Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. desember 1990 Tíminn 3 Lögregluþjónar í stærstu stórmörkuð- unum um jólin: Jólainnkaup gerð undir eftirliti Eins og margir gestir stærstu stórmarkaðanna hafa tekið eftir að undanförnu, fylgjast vökul augu réttvísinnar með flestu sem þar fer fram. Tveir til þrír Iögreglumenn hafa síðustu daga labbað um í Kringlunni, Miklagarði við Sund og í verslanamiðstöðinni í Mjódd í Breiðholti og verið borgurum þar til halds og trausts. Að sögn lögreglunnar er hér ekki um nýbreytni að ræða því lögreglu- menn voru í nokkrum stórmörkuð- um um síðustu jól. Að vísu eru þeir nú stærri part úr deginum þar og hefur það mælst vel fyrir. Hlutverk þeirra er að vera borgurunum til að- stoðar ef eitthvað bjátar á og taka skýrslur af þeim, sem staðnir eru að búðahnupli, en alltaf er mikið um það. Að sögn Magnúsar Pálssonar, öryggisstjóra í Kringlunni, hefur samstarfíð við Iögregluna verið með miklum ágætum. Hann sagði að það hefði verið að frumkvæði lög- reglunnar sem lögregluþjónarnir komu í stórmarkaðina. Hann sagði að gífurlegur fjöldi af fólki kæmi í Kringluna og ef eitthvað bjátaði á væri fljótlegt að kalla til lögregluna. „Þeir eru bæði í göngugötunni og fyrir utan og vinna með okkur að öllu því sem upp kemur, hvort sem það er úti eða inni. Það sem fyrst og fremst fyrir þeim og okkur vakir er að láta allt ganga snurðulaust fyrir sig“, sagði Magnús. Hann sagði að þetta hefði reynst mjög vel í alla staði. —SE Sjóslys á ísaljarð- ardjúpi: Tveggja saknað Leit stóð yfir í allan gærdag af tveimur mönnum sem týndust af bátnum Hauk ÍS 195 á ísa- fjarðardjúpi í fyrradag. Leit hafði ekki borið árangur í gærkvöld. Haukur ÍS, sem er 20 tonna trébátur frá Bolungarvík, fór á veiðar um hádegisbilið í fyrra- dag. Um kvöldmatarleytið sama dag sást báturinn hringsóla á djúpinu og kom þá í ljós að mennirnir tveir voru ekki um borð. Slæmt veður var um það leyti og er talið að brot hafi gengið yfir bátinn og hrifið mennina með sér. Víðtæk leit hófst strax og fréttist af slysinu og hélt hún áfram í gær. Margir bátar taka þátt í leitinni ásamt Óðni, varðskipi Landhelgisgæsl- unnar og þyrlu frá danska varð- skipinu Vædderen. Slysavarnar- félög hafa gengið fjörur. Menn- irnir sem saknað er heita Vagn Margeir Hrólfsson, 52 ára gam- all, kvæntur og sjö barna faðir og Gunnar Svavarsson, rétt tæp- lega tvítugur, kvæntur en barn- laus. Gunnar er tengdasonur Vagns. —SE Jólablað í dag Við viljum vekja athygli lesenda á sérstöku jólablaði sem fylgir Tíman- um í dag. í því blaði er hin vinsæja jólakrossgáta sem er verðlauna- krossgáta þar sem veitt verða 5.000 kr. peningaverðlaun. Góða skemmt- un! \\\va\w t\\ ió\as\afa fyrir i/el útbúinn vinnuhestur námsmanninn sem velur gæöi og gott verð. VERÐ AÐEfNS KR. 21.755,-staðgr. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Jólahangikjötið sem mælt er með, bragðgott og ilmandi KEA hangikjötið er allt 1. flokks. hað er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðarmönnum. Bragðgott og ilmandi uppfyllir KEA hangikjötið óskir þínar um ánægjulegt jólaborðhald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.