Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.12.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. desember 1990 Tíminn 7 LAUGARDAGURINN 8. DESEMBER 1990 Frá umræðum um bráðabirgðalögin f neðri deild. Páll Pétursson mælir fýrir nefndaráliti. I forsetastóli er Ami Gunnarsson þingforseti. rimamynd: Ámi Bjama stæðismanna — „spryngi þjóð- félagið í loft upp á örfáum klukkutímum". Það átti eftir að koma í ljós að almenningur trúði betur orðum Einars Odds Kristjánssonar en Davíðs Odds- sonar. r Osannindi á fréttamannafimdi En hrellingum sjálfstæðisfor- ystunnar lauk ekki með and- stöðu mikilsháttar manna í flokknum á borð við formann Vinnuveitendasambandsins, því að ósannindi þeirra Þorsteins og Ólafs G. Einarssonar af afstöðu þingmanna flokksins urðu fljót- lega landskunn. Margt af því sem þeir sögðu af þingflokks- fundi þeim, sem hér kom helst við sögu, var rangt og mistúlkað í munni þeirra. Þingmönnum voru beinlínis gerðar upp skoð- anir. Hið sanna hefur reynst að margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins voru því andvígir að fella bráðabirgðalögin og litu á ráðabrugg Þorsteins og Davíðs sem pólitíska glæfra. Þess vegna hefur það legið í loftinu að nægi- lega margir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hefðu verið til- búnir til að styðja bráðabirgða- lögin til þess að koma í veg fyrir þá pólitísku og x efnahagslegu kollsteypu sem ógilding laganna hefði haft í för með sér. Af þessu hafa menn dregið þá ályktun, að einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði eins og sannfæringin bauð þeim og gilti þá einu hvort elst væri við stuðning Stefáns Valgeirssonar, sem ekki lítur á sig sem sérstakan stuðnings- mann ríkisstjórnarinnar, eða hvoru megin hryggjar þeir lægju Geir Gunnarsson með sína sér- visku eða Hjörleifur Guttorms- son, sem oft er stífur og þrá- hyggjufullur, þótt margt sé vel um hann. Vangaveltur um þetta skipta ekki máli úr þessu. Telja verður víst að bráðabirgðalögin hljóti samþykki neðri deildar, þegar þau koma þar til atkvæða í næstu viku. Þar með væri rutt úr vegi hindrunum um fram- gang málsins á Alþingi, því að málið hefur fullan stuðning í efri deild. Hvers vegna bráðabirgðalög? Ekki er þörf á því hér að greina í löngu máli hver séu rökin fyrir þessari lagasetningu. Það hefur verið gert hér í blaðinu marg- sinnis. Daginn sem bráðabirgða- lögin voru sett, 3. ágúst sl., sagði í forystugrein Tímans að lögun- um væri ætlað að tryggja að þjóðarsátt um skynsamlega efnahagsþróun gæti haldist og að launþegar fengju varið kaup- mátt launa sinna með varanlegri verðbólguhjöðnun. Aldrei hefur verið farið leynt með það hér í blaðinu, að setning bráðabirgða- laganna var neyðarráðstöfun, en styðst eigi að síður við lög, og er ekki andstæð meginstefnu stjórnarskrár um völd og valda- skiptingu í þjóðfélaginu. Það er út af fyrir sig rétt að bráða- birgðalögin frestuðu því að dæmd launahækkun til félaga í BHMR um 4,3% kæmi til fram- kvæmda og sveigðu félagsmenn þar með undir þjóðarsáttarkjör- in, frestuðu því að BHMR-félag- ar færu fram úr öðrum launþeg- um á meðan tími þjóðarsáttar stæði. Hér var að sjálfsögðu um pólitíska aðgerð að ræða, neyð- arráðstöfun. Ástæðan til þess að ríkisstjórnin greip til neyðarráð- stafana og þess neyðarréttar sem hver ríkisstjórn hefur til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu — í þessu tilfelli reglu í efnahagsmálum — var sú að áætlun um þróun efnahagsmála hefði gersamlega raskast ef launahækkun BHMR-félaga hefði gengið fram. Afleiðingin hefði orðið óðaverðbólga í stað verðbólguhjöðnunar sem þjóð- arbúið hafði brýna þörf fyrir til þess að náð yrði jafnvægi í efna- hagsmálum, að rekstrargrund- völlur atvinnulífsins yrði treyst- ur og atvinnuöryggi almennings tryggt. Ófullkomið réttarfar Ríkisstjórnin var því að verja efnahags- og kjaramálastefnu sem hafði jákvætt þjóðhagslegt markmið og naut víðtæks stuðn- ings áhrifaafla þjóðfélagsins, að því undanskildu að BHMR-sam- tökin töldu sig standa utan við þjóðarsáttina og tóku engum rökum um að ganga til sam- starfs á grundvelli hennar. For- sætisráðherra beitti sér af full- um heilindum að því að fá BHMR til slíks samstarfs, en án árangurs. Forráðamenn þess fé- lagsskapar kusu að fara sína eig- in leið með skírskotun til niður- stöðu Félagsdóms um að BHMR bæri tiltekin kauphækkun sam- kvæmt bókstafstúlkun kjara- samninga BHMR og viðsemj- enda þeirra. Hér verður ekki frekar en áður deilt við dómar- ann um þessa niðurstöðu. Hins vegar er rétt að endurtaka ábendingu, sem áður hefur komið fram í Tímanum, að telja verður það ófullkomið réttarfar að ekki skuli hægt að áfrýja dómum Félagsdóms. Slíkt nær auðvitað engri átt. En hvort sem fleira eða færra er sagt um dóm Félagsdóms í þessu tilfelli eða réttarfarið sem ákveð- ur eitt dómstig í félagsdómsmál- um, verður ekki hjá því komist að skýra frá því hver sé afleiðing umrædds dóms. Meginafleiðing- in er sú sem margoft er búið að segja áður, að skollið hefði á óða- verðbólga í kjölfar dómsins. Það var sú vissa sem ríkisstjórnin stóð frammi fyrir eftir dóm Fé- lagsdóms og staðfastan ásetning BHMR að hafa þá afleiðingu að engu. Hætta á óðaverðbólgu Þjóðhagsstofnun hefur með bréfi til forsætisráðherra, dags. 3. þ.m., gert grein fyrir því hvernig verðbólguþróun gæti orðið á næstu mánuðum ef bráðabirgðalögin féllu úr gildi. Þjóðhagsstofnun setur upp þrjú dæmi, sem öll fela í sér sömu þróunarlíkurnar, sem sé „að á nokkrum mánuðum yrði þriggja mánaða hraði verðbólgunnar miðað við heilt ár kominn í tugi prósenta". Þjóðhagsstofnun seg- ir ennfremur: „í þeim dæmum sem reiknuð voru var verðbólga á þennan mælikvarða í fyrsta dæminu komin í 22% í júlí 1991, 27% í öðru dæminu og í tæplega 40% í því þriðja.“ Þjóðhagsstofnun tekur að vísu fram að í útreikningum af þessu tagi séu ýmis óvissuatriði, en það breytir engu um í hvaða átt þróunin gengur, stefnan liggur út á braut óðaverðbólgunnar. Þess vegna segir í greinargerð Þjóðhagsstofnunar: „Það má því reikna með því að ef þessi þróun gengur eftir, að þau markmið um viðskiptahalla og litla aukn- ingu þjóðarútgjalda, sem sett voru fram í þjóðhagsáætlun 1991, standist ekki.“ Þessar staðreyndir voru á borði fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis, þegar fyr- ir henni lá að taka afstöðu til bráðabirgðalaga ríkisstjómar- innar. Meirihluti neftidarinnar hefur tekið skýra afstöðu til stuðnings þjóðarsáttinni með því að leggja til að bráðabirgða- lögin verði samþykkt óbreytt. í nefndaráliti meirihlutans segir að afleiðingarnar af því að fella bráðabirgðalögin séu skýrar: Þjóðarsáttin sé búin að vera, efnahagsmarkmiðin sem hún byggist á farin úr böndunum, vaxandi verðbólga muni ekki láta á sér standa vegna víxlhækk- ana verðlags og launa. Þjóðin vill alvörugjaldmiðil Nú er eftir að vita hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn bregst við þessu eða einstakir þingmenn hans. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að foringjar Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson, hafa fengið flengingu hjá íslenskum kjós- endum. Framkoma þeirra að undanförnu, stráksskapur þeirra og ábyrgðarleysi í stjórnarand- stöðu, er þjóðinni blöskrunar- hella. Skoðanakannanir síðustu daga bera með sér að ríkisstjórn- in hefur stuðning þjóðarinnar í því að hafa hemil á verðbólgu og gengisfellingum. Þjóðin vill stöðugt verðlag og sterkan gjald- miðil. Almenningur áttar sig fyllilega á því að launagreiðslur í verðbólgukrónum eru eins og hver önnur viðskiptasvik. Fólk veit að laun öðlast þá fyrst kaup- mátt þegar þau eru greidd í al- vörukrónum, traustum, íslensk- um gjaldmiðli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.