Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. desember 1990
Tíminn 5
í yfirliti um þróun og horfur í efnahagsmálum frá Seðlabankanum
kemur fram mikil aukning í hlutabréfaútgáfu skráöra fyrirtækja:
Útgáfa nýrra hlutabréfa
á þessu ári 4 milljarðar
Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra kynnti á ríkisstjóm-
arfundi í gær almennt yfirlit um þróun og horfur í peninga-, gjald-
eyris- og gengismálum frá Seðlabanka íslands. Yfirlit þetta kemur
frá Seðlabankanum tvisvar á árí.
Jón sagði að í þessu yfirliti benti
bankinn á að með þeirri víðtæku
sátt í kjaramálum sem tekist hefði á
árinu og með aðgerðum ríkisvalds-
ins til þess að styðja hana, hefði ver-
ið lögð betri undirstaða að stöðugu
verðlagi en oftast nær áður. „Bank-
inn bendir á að verðbólgustigið sé
núna 7-8 af hundraði miðað við
heilt ár og bankinn telur það brýnt
að þetta verði upphaf að varanlegri
jafnvægisstefnu í efnahagsmálum.
Árangur í þessum efnum verði best
tryggður með því að beita peninga-
málum og ríkisfjármálum saman til
að hemja heildareftirspurnina í hag-
kerfínu og bankinn bendir líka á að
með afnámi hafta á fjármagnsflutn-
ingum komi nýjar aðstæður til
skjalanna fyrir hagstjórn á íslandi
og þörfin fyrir samræmi milli efna-
hagsskilyrða á íslandi og í öðrum
löndum verði brýnni", sagði Jón.
Jón sagði í sambandi við þróunina
á lánamarkaðnum að það væri
nokkuð ljóst að þar hefðu orðið
miklar breytingar. „Það sem er
kannski athyglisverðast á fjár-
magnsmarkaðnum er þrennt. í
fýrsta lagi það, að ríkissjóður hefur
náð því að fjármagna stærstan hluta
af sinni fjárþörf innanlands, með út-
gáfu spariskírteina og ríkisvíxla, að
miklu leyti með viðskiptum við inn-
lánsstofnanir og verðbréfasjóði.
Þarna er að myndast nýr markaður,
sem að stórum hluta hefur náðst án
þess að það yrði útlánaþensla eða
peningamyndun úr hófi fram, enda
hefur þetta gerst á sama tíma og það
hefur dregið úr lánsfjáreftirspurn
hjá fyrirtækjunum vegna afturkipps
í hagkerfínu. í öðru lagi er það
hlutabréfaútgáfan. Með því að út-
gáfa nýrra hlutabréfa í skráðum
hlutafélögum verður líklega nokkuð
á 4 milljarð á þessu ári, samanbörið
við ca. 1350 milljónir í fyrra, sem þó
var aukning, kemur eigið fé í veru-
legu mæli í stað lánsfjár hjá fyrir-
tækjunum sem er mjög jákvæð þró-
un. í þriðja lagi hefur þessi mikla
aukning innanlandsfjármögnunar
ríkissjóðs tekist án þess að meiri
hækkun hafi orðið á raunvöxtum
spariskírteina ríkissjóðs en úr 6% í
7%. Á sama tíma hafa raunvextir á
vísitölubundnum útlánum banka og
. sparisjóða hækkað um 0,4 af hundr-
áði, í 8,2%. Nafnvextirnir hafa hins
'^vegar lækkað mjög mikið á þessu ári
úx 32% f árslok í fyrra í 13,2% í nóv-
emberlok. Lækkun raunvaxta á
nafnvaxtakjörum hefur einnig orðið
mjög mikil", sagði Jón. —SE
Lögreglan kemur upp um umtalsverða landasölu:
Mjólkurhúsi breytt
í bruggverksmiðju
Lögreglan hefur nú upplýst um-
fangsmikið bruggmál, þar sem
mjög skipulega var framieiddur og
seldur landi, mestmegnis til ung-
menna. Um er að ræða eitt um-
fangsmesta bruggmál sem komist
hefur upp nú hin síðari ár.
Lögreglan hefur haft grun um sölu
og dreifingu á landa, sem virtist
ekki stoppa þrátt fyrir að tvær
bruggverksmiðjur hafi verið gerðar
upptækar. Síðastliðið þriðjudags-
kvöld voru teknir tveir ungir dreng-
ir við skemmdarverk í Reykjavík og
voru þeir nokkuð ölvaðir. Þeir við-
urkenndu að hafa verið að drekka
landa, sem þeir sögðust hafa fengið
hjá ákveðnum manni í Hafnarfirði.
Tveir menn voru síðan handteknir
og í framhaldi af því sá þriðji í Mos-
fellsbæ. Hjá honum fundust tæpir
100 lítrar af landa og við yfirheyrslu
vísaði hann á sjálfa bruggverk-
smiðjuna, sem reyndist vera stað-
sett á bóndabæ í Landeyjum.
Rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík fór þangað til rannsókna
ásamt lögreglunni á Hvolsvelli. Þar
fundust í mjólkurhúsi eimingartæki
og tæpir 100 lítrar af kláruðu víni og
einnig var hellt niður um 650 lítr-
um af hálfkláruðu. Þá vísaði eigand-
inn á vörubíl sem hann hafðt keypt
fyrir hagnaðinn af sölunni. Bærinn
hefur ekki Ieyfi til mjólkurfram-
leiðslu og engin mjólkurframleiðsla
var á bænum. Bóndinn var með
sauðfé og nokkrar kýr til eigin nota.
Óvíst hvenær loðnuflotinn siglir aftur:
Fylgst með miðum
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson
er farinn á loðnumiðin til frekari
rannsókna á loðnugengd í kjölfar
þess að loðnuflotinn hefur lagst við
bryggju. Ekki hefur verið tekin nein
ákvörðun um hvenær flotinn heldur
aftur til veiða, en að sögn Halldórs
Ásgrímssonar verður sú ákvörðun
tekin í ljósi þeirra upplýsinga sem
Árni Friðriksson veitir.
Það kom sjávarútvegsráðuneytinu á
óvart þegar fréttir bárust af því að
tvö loðnuskip héldu til veiða í gær-
morgun. „Við beindum þeim tilmæl-
um til loðnuflotans að þeir hættu
veiðum sem fyrst, en settum ekki
nein ákveðin tímamörk á það. Nið-
urstaðan varð, eftir samtöl á milli
manna, að gera það strax, enda var
veðrátta ekki góð á þeim tíma. Það
kom okkur síðan alveg á óvart að tvö
skipanna skyldu fara á veiðar", sagði
Halldór. Eftir að þetta fréttist hafði
ráðuneytið samband við útgerðar-
menn skipanna og varð niðurstaðan
sú að skipin eru nú aftur komin að
landi.
Halldór gerði á fundi ríkisstjórnar-
innar grein fyrir þeim alvarlegu af-
leiðingum sem loðnubrestur gæti
haft fyrir þjóðfélagið. „Ef ekki veiðist
nein loðna á næsta ári, muni tekjur
samfélagsins minnka um fjóran og
Ljóst er að þessi framleiðsla hefur
staðið yfir síðan í apríl og einhver
hundruð lítra hafa verið seld. Lítr-
inn fór til fyrsta dreifingaraðila á
um 1000 krónur, eða 750 eftir
magni. Til neytenda fór lítrinn á um
1500 krónur. Viðskiptavinahópur-
inn voru aðallega ungmenni á höf-
uðborgarsvæðinu. Að sögn lögregl-
unnar er þetta með stærri brugg-
málum sem upp hafa komist í
seinni tíð.
-hs.
HAGDEILD SEÐLA-
BANKA HARÐ-
LEGA GAGNRÝND
Jóhannes Nordal og Tómas Áma-
son bankastjórar Seðlabankans
sendu í gær ftá sér yfirlýsingu þar
sem beðist er afsökunar á álití hag-
deildar Seðlabankans á verðbólgu-
þróun næstu mánaða. Forsætísráð-
herra bað um álitið en það birtíst
fyrst í minnihlutaáliti Friðriks Sop-
hussonar sem lagt var fram á Alþingi
í fvrradag.
í álitinu er spáð litlum verðbreyt-
ingum á næstu mánuðum þó að
laun BHMR hækki um 4,5%. Farið
er lítilsvirðingarorðum um verð-
bólguspá I>jóðhagsstofnunar.
Rankastjóramir biðjast sérstaklega
afsökunar á orðalagi sem má túlka
sem ásakanir á hendur I^jóðhags-
stofnunar og aðíla vinnumarkaðar-
ins.
Oiðrétt segir síðan í yfirlýsingunni:
„Þótt vissulega sé hægt að hafa mis-
munandi skoðanír á framvindu efna-
hagsmála, ef að bráðabirgðalögin
yrðu felld, telur bankasljómin miklu
meiri hættu framundan við þær að-
stæöur en álit hagfræðideildar
Seðlabankans virðist gefa í skyn.“
Bjami Bragi Jónsson, aðstoðar-
bankasfjóri og yfirmaður hagdelldar
Seðlabankans, kveðst sammála
bankastjóminni um að orðalagið í
áliti deildarinnar hafi verið ógætí-
legt -EÓ
hálfan milljarð. Að sjálfsögðu myndi
svo alvarlegt áfall hafa mikil áhrif,
ekki einungis á það fólk sem nú á um
sárt að binda, heldur mun það valda
mikilli tekjuminnkun hjá ríkissjóði,
sveitarfélögum, þjónustufyrirtækj-
um o.s.fr.“.
Halldór sagði að ekki hefði verið
rætt um í ríkisstjórninni til hvaða
aðgera skyldi gripið ef illa færi eftir
áramót og engin íoðna fyndist. Hann
benti á að betur hefði verið fylgst
með loðnustofninum á þessu hausti
en oftast áður. Bæði rannsóknarskip-
in hafa verið í rannsóknum og nú
hefur verið ákveðið að senda Áma
Friðriksson á loðnumiðin, til að
fylgjast með ástandinu. „Síðan fara
bæði rannsóknarskipin út strax eftir
áramót, en það hefur þó ekki ennþá
verið ákveðið hvenær flotinn fer út á
miðin aftur. Það munum við ræða
næstu daga og hafa í því sambandi
hliðsjón af því sem kemur út úr ferð
Árna Friðrikssonar", sagði Halldór.
„Það er alveg Ijóst að rannsóknar-
skipin komust mjög vel yfir allt
svæðið, gagnstætt því sem var á síð-
asta ári. Við teljum nægjanlegt að
Árni Friðriksson fari á svæðið nú, en
síðan munum við taka ákvörðun um
það hvenær flotinn fer út“, sagði
Halldór að lokum. -hs.
DLA AUGU
OG DIKSVÖM HEMPA
eftar Tryggva Emilsson
Tryggvi Emilsson varð þjóðkunnur þegar
bók hans Fátækt fólk kom út. Nú
kemur hann enn á óvart meö skáldsögu
um stórbrotin örlög og sterkar persónur.
1-
UTGEFANDI: STOFN
Blá augu og biksvört hempa er
örlagasaga einstaklinga og
þjóóar þar sem raunsannir
atburöir og þjóðsagnakenndir
renna saman í eina listræna
heild. Þetta er sagan af
prestinum sem missti hempuna
vegna vinnukonunnar meó bláu
augun. Frásagnarlist Tryggva er
einstök, tungumáliö fjöl-
skrúðugt, gaman og alvara
haldast ávallt í hendur.
DREIFING: VAKA-HELGAFELL