Tíminn - 19.12.1990, Qupperneq 14

Tíminn - 19.12.1990, Qupperneq 14
14 Tíminn Miðvikudagur 19. desember 1990 ÍÞRÓTTIR Jakob Sigurðsson, fyrírtiði íslenska liðsins, skorar eitt marka sinna í leiknum í gærkvöld. Tfmamynd pjetur. NBA-deildin: Portland með tvö töp - Boston með fjögur Portland Trailblazers stendur enn best aö vígi í NBA-deiidinni, liðið er efst í sínum riðli með aðeins tvo tapleiki. Boston Celtics er efst í sín- um riðli með fjóra tapleiki. Milwa- ukee Bucks hefur tekið forystu í hinum sterka miðriðli, hefur tapað sjö leikjum, en Detroit Piston og Chicago Bulls hafa tapað átta leikj- um. San Antonio Spurs leiðir mið- vesturriðilinn með fimm tapleiki. Úrslitin um helgina: Föstudagur: Boston Celtics-Detroit Pist.108-100 Philadelphia 76ers-Miami Heat ....95- 92 Washington Bullets-Houston R. 106- 93 Cleveland Cav.-SASpurs frl..106-116 Chicago Bulls-LA Clippers...128- 88 Portland Trail Bl. Dallas M.106-104 Laugardagur: NJ Nets-NY Knicks...........104-125 Charlotte Hornets-Houston R..97-100 Miami Heat-Boston Celtics...100-114 Atlanta Hawks-Washington B. ...125-113 Chicago BulIs-CIeveland Cav.116- 98 Milwaukee Bucks-LA Clippers...98- 92 Denver Nuggets-Phoenix Suns ..134-142 Utah Jazz-Indiana Pacers.....116-124 Golden State Warr. LA Lakers ....109-111 Sacramento K.-Orlando Magic ...117-108 Seattle Souers.-Dallas Maver..106-105 Sunnudagur: LA Lakers-Indiana Pacers......115-112 Portland Trail Bl. Orlando M..108- 99 Mánudagur: NJ Nets-Utah Jazz..............98-100 Cleveland Caval.-Atlanta H....98-109 Staðan í deildinni er nú þessi, heildarleikir, unnir, tapaðir, vinn- ingshlutfall: Austurdeild-Atlantshafsriðill: Boston Celtics.........23 19 4 82,6 Philadelphia ‘76ers ...22 15 7 68,2 New York Knicks........21 10 11 47,6 New Jersey Nets........22 8 14 36,4 Washington Bullets ..22 7 15 31,8 Miami Heat ............21 5 16 23,8 Austurdeild-Miðriðill: Milwaukee Bucks......23 16 7 69,6 Chicago Bulls..........22 14 8 63,6 Detroit Pistons........22 14 8 63,6 Atlanta Hawks........22 11 11 50,0 Cleveland Cavaliers ...24 10 14 41,7 Charlotte Hornets......21 8 13 38,1 Indiana Pacers ......24 9 15 37,5 Vesturdeild-Miðvesturriðill: San Antonio Spurs.....19 14 5 73,7 Utah Jazz.............23 15 8 65,2 Houston Rockets ....23 13 10 56,5 Dallas Mavericks......20 7 13 35,0 MinnesotaTimberwolves ....21 7 14 33,3 Denver Nuggets .......22 5 17 22,7 Orlando Magic ........24 5 19 20,8 Vesturdeild-Kyrrahafsriðill: Portland Trail Blazers 23 21 2 91,3 Los Angeles Lakers ....20 13 7 65,0 Phoenix Suns.........20 13 7 65,0 Golden State Worriors 24 13 9 59,1 Los Angeles Clippers ..22 10 12 45,5 Seattle Supersonics ...20 7 13 35,0 Sacramento Kings ....20 5 15 25,0 BL Handknattleikur-Landsliðið: Sameinaðir féllu þeir! -Veisla varamannanna þegar ísland rúllaði yfir Þýskaland með 13 marka mun, 30-17 Fyrsta landsleik sameinaðs Þýskalands í handknattleik á er- lendri grund lauk með miklum ósigri, 17-30, en liðið mætti ís- lenska landsliðinu í Laugardals- höll í gærkvöld. Reyndar var þetta þýska lið sem lék í gær- kvöld varla miklu meira en C-lið og íslenska liðið var líka langt frá því að vera það sterkasta sem við eigum. íslenska liðið er enn taplaust undir stjórn Þorbergs Aðalsteinssonar, hefur ekki tap- að í 10 leikjum. Það sýndi þegar í upphafi leiks- ins í gærkvöld í hvað stefndi. Þýska liðið virtist ekki mikið samæft og sérstaklega var varn- arleikur þess í molum. ísland komst í 4-0 áður en Þjóðverjar gerðu sitt fyrsta mark eftir 10 mín. leik. Munurinn óx jafnt og þétt og var orðinn 7 mörk í hlé- inu, 14-7. Síðari hálfleikur var aðeins létt æfing fyrir íslenska liðið og allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig. Undir lokin slaknaði aðeins á einbeitingu okkar manna, enda varla við öðru að búast, en engu að síður var 13 marka sigur, 30-17, staðreynd. Munurinn var mestur í síðari hálfleik 15 mörk, 30-15. íslenska liðið lék vel í gær, sér- staklega í vörninni. Flata 6-0 vörnin batnar með hverjum leiknum, en í sókninni var viss stirðleiki, enda nýliðar í báðum skyttustöðunum. Það voru þeir Gylfi Birgisson ÍBV og Stefán Kristjánsson FH. Báðir stóðu þeir sig vel, Stefán þó sýnu bet- ur. Þeir léku báðir sinn íyrsta landsleik í gær. Besti maður ís- lenska liðsins í gær var þó Sig- urður Bjarnason. Félagi hans úr Stjörnunni, Patrekur Jóhanns- son, lék mjög vel í vörninni og skoraði 3 skemmtileg mörk. Það síðasta, sem var 30. mark ís- lands, gerði hann frá miðju eftir að þýski markvörðurinn hafði misst boltann í úthlaupi. Einar G. Sigurðsson komst einnig vel frá sínu. Aðrir leikmenn íslenska liðsins eiga og hrós skilið. Markvarslan í gær var þokka- leg, Guðmundur Hrafnkelsson stóð í markinu í 45 mín. og varði 6 skot og Bergsveinn Berg- sveinsson varði 3 skot á 15 mín. Hafa ber í huga að Þjóðverjar skutu oft framhjá, misstu bolt- ann eða skutu í vörnina. Þýska liðið olli miklum von- brigðum en vonandi, áhorfenda vegna, leika þeir betur í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni. Undirritaður hefur aldrei séð jafnslakt þýskt lið í handknatt- leik og móðgun að kalla þetta landslið leiki það ekki betur en í gær. Upp úr hjá þýska liðinu stóðu þeir Henrik Ochel sem skoraði 7 mörk og Berd Roos sem skoraði 5 mörk. Jens Kurbis í markinu varði ágætlega. Tékknesku dómararnir, Mosa og Rudinski, dæmdu frekar illa. Mörk íslands: Sigurður Bjarna- son 8/4, Stefán Kristjánsson 6, Geir Sveinsson 3, Patrekur Jó- hannesson 3, Valdimar Gríms- son 3, Jakob Sigurðsson 2, Gylfi Birgisson 2, Einar G. Sigurðsson 2 og Birgir Sigurðsson 1. BL Gylfi Birgisson lék sinn fýrsta landsleik í gær. Evrópumótin í knattspyrnu: Bröndby mætir Torpedo Moskvu í gær var dregið um hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitum á Evrópumótunum í knattspyrnu. Eina Norðurlandaliðið sem eftir er, Bröndby frá Danmörku, mæt- ir Torpedo Moskvu frá Sovétríkj- unum í UEFA- keppninni. Af ítölsku liðununum fjórum í keppninni drógust Atalanta og Inter Milan saman. Þessi lið leika saman í fjórð- ungsúrslitum: Evrópukeppni meistaraliða: Spartak Moskva Sovétrikj.-Real Madrid Spáni AC Milan ftalíu-Marseille Frakklandi Rauða Stjarnan BelgrJúgós-Dyn. Dresden Þýsk. Bayem Miinchen Þýskalandi-Porto Portúgal Evrópukeppni bikarhafa: Legia Varsjá Póllandi-Sampdoria Ítalíu Dynamo Kiev Sovétríkjunum-Barcelona Spáni Manchester United Englandi-Montpellier Frakkl. Liege Belgíu-Juventus ftalíu Evrópukeppni félagsliða: Bologna ftalíu-Sporting Lissabon Portúgal Torpedo Moskva Sovétr.-Bröndby Danmörku Atalanta Ítalíu-Inter Mílan ítalíu AS Roma ftal íu-Anderlecht Belgíu. Fyrrnefnda liðið á heimaleik 6. mars, en síðari leikirnir verða leiknir 20. mars. BL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.