Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 18. desember 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavtk. Sfmi: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samstaða í ríkisstjórn Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir í viðtali við Tímann á laugardaginn að því meira sem Sjálfstæðisflokkurinn ráðist að ríkisstjórninni því fastar þjappi stjórnarflokkarnir sér saman. Stein- grímur benti á að hinir mörgu og ólíku flokkar sem stæðu að ríkisstjórninni væru samstæðari en þeir sundurleitu hagsmunahópar sem mynduðu Sjálf- stæðisflokkinn. Þessi orð forsætisráðherra hafa verið staðfest með afgreiðslu neðri deildar Alþingis á bráðabirgðalög- um um launamál. Vissulega voru þessi lög ágrein- ingsmál í stjórnarliðinu, sem forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hugðust notfæra sér, jafnvel til að riúfa stjórnarsamstarfið. Um það er lauk fóru Þor- steinn Pálsson og Davíð Oddsson hina mestu hrak- för í því máli. Fyrirætlun þeirra þjappaði stjórnarlið- um saman, en sundraði þeirra eigin flokki. Endurreisn og þjóðarsátt í viðtali sínu við Tímann leggur forsætisráðherra höfuðáherslu á að núverandi stjórnarsamstarf hafi tekist vel og skilað miklum árangri. Menn skyldu minnast þess að þetta stjórnarsamstarf á rætur að rekja til þess að stjórnarforysta Sjálfstæðisflokksins brást haustið 1988, þegar mikið lá við að sameina áhrifaöflin og þjóðina alla um endurreisnarstarf í efnahags- og atvinnumálum. Þetta sameiningar- og endurreisnarstarf sem unn- ið hefur verið að þau rúmu tvö ár, sem núverandi stjórnarsamstarf nær til, hefur borið ríkulega ávexti. Rekstri aðalatvinnuvega landsmanna tókst að bjarga og koma í veg fyrir það stórfellda atvinnuleysi sem spáð var að yrði. Til viðbótar því beina endurreisnar- starfi sem ríkisstjórnin vann ötullega að 1988-1989 var stofnað til víðtækara samkomulags hagsmuna- og áhrifaafla þjóðarinnar um þróun efnahagsmála en dæmi eru til áður. Þetta samkomulag hefur með réttu verið kallað þjóðarsátt. Engum þarf að blandast hugur um að áframhald þjóðarsáttarinnar er eitt allra mikilvægasta málefni þjóðarinnar um þessar mundir. Þjóðarsáttinni var ætlað að standa í eitt og hálft ár og þann tíma má ekki stytta. Helmingur þjóðarsáttartímans er liðinn og árangur hennar hefur komið skýrt í ljós. Verð- bólguþróunin hefur gersamlega snúist við. Verðlag á matvælum hefur staðið í stað allan þjóðarsáttartím- ann og spáð er 7-8% verðbólgu frá upphafi til loka ársins, enda svarar hækkun framfærsluvísitölu í desember til þess að verðbólga á heilu ári sé aðeins 3%. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru nú teknir upp á því að kalla þjóðarsáttina miðstýrða verð- stöðvun, sem sé andstæð markaðslögmálum. Slíkt er alvarleg mistúlkun staðreynda. Þjóðarsáttin byggist á samningsrétti aðila vinnumarkaðarins og að henni stendur yfirgnæfandi meirihluti þeirra. Það er aðeins lítill minnihluti sem ekki vill lúta þjóðarsáttinni. tekur menn á bclnid á sunnudags kvöldum á Stöð 2, og kaUar þátl manni, sem m.a. uro sínuro; Fullísalnum líkki var nú fariö svo langt í ætt- fræðinni í sjónvarpsþættinum. Þð stundu hvernig til mun takast Edda hefur þegar talað við Kristján stórsöngvara svo vitað sé. Nú síðast það heldur hugguiegur þáttur. Nú á kaliaðir fram til aö tala um starf sitt. Einkum lætur Stöð 2 sér fátt þmmudanslag. Það var nefnilega .......,,,, . hlífðístvið að hafadansmúsikftnrir leggur þeim mun meiri áherslu á ö eyrunum allan sólarhringinn. En langt, jafnvel á báöum sjónvarps- helgi áð ræða viö Ragnar Bjama- sónum inn á Ragnar, og voru stöðvunum, en ríkisstööin er aö son, sem hefur f tugí ára skemmt stundum að segja honum tíöindi af lagsrnálavafstri, að fuOgóðir popp* hafa uppi tilburöi tii aö verða þjóð- væru ÞrBstur og Bibí full í salnuro, arar em við það að eyöileggjast hetja fyrir vikiö. Um hann hafa ekki Þá fór Ragnar að fefkja eftir þessu vegna ofnotkunar, iíkt og undaneld- verið gerð suddaieg myndbönd, þar meridsfólkL Þau vom auövitaö isgripir sem bændur gleyma að sem svakalegir tiiburðir eiga að hvergi, hvorid fuB né ófulL Þannig hlífa. Þetta er náttúrlega ekki nógu sýna garpsskap flytjenda, eða pilsa- iét hópurinn í sextán ár við að gott, en skýringin er, að útgáfur lyftingar ciga að gleðja augu ofur- skcmmU sér og landsfólkinu mcö starfsmönnum hans fara engar hverju ári, að síðustu gestir stóðu í hann hafa ekki verið skrifaðar bæk- epju desembermánaðar. ur, þar sem „sann1eikurinn“ verður Auðvitað er ólíku saman að jatha, hver jól. Popp á hljómplötum er eina efnið sem fier ótakmarkaða kynningu, og helst á Stöð 2, kannski vegna tengsia við hljúm- plötufyrirtæki og líka vegna kcnn- ingar um að þcssi músík sé það scm unga fólkið viU. Ekki þarí aö tala um útvarpsstöðvamar. Þær bros á vör hafa vcrið að skemmta fjölmiölum og fangið fuUt af sldf- fólki og skemmta sér á „normal" um og bókum. En sá er helsti mun- hátt síðustu áratugl. Ragnar á ekki urinn, að Ragnar og félagar hafa frá Íangt að sækja ciginlcika tíl að einhveiju að segja á mcðan hinir tí- skemmta. Faðlr hans, Bjarai Böðv- unda hass og kvennafar f bókum. arsson, var konnur hljómlistar- Garri a VITT OG BREITT Stórskuldug skattaparadís Rétt einu sinni eru talnagleggstu menn þjóðarinnar, sem vita öðrum betur hvers búið þarf við, að Ieggja síðustu hönd á fjárlög næsta árs. Rétt einu sinni fara útgjöldin langt fram úr fyrri áætlunum. Rétt einu sinni breikkar bilið milli gjalda og tekna og rétt einu sinni veit enginn hvernig á að brúa það. Rétt einu sinni grenjar stjómar- andstaðan á niðurskurð fram- kvæmda og rekstrargjalda en heimtar jafnframt að þjónusta verði aukin og tilteknar framkvæmdir auknar um allan helming. Og rétt einu sinni ætla allir að lækka skattana og veitast að forsæt- isráðherra sem einn manna hefur viðurkennt að hækka þurfi skatta ef halda á velferðinni í horfinu. Á endaspretti fjárlagagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu hellast útgjaldaliðir enn yf- ir fjárveitinganefnd og íjármálaráð- herra hækkar fyrirsjáanlegan fjár- lagahalla um einhverja milljarða króna í hvert sinn sem hann opnar munninn í viðurvist hrakfallasér- fræðinga fjölmiðlanna. Og enn einu sinni segist fjármála- ráðherra ekki eiga annarra kosta völ en að láta bömin sín borga lánin sem slegin verða út á fjárlagahall- ann, og gengur hvorki hann eða aðrir að því gruflandi að hallarekst- urinn verður enn meiri þegar fjár- lagaárinu lýkur en gert verður ráð fyrir f upphafi þess. Náttúrulögmál Stjómmálamenn og leiðandi aðilar á sviði efnahags- og fjármála hafa komið sér upp sameiginlegum trú- arbrögðum og líta á það sem guð- Iega forsjón eða óumbreytanlegt náttúrulögmál, að ekkert geti stöðv- að síaukin ríkisútgjöld og kjömir fulltrúar líta á það sem aðalhlutverk sitt að finna upp nýja og stórfelldari útgjaldaliði og yfirbjóða keppinaut- ana á atkvæðamarkaði með rándýr- um lausnum meira og minna tilbú- innavandamála. Þegar nú fjárlagahallinn er að nálgast hið óborganlega er farið að hvísla feimnislega um nauðsyn skattahækkana. Omur berst af því að virðisaukaskattur geti hækkað vemlega, en kúltúrtröll og linleg fjármálastjóm hafa útjaskað þeim skatti þegar á fyrsta ári hans. Þá er ekki í önnur hús að venda en að hækka tekjuskatt og framlengja gamlar syndir eins og aðstöðugjald og vömgjöld og aðra feiunafria- skatta. Alfrelsi íjármagnsins Hins vegar má aldrei nefna að hrófla við skattaparadís eigenda fjármagnsins. Það er allt í iagi að rífa kaupið af launþegum áður en þeir fá það í hendur og vel er séð fyrir því að þeir sem hæst hafa launin greiði tiitölu- lega lægstu skattana. Vaxtatekjur og verðbótagróði er skattfrjáls með öllu og ef einhver ætiar að halda því fram að þær tekjur skipti ekki máli tala auglýsingar frá verðbréfafyrir- tækjum og jafnvel ríkisbönkum ským máli um að þama er um gíf- urlega mikla skattfrjálsa eignaaukn- ingu að ræða. Hlutabréf em skatt- frjáls og þótt þau hækki um helm- ing á einu ári, eins og nú á sér stað á íslenskum hlutabréfamarkaði, þurfa auðkýfingamir sem þau eiga og græða á tá og fingri ekki að borga eyri í skatta af þeim tekjum sínum. Allt þetta skattfrelsi byggist á vafa- sömum hugmyndum um tvískött- un, sem í raun koma máiinu ekkert við, því að gróði er gróði og tekjur em tekjur. Þegar minnst er á skatta af hátekj- um og stóreignaskatt og skatta af fjármagnsgróða rísa einkahags- munimir upp í órofa fylkingu og kveða allt slíkt leiðindaröfl í kútinn og hefðbundinni skattpíningu milli- stéttarinnar er haldið áfram. Erfðaskattar em sáralitlir og þeim mun minni eftir því sem meiri eign- ir flytjast á milli kynslóðanna. Enginn launþegaleiðtogi eða rétt- lætispólitíkus, svo ekki sé talað um jafnréttisblaðrarana, gerir nokkm sinni tilraun til að kynna sér hvem- ig svona málum er háttað meðal al- vöm kapitalista. Leikur gmnur á að fara þurfi til Rómönsku Ameríku, Filippseyja eða viðlíka plássa til að finna svo stórfelldar eignatilfærslur án þess að greiddir séu af þeim skattar. Vel lukkað ríkishappdrætti þýðir ekki að nefna vegna hagsmuna- gæslu. En slíkt fyrirtæki gæti kom- ið í veg fyrir síaukna skuldasöfnun vegna fjárlagahalla. Þá á sem sagt að halda áfram að safna skuldum og verður gert þar til ríkissjóður stendur ekki lengur undir þeim. Hækka má neyslu- skatta almennings og tekjuskatta launþega, því þeir em ekki til ann- ars en að púla og borga. En eigna- menn landa og lausra aura eiga allt sitt á þurm. Á meðan hvorki er hægt að skatt- leggja auðinn né draga úr metnað- arfullri sóun eyðsluaflanna eykst fjárlagahailinn sí og æ og löggjafar- samkundan starfar með einum huga undir kjörorðinu: Flýtur á meðan ekki sekkur. Og rétt einu sinni verða samþykkt fjárlög sem vemda eiga hvom- tveggja velferðina og skattaparadís auðsafnaranna. Enginn spyr hvort nokkurs staðar sjáist til lands eða hvort enn sé til brúklegur björgunarbátur í þjóðar- skútunni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.