Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 18. desember 1990 Könnun á heilsufari starfsmanna norrænna álvera: Reykingar og mikið flúor er hættulegt Á biaðamannafundi í álverinu í Straumsvík í gær kynnti Johny Kon- gerud, norskur lungnasérfræðingur, niðurstöður athugunar sem hann hefur gert á starfsmönnum í kerskálum álvera á Norðurlönd- um. Athugunin var gerð í samráði við Umhverfismálaráð norræna áliðnaðarins og náði til ailra starfsmanna í kerskálum níu álvera á Norðurlöndunum eða um 3000 manns. Athugunin beindist að astmaein- kennum starfsmannanna, en þau hafa lengi verið þekkt í álverum á Norðurlöndum, hvaða áhættuþættir kæmu til greina og hvort einhver efni öðrum fremur væru orsök fyrir astma starfsmanna. Þeir sem höfðu þessi einkenni áttu oft erfitt með andardrátt og áttu oft á tíðum við óþægindi að stríða mörgum tímum eftir að vinnu lauk. í Ijós kom að því árið 1989. Niðurstöður þessarar at- hugunar verða kynntar starfsmönn- um fljótlega á næsta ári. Johny Kon- gerud sagði að mikilvægt sé að greina þetta vandamál hjá starfs- mönnum strax og þau koma upp, svo að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. —SE Hollustuvemd segir lítla notkun á krabbameinsvaldandi plastfilmum hérlendis: Ekki ástæða til þess að óttast Ekki cr talin ástæða tii þess aÖ vara við notkun á krabbatneins- vaidandi plastfilmum hérlendis, segir Halldór Runólfsson hjá Hollustuvernd ríkisins. En eins og fram kom í Tímanum fyrir að nota þunnar plastfilmur sem umbúðir um feit matvæii ýmis- konar. „Við fengum upplýsingar um hvaða efni var verið að vara við í þessum plastOimum og töldum þá að það væri ekid ástæða tU þess að gera neitt í þessu máli hériendís, því samkvæmt uppýsingum sem við hÖfum þá er ekíd mikil notkun hér á þessum filmum sem um er að ræða,“ sagði Halldór í samtali við Tímann í gær. Viðvaranir um notkun á þess- háttar fllmum voru gefnar út I Bretlandi fyrir skemmstu, en það plast sem um er að ræða ínniheld- ur mýkingarefni sem gerir það mjúkt og límkennt. Þetta mýking- arefni gengur í samband við mat- inn og getur valdið hættulegum efnahvcrfum. En þessi hætta er einungis á ferðum ef um er að ræða felt matvæii, svo sem feitt kjöt og osta, og þegar matvæii eru hituð í örbylgjuofni með fllmunni og aðeins cf fliman snertir mat- inn. „Þetta eru aðallega feitar vörur sem nokkur einasti möguieik) er á að örlítið magn fari í matinn, þannig að það er fyrst og fremst osturinn sem verið er að kanna og honum er ekki pakkað hér í þunnt piast, heldur í þykkara plast, svo og erverið að vara við feitum kjöt- vörum svo sem áleggi og þess háttar sem einnig er pakkað í þykkt plast hér. Það er lítið af feitum matvælum á markaðnum hér sem er pakkað í þunnt pla$t,“ sagði Halidór einnig. Halldór sagðl jafnframt að hann hefði athugað þetta í Sviþjóð og Danmörku samfara þessum bresku fréttum, „og þeir töldu ekki ástæðu til þess að gera neitt í þessu heldur, en Svíar hafa rann- sakað þessar plastfllmur töluvert, svo að vlð teljum öriíggt að fylgja —GEÓ Krabbameinsfélag íslands og þjóðarátakssöfnunin: Þrettán milljónðr til sértækra verka Stjórn Krabbameinsfélags íslands hefur ákveðið ráðstöfun á fyrsta fjórðungi þess fjár sem safnaðist í vor í Þjóðarátaki gegn krabba- meini. Gert er ráð fyrir að féð sem safnaðist nýtist í fjögur ár og fari til sérstakra verkefna á vegum félagsins. Fimm milljónum króna verður var- ið til að kaupa íbúð í Reykjavík fyrir aðstandendur krabbameinssjúk- linga utan af landi. Fimm milljónir eru veittar til grunnrannsókna á krabbameini í Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði. Tvær milljónir eru ætlaðar til útgáfu á bæklingi fyrir karlmenn um helstu einkenni krabbameins, en stefnt er að því að senda hann til allra full- orðinna karlmanna næsta vor. Einni milljón verður veitt til að efla Rann- sóknarsjóð Krabbameinsfélagsins. Öðrum fjórðungi söfnunarfjár verð- ur ráðstafað á miðju næsta ári. í framhaldi af þessari ákvörðun hafa Krabbameinsfélagið og Rauði kross fslands ákveðið að sameinast um kaup á húsnæði í nágrenni Landspítalans og verður það til af- nota fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra meðan á sjúkdómsmeðferð stendur. Ríkisspítalar eru tilbúnir til samstarfs um rekstur þessa hús- næðis. Höfuðstöðvar Krabbameinsfélags- ins eru að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Þar vinna um 50-60 starfsmenn Krabbameinsfélags íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur við fræðslu, leit, rannsóknir og þjón- ustu við sjúklinga. Krabbameinsfélögin á Austurlandi réðu sér starfsmann í haust og fylgdu þar fordæmi Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis frá því fyrir tveimur árum. Þar með eru þrjú krabbameinsfélög komin með ráðna starfsmenn auk heildarsam- takanna, Krabbameinsfélags ís- lands. khg. Miðflóttaraflsdæludreifarar - Snekkjudæludreifarar Tryggið ykkur Vélboða mykjudreifara fyrir áramót, því það tryggir ykkur rétt til fyrninga á árinu. Mjög gott verð og greiðslukjör við allra hæfi. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800 Ath. nýtt heimilisfang. VELBOÐI Helluhraun 16-18 HF 220 Hafnarfjörður Sími 91-651800 meiri sem flúormengun í kerskálum var, því meiri líkur voru á að starfs- menn fengju astma. Viðmiðunar- mörkin eru 0,5 milligrömm af flúor í hverjum rúmmetra. Frá árinu 1986 hefur flúormengun í álverunum sem athuguð voru minnkað úr 0,7 mg í 0,3 mg. Ekki eru til nákvæmar upplýsingar um flúormengun í álverinu í Straumsvík, en að sögn Andrésar Sigvaldasonar, trúnaðarlæknis ál- versins, hefur hún verið í hærra meðallagi að undanförnu, m.a. vegna lélegra skauta. Líkurnar fyrir því að starfsmenn eigi við astmavandamál að stríða þrefaldast til sexfaldast ef viðkom- andi starfsmaður reykir. Einnig auk- ast líkur eftir því sem starfsaldur hækkar. 56,5% þeirra 3000 kerskála- starfsmanna reykja, en 24,4% hafa aldrei reykt. í Straumsvík reykja 44,8% kerskálastarfsmanna, en 17,9% hafa aldrei reykt. Árið 1986 áttu 18% allra starfs- manna í kerskálum við astmavanda- mál að stríða, en 16,3% árið 1989. 11,2% starfsmanna í kerskálum ál- versins í Straumsvík voru með astmavandamál árið 1986, en 9,8% Útgefendur Skotmarks, þeir Guð- mundur Guðmundsson, Þór Sveinsson og Tryggvi E. Þor- steinsson ritstjóri. Nýtt tímarit, sem fjallar eingöngu um skotvopn og skotveiði, hefur haflð göngu sína. Að útgáfu þess standa þeir TVyggvi E. Þorsteins- son, sem er ritstjóri, Þór Sveinsson og Guðmundur Guðmundsson, auk auglýsingastofunnar Frábær í Hafnarflrði. Markmiðið með þessu tímariti er m.a. að þjóna sem nokkurs konar málgagn skotveiði- og skotmanna, auk þess sem sjónum manna verður beint að siðfræði í skotveiði. í frétta- tilkynningu frá aðstandendum blaðsins segir, að siðfræðinni virðist vera mjög ábótavant hérlendis og Iangt er í land á því sviði. „Hér á landi virðist það vera aðalmarkmið- ið að drepa sem mest af dýrurn." Þá tekur blaðið einnig fyrir faglega um- fjöllun um skotveiðimál. BÆNDUR! ER NÚ EKKI NÓG KOMIÐ? Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll með mykjutækjum frá Vélboða hf. Nýtt tímarit um skot- veiðimál

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.