Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 20. desember 1990 Fiskmjölsframleiðendur sjá fram á mikla erfiðleika ef loðnan bregst: Erfitt ár framundan Niðurstöður úr síðasta loðnu- leiðangri Hafrannsóknarstofnun- ar hafa ekki gefið tilefni til bjart- sýni um loðnuveiðar eftir áramót. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsfram- leiðenda, sagði að mjölframleið- endur væru ekki búnir að gefa upp alla von um að eitthvað veidd- ist af loðnu eftir áramót. Jón sagði að hann gæti ekki sagt nákvæmlega hvað þetta þýddi fýr- ir loðnubræðslurnar. ,Að vera án aðaltekna sinna allt næsta ár jafn- vel, hlýtur að vera mjög erfitt fýrir sérhvert fýrirtæki. Hvort og hverj- ir standa það af sér, get ég ekki dæmt um á þessu stigi", sagði Jón. Hann sagði að eitthvað hefði verið gripið til uppsagna hjá loðnubræðslunum bæði út af horfunum og út af því hvemig ástandið er nú. „Við erum að bíða eftir því að eitthvað skýrist í þessu máli. Menn eiga almennt von á því að það verði einhver loðna, en hversu mikil veit ég ekki og vafa- laust verður hún ekki mikil ef allt fer fram sem horfir. Við erum ekk- ert famir að velta því fýrir okkur hvað verði gert, en það verður ein- hvem veginn að hjálpa verksmiðj- unum að komast yfir það ef allt fer á versta veg“, sagði Jón. Jón Reynir Magnússon, forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins tók í sama streng og sagði að útlitið væri dökkt. „Við erum ekki í neinni annarri framleiðslu heldur en á afurðum úr loðnu og því gef- ur að skilja að þetta horfir mjög illa við okkur“, sagði Jón Reynir. Alls eru um 20 loðnuverksmiðjur í landinu og eru Síldarverksmiðj- ur ríkisins með fjórar af þeim. Ein af þeirra verksmiðjum er á Seyðis- firði en stutt er síðan miklum endurbótum lauk á verksmiðj- unni. Jón sagði að þeir hefðu ekki séð það fýrir að svona færi með loðnuna þegar þeir réðust í breyt- ingarnar. „Ef loðna fæst, er þetta verksmiðja sem á að gefa betri og verðmætari afurðir en hafa verið framleiddar hingað til. Ég held að það sé mál málanna í framtíðinni því að þetta er það sem koma skal ef menn ætla að halda áfram í þessum iðnaði“, sagði Jón. Loðnubræðslunum verður flest- um lokað strax á næsta ári ef eng- in loðna fæst. „Þessar verksmiðjar eru aðeins til að vinna bræðslufisk og ef enginn bræðslufiskur fæst, leiðir það af sér að það verður eng- inn starfsemi í verksmiðjunurrí', sagði Jón. Hann sagði að þeir hefðu ekki gripið til uppsagna en hefðu tekið menn af launaskrá. ,Jdenn eru enn með einhverja von um að þetta lagist eftir áramót en eru miklu svartsýnni nú heldur en í fýrra. Það var nú ekkert björgulegt þá og menn eru sumir að gera að því skóna að þetta verði aftur eins og í fýrra þegar loðnan kom aftur í janúar, nánast upp úr þurru. Aftur á móti tel ég líkurnar á því að svo muni fara minni held- ur en í fyrra því nú er búið að leita að Ioðnu miklu meira heldur en í fýrra, þannig að manni finnst það nú frekar ólíklegt að hún birtist allt í einu. Þetta lítur hroðalega út“, sagði Jón. Aðspurður hvemig hægt yrði að borga af lánum t.d. Seyðisfjarðar- verksmiðjunnar ef svo færi sagð- ist Jón Reynir ekki hafa hugmynd um það. Hann sagði að flestar verksmiðjurnar hefðu verið í tals- verðum endurbótum undanfarin ár og ekki væri búið að borga þau lán að fullu. „Það eru sennilega flest allar verksmiðjur í landinu sem standa geysilega illa þegar svona kemur upp á“, sagði Jón Reynir. —SE Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um útgjöld til húsnæðismála: Sparnaður ríkissjóðs lítill af húsbréfunum Núgildandi vaxtabætur kosta ríkissjóð ekki minna, og jafnvel meira, heidur en húsnæðisbætumar og niðurgreiðsla á vöxtum Byggingar- sjóðs ríkisins samkvæmt eldra kerfi, að mati Ríkisendurskoðunar. Kostnaður ríkissjóðs vegna vaxtabóta og reksturs Húsnæðisstofn- unar er áætlaður 2 til 2,3 milljarðar á árí næstu árín. Þótt engin ný lán verði veitt úr Bygg- ingarsjóði eftir 1991 mun sjóðurinn samt þurfa milljarða króna árlega um langa framtíð til að standa við eldri skuldbindingar. Þótt lífeyrissjóðimir haldi áfram að veita 55% af ráðstöfun- arfé sínu til húsnæðislánakerfanna (sem allt er óvíst um) vantar 10 millj- arða í húsnæðislánakerfin þar fýrir ut- an næstu tvö árin. Sú upphæð miðast þó við mun færri umsóknir um hús- bréfalán heldur en áður voru eftir lán- um Byggingarsjóðs. Fjárþörf hús- bréfakerfisins gæti orðið mörgum milljörðum króna meiri en ráð er fýrir gert Ríkisendurskoðun gerði úttekt á hús- bréfakerfinu vegna fýrirspumar þing- flokks Framsóknarflokksins á Alþingi. M.a. var um: Hvort húsbréfakerfið geti tekið við allri starfsemi Byggingarsjóðs ríkisins. Áhættu ríkissjóðs vegna ríkisábyrgð- ar á húsbréfum. Áhættu ríkissjóðs umfram almennar reglur vegna greiðsluerfiðleikalána. Hvort veikleiki húsbréfakerfisins geti orðið mikill skaðvaldur í íslensku efnahagslífi fái það kerfi að starfa eitt og sér í fullu umfangi. Ríkisendurskoðun segir það Ijóst að forsendur húsbréfakerfisins geri ekki ráð fýrir því að þeirri félagslegu aðstoð sem Byggingarsjóði ríkisins er m.a. ætlað að þjóna verði fundinn farvegur í húsbréfakerfinu. T.d. að veita tiltekn- um hópum, s.s. einstaklingum með sérþarfir, fýrirgreiðslu í formi hag- stæðari lánskjara en almennum lán- þegum. Lán til byggingar leiguíbúða, eða heimila fýrir aldraða og dagvistarstofn- ana eigi heldur tæplega heima í hús- bréfakerfinu. Þá séu veðkröfur í húsbréfakerfinu líka mun stífari en áður hafi þekkst, sem ásamt með strangara greiðslu- mati hljóti að torvelda möguleika ým- issa hópa til lánafýrirgreiðslu í hús- bréfakerfinu. Til dæmis megi ætla að lánafýrirgreiðsla til nýbygginga á svæðum þar sem fasteignaverð er lágt (þótt byggingarkostnaður sé hár) verði að jafnaði minni en á höfuðborgar- svæðinu. Húsbréfakerfið nýtist því illa til fjármögnunar fbúðabygginga víða á landsbyggðinni. Greiðslugeta fast- eignaeigenda utan höfuðborgarsvæð- isins verði einnig jafnan metin minni en borgarbúa. Sömuleiðis sé ljóst að hópur fólks sem fengið hefði greiðsluerfiðleikalán hjá Byggingarsjóði ríkisins uppfýlli ekki skilyrði húsbréfakerfisins um greiðslugetu. Varðandi áhættu ríkissjóðs þá áætlar Ríkisendurskoðun að ábyrgð ríkis- sjóðs og þá um leið áhætta aukist með húsbréfakerfinu að því leyti sem lán úr því eru að jafnaði hærri heldur en úr Bygingarsjóði ríkisins. Töpuð útlán Byggingarsjóðs ríkisins eru talin nema um 350 milljónum króna í nóvember s.l., eða 0,6% af útlánum. Ríkisendurskoðun ber sömuleiðis saman kostnaðinn af eldra kerfinu og því nýja. Miðað við eldri lög fólst aðstoð ríkis- sjóðs við almenna íbúðakaupendur annars vegar í niðurgreiðslu af vöxt- um Byggingarsjóðs ríkisins sem áætl- að er að hefðu orðið um 800 milljónir kr. á næsta ári. Og hins vegar í hús- næðisbótum til þeirra, sem kaupa sína fýrstu íbúð, sem áætlað er að hefðu orðið um 1.200 m.kr. á næsta ári ef áð- urgildandi skattalög væru við lýði — eða samtals um 2 milljarðar króna. Kostnað af vaxtabótum segir Ríkis- endurskoðun erfitt að geta sér ná- kvæmlega til um að svo komnu, en líklega verði hann nokkuð svipaður og af eldra kerfi. Vaxtabótakerfið geti e.t.v. orðið ívið ódýrara á næstu árum. En hann geti líka hækkað verulega ef lán- tökum vegna húsnæðiskaupa aukast. Ríkisendurskoðun bendir á að fjöldi fasteignaviðskipta með notaðar íbúðir hefur verið í kringum 4 til 5 þúsund á ári. Meðallán út á notaðar íbúðir í hús- bréfakerfi hafi verið um 3,2 m.kr. Færu öll þessi viðskipti í gegnum húsbréfa- kerfið yrði heildarútgáfa húsbréfa þeirra vegna 13 til 16 milljarðar kr. á ári. Miðað við 1.000 nýbyggðar íbúðir á ári, með 5 til 6 m.kr. meðallán gætu 5- 6 milljarðar bæst við húsbréfaútgáf- una, sem samtals þýðir þá 18 til 22 milljarða kr. á ári. Áætlanir stjómvalda gera hins vegar ráð fýrir 10 milljarða húsbréfaútgáfú 1991 og 12 milljarða á ári næstu árin. Fram kemur að um 3.500 umsóknir bárust til húsbréfadeildar fýrstu 5 mánuðina, sem kerfið var opnað öllum til kaupa á notuðum íbúðum, þótt að- eins um 900 kaupsamningar fengju af- greiðslu í húsbréfakerfinu á sama tímabili. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að gera sér grein fýrir þeim mun sem er á lánveitingum úr Byggingarsjóðunum og húsbréfakerfinu: Byggingarsjóður lánaði ekki nema spamaður kæmi á móti. Fjárvöntun hans var mætt með því að draga úr út- lánum, sem þar með skapaði biðraðir. Húsbréfakerfið fari gagnstæða leið. Því ólíklegt sé að dregið yrði úr útgáfu húsbréfa þótt ónóg eftirspum væri eft- ir þeim á verðbréfámarkaði, þar sem það mundi orsaka samskonar biðröð og í gamla kerfinu. Niðurstaðan yrði raunvaxtahækkun og/eða færri fast- eignaviðskipti. Hvað varðar áhrif á efnahagskerfið bendir Ríkisendurskoðun m.a. á að þrátt fýrir hærri vexti en hjá Bygging- arsjóð séu húsbréfalán eigi að síður með hagstæðustu lánum sem al- menningi standa til boða um þessar mundir. Ekki sé því ósennilegt að margir íbúðarkaupendur, sem e.t.v. þurfa ekki á láni að halda, telji samt ávinning af slíkum lántökum. „Viðbót- arfjárþörf í húsbréfakerfið vegna þessa gæti numið um 4 milljörðum króna". Sömuleiðis bendir ríkisendurskoðun á að miðað við óbreytta lánsfjárþörf ríkissjóðs (11,7 milljarða) stefiii í mikla eftirspum eftir innlendu lánsfé. „Við þær aðstæður verður að telja að erfitt verði að afla nægjanlegs lánsfjár- magns til húsnæðiskerfisins", segir Ríkisendurskoðun. - HEI Bjúgnakrækir er kominn í nótt kom í bæinn jóla- sveinn sem heitir Bjúgna- krækir, en honum þykja svo góð bjúgu og pylsur. Bjúgna- krækir verður á Þjóðminja- safninu í Reykjavík kl. 11:00 f dag. í nótt kemur svo tíundi jólasveinninn til byggða en hann heitir Gluggagægir. Evrópunefnd Alþingis gagnrýnir harðlega sjónvarps- þætti Ingimars Ingimarssonar um íslandi og EB: mmjrm m m w m w Ríkissjonvarpið a fullu í EB áróðri? Að undanförnu hefur ríkissjón- þessa gagnrýni og sögðust geta að ræða þrjá valkosti ef íslending- varpið sýnt þætti sem bera nafnið gert margar athugasemdir við efn- ar vifja tengjast Evrópubandalag- „ísland í Evrópu“. í þáttunum er istök í þáttunum. inu á annað borð. í fýrsta lagi að fjallað um ísland og evrópska Halldór Ámason, starfsmaður semja við það tvíhliða, í Öðru lagi samvinnu í nútíð og framtíð. Á Samstarfsnefndar atvinnurekenda að semja um aukaaðQd í formi síðustu dögum hefur verið borin í sjávarútvegi, ritaði grein í Morg- hins svokallaða evrópska efna- fram hörð gagnrýni á þættina og unblaðið síðastliðinn þríðjudag hagssvæðis og í þríðja lagi að umsjónarmann þeirra, Ingimar þar sem hann gagnrýnir efnistök í sækja um aðild að bandalaginu. Ingimarsson fréttamann. Páll umræddum sjónvarpsþáttum, Til þess að fjalla um þessa þijá Pétursson alþingismaður kallar sérstaklega í þættinum sem fjall- kosti verður maður að fara í gegn- þættina áróðursþætti iýrír inn- aði um sjávarútvegsstefnu banda- um þá möguleika sem f þeim fel- göngu íslands í Evrópubandalag- lagsins. í lok greinarinnar segir ast og það hef ég gert En það hef- ið. Ingimar segist ekki taka marka Halldór orðrétt: „Itíkissjónvarpið ur hvergi í þáttunum veríð tekin á þessarí gagnrýni þar sem henni hefur hlutleysis- og upplýsinga- sú afstaða að best sé iýrír íslend- fýígi enginn rökstuðningur. skyldu að gegna og mun vonandi inga að sækja um aðild að banda- Á blaðamannafundi sem Evrópu- fjaJIa eftirleiðis með faglegrí hætti laginu. Hins vegar kemur ýmis- nefnd Alþingis hélt í gær í tilefni en gert hefur verið í þessum þátt- legt fram í þáttunum þegar farið af útkomu bókarinnar „ísland og um, um hagsmuni og valkosti fs- yfir þessa kosti, Ld. í viðtölum, Evrópa'*, kom fram mjög hörð lendinga í samskiptum við önnur sem bendir til þess að fslendingar gagnrýni á sjónvarpsþættina um ríki.“ fengju hugsanlega meira út úr því Island í Evrópu og umsjónar- Ingimar sagði í samtali við Tím- að sækja um aðild en að vera mann þeirra, Ingimar Ingimars- ann að hann gæti ekki tekið mark áfram utan bandalagsins,“ sagði son. Páll Pétursson alþingismað- á gagnrýni nefndarmanna í Evr- Ingimar. ur sagði að í þáttunum værí rek- ópunefndinni þar sem henni Inga Jóna Þórðardóttir, formað- inn mjög ákveðinn áróður fýrir fýlgdi enginn rökstuðningur. ur útvarpsráðs, sagði að engin inngöngu íslands í Evrópubanda- Hann sagðist hafa reynt að kynna formleg athugasemd hefði borist Jagið. Hann sagði í hæsta máta í þáttunum sem flest sjónarmið, útvarpsráði vegna sjónvarpsþátt- óeðlilegt að ríkisstoftiun eins og en jaínframt leitað svara við anna. Hún sagði að rætt hefði ver- ríkissjónvarpið kostaði gerð slíkra spurningum sem von væri til að ið um þættina í útvarpsráðl Iflct og þátta. Páll sagði að ekki væri van- vörpuðu nýju Ijósi á málið. Þess ýmsa aðra dagskrárliði og sagði þörf á að upplýsa og skýra fýrír al- vegna hefði verið lögð áhersla á að hugsanlegt að frekar yrði rætt um menningi þessi mál, en hann leita álits hjá erlendum mönnum þá á næsta fundi sem verður hald- sagðist ekki telja sjóvarpsþættina sem gjörþekkja innviði EB og inn á morgun. Inga Jóna sagði til þess fallna að bæta þar úr EFTA. Ingimar benti á að í sjö- hins vegar að sér væri kunnugt brýnni þörf. Hjörleifur Guttorms- unda þættinum, sem enn hefur um gagnrýni á þættina. Hún tók son alþingismaður tók í sama ekki verið sýndur, yrðu kynnt við- fram að sú gagnrýni væri ekld öll streng og sagði að menn væru horf íslenskra stjómmálamanna. neikvæð, en viðurkenndi að mikið furðu lostnir yfir því hvemig um- Áttundi þátturinn verður síðan af þeirrf gagnrýni sera hún hefði sjónarmaður þáttanna matreiddi umræðuþáttur í beinni útsend- heyrt væri af neikvæðum toga. efnið. Eyjólfur Konráð Jónsson ingu. - EÓ og Kristín Einarsdóttir tóku undir „í þáttunum er bent á að um er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.