Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. desember 1990 Ttminn 7 BÓKMENNTIR Þann mann ber að muna Indriði G. Þorsteinsson: Fram fyrir skjöldu. Ævisaga Hermanns Jónassonar for- sætisróöherra. Rcykholt. Ef meta skyldi hver íslenskra stjórnmálamanna á þessari öld hafi haft mest áhrif á þjóðlífið myndi ég nefna Jónas Jónsson frá Hriflu. Rík- isstjórnin sem mynduð var 1927 vann öðru fremur að þeim málum sem hann hafði boðað og barist fyr- ir. Þegar litið er yfir söguna og gaumur gefinn að löggjöf sem breyt- ir þjóðlífinu verður stansað við fræðslulögin 1906 þegar lögfest var skólaskylda allra landsins barna 10- 14 ára. Næst verða svo ráðherraár Jónasar 1927-30. Þá má segja að unglingum í alþýðustétt hafi opnast leiðir til framhaldsnáms með hér- aðsskólunum og gagnfræðaskólum í stærri kaupstöðum. En auk þeirra breytinga sem urðu í skólamálun- um urðu straumhvörf í samgöngu- málum á sama tíma. Þriðji áfanginn verður svo á dögum stjórnarinnar sem mynduð var 1934. Þar var á margan hátt byggt á málefnabaráttu Jónasar. En mesta breyting sögunnar á þeim tíma var sú að komið var á almennum trygg- ingum svo að gömlu fólki var veittur nokkur lífeyrir sem var fullkomið nýmæli. Hér er nú komin saga þess manns sem veitti þessari tímamótastjórn forstöðu. Þetta er þó ekki nema fyrri hluti sögu hans. Sagt er að miðað sé við 1939 þegar komið er að þjóð- stjórninni. Þess er þó að gæta að bókin er ekki annáll þar sem atburð- ir eru raktir frá degi til dags. Stjórnmálasaga þessa tímabils hef- ur verið skrifuð áður. Þórarinn Þór- arinsson ritaði sögu Framsóknar- flokksins og þar er Hermann Jónas- son auðvitað söguhetja í fremstu röð. í öðru lagi hefur svo Vilhjálmur Indríði G. Þorsteinsson. Hjálmarsson fært sögu Eysteins Jónssonar í letur og þar er líka traust heimild um stjórnmálasög- una. Vera má að með tilliti til þessa hafi Indriði Þorsteinsson viljað verða sem fáorðastur um stjórn- málasöguna. Það getur þó orðið bagalegt, þar sem fáfróðir og grunn- færnir lesendur eiga í hlut. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um- mæli Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar um þessa bók höfð í huga. Honum þykir af merki að Hermann Jónasson hafi borið hag verkamanna fyrir brjósti úr því að hann átti hlut að afurðasölulögunum sem Hannes segir að hafi gert kjör verkamanna erfiðari. Hér hefur doktornum brugðist ályktunargáfan. Skyldi það hafa lagst þungt á verka- menn að dreifingarkostnaður mjólkur, sem var 17 aurar á lítra 1933, var ekki nema 4,75 aurar 1936? Auðvitað þýddi það að neyt- endur fengu mjólkurlítrann 12 aur- um ódýrari en ella. Eitthvert fyrsta verk ríkisstjórnar Hermanns var að semja við Alþýðu- sambandið um kaup í vegavinnu. Það hafði verið ærið breytilegt und- anfarið. T.d. má nefna það að haust- ið 1933 var sveitungum mínum boðin vegavinna með 60 aura kaupi á klukkustund. Þeir sem ástæður höfðu til að þiggja þá vinnu fóru þá saman til verkstjórans og sögðust engir vinna fyrir minna en 70 aura fyrir stundina og það kaup fengu þeir þessa haustdaga. Kaupgjald í eyrarvinnu í þorpun- um vestra var almennt 90 aurar á tímann, en einstök fyrirtæki, svo sem verksmiðjan á Sólbakka, borg- uðu krónu. Ríkisstjórnin samdi við Alþýðusambandið að kaupið skyldi vera króna um allt land. Svo illa vill til að í sögu Indriða segir að „al- mennt tímakaup skyldi hækka úr 80 aurum í 90 aura“. Þessi kauphækk- un í vegavinnu náði ekki til verka- manna í Reykjavík, þar sem tíma- kaup þar var hærra. En þetta m.a. sýnir að hugsað var um hag verka- manna. Afurðasölulögin voru miðuð við það að afurðaverð héldist á lífvæn- legra stigi fyrir framleiðendur. Þau voru þáttur í því að vernda lífskjör vinnandi alþýðu til sjávar og sveita. Nú var á þeim málum tekið í sam- ræmi við það sem Tryggvi Þórhalls- son skrifaði í Framsókn 1953 að 10 aura hækkun á kjötpundi þýddi 10 aura hækkun á tímakaupi. Bágt að dr. Hannes skuli ekki skilja þetta. Þegar litið er yfir störf rfkisstjórn- arinnar 1934 til 37 fer þar saman að stýra þjóðinni af eyðimörk krepp- unnar miklu og að stefna að velferð- arþjóðfélaginu sem tryggir gömlu fólki lífeyri. Svo er doktor Hannes Hólmsteinn að heimska sig á því að segja að sú stjórn hafi ekki borið hag Horfnir starfshættir Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: Horfnir starfshættir og leiftur frá liönum öidum. Formála ritaði Kristján Eldjárn. Önnur útgáfa aukin. Bókaútgáfan Öm og Örlygur 1990. Fyrsta útgáfa Horfinna starfshátta kom út 1975. Þessi nýja útgáfa er mun fyllri þeirri fyrri. Munar þar mestu um myndefni, sem ívar Giss- urarson valdi, viðbótarkafla um járnsmíðar og atriðisorðaskrá, mannanafnaskrá og myndáskrá. í formála er bókin talin vera „þátta- safn til íslenskrar menningarsögu", þjóðháttalýsing, og jafnframt kveðja höfundarins til þeirra liðnu tíma og samanburður við síðari tíma. Guð- mundur Þorsteinsson lifði tæpa öld- ina, fæddur 1901, dáinn 1989. Á þessu tímaskeiði urðu þær breyting- ar helstar á íslensku þjóðfélagi að af- urðageta jókst stórlega, byggð til sveita dróst saman en þéttbýlis- byggð jókst, vélvæðing í landbúnaði og sjávarútvegi jók afurðagetu og afla og verulegt fjármagn myndaðist til frekari framkvæmda. Hinir fornu starfshættir til lands og sjávar tóku gjörbreytingum. Hið kyrrstæða margra alda þjóðfélagskerfi hrundi og aðlögun að nýju hagkerfi mótaði pólitíska meðvitund þjóðarinnar. Þegar leið á ævi Guðmundar frá Lundi hófst hér dansinn um gull- kálfinn, en sá dans verður alltaf hrunadans. Þeir sem halda lögmálið taka ekki þátt í þeim dansi og einn þeirra var Guðmundur frá Lundi. Þær breytingar, sem dundu á þjóð- inni á skömmum tíma, höfðu gerst í Evrópu á 2-300 árum, þ.e. aukin iðnvæðing og markaðsbúskapur í landbúnaði. Reyndar hófust hér á landi miklar breytingar á eignar- haldi jarða með sölu stólseignanna á síðasta hluta 18. aldar að frumkvæði ríkisvaldsins. Framhald þeirrar stefnu var samþykkt jarðræktarlag- anna 1923. Þrátt fyrir stórfellda fækkun í sveitum landsins, hafa bændur endurnumið landið með ræktun og vélvæddu rekstrarformi. Guðmundur frá Lundi er alinn upp við þá siðmenningar-meðvitund sem einkenndi mannlíf og samskipti manna um aldir og viðhorf gagnvart skepnum og gróðri. Það var þetta viðhorf sem fleytti þjóðinni gegnum erfiðleika og skort liðinna alda og var grundvöllurinn að reisn ís- lenskrar menningar. Guðmundur er fulltrúi þessa viðhorfs, sem enn eim- ir eftir af úti um hinar dreifðu byggðir, ekki síst í afskekktari byggðarlögum, þar sem hefðbund- inn landbúnaður skrimtir enn og þar sem menn vilja enn draga fisk úr sjó sér til lífsbjargar. Hraðfara breytingar eins og urðu hér á landi síðastliðin 100 ár og framfaratrú geta auðveldlega leitt til menningarlegs hruns, ef ekki er hamlað gegn verstu agnúunum. Ef litið er til hinna svonefndu nýfrjálsu þjóða, þá blasa við afleiðingarnar, efnahagslegt hrun, hungur og alls- leysi undir stjórn marxista. Sams- konar ástand hefur skapast í austur- hlutum Evrópu, þar sem mengun jarðar, lofts og vatns er slík að ekki er lífvænlegt mönnum á stórum svæðum. Þar er sama sagan: fram- farasinnaðir marxískir félagshyggju- rnenn", þ.e. giæpamenn, hafa mótað þar stefnuna s.l. 40 til 70 ár. Samantekt Guðmundar frá Lundi er stórmerk heimild um starfshætti og jafnframt siðmenningu þá sem mótaði starfshættina og einnig sam- anburður á mannlífi fyrri tíma og nútímans. íhuganir og heimsádeila Guðmundar á fullkominn rétt á sér, ekki síst nú þegar komið er í ljós hvað hugtakið „framfarir" þýðir. Eins og nú horfir ætti þetta rit að vera skyldulesning í framhaldsskól- um, eða að minnsta kosti kaflar úr því. Þetta er sígilt rit, stórmerk heimild um starfshætti og mannlíf siðaðs fólks, mjög læsileg og fordild- arlaus. Það er full ástæða til að þakka fyrir þessa vönduðu endurútgáfu forlags- ins „Örn og Örlygur" á þessu sígilda verki. Myndefni er ágætlega valið og fyllir og skýrir textana þegar um sérstæða starfshætti er rætt. Myndir eru alls hátt á annað hundrað. Siglaugur Brynleifsson. Áfram ÞURRT OG BLAUTT AÐ VESTAN Björn Jónsson læknir í Kanada, Bjössi Bomm, síöara bindl æviminninga. Höf: Björn Jónsson. Útgef: Skjaldborg, 199 Þá hefur Bjössi Bomm, Björn Jónsson læknir, lokið við síðara bindi æviminninga sinna og er það vel. Ekki svo að skilja að það sé gott að nú sé þetta frá, heldur hitt að fyrra bindið var skemmti- legt og þörf að ljúka verkinu. Sauðkræklingar hafa eflaust haft gaman af fyrra bindinu og nú mun líklega koma í ljós að þeir kunna að meta framhaldið. Bommer- turnar hafa breyst þannig að hann er ekki að hrekkja sjúklinga sína í Vesturheimi góðlátlega í fullu starfi. Hann er hins vegar áfram uppátækjasamur og duglegur að bjarga sér við ólíkar aðstæður. Hann bregður nú á það ráð að rita bókina sína með neðanmálsgrein- um sem hann kallar kjallara bók- Hermann Jónasson. verkamanna fyrir brjósti. Ríkisstjórnin 1934 markaði svo merk og varanleg spor í þjóðlíf og þjóðarsögu að allir ættu að vita nokkur skil á því. Það er því engin ofrausn þó að saga forsætisráðherr- ans sé skrifuð. Og eins og áður er að vikið er að vissu leyti eðlilegt að rit- arinn hafi meiri hug á persónusögu en stjórnmálasögu. Örfáar athugasemdir við þessa sögu. Það munu vera pennaglöp að segja að Jónas frá Hriflu hafi skrifað um farisea í Skinfaxa. Hann skrifaði þar um fjársvikara sem hann kallaði filistea. Á blaðsíðu 139 segir: „Var Haraldur þó af kunnugustu mönnum talinn helst til værukær." Á blaðsíðu 198 eru birt ummæli Eysteins Jónssonar um Harald: „Hamhleypa til vinnu þótt sumir teldu hið gagnstæða, af því að hann vann oft fram á nótt en byrjaði stundum seint á morgnana." Þeir kunnugustu vissu að Haraldur var ekki værukær. Þegar atkvæðatölur 1933 og 1934 eru bornar saman er rétt að hafa í huga að fyrra árið var kosningarrétt- urinn bundinn við 25 ár en 21 ár hið síðara. Það bættust því fjórir ár- gangar við kjósendahópinn. Indriði G. Þorsteinsson er þjóð- kunnur rithöfundur, enda viður- kennir Hannes Hólmsteinn að bók- in sé vel skrifuð og hvergi farið rangt með. Hins vegar hefði hann kosið neikvæðari umsögn þegar dóminn yfir Magnúsi Guðmunds- syni ber á góma. Um það vil ég aðeins segja þetta: í lögum er ákvæði sem bannár að ein- um lánardrottni sé greitt meira en öðrum þegar gjaldþrot ber að hönd- um. í þessu tilfelli náði einn lánar- drottinn öllu sínu. Ágreiningur er um það hvort lögfræðingur (í þessu tilfelli Magnús Guðmundsson) átti að sjá það fyrir að gjaldþrot væri á næsta leiti, svo sem raun varð á. Hannes Hólmsteinn telur sig hafa kannað málið og geta dæmt í því. Hitt vitum við að tilbrigði lífsins eru svo margvísleg að stundum orkar tvímælis hversu dæma skal. Um það vitna t.d. hæstaréttardómar þar sem koma fram sératkvæði. Ég man ekki til að hafa heyrt að slík sératkvæði væru blettur á dómara. Þar verða svo mörg málsatriðin. Eitt af því sem jákvætt er við út- komu svona sögubóka er það að þær vekja umræðu. Þar hafa menn eins og Hannes Hólmsteinn líka hlut- verki að gegna. Við væntum þess að seinni hluti þessarar sögu komi á næsta ári. Her- mann Jónasson kom svo við sögu á úrslitastundum að þjóð hans á að vita skil á honum. H.Kr. Bomm arinnar. Þannig kemur hann sér frá því að gera textann of lang- dreginn með of mörgum útúrdúr- um, en skellir þeim í „kjallara- kompurnar". Þetta efni kallar hann ýmist of blautlegt eða full þurrt. Segir þar frá ýmsu sem vel hafði mátt vera í meginmáli, en það eru jú forréttindi höfundar að sitja einn að því að velja þarna á milli. Bókin er ágætlega skrifuð, læsi- leg og fróðleg og segir frá ótrúleg- ustu hlutum, sem greinilega eiga ekki fyrir öllum að liggja. Margt er ýkjukennt, en þeir sem til þekkja, segja mér að þetta sé bara Bjössi Bomm. Af hreinskilni segir höf- undur að þetta séu aðeins „glamp- ar af götu æviskeiðsíns, sem lífið sjálft hefur dregið af hendi sér og rétt mér yfir langelda minning- anna“. Kristján Björnsson. Bjöm Jónsson læknir Bjossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.