Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.12.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. desember 1990 Tíminn 7 BOKMENNTIR St. Jósefssystur og spítali þeirra Dr. Bjarni Jónsson: Á Landakoti Setberg 1990 Höfundur bókarinnar ,Á Landa- koti“, dr. Bjarni Jónsson, hefur tekið sér fyrir hendur á þessum síðum að segja frá starfsemi St. Jósefssystra og spítala þeirra. Þar er um verðugt bókarefni að ræða og varla annar betur til þess fallinn að gera því skil, en á Landakoti hefur höfundur starfað alla læknisævi sína. norður, þar sem sjúkraþjónusta er öll svo frumstæð sem hugsast má. Á tímum þegar landssjóður er svo vanmegna að engin leið er að koma upp sjúkrahúsi í landinu, koma syst- urnar sem af himni sendar. Þær setja á stofn spítala sem um leið verður miðstöð læknakennslunnar í landinu í áratugi eða frá 1902 og þar til Landspítalinn kemur til sögu 1930. Dr. Bjarni segir frá fjölda mætra lækna er við spítalann hafa starfað, framförum og tímamótaviðburðum í fræðigrein sinn, sem nálgast ævin- týri. Frá mörgu af þessu segir hann svo að leikmaður fær af því lifandi og ógleymanlega mynd. Þar á meðal eru frásagnir af því er dr. Bjarni nam og tók að sinna höfuðskurðlækning- um hér á landi, sem fram til þess tíma þurfti oftast að fá framkvæmd- ar erlendis. Ótal eftirminnilega at- burði hefur og borið að höndum og segir hér m.a. frá brunanum mikla í Keflavík nokkru eftir jólin 1935 og Pourquoi Pas? slysinu í september 1936. En fyrst og fremst er bókin rituð þeim St. Jósefssystrum til vegsemd- ar og hennar verðugrar. Getur dr. Bjarni margra þessara dyggu, starfsömu og fórnfúsu kvenna og baráttu þeirra fyrir sjúkrahúsi sínu. Kemur vel fram að sú barátta hefur ekki verið neinn dans á rósum og mikið skort á að ráðamenn fyrr og síðar hafi metið störf þeirra svo sem vert var. Bréf dr. Bjarna sjálfs til koll- ega sem annarra vegna málefna spít- alans og í bókinni eru birt, veita fróðlega innsýn í hvað tíðum hefur verið við að etja. Þetta er fróðleg og þörf bók og afar læsileg. MikiII fjöldi ágætra mynda prýðir. AM Dr. Bjarni rekur upphaf kaþólska bæði fyrir daga hans sjálfs og síðar. trúboðsins hér á Iandi á fyrri öld, segir frá uppruna líknarreglu St. Jósefssystra og því er augu þeirra beinast að fátæku landi í höfum Er frásögn hans af kynnum við marga þessara manna afar fróðleg aflestrar. Höfundur er af þeirri kyn- slóð lækna er orðið hafa vitni að Herbúðalíf á stríðsárum Louls E. Marshall: Hcrnámli — hln hliöin Áslaug Ragnars bjó tll prentunar fsafold 1990 Hér er á ferð bók bandarísks manns, Louis E. Marshall, sem 87 ára að aldri rekur minningar sínar frá tveggja ára vist á íslandi 1943- 1945, en hann var hér þá sem undirofursti í ameríska setulið- inu. Marshall er fæddur og upp alinn í Texas og þar býr hann nú, lög- maður að mennt, og hefur nýlega lokið prófi í hagfræði á gamals- aldri. Og fleira hefur hann haft fyrir stafni, eins og þessi minn- ingabók ber vott um, en Áslaug Ragnars hefur verið honum til að- stoðar við skráningu hennar. Marshall segir frá æsku sinni og uppvexti í byrjun aldar og er sá hluti af bókinni engan veginn sá veigaminnsti, því hann er bæði myndrænn og vel ritaður. Þá koma minningar frá heimsstyrj- aldarárunum fyrri, skólanám og frásagnir frá kreppuárunum, séð- ar með augum hins unga Banda- ríkjamanns. Þegar líður að þátt- töku Bandaríkjanna í styrjöldinni síðari er höfundur kallaður til herþjónustu. Hann hefur þá þjón- að sem sjálfboðaliði um árabil og tekur skjótan frama sem foringi. Eftir all viðburðaríkan þjálfunar- tíma liggur leiðin um Grænland til ísiands í flugvél um hávetur. Þeir sem búast við tilþrifamikl- um viðburðum, skuggalegum lýs- ingum á heimi herbúðalífs og því um líku í þessari bók Louis E. Marshall munu verða fyrir von- brigðum. Frásögnin er afar slétt og felld og ber því vott að höfund- ur muni vera prúðmenni hið mesta og orðvar í besta lagi. Það kemur þó ekki í veg fyrir að bókin er fróð um daglegt líf hermann- anna hér á landi. Segir hér frá skemmtunum í Tripolikampi, við- skiptum hermanna við íslenskar konur, gjaldeyrisbraski og öðru braski, svo fátt eitt sé nefnt. En hvað sem um er rætt skín í gegn mannskilningur og hlýhugur sögumanns, sem forðast að gera meira úr neinu af þessu en efni standa til. íslendingum ber Marshall ákaf- lega vel söguna og það svo að fyrir kemur að lesandanum finnst að örlítið krydd gagnrýni hefði mátt fljóta með að skaðlausu. Honum virðist hafa fallið afar vel við land og þjóð og segir hann m.a. af kynnum sínum af íslenskri stúlku er hann eignaðist barn ásamt og er saga kynna þeirra fögur og við- felldin lesning. Þessi frásögn, svo hávaðalaus sem hún er, á ekki minna erindi fyrir það. Það er nýstárlegt eitt og út af fyrir sig að fá að líta heim herbúðanna á stríðsárunum innan frá á þennan hátt og bæði höfund- ur og Áslaug Ragnars hafa unnið verk sitt af mestu alúð. AM ísgerður Huld í Fábeinskoti FÓTATAK TÍMANS skáldsaga Höf: Kristín Loftsdóttir Útg: Vaka-Helgafell, 1990 ísgerður Huld er sögupersóna sem ung elst upp við einkennilegt heimilislíf er virðist henni þó afar eðlilegt í fyrstu. Smátt og smátt lærist henni að veröldin býr yfir hættum og örlög hennar verða margslungnari en hana hafði órað fyrir. Einangrað samfélag söguald- ar er sögusviðið og látlaus frásagn- arstfll höfundar fær notið sín vegna tiltölulega góðrar þekkingar á tímabilinu. Sem betur fer er ekki reynt að endursegja fornsögu, heldur skapa nýtt skáldverk. Óvilj- andi vanvirðing á fúnu Þórslík- neski verður að endanlegu skapa- dægri Fábeins í Fábeinskoti. Nöfn aðalpersóna og annarra í sögunni eru frumleg en venjast þó fljótt við lesturinn. Með því tekst höfundi að sneiða hjá hugrenning- artengslum við lifandi sagnir okk- ar frá þessum tíma. Spennan er stígandi og þó er það svo að sagan er grípandi frá fyrstu blaðsíðu, eins þótt upphaf hennar sé kuldalegt. Örlög og ástríður og mannlegur harmleikur eru þættir sem koma víða við sögu. Meginátök sögunnar eru milli heiðni og kristni og líkur þeim í sögunni á þann hátt að ekki er rétt að greina frá því. Hæglega get ég þó fullyrt að lausn sögunnar hlýtur að enda í nauðugu píslar- vætti. Það sem höfundur virðist þó ganga út frá eru þær forsendur sem við búum við í nútímaþjóðfé- laginu. Menningargrunnur höf- undar hlýtur alltaf að vera sá sem hann stendur í sjálfur, þótt auðvit- að beri ekki mikið á þessu í frá- sögninni. Raunveruleg grunngildi sögunnar eru þau gildi sem höf- undur býr við meðan hann ritar söguna. Þess vegna er frásögnin auðvitað ekki eins framandleg eins og ætla mætti. Höfundur virðist því ganga út frá því að tilfinninga- líf og gildi lífsins séu hin sömu í fortíð og nútíð. Ástríður hafa vissulega alltaf verið til, svo dæmi sé tekið, en ég er alls ekki viss um að kossaatlot hafi verið fundin upp á þessum tíma, með þeim hætti sem þeim er lýst í tilfinningalífi ölvaðrar stúlku. Út úr þessu er auðvitað ekki til nokkur leið fyrir nútíma rithöfund og alls ekki hægt að ætlast til af þeim sem sest niður við skriftir án ævilangra rannsóknarstarfa. Við þennan vanda bætist að raunveru- legar persónur okkar í fornsögun- um, sem annars ættu að geta gefið okkur eina gleggstu mynd af lífi þess tíma, eru flestar skráðar af kristnum mönnum. Þar með vit- um við t.d. ekki hvernig hugsun Þórsdýrkanda snerist í raun og veru, vegna þess að heimildir okk- ar eru ekki þess eðlis að hægt sé að festa þar hönd á svo óyggjandi megi telja. Skáldsaga Kristínar Loftsdóttur, Fótatak tímans, er góð lesning, vel upp byggð og spennandi. Hún snýst um tilfinningar og manhleg samskipti og því þarf lesandi ekki að hafa stórar áhyggjur af því sem ég hef verið að reka varnagla við. Það er þó háð því að hann lesi sög- una ekki sem framhald fornsagna, heldur sjálfum sér til skemmtunar og uppbyggingar á réttum for- sendum. Fótatak tímans er góð bók fyrir sagnaþjóðina og sannar- lega í flokki athyglisverðari skáld- sagna er út hafa komið í ár. Að lok- um vil ég óska þessum unga höf- undi til hamingju með verðuga til- nefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna og tel að skáldsagan standi vel undir merki, án þess að kástáð sé rýrð á aðra eldri og virta höfunda. Krístján Björnsson. Völundarhús í bókmenntasögu VÖLUNDARHÚSIÐ skáldsaga Höf: Baldur Gunnarsson. Útg: Fróði hf„ 1990 Völundarhúsið eftir Baldur Gunn- arsson er vel rituð skáldsaga er ger- ist í Reykjavík. Veikleiki hennar er hversu vel hún er rituð. Hún gæti vel kallast Völundarhús í íslenskri bókmenntasögu. Hún er ekki beint grípandi fyrir venjulegt fólk, en krefst lestrar af athygli og er því les- anda nauðsyn að gefa talsvert af sjálfum sér. Sé það gert er bókin afar merkilegt verk og vekur lesanda sinn af værum blundi hversdags- leika og innibundinnar tilveru. Persónur í verkinu skjóta upp koll- inum hér og þar og í fyrstu er erfitt að henda reiður á þeim. Hún er m.ö.o. ekki byggð upp á persónulýs- ingum, eins og gengur og gerist með flestar skruddur aðrar. Hér er kafað dýpra. Hugrenningar og Til hamingju og umhugsunar Gullkorn dagsins. Flcyg ori og crlndi. ólafur Haukur Árnason valdi. Hörpuútgáfan Hér er hverjum degi ársins vai- inn texti sem mætti vera hug- leiðingarefni. Þar kennir margra grasa og sundurleitra. Þetta er snotur bók á að líta. Jafnan eru þrfr dagar á síðu, enda duga 160 síður undir ársins hring með nöfnum þeirra sem vitnað er til og titilsíðu fyrir hvern mánuð. Til kynningar opna ég þetta kver og lít á neðstu dagana í opn- unni: öðru megin segir Ma- hatma Gandhi: Lærðu eins og þú eigir að lifa eilíflega. Lifðu eins og þú eigir að deyja á morgun. Hinum megin er Steingrímur Thorsteinsson: Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð. Ég geri aðra tilraun og upp koma þeir Benjamín Franklín og Helgi Sæmundsson. Benjamín Franklín segir: Hafðu augu þín vel opin áður en þú giftir þig en hálflokuð eftir það. Helgi hins vegar: Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er Ijósið bjarta. Það gæti verið góð skemmtun í vinahópi að velja sér blindandi úr þessu kveri. Hér er margt til umhugsunar. H.Kr. mannlífsstemmning er yfirgnæf- andi og talsvert á kostnað persóna með tilfinningalíf í takt við okkur hérna megin skáldverkanna. Framan af bók mætti halda að hús verksins væri mannlaust, eða þá slíkt Völundarverk að erfitt reyndist að finna þar lifandi sálu. Úr þessu rætist þó er síga tekur á verkið og þessar persónur, hún og hann og einhverjir fleiri, verða ljósari á svið- inu. Bflar, skip og aðrir dauðlegir hlutir verða að sama skapi fyrir minni persónugervingu er líða tek- ur á verkið og þoka til hliðar. { heild er bókin verðugt verk að lesa, en samt er eins og hún hafi ver- ið rituð af full mikilli ögun bók- menntafræðings. Þetta er ekki nei- kvæður dómur, en án efa á Baldur Gunnarsson eftir að verða stórt nafn meðal rithöfunda okkar, þótt hæg- látlega sé riðið úr hlaði með fyrstu skáldsögu. Orðagnóttin er mikil og að baki textanum býr mikil þörf fyr- ir tjáningu og túlkun sögunnar. Ég geri að tillögu minni að í næsta verki freisti höfundur þess að sleppa fram af sér beisli í frásagnarlist og gæti þess eins að gæta sín ekki um of á bókmenntafræðilegu gildi verka sinna. Kristján Björnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.