Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 18. desember 1990 DJKGB^)K WBSm Samstarfshópur friöarsamtaka Næstkomandi laugardag, 22. descmbcr, daginn fyrir Þorláksmessu, gcngst Sam- starfshópur friðarsamtaka fyrir blysfór niður Laugavcg í Reykjavík. Gangan hcfst við Hlemm kl. 18.00 og cndar í Lækjargötu fyrir framan Torfuna. Friðarganga hcfiir verið farin á Þorláks- messu á hveiju ári um árabil. Um þessi jól er sambúð stórvcldanna friðsamlcgri cn marga undanfama áratugi og líkur á ragnarökum kjamorkuátaka hafa minnkað mikið. Samningar um að draga úr herafla og vopnasmíði stórveldanna ganga vcl. Stríðsblikur cra þó á lofli við Pcrsaflóa og þar era horfúr á átökum scm gcta kostað tugi eða hundrað þúsunda mann lífið. Hætta cr á að átökin breiðist út til nær- liggjandi landa. Blysförin nú fyrir jólin er farin til að minna á að baráttunni fyrir friði cr hvergi nærri lokið. Að vcnju verða blys seld á staðnum og hcfst sala þcirra stundarfjórðungi áður en gangan lcggur af stað frá Hlcmmi. Sér- staldega cr minnt á að gangan er að þessu sinni daginn fyrir Þorláksmessu, degi fyrr en undanfarin ár. Frá Vélstjóra- iÖ0 félagi íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardag- inn 29. desember kl. 13:30 að Borgartúni 18, Reykjavík. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verður borin fram stjórnartillaga um úrsögn úr Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. Félagsfundir að Borgartúni 18, 3. hæð. Með farskipavélstjórum fimmtudaginn 27. des- ember kl. 13:00. Með fiskiskipavélstjórum föstudaginn 28. des- ember kl. 13:00. Stjómin. if Bróðir okkar Gunnar Níels Sigurlaugsson frá Grænhóli, Hlégerðl 2, Kópavogl er lést 11. desember verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 13.30. Fanney Sigurlaugsdóttir Tryggvi Sigurlaugsson ií Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu Unni Bjömsdóttur frá Þórshamri, Skagaströnd, Bræðratungu 19, Kópavogi sem lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. desember verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. desember kl. 11.30. Jarðsett verður frá Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn 21. desem- ber kl. 14. Bjöm Kristjánsson Lovísa Hannesdóttir Elísabet Kristjánsdóttir Gunnar Helgason bamaböm og bamabamaböm Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis Eins og undanfarin ár munu starfsmenn Kirkjugarðanna aðstoða fólk scm kcmur til að huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða talstöðvarbílar drcifðir um Fossvogsgarð og munu í samvinnu við skrifstofúna leið- bcina fólki eftir bestu getu. Einnig verður lögregla staðsctt á gatnamótum við garð- inn. Skrifstofan f Fossvogsgarði er opin sem hcr segir: Á Þorláksmessu frá kl. 13-16 og á aðfangadag frá kl. 8.30-15. í Gufúncsgarði og Suðurgötugarði verða einnig starfsmenn til aðstoðar. Vinsamlegast athugið að það auðveldar mjög alla aðstoð ef gestir 1 kirkjugarðana vita leiðisnúmer. Þeim sem ekki vita það og cra ekki ör- uggir að rata viljum við cindrcgið bcnda á að hafa samband sem fyrst við skrifstofú kirkjugarðanna, sími 1816, og fá uppgef- ið númcr þess leiðis er vitja skal og hafa það á takteinum þcgar i garðinn er komið. Það auðvcldar mjög og flýtir fyrir allri afgrciðslu. Einnig er hægt að fá kort af Fossvogs- kirkjugarði og kirkjugarðinum við Suður- götu. Hjálparstofnun kirkjunnar mun verða með kcrtasölu í kirkjugörðunum báða dagana. Háskólatónleikar í Norræna húsinu miðvikudaginn 19. des. kl. 12.30. Á tónleikunum verða leikin nokkur þekkt íslensk vcrk sem útsett hafa verið fyrir jazzpíanótríó af Agli B. Hreinssyni. Trióið skipa Egill B. Hreins- son sem leikur á píanó, Þórður Högnason á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Egill hefúr stundað klassiskt píanónám um árabil auk náms við jazzdeild tónlist- arskóla FÍH. Undanfarin ár hefúr hann komið ffarn við ýmis tækifæri, m.a. með jazztríói og stórsveit. Hann er einn af stofnendum Heita pottsins (1987) og rek- ur hann ásamt öðrum, en Heiti potturinn er eini staðurinn í Reykjavík þar sem jazz- tónlist er reglulcga leikin. Egill er dósent í raftnagnsverkffæði við Háskóla fslands. Þórður Högnason á að baki klassískt tón- listamám og hefúr hann undanfarin ár leikið með Sinfóniuhljómsveit íslands auk þess sem hann hefiir leikið jazz með ýmsum hljómsveitum, m.a. inn á hljóm- plötur. Jólasýning í Gallerí Borg Nú hafa verið hengdar upp í Gallcrí Borg við Austurvöll myndir eftir Karólínu Lár- usdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Kristján Davíðsson og Erró. Þá era í kjallaranum til sýnis og sölu úr- val verka gömlu meistaranna, þar má ncfna: Jóhannes S. Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Jón Stefánsson, Kristínu Jóns- dóttur, Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúla- son, Siguijón Ólafsson, Snorra Arinbjam- ar, Gunnlaug Scheving og Jón Engilberts. Athygli er vakin á því að Gallerí Borg cr opið á Þorláksmessu ffá kl. 14-22 og þá verður ijúkandi jólaglóð á boðstólum. lónsveinar útskrifaóir Fyrir skömmu fór ffam afhending próf- skiteina til nýútskrifaðra iðnsvcina í vél- smlði, rennismfði og rafsuðu. í hófi sem Félag jámiðnaðarmanna og Félag málm- MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi I fjárlögum fyrir árið 1991 er gert ráð fýrir sérstakri fjár- veitingu, sem ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi at- vinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjár- lögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af þessari fjárveitingu. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu fyr- ir 20. janúar næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 17. desember 1990 iðnaðarfyrirtækja héldu af þessu tilefni var þeim sem skarað höfðu ffam úr af- hentar viðurkenningar. Þeir voru: Helgi Magnússon (vélsmíði), Hörður Sæ- mundsson (rennismíði) og Jóhanncs Hauksson (rafsuðu). Með þessari útskrift hafa alls 83 málm- iðnaðarmenn lokið sveinsprófúm á þessu ári í landinu. Þar af 68 i vélsmíði, 8 í raf- suðu, 6 í rennismíði og 1 í stálsmiði. Að- sókn að málmiðnaðarbrautum iðnskóla hefur aukist mjög að undanfbrau og er víða farið að þrengjast um pláss af þcim sökum. Meðfylgjandi mynd er frá ofangreindri útskrift og sýnir hún nokkra þciira scm út- skrifúðust í haust ásamt prófnefndar- mönnum, meisturum og eiginkonum þeirra sem ekki gátu mætt. KvenfélagiA Seltjörn Jólafúndur Kvenfélagsins Scltjarnar verður í félagsheimilinu í kvöld kl. 20.30. Munið að koma með jólapakka og smá- kökur. Já... en eg nota nú yfirleitt beltið! Keflavík - Opin skrífstofa Félagsheimili framsóknarmanna aö Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, verður á staðnum. Slmi 92-11070. Framsóknarfélögin. Suðurland Skrífstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriöjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til aö líta inn. K.S.F.S. Norðuríand vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum I Fljótum. Hægt er að ná I rit- stjóra alla daga ( síma 96-71060 og 96-71054. ____________________________________________K.F.N.V. Borgnesingar - Bæjarmálefni I vetur veröur opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins aö Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins I Borgarnesi veröa á staönum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnesbæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Jólahappdrætti S.U.F. Eftirfarandi númer hafa verið dregin út ( Jólahappdrætti S.U.F.: 1. des. 1. vinningur2036, 2. vlnnlngur974 2. des. 3. vlnningur 3666, 4. vinningur 20 3. des. 5. vinningur 3203, 6. vinningur 3530 4. des. 7. vinningur 5579, 8. vinningur 1452 5. des. 9. vinningur 3788,10. vinnlngur 5753 6. des. 11. vlnningur 3935,12. vlnningur 3354 7. des. 13. vinnlngur 5703,14. vinningur 4815 8. des. 15. vinnlngur 2027,16. vinnlngur 2895 9. des. 17. vinningur3261,18. vinningur 2201 10. des. 19. vinningur 3867,20. vinningur 5194 11. des. 21. vlnningur 5984, 22. vlnningur 864 12. des. 23. vinningur 1195,24. vlnningur 4874 13. des. 25. vinningur 1924,26. vinningur 716 14. des. 27. vlnningur 5840,28. vlnningur 5898 15. des. 29. vinningar 2517, 30. vinningar 750 16. des. 31. vinningar 4582, 32. vlnnlngar 3085 17. des. 33. vinningar 1142, 34. vinningar 4416 Dregin verða út tvö númer á hverjum degi fram til 24. des. Munið að greiða heimsenda gíróseöla. Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20. Sími 91-624480 eöa 91-28408. Með kveðju. S.U.F. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Simi 43222. K.F.R. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregiö veröur (Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda gfróseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða i sima 91-674580. Framsóknarfíokkurinn Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum áriegu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Helldarverðlaun ferö tíl Akureyrar fýrir 2, glst á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverölaun. Mætíð öll. Stjómln FUFarar á höfuðborgarsvæðinu Hittumst og drekkum glögg I Naustskjallaranum fimmtudaginn 20. desem- ber. Mætum öll. Stjómimar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.