Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 11
Tíminn 11 VALDA VANDRÆÐUM OG KULDA Óhreinindi og magnesíumsilikat- útfelling í kerfi Hitaveitu Reykjavíkur hefur verið tals- vert í fjölmiðlum undanfarnar vikur og hefur valdið nokkrum deilum. Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, vakti fyrst máls á því á opinberum vettvangi að útfellingin gæti haft vissa hættu í för með sér. Óhreinindin koma að hluta til frá Nesja- vallavirkjun sem tekin var í gagnið í haust og að hluta frá óhreinindum sem eru alltaf í vissu mæli til staðar í kerfinu, en óhreinind- in fara oftast af stað á haustin með vaxandi notkun og þrýstingi. Magnesíumsilikatútfellingin verður aftur á móti til þegar upphituðu fersku vatni, sem í þessu tilfelli kemur frá Nesjavallavirkjun, og jarðhitavatni, sem er til staðar í kerfinu f Reykjavík og kemur m.a. frá Reykjum, er blandað saman, þó er hægt að komast fyrir hana að einhverju leyti með stillingu á hita- stigi og sýrustigi vatnsins. Þegar kuldakast skellur á og notkun eykst getur útfellingin farið af stað og valdið usla. Fyrir rúmri viku varð töluvert þrýstingstap á Hafnarfjarðaræð veitunnar sem orsakaði að nokkur fjöldi íbúða í Hafnarfirði og Garðabæ varð heitavatnslaus og fólk klædd- ist lopafatnaði innandyra. Síðar kom í ljós að magnesíumsilikatútfellingin var orsökin. Forsvarsmenn Hitaveitunnar höfðu neitað því áður að útfellingin gæti verið sökudólg- urinn. Sigrún Magnúsdóttir bað um að nefnd sér- fræðinga yrði skipuð til að gera grein fyrir ástandi þessa máls í tillögu sem hún flutti í borgarráði 4. desember sl., en hún hefur set- ið í stjórn veitustofnana síðan í júní sl. Málið kom stjórn veitustofnana á óvart „Á fundum hjá stjórn veitustofnana höfðum við verið að ræða þau óhreinindi og „sand“ sem fundist hafa í dreifikerfi borgarinnar og settust í síur, þá var okkur sagt að þetta væri eðlilegt og kæmi á hverju hausti og að þetta væri ekki óeðlilegt nú því að Nesjavallavirkj- un var að koma í gagnið. Mér fannst málið ekki nógu skýrt svo að ég bað um að það yrði tekið upp aftur, sem var og gert föstudaginn 30. nóvember sl. Hitaveitustjóri var ekki við- staddur þær umræður, en Hreinn Frímanns- son, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitunni, gerði þar grein fyrir þessu og kallaði þetta útfellingar í dreifikerfi Hitaveitu Reykjavík- ur,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir. Sigrún sagði einnig að þessar upplýsingar Hreins hefðu komið sér á óvart og einnig öörum stjórnarmönnum. Nesjavallavirkjun Hitaveitan reisti tilraunastöð á Nesjavöllum árið 1984 og fóru þá fram tilraunir á fram- leiðslu á heitu vatni úr köldu fersku vatni, hvernig best væri að haga upphitun, afloftun og hvort bæta yrði í það einhverjum efnum eða efnasamböndum. Á sama tíma gerði Hitaveitan tilraunir í Reykjavík með blöndun jarðhitavatnsins þar og vatnsins frá Nesja- vallavirkjun. Þessum tilraunum lauk árið 1986. Nesjavallavirkjun var síðan tekin í gagnið sl. haust. Eiginleikar ferskvatns og jarðhitavatns eru mismunandi og eru þar ýmis aukaefni til staðar sem geta valdið út- fellingum og öðru við sérstök skilyrði. Þegar blöndun jarðhitavatns og upphitaðs fersk- vatns er gerð, getur þessi fyrrnefnda magne- síumútfelling átt sér stað, en henni er hægt að stjórna að vissu leyti með því að hækka eða lækka hitastig og sýrustig vatnsins. Mest af útfellingunum átti sér stað fyrstu 50 dagana eftir að Nesjavallavirkjun var tek- in í gagnið, en eftir það var samsetningu vatnsins breytt og með því komist fyrir út- fellinguna að mestu leyti, en hún er þó enn til staðar í dreifikerfinu, þetta hefur komið fram í máli Gunnars Kristinssonar hita- veitustjóra. í tilfelli Nesjavallavirkjunar hefði einnig verið sá kostur að veita vatni frá henni sér- staklega, þ.e. um sérstakt kerfi á ákveðin svæði. Einnig kom fram í máli hitaveitu- stjóra að sá kostur hefði ekki verið valinn þvf að samkvæmt niðurstöðum áðurnefndra rannsókna töldu hitaveitumenn sig hafa nægjanleg svör við áhættuþáttum. Of mikið álag hefur verið á dreifikerfi Hita- veitunnar sem fyrir var í Reykjavík undanfar- in ár og því var sá kostur valinn að nota Nesjavallavirkjun sem grunnaflstöð. Borgarráði skýrt frá málinu „Ég tók ákvörðun um að skýra borgarráði frá þessu máli því samkvæmt upplýsingum sem ég hafði aflað mér gat verið hætta á ferð- um vegna þessarar útfellingar, sérstaklega ef til kæmi kuldakast. Þá eykst þrýstingur og notkun í kerfinu og allt fer af stað,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir. „Ég er ekki sérfræðingur og get því ekki staðhæft neitt í þessu, því lagði ég fram til- lögu í borgarráði um að nefnd sérfræðinga yrði sett á laggirnar og gerði jafnframt til- lögu um fimm menn. Ætlun mín var ekki að ráðast að Hitaveit- unni, því hún er eitt traustasta fyrirtæki sem við eigum og fyrir henni ber ég fulla virðingu og því starfsfólki sem þar vinnur. Það sem ég krefst sem stjórnarmaður er að stjórnendur Hitaveitunnar og sérfræðingar eigi á hverj- um tíma að leggja fyrir stjórn valkosti, því það er stjórnarinnar að taka ákvörðun og áhættu. Því vil ég sjá valkosti sem gera kleift að meta fjármálahliðina út frá því hvað hægt er að gera, eins og t.d. hvernig út kæmi að veita vatni Nesjavallavirkjunarinnar sérstak- lega annars vegar eða blanda því við vatnið í kerfinu hins vegar. Tillögu minni var frestað í borgarráði, en Eftir Guðrúnu Eríu Ólafsdóttur eftir fundi þar fara yfirleitt gögn beint til fjöl- miðla. Ég fékk því upphringingar frá nokkr- um þeirra með fyrirspurnir um þetta mál,“ sagði Sigrún einnig. Kuldinn kom og margir urðu heitavatnslausir Útfellingin er til staðar í dreifikerfinu. Þessi tiltekna útfelling er mjög lítil, eða einungis um 1 millimetri að þykkt, en yfirborð henn- ar er afar hrjúft og veldur hún því breytingu á rennslinu og þrýstingstapi. Mikið hefur verið byggt á Hafnarfjarðar- svæðinu undanfarin ár og hefur því hita- veituæðin, eða Hafnarfjarðaræðin eins og hún er kölluð, verið fullnýtt. Hitaveitumenn hafa vitað af því að hún annaði illa álaginu og er á fjárhagsáætlun að endurnýja hana. Útsýnishúsið í Öskjuhlíð, hluti jarðhýsisins sést til hægri. Innfelld er mynd af Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Með vaxandi álagi þar má lítið út af bera og fyrir rúmri viku féll þrýstingur í henni veru- lega við aukið álag samfara kuldakasti. Við þrýstingstapið urðu margar íbúðir í Hafnar- firði, Garðabæ og Kópavogi heitavatnslausar og linnti ekki kvörtunum til Hitaveitunnar. Fyrst neituðu hitaveitumenn að samhengi væri á milli útfellinganna og þrýstingstaps- ins, en síðan kom í ljós að þær áttu orsökina. Rannsóknir sýndu að útfellingin var söku- dólgurinn, en hún er mjög smá eins og fram hefur komið en getur þó valdið breytingum á rennsli. „Upphlaup í fjölmiðlum“ Þegar Sigrún greindi frá þessari hættu að- eins um viku áður en hún í raun sannaðist var hún ásökuð um að hafa verið með „upp- hlaup í fjölmiðlum". „Hitaveitustjóri hélt þvív fram að allt væri í lagi, og gekk svo langt að á' fundi hjá stjórn veitustofnana þann 7. des- ember sl. sýndi hann upptöku af fréttatíma Stöðvar 2 og frá fréttatíma útvarpsins þar sem ég segi frá minni tillögu í borgarráði. Þetta var eins og ég hefði framið einhvern glæp og þarna væri hann settur á svið,“ sagði Sigrún. „Hitaveitustjóri kom þarna með nokkra sérfræðinga með sér, sem hver og- einn skýrði frá útfellingum og mátu m.a.e ástand og horfur. Það kom fram nokkur skoðanamunur í máli þeirra," sagði Sigrún einnig. Á þessum fundi var ákveðið aö nefnd sér- fræðinga myndi taka saman skýrslu um stöðu mála varðandi útfellingar í dreifikerfi Hitaveitu Reykjavíkur og benda á nauðsynleg og möguleg úrræði, en það er í samræmi við beiðni Sigrúnar. Þessarar skýrslu er von á næstunni. „Líklega verður þessi vetur tekinn sem til- raunavetur og breytingar gerðar í vor og sumar ef með þarf,“ sagði Sigrún. Jarðhýsi í Öskjuhlíðinni án samþykktar Auk þess sem dreifikerfi Hitaveitunnar hefur verið að valda deilum, hefur útsýnis- húsið í Öskjuhlíð einnig verið mjög um- deilt. Útsýnishúsið er byggt af Hitaveitunni og finnst sumum'fjármunum sóað, en það mun kosta um 10 til 11 hundruð milljónir. Nýlega voru hafnar framkvæmdir við jarð- hýsi við útsýnishúsið, sem á að vera aðstaða fyrir starfsfólk við veitingareksturinn sem fýrirhugaður er þar auk þess að vera geymsla. í borgarráði í síðustu viku var gerð harð- orð bókun um tilurð þessa jarðhýsis, í henni er m.a. mótmælt forkastanlegri máls- meðferð. Þar er gagnrýnt að í samningi um veitingarekstur kemur ekkert fram um jarðhýsið, að sú lausn sem í upphafi var gert ráð fyrir, eða að byggja sérstakt hús fyrir starfsfólk, væri mjög undarleg því þá þyrfti starfsfólkið að hlaupa á milli húsa. Svo og var gagnrýnt að ákvörðunin um byggingu jarðhýsisins var ekki tekin af réttum aðil- um, því framkvæmdir voru hafnar áður en málið kom á borð stjórnar veitustofnana, svo og að lög og reglugerðir um byggingar og skipulag hafa verið þverbrotin með um- ræddri framkvæmd. Einnig voru gerðar fleiri athugasemdir við framkvæmd jarð- hýsisins. Sigrún sagði að stjórn Hitaveitunnar hafi aldrei samþykkt byggingu þessa jarðhýsis, því tillaga þess efnis var aldrei lögð fyrir hana. Jarðhýsið eitt kostar um 40 milljónir króna. „Síðan getur hitaveitustjóri verið að nefna það að vegna þess að engin gjald- skrárhækkun hefur komið til hjá þeim lengi hafi þeir ekki efni á að kaupa nýtt símaborð, eins og fram kemur í viðtali við hann í Þjóðviljanum um helgina," sagði Sigrún. Þörf á almennri fræðslu um hitaveitu Líklegt er að fólk geti sjálft stjórnað hita- rennslinu í sínum íbúðum á einhvern hátt, en fræðslu um þau mál er afar ábótavant. „Ég tel afar mikilvægt að við gefum út og sendum leiðbeiningabækling, en ég veit að hann er í undirbúningi. Fólk almennt veit ekki hvernig á að stjórna hitarennsli f sínum húsum, en ef til vill er hægt að bregðast við þrýstingstapi á heimavelli og þá ætti að vera fræðsla um það,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir að lokum. 10 Tíminn Þriðjudagur 18. desember 1990 Þriðjudagur 18. desember 1990

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.