Tíminn - 19.12.1990, Side 8

Tíminn - 19.12.1990, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 19. desember 1990 Sjálfsbjörg vill bætta heimilisþjónustu fatlaðra Sameiginlegur fundur milliþinga- nefnda og framkvæmdastjómar Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu dagana 23. og 24. nóvember, 1990 skorar á ríkisstjómina að standa við ákvæði í málefnasamningi sínum um að bæta heimilisþjónustu við fatlaða sem og að treysta fjárhagsgrundvöll Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Fleiri ályktanir voru gerðar á fund- inum, m.a. mótmælti fundurinn nið- urfellingu á bensínstyrk til þeirra hreyfihamlaðra sem dvelja á stofnun- um og hafa einungis vasapeninga til ráðstöfunar. Fundurinn lagði áherslu á að fmmvarp til laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga verði samþykkt á yfirstandandi Alþingi. Þá vildi fúndurinn beina því til svæðisstjóma um málefni fatlaðra að þær ræki lagaskyldur sínar þannig að þörfum hreyfihamlaðra verði sinnt betur og markvissar. Einnig var skor- að á félagsmálaráðherra að endur- skipa Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á vegum félagsmálaráðu- neytisins m.a. með þátttöku fulltrúa Sjálfsbjargar, Arkitektafélags íslands og samtaka byggingarfulltrúa og byggingarmanna. Jafnframt telur Sjálfsbjörg að það sé skilyrði fyrir þróttmiklu starfi nefndarinnar að ráðinn verði viðabótarstarfsmaður í fullt starf. Þá var því fagnað á fundinum að nú sér loks fyrir endann á endurskoðun laga um almannatryggingar. En sú niðurstaða fékkst á fúndinum að hlutverk almannatrygginga sé og eigi að vera að jafna aðstöðu og kjör þegna og tryggja mannsæmandi Iíf- eyri þeim sem ekki geta unnið vegna fötlunar eða aldurs. khg. Þorsteinn Geirsson á Reyðará í Lóni hefur gefið út sína fyrstu bók og ber hún nafnið „Gamla hugljúfa sveit“. Bókin geymir sagnir Þorsteins og nokkurra annarra höfunda úr Lóni af fólki í sveitinni og er farið sem leið liggur frá Hval- nesi að Firði og rakin helstu æviatriði hjóna og einstaklinga á flestum bæjum. Þá eru einn- ig í bókinni þættir um atburði og mennlngu í sveitinni. Þor- steinn hefur um nokkurt skeið aflað efnis í bókina og á drjúgt afgangs. Bókin fæst hjá höf- undi og í Bókabúð KASK á Höfn. Mannlíf í Aðalvík Gunnar Friðriksson, fyrrverandi forseti Slysavarnafélags íslands, hef- ur sent frá sér bókina „Mannlíf í Að- alvík og fleiri minningabrot". Höf- undur hefur um árabil verið einn umsvifamesti véla- og skipainnflytj- andi landsins ásamt því að fást við margvísleg félagsmálastörf. Mannlíf í Aðalvík og fleiri minn- ingabrot er persónusaga Gunnars sjálfs og hans vensla- og samstarfs- manna. í fréttatilkynningunni með bókinni segir að að hér sé komin kærkomin ábending til sögu- og átt- hagafélaganna á Vestfjörðum og nauðsynleg sem upplýsing um fólk- ið sem byggði þau norðlægu héruð Vestfjarða sem nú eru auðnin ein. Því mætti vel kalla bók Gunnars brot úr héraðssögu Aðalvíkursveitar. manntali 1. des. 1989 eru 253.500 og miðað við meðaltal á Dalvík væri pappírsúrgangurinn á landsvísu á viku hverri 545 tonn og á ársgrund- velli 28.341.300 tonn. hiá-akureyri. LÖGREGLUBILL TIL REYNSLU. Lögreglan í Reykjavík hefur nú til reynslu sérútbúin lögreglubíl frá sænsku Volvo verksmiðjunum. Bíllinn er með annarri gerð af vél, öðruvísi aftursæti og ABS bremsukerfi, sem kynnt var hér á landi í vor. Sumir lögreglubílar eru keyrðir um 10 þúsund kílómetra á mánuði og því þurfa þeir grípir að vera nokkuð traustir. Bíllinn verður til reynslu hjá lögreglunni í Reykjavík ftam í miðjan janúar, en fér síðan sennilega til kynningar í öðrum umdæmum. Tfmamynd; Pjetur Minnst aldarafmælis Eyrarbakkakirkju Þriðja sunnudag í aðventu árið 1890, er bar upp á 14. desember, kom séra Hallgrímur Sveinsson biskup austur á Eyrarbakka og vígði hina nýju kirkju, sem reist hafði verið af miklum stórhug. Nú, 100 árum síðar, bar 14. desember upp á föstudag og var þessara tímamóta minnst hátíðlega í Eyr- arbakkakirkju með fjölbreyttri dagskrá. Kirkjumálaráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson, ávarpaði gesti, sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari flutti þætti úr sögu kirkjunnar og Sólveig Hjálmarsdóttir söng ein- söng við undirleik Bjarna Jónat- anssonar. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands undir stjórn Jóns Inga Sigur- mundssonar söng. Þá söng einnig kirkjukór Eyrarbakkakirkju sömu sálma og sungnir voru við vígslu- athöfnina árið 1890, undir stjórn Rutar Magnúsdóttur sem einnig lék á orgel. Þá lék Haukur Guð- laugsson, söngmálastjóri kirkj- unnar, á orgel og Bjarni Jónatans- son á píanó. Þeir Guðjón Magnús- son og Guðlaugur Hauksson léku á fiðlu og Gísli Ferdinandsson á flautu. Þá léku nokkrir nemendur úr Tónskóla Árnessýslu á píanó. Sérsamin skemmtidagskrá: Nýársveisla Hótel Sögu 1 ár verður haldin nýársveisla að Hótel Sögu eins og undanfarin ár. Hátíðarveislan verður haldin í Súlnasal og verður þar mikið um dýrðir. Ræðumaður kvöldsins er Davíð Oddsson borgarstjóri. Gleðigjafar verða leikararnir Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Ása Hlín Svavarsdóttir og Jóhann Sigurðs- son en undirleikari þeirra er Jó- hann G. Þau syngja og bregða á leik og verða auk þess með sam- fellda skemmtidagskrá sem er sér- staklega samin af þessu tilefni. Hljómsveitin Einsdæmi leikur síð- an fyrir dansi undir stjórn Gylfa Gunnarssonar. Ljúffengur hátíðarmatseðill verð- ur á boðstólum. Aðgangur gesta er takmarkaður, því vill Hótel Saga minna gesti á að panta tímanlega. Dr. Helgi Pjeturs Nýalsrit dr. Helga gefin út að nýju Skákprent er nú, í samvinnu við Félag nýalssinna að gefa út ritverk dr. Helga Pjeturs. (1872-1949) í sex bindum, en þau eru annar svegar Nýalsritin: Nýall sem er 1. bindi, En- nýall og Framnýall í 2. bindi, Viðný- all og Sannýall í 3. bindi og Þónýall í 4. bindi. Og hins vegar önnur rit dr. Helga, en tvö bindi úr þeim flokki eru í þessari útgáfu: 5. bindi, Valdar ritgerðir (1901-1918) og 6. bindi, Valdar ritgerðir (1922- 1948). Þessi sex bindi verða ekki í bóka- verslunum á næstunni, en þeim sem hafa áhuga gefst kostur á að fá þau á sérstöku verði með því að festa pantanir og geta þeir haft samband við útgefandann, Skákprent (Tíma- ritið Skák) eða Félag nýalssinna. Einnig mun vera ætlunin að fram- hald verði á útgáfu verka dr. Helga. Könnun nema í Dalvíkurskóla: Fleygjum við 28 milljón tonnum af pappír á ári? Á umhverfisviku sem haldin var í Dalvíkurskóla fyrir skömmu, könn- uðu nemendur m.a. hversu mikill úrgangspappír félli til í kaupstaðn- um. í eina viku var öllum pappírsúr- gangi frá heimilum og fyrirtækjum á Dalvík safnað saman. í vikulokin var síðan afraksturinn vigtaður og reyndist hann vera 3.139 kg. Sam- kvæmt því hendir hver íbúi Dalvíkur um 2,15 kg af pappír á viku og papp- írsúrgangur Dalvíkinga á ári er um 163,2 tonn. Ef miðað er við svipað meðaltal á Akureyri, þar sem íbúar eru um 14.100, er pappírsúrgangurinn á ári um 458 tonn. í Reykjavík með 96.700 íbúa er úrgangurinn á viku um207tonn ogáárium 10.811.060 tonn. íbúar á íslandi samkvæmt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.