krtngum landið, gerir þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis Ingvar Helgason hf. Sævarhoföa 2 Simi 91-674000 interRent Europcar saman búskap að Spjör, en aðal þátt- ur í starfi Finns var lengst af sjó- sókn. Á sumrin var hann oftast með skip, sem skipstjóri, en hann hafði til þess réttindi að vera skipstjóri á minni skipum. Á haustin réri hann jafnan á opnum bátum, eins og al- gengt var í Grundarfirði. Sjálfsagt var Finnur í upplagi og eðli hneigð- ari til sjósóknar og fiskveiða heldur en sveitabúskapar, eins og hann var starfræktur á þeim tíma, en það kom ekki að sök í búskap þeirra hjóna, því Halla hafði allt til að bera sem þeir, sem ræktun jarðar og um- önnun dýra hafa á hendi. Hún var dugleg, athugul, nærfærin við skepnur, gróandi jörð og lífsmagn náttúrunnar á ríkan þátt í eðli henn- ar og geði. Það tímaskeið í ævi þeirra hjóna er þau bjuggu að Spjör var á margan hátt blómaskeið ævi þeirra. Þrjú yngri börnin fæddust þar og þar komust öll börnin til þroska. Samband foreldranna og bama þeirra var mjög farsælt og gott, gagnkvæm ástúð og tiltrú ríkti þar á milli og bar vissulega svip af hlýju trausti og ástúðlegu sambandi þeirra hjóna, Höllu og Finns. Af þessu mótaðist heimilislífið allt og þangað þótti gestum gott að koma. Við systkinin sem vorum að alast IFPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar frá Kóreu 215/75 R15 kr. 6.950,- 235/75 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröö þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 91- 84844 upp þar í nágrenninu, í Suður-Bár, áttum þar öll ásamt móður okkar heila og trúa vini. Sú vinátta var móður okkar mikils virði og í raun ómetanleg, eins og reyndar má segja að sönn vinátta sé jafnan. Þegar við systur lítum til baka í sambandi við kynni okkar af Höllu Halldórsdóttur, finnst okkur alltaf hafa verið bjart í kringum hana, lífið lygnt og Ijúft. Þegar við hins vegar stöldrum við og athugum stað- reyndir lífsins og skoðum lífshlaup hennar og nánustu aðstandenda hennar, verður okkur ljóst að þessi ljúfi blær sem okkur virðist ein- kenna lífshlaup hennar, samsvarar ekki þeim mikla ástvinamissi og þeim þungu raunum sem við vitum að það hefur valdið henni. Halla og Finnur áttu 5 börn, af þeim eru á lífi Halldór hreppstjóri í Eyrarsveit og Ása sem var sú þriðja í aldursröð þeirra systkina, hún er húsfreyja í Sauðanesi í A-Skaftafellssýslu. Látin eru: Freyja, sem var þeirra systkina elst, gift Jóni ísleifssyni, bifreiða- stjóra, þau hjón fórust samtímis í bflslysi. Þau voru búsett í Stykkis- hólmi. Dagfríður kennari, síðast bú- sett á Selfossi, glæsileg og gáfuð kona, hún lést úr krabbameini. Og Sveinbjörn, sem var yngstur barna þeirra hjóna, að mörgu leyti eftir- læti fjölskyldunnar sem skemmti- legt og elskulegt barn, síðar vaskur og efnilegur ungur maður, orðinn stýrimaður á vitaskipinu Hermóði — fórst með skipi sínu. í vist með þeim hjónum Finni og Höllu dvaldi, um fjölda ára, systur- dóttir Finns, Hrefna Hjartardóttir, og ásamt þeim ól hún upp son sinn Ágúst, sem nú er fulltíða maður og starfar í Reykjavík. Hrefna eignaðist athvarf fyrir sig og sitt barn hjá þeim hjónum Höllu og Finni þegar henni var mikils virði að eignast ör- uggt athvarf. Leiðir þeirra skildu ekki eftir það. Hrefnu var þetta at- hvarf mikils virði á þeim tíma og jafnan síðan, svo og drengnum hennar, en svo sannarlega var Hrefna einnig mikils virði þeim hjónum, sambýlið við Hrefnu og margháttuð aðstoð sem hún veitti þeim hjónum, og Höllu eftir lát Finns, þessi síðari ár. En einnig Hrefna er horfin af sviði lífsins — ein af mörgum úr nánasta umhverfi Höllu Halldórsdóttur sem hverfur í mistur dauðans. Svo sannarlega veit sú mikla fjöl- skyldumanneskja Halla Halldórs- dóttir hvað það er að ganga öngstigi sorgarinnar. Hitt má verða okkur, sem notið hafa langra kynna við Höllu, umhugsunarefni hvað það er sem gefur þessari konu þá ró og það jafnvægi, viðmálsblíðu og frið, sem fylgir persónu hennar og allri fram- komu. Eflaust munu margir svara að það byggist á trausti hennar á kristinni trú og trausti á framhalds- líf. Og ekki er ólíklegt að margur muni taka undir það, og sjálfsagt fer það saman við hennar trú og skoð- un; hins er líka að geta að hún hefur alltaf verið hreinskiptin, sönn og heil og vissulega eru það ómetanleg- ir eiginleikar, ásamt því að hafa vald á skapi sínu, eiga umburðarlyndi og rósemi til að mæta sorg og söknuði án þess að bugast. Halla Halldórsdóttir er nú níutíu ára. Það er vissulega allhár aldur og mun flestum þykja nóg lifað. Hvort það er skoðun Höllu er okkur ekki kunnugt. En hitt teljum við okkur vita af löngum kynnum við afmælis- barnið að hún hafi lifað lífinu vel, í raun og sannleika. Friður sé með þér. Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur fyrir okkur og okkar aðstand- endur gert. Við systurnar óskum þér til hamingju með afmælið og óskum þér góðs og friðsæls ævikvölds. Guðríður og Margrét Sigurðardætur. Ókevpis HÖNNUN auglýsingar ÞEGAR Þlí AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga millikl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, verður á staðnum. Siml 92-11070. Framsóknarfélögin. Borgnesingar- Bæjarmálefni I vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins I Borgamesi verða á staðnum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgamesbæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. Noröurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum ( Fljótum. Hægt er að ná I rit- stjóra alla daga í slma 96-71060 og 96-71054. ___________________________________________K.F.N.V. Akranes — Bæjarmál Opinn fundur með bæjarfulltrúum verður laugardaginn 8. desember kl. 10.30 i Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Munið morgunkaffið. Bæjarmálaráð Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandslns að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Sími 43222. K.F.R. Borgarnes Nærsveitir Spiluð verður félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 7. desember kl. 20.30. Siðasta kvöldið í 3ja kvölda keppni. Allir velkomnir. ,, _ Framsoknarfélag Borgarness. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Simi 43222. K.F.R. Frá S.U.F. 6. fundur framkvæmdarstjómar S.U.F. verður haldinn 13. desember kl. 20.00 að Melabraut 5, Seltjamamesi Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að llta inn. K.S.F.S. MUNIÐ að skila tilkynningum í flokksstarfið tímanlega - þ.e. fýrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag. .1 Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregiö verður I Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyr- ir þann b'ma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I slma 91-674580. FramsóknarHokkurinn Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum áriegu splla- kvöktum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Heildarverðlaun ferð til Akureyrar fýrír 2, gist á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverðlaun. Mætið öll. Stjómln Jólahappdrætti S.U.F. Eftirfarandi númer hafa verið dregin út I Jólahappdrætti S.U.F.: 1. des. 1. vinningur 2036,2. vinnlngur 974 2. des. 3. vinningur 3666,4. vinningur 20 3. des. 5. vinningur 3203,6. vinningur 3530 4. des. 7. vinningur 5579,8. vinningur 1452 5. des. 9. vlnningur 3788,10. vinningur 5753 6. des. 11. vinnlngur 3935,12. vinningur 3354 7. des. 13. vlnnlngur 5703,14. vlnnlngur 4815 Dregin verða út tvö númer á hverjum degi fram til 24. des. Munið að greiöa heimsenda glróseðla. Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20. Slmi 91-624480 eða 91-28408. Með kveðju. S.U.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.