Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. desember 1990 Tíminn 3 Fjölbreytt dagskrá á Sauðárkróki-á tímamótum: Sauðárkróks- kirkja endur- vígð á morgun Sauðárkrókskirkja verður vígð á morgun, sunnudag 9. desember, kl. 14, eftir stækkun, gagngerar breytingar og endurbætur. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir kirkjuna og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Guðmundssyni vígslubiskupi og sóknarprestin- um, séra Hjálmari Jónssyni. Frá Guttormi Oskarssyni, fréttaritara Tímans á Sauiárkróld. Kirkjukór Sauðárkróks syngur við vígsluathöfnina undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organ- ista og einsöngvari verður Svan- hildur Karlsdóttir. Organleikur verður fyrir athöfnina frá kl. 13.30. Að henni lokinni verða kaffiveiting- ar í félagsheimilinu Bifröst í boði safnaðarkvenna. NY STJORN LISTAHÁTÍÐAR Ný stjórn Listahátíðar í Reykjavík var kjörin s.l. þriðjudag á fulltrúa- ráðsfundi. í stjórninni eru: Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Sjón (Sigurjón Sigurðsson) rithöfundur, Selma Guðmundsdóttir píanóleik- ari, kosin af fulltrúaráðinu, Valgarð- ur Egilsson læknir, tilnefndur af Reykjavíkurborg og Helga Hjörvar skólastjóri, tilnefnd af menntamála- ráðuneytinu og verður hún jafn- framt formaður —khg. Klukkan 20.30 sunnudagskvöld verður aðventukvöld í kirkjunni. Ræðumaður verður biskup íslands. Þá verður fjölbreytt tónlistardag- skrá: Kór Sauðárkrókskirkju og kór söngdeildar tónlistarskólans syngja. Þá verður tvísöngur bræðr- anna frá Holtagerði, Péturs Péturs- sonar og Sigfúsar Péturssonar, ein- söngur Helgu Rósar Indriðadóttur, Jóhanns Más Jóhannssonar og Sig- urdrífar Jónatansdóttur. Undirleik- arar verða Heiðdís Lea Magnúsdótt- ir, Rögnvaldur Valbergsson og Sól- veig S. Einarsdóttir. Nýtt þak hefur verið sett á kirkj- una, turn hennar verið endur- byggður og ný klæðning sett á veggi. Þá var hún hitaeinangruð að nýju og skipt um allar gluggaum- gerðir. Jafnframt hefur kirkjuskipið sjálft verið lengt um þrjá metra og nýir bekkir smíðaðir og settir upp og kirkjan öll máluð utan sem inn- an. Stækkunin sjálf og endurbæturn- ar allar þykja hafa tekist sérstaklega vel. Hönnuður var Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og leikari, en yfirsmiður var Bragi Skúlason. Raddir morgunsins — Úrval Ijóöa Gunnars Dal, skálds og heimspekings. „ Tær og skýr skáldskapur og hefur yfir sér heiðríkju heilbrigðrar lífssýnar". Ólafur Haukur Árnasson Góð gjöf handa þeim sem unna Ijóðum yr , og hollri visku. ÆSKAN Sauðfé Gunnars í Flatatungu tekið eignamámi og því fargað: Dómi fullnægt Síðastliðinn miðvikudag var fargað sauðfé Gunnars Oddsson- ar, bónda í Flatatungu í Skaga- firði, en eins og kunnugt er hefur nokkur styr staðið um Idndumar. Hæstiréttur staðfesti í byrjun nóvember dóm undirréttar í máli sem Gunnar höfðaði gegn land- búnaðarráðherra og sauðfjársjúk- dómanefnd. Hann vildi ekki sætta sig við að þurfa að skera fé sitt niður vegna riðu sem greindist í því. Undirréttur vildi ekld fella ákvörðun um niðurskurð úr giidi og staðfesti Hæstiréttur þá niður- stöðu. Eins og áður sagði var fénu farg- að sl. miðvikudag. Það var teldð eignamáml og flutt á Sauðárkrók þar sem það var skotið og síðan urðað. Gimbramar í hópnum vora hins vegar fluttar f sláturhúsið til slátranar, en fullvirðisréttur sá sem sauðijársjúkdómanefnd hef- ur yfir að ráða var nýttur í þessu sambandi. Aðspurður hvort það orkaði ekld tvímælis að farga kindunum en nota gimbramar til manneldis, sagði Gunnar Odds- son að hann héldi að það væri venjan hjá þeim að hirða lömbln þegar rollum væri fargað vegna riðu. rJ»að væri í raun í lagi að hirða allt saman, því það er ára- tuga og alda reynsla af því að menn hafa lagt sér til munns ket af riðuveiku fé og ekki orðið meint af,“ sagði Gunnar. — C l 'Ú t N A K P J l » ■ \ i Á E R SKEKKJA í DÆMINU? Getur verið að þú sitjir ekki rétt við vinnu - að þú fáir ekki réttan stuðning við bakið - að afstaða milli baks og setu sé ekki rétt? Getur verið að þú sitjir á ómögulegum stól? ERO er stóllinn sem rúmlega 25 þúsund ísiendingar sitja á við vinnu sína. Skýringin er augljós. ERO-stólarnir eru hannaðir í samvinnu við lækna og sjúkraþjálfara og hverjir vita betur en þeir hvernig góðir vinnustólar eiga að vera? ERO-stólana stillir hver og einn að eigin þörfum. Mismunandi stillingar á baki, setu og hæð. ERO-stólarnir tryggja vinnuveitendum aukin og betri afköst starfsmanna sinna. ERO-stólarnir tryggja stuðning í starfi með betri líðan og meiri afköstum. ERO-stólarnir eru fáanlegir í 3 gerðum með margvíslegum aukaútbúnaði og mismunandi áklæði. ERO-stólarnir eru með 5 ára ábyrgð. ERO þýðir árangur í starfi. ERO tryggir þér öruggan SESS. Frá og með næstu áramótum verður SESS með einkasöluleyfi á ERO-stólunum. FAXAFENI 9 0 679399 L* • 1 ’s; 0 *i f V (Jt • \ a 4 r • '"i ? s 1 &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.