Tíminn - 28.12.1990, Page 8
8 Tíminn
Föstudagur 28. desember 1990
Upplýsingabók
um íslenska
samtíð
— sem á að varpa nýju ljósi á
þjóðlífið
Ein helsta nýjungin á bókamark-
aðinum á þessu hausti er nýstár-
leg upplýsingabók um marg-
breytileg svið íslensks þjóðfélags
sem bókaforlagið Vaka-Helgafell
gefur út.
Þetta er fyrsta íslenska alfræðiár-
bókin en slíkar upplýsingabækur
hcifa þótt ómissandi í öllum ná-
lægum löndum í áratugi og eru
metsölubækur á hverju ári.
Bókin heitir ÍSLENSK SAMTÍÐ,
Alfræðiárbók Vöku-Helgafells
1991. Hún er 364 síður að stærð,
öll litprentuð.
Meginmarkmið forlagsins með
útgáfu þessarar nýstárlegu al-
fræðiárbókar er að veita lands-
mönnum aðgang að nýjum og
handhægum upplýsingum um
sem flest svið íslensks þjóðlífs í
nútímalegu formi — og á viðráð-
anlegu verði.
íslensk samtíð mun koma út ár-
lega með nýju efni og munu
bækurnar smám saman mynda
íslenskt alfræðiritsafn með að-
gengilegum fróðleik um ísland
og íslenskt þjóðlíf þar sem hver
bók verður spegill síns tíma.
Um 1100 íslendingar koma við
sögu í íslenskri samtíð 1991 og
atriðisorð bókarinnar eru um
3000.
Á vegum Vöku-Helgafells hefur
verið unnið að þessu útgáfuverk-
efni í allmörg ár og ekkert verið
til sparað að gera bókina sem
best úr garði. Lokaspretturinn
við verkið hefur staðið á annað
ár og talsvert á annað hundrað
manns lagt þar hönd á plóginn
við efnisvinnslu, myndaöflun og
gerð skýringarmynda, að
ógleymdum þeim fjölda sem
unnið hefur að hönnun bókar-
innar, litgreiningum, prent-
vinnslu og bókbandi.
Ætlunin er að ÍSLENSK SAMTÍÐ
1991 marki upphaf nýs bóka-
flokks og ein bók komi út árlega
héðan í frá með nýju og endur-
skoðuðu efni.
Með alfræðistíl og myndrænni
framsetningu efnisins er reynt að
koma til móts við nútímafólk
sem vill átta sig fljótt á þeim
fróðleik sem leitað er að. Þá er
lögð áhersla á að setja efnisatriði
í nýtt samhengi, skoða og skil-
greina hina fjölmörgu þætti dag-
legs lífs sem lítill gaumur er gef-
inn í erli dagsins og færa lesend-
um margvíslegar notadrjúgar
upplýsingar.
Ritstjóri verksins er Vilhelm G.
Kristinsson fréttamaður, en hann
hefur komið víða við á sviði fjöl-
miðlunar undanfarna tvo ára-
tugi, meðal annars verið blaða-
maður og fréttastjóri hjá Alþýðu-
blaðinu, frétta- og dagskrárgerð-
armaður við Ríkisútvarpið í ára-
tug og síðar á Stöð 2.
Aðrir í ritstjórn íslenskrar sam-
tíðar 1991 eru Bryndís Kristjáns-
dóttir, Kristinn Amarson, Ólcifur
Ragnarsson og Þórarinn Frið-
jónsson. Helstu heimildarmenn
og samstarfsaðilar um útvegun
efnis og upplýsinga í bókina eru
um 150.
í fyrri hluta ÍSLENSKRAR SAM-
TÍÐAR1991 eru raktir helstu at-
burðir sem gerst hafa á fyrri
hluta þessa árs í máli og mynd-
um.
í síðari hlutanum, sem er mun
viðameiri, er að finna fjölþættar
samtímaupplýsingar um íslenskt
þjóðlíf undir ótrúlegum fjölda
uppflettiorða í stafrófsröð.
Efnið er sett fram í alfræðistíl, en
hver upplýsingagrein er þó alveg
sjálfstæður efnisþáttur sem getur
skipst í nokkra hluta sem eiga að
vera áhugaverðir aflestrar hver
um sig.
Aftast í bókinni er ítarleg atriðis-
orða- og nafnaskrá í stafrófsröð.
Uppflettiorðum bókarinnar er að
auki skipað í nokkra megin-
flokka í atriðisorðaskránni til
þess að auðvelda fólki að öðlast
yfirsýn yfir viðkomandi mála-
flokk.
Sem fyrr sagði ritstýrir Vilhelm
G. Kristinsson fréttamaður bók-
inni ÍSLENSK SAMTÍÐ, en efni
er fengið frá hundruðum einstak-
linga, fyrirtækja og stofnana.
En textinn er ekki einráður. Um
600 myndskreytingar eru í bók-
inni, ljósmyndir, skýringarmynd-
ir og myndrit. Nánar tiltekið eru
ljósmyndimar samtals 343,
tölvuunnar skýringarmyndir um
80, teikningar og merki um 50 og
margvíslegar töflur um 150.
Gunnar V. Andrésson, blaðaljós-
myndari á DV, annaðist val
myndefnis í bókina og hefur tek-
ið fjölda mynda sem hana prýða.
Ágúst Þorgeirsson hjá Teikni-
þjónustunni Tölvumyndum
hafði umsjón með gerð skýring-
armynda sem skipta tugum í
bókinni. Gísli}. Ástþórsson
teiknaði talsvert af myndum fyr-
ir bókina.
ÍSLENSK SAMTÍÐ, alfræðiárbók
Vöku- Helgafells, mun koma út
árlega og mynda bækumar
smám saman íslenskt alfræðirit-
safn.
í næstu bók, ÍSLENSKRISAM-
TÍÐ1992, verður síðan fréttaann-
áll frá 1. júlí 1990 til 30. júní 1991.
í uppflettikaflanum verða þá nýj-
ar grundvallarupplýsingar af
fjölþættum toga, auk þess sem
ýmsir málaflokkar sem finna má
í ÍSLENSKRI SAMTÍÐ 1991
verða skoðaðir frá öðmm sjónar-
hóli. Þannig er hugmyndin sú að
með því að safna bókunum geti
lesendur bætt stöðugt við gagn-
legan upplýsingabanka um sam-
tíð sína, auk þess sem bækumar
verða þegar frá líður eins konar
spegill síns tíma.
{SLENSK SAMTÍÐ1991 er að
öllu leyti unnin á íslandi. Hönn-
un bókarinnar og uppsetningu
efnis önnuðust Olafur Ragnars-
son og Vilhelm G. Kristinsson.
Kápuútlit var unnið hjá Hvíta
húsinu hf. og Vöku-Helgafelli hf.
Korpus hf. annaðist litgreiningar
og filmuvinnslu bókarinnar í
samvinnu við G. Ben. prentstofu
hf., en það fyrirtæki sá um um-
brot, prentun og bókband.
ÍSLENSK SAMTÍÐ 1991 er boðin
á sérstöku kynningarverði til ára-
móta, — aðeins 2.986 krónur.
Jólasveina-
prakkarar og
Sögur fyrir
svefninn nr. 2
Tvær nýjar sögusnældur Heið-
dísar Norðfjörð.
Hörpuútgáfan hefur gefið út
tvær nýjar sögusnældur fyrir
böm. Sögumaður er Heiðdís
Norðfjörð. — Bamasögur á
snældum njóta vaxandi vinsælda
og em kærkomin hvfld frá sjón-
varpi; einnig auka þær tilfinn-
ingu bamanna fyrir íslensku
máli. Flutningur Heiðdísar Norð-
fjörð er vel kunnur og glæðir
sögumar Iífi og eykur þannig
gildi þeirra.
Sögur fyrir svefninn nr. 2:
Að klæða fjallið (Bjömstjeme
Bjömson), Litli brúni fuglinn
(endursögn Gréta Guðmunds-
dóttir), Þegar furan ákvað að una
glöð við sitt (endursögn úr
sænsku), Andvaka kóngsdóttir
(gamalt ævintýri), Hamingju-
blómið (Jóhanna Brynjólfsdóttir),
Mídas konungur (grískt ævin-
týri), Konungssonurinn ham-
ingjusami (Oscar Wilde).
J ólasveinaprakkarar:
Jólasveinarabb (um íslenska jóla-
sveininn), Jólasveinamir (kvæði
Jóhannesar úr Kötlum), Afmælis-
veisla hjá Askasleiki (höf. ókunn-
ur), Grýla og jólasveinamir
(Guðrún Sveinsdóttir), Skóla-
jólasveinar, Jólasveinarabb
(sænski jólasveinninn), Heim-
sókn jólasveinsins (ævintýri),
Jólasveinarabb (enskir jólasvein-
ar), Jólasveinarabb (ævintýri),
Rudolf — rauðnefjaða hreindýr-
ið (amerískt ævintýri).
Sögumaður: Heiðdís Norðfjörð.
Tónlist: Gunnar Gunnarsson.
Tæknimaður: Bjöm Sigmunds-
son RÚVAK. Hljóðritun: Hljóð-
riti, Hafnarfirði. Myndskreyting:
Brian Pilkington.
Með kveðju frá
Sankti Bern-
harðshundinum
Halldóri
íslendingar í þjónustu þriðja rík-
isins
í bók þessari segir frá njósnum
Þjóðverja hér á landi í heimsstyrj-
öldinni síðari. Annars vegar er
um að ræða tilraunir til að senda
njósnara hingað til lands með
kafbátum og vélbáti, en hins veg-
ar er hið svokallaða „Arctic-
mál". Fram að þessu hefur lítið
verið fjallað um mál þessi opin-
berlega, en hér em þau rakin ít-
arlega, og er í þeirri umfjöllun að
mestu leyti stuðst við opinber
gögn, sem ekki hafa verið birt áð-
ur. Þar koma fram nýjar upplýs-
ingar um njósnamál þessi.
í inngangskafla bókarinnar segir
lítillega frá njósnum Þjóðverja
hér á landi í heimsstyrjöldinni
fyrri, og leiddir em fram á sjón-
arsviðið tveir Þjóðverjar, sem
dvöldu hér á landi á þriðja og
fjórða áratug aldarinnar og áttu
eftir að koma við sögu í sam-
bandi við njósnir á íslandi á
stríðsámnum. Einnig er gerð
grein fyrir umsvifum Þjóðverja
hér á landi á fjórða áratugnum,
umfangsmikilli upplýsingaöflun
þeirra og njósnum Gerlachs ræð-
ismanns, sem hafði leynilega
sendistöð í ræðismannsbústaðn-
um.
Árið 1941 hóf þýska leyniþjón-
ustan skipulega starfsemi í þá
vem að veiða íslendinga, sem
búsettir vom í Þýskalandi og
Danmörku, í net sín. Því starfi
stjómaði leyniþjónustumaðurinn
dr. Hellmut Lotz, sem hafði dval-
ist hér á landi á á> < 1928-30
við rannsóknir á sac-cijársjúk-
dómum. Hann og samstarfs-
menn hans leituðu uppi fjöl-
marga íslendinga í Þýskalandi og
Danmörku og reyndu að vinna
þá á sitt band. í þessari viðleitni
naut dr. Lotz aðstoðar tveggja ís-
lendinga, sem vom búsettir í
Danmörku. í bókinni er því lýst,
hvaða aðferðum var beitt til að
vinna íslendingana á band þýsku
leyniþjónustunnar, sagt frá þjálf-
un þeirri, sem þeir fengu, hvaða
verkefni þeir áttu að vinna og
gerð grein fyrir heimferð njósn-
aranna og hvemig tókst til um
njósnaleiðangra þessa. AIls er
vitað með vissu um átta menn,
sem Þjóðverjar sendu hingað til
lands til að njósna, en grunur
leikur á, að tveir til viðbótar hafi
komið í sama skyni. Nokkrir sak-
lausir menn flæktust í njósnamál
þessi og vom hafðir í haldi hjá
Bretum mismunandi lengi, allt
upp í 11/2 ár. Segja má, að
njósnamál þessi hafi fengið alló-
væntan endi árið 1967, þegar dr.
Lotz kom í heimsókn hingað til
lands og vildi endumýja kynnin
við nokkra af þeim mönnum,
sem hann hafði sent hingað til að
njósna.
í desember 1941 sigldi seglskipið
Arctic, sem var í eigu fiskimála-
nefndar, til Vigo á Spáni með
hrognafarm og átti að flytja ap-
pelsínur til baka. Löng töf varð á
því, að appelsínufarmurinn bær-
ist til Vigo, og varð þessi dráttur
afdrifaríkur. Útsendarar þýsku
leyniþjónustunnar í Vigo hótuðu
skipstjóra og loftskeytamanni á
Arctic að sökkva skipinu og
drepa alla áhöfnina, ef þeir tækju
ekki loftskeytatæki um borð og
sendu Þjóðverjum veðurfréttir á
leiðinni heim. Skipstjóri og loft-
skeytamaður neyddust til að
verða við þessari kröfu, en bresk
hemaðaryfirvöld komust á snoð-
ir um skeytasendingamar og
handtóku skipverjana á Arctic.
Meðferð sú, sem þeir fengu hjá
Bretum, var vægast sagt mjög
harkaleg, og var píslarganga
áhafnarinnar á Arctic með mikl-
um eindæmum. Skipverjum var
haldið í algerri einangmn, og
fengu hvorki íslensk stjómvöld
né ættingjar þeirra að hafa sam-
band við þá. Auk hinna opinbem
skjala um Arctic-málið, sem vitn-
að er til í bókinni, er þar einnig
birt nýleg frásögn Jens Pálssonar
loftskeytamanns, þar sem fram
kemur hans hlið á málinu. Tveir
saklausir menn flæktust í Arctic-
málið, og segir annar þeirra,
Hallgrímur Dalberg fyrrverandi
ráðuneytisstjóri, frá því með
hvaða hætti það gerðist, og hann
lýsir einnig fangavistinni í Eng-
landi og yfirheyrslum þar.
Höfundar bókarinnar em Ön-
undur Bjömsson og Ásgeir Guð-
mundsson. Bókin „Með kveðju
frá Sankti Bemharðshundinum
Halldóri" er 320 bls., prentuð í
Prentstofu G. Ben.
Jódynur II. bindi
Árið 1988 kom út fyrsta bindi af
ritverkinu Jódynur, sem hlaut
mjög góðar viðtökur og staðfestir
það hinn almenna áhuga fyrir
meiri kynnum af þessum lands-
hluta, sem þar er fjallað um,
Austur- Skaftafellssýslu. Hestar,
menn og svaðilfarir vom hluti af
daglega lífinu og um það vilja
menn fræðast. í þessu bindi Jó-
dyns er fjöldi greina sem allar
em tengdar homfirska hestinum
og því nána sambandi sem
myndast hefur milli fólksins og
hestsins. Meðal efnis er grein eft-
ir Egil Jónsson, „Til móts við nýja
öld", Þorkell Bjamason skrifar
um ræktun homfirskra hrossa,
Steinunn B. Sigurðardóttir um
Hólahestana, Guðmundur Jóns-
son um Fomustekkahrossin,
Steinþór Gestsson um áhrif horn-
firskra hesta á hrossarækt í Ár-
nessýslu, Úlfar Antonsson um
hesta og fólk í Ámanesi, Sævar
Kristinn Jónsson um Mýrahross-
in og Óskar Indriðason um Blakk
129.
Eins og í fyrsta bindinu hefur
þessi bók að geyma fjölda greina
um baráttu manna og hesta við
náttúmöflin og má þar m.a.
nefna íslandsævintýri, sem er
ferðasaga enskra vísindamcmna á
Vatnajökul árið 1932, Björgun úr
Jökulsá í Lóni eftir Sigrúnu Ei-
ríksdóttur, Ein á ferð yfir Skeið-
arársand eftir Öm Ó. Johnson,
Minnisstæð fjöruferð eftir Sigurð
Bjömsson, Þorbergur Þorleifsson
eftir Steinunni B. Sigurðardóttur,
Fararheill í ferðum tveim eftir
Þorstein Jóhannsson í Svínafelli
og er þá aðeins hluti greina upp-
talinn.
Egill Jónsson bjó bókina til prent-
unar. Prentun og bókband: Prent-
verk Odds Bjömssonar, sem
einnig gefur bókina út.
Hetjusaga
Komin er út bókin „Mér leggst
eitthvað til", eftir Jónínu Micha-
elsdóttur. Styrktarsjóður Sól-
heima gefur bókina út.
„Mér leggst eitthvað til" er um
brautryðjandann og baráttukon-
una Sesselju Sigmundsdóttur,
stofnanda Sólheima — gleði
hennar og sorgir, ótrúleg afrek og
sálarstyrk, áralanga baráttu við
kerfið, sigur að lokum og viður-
kenningu samfélagsins.
í kynningu Styrktarsjóðs Sól-
heima segir:
Glæsileg ung kona kemur til ís-
lands 1930 eftir margra ára nám
og þjálfun í uppeldismálum í
Evrópu. Hún reisir heimili fyrir
munaðarlaus og vanrækt böm á
afskekktri jörð í Grímsnesi og
setur jafnframt á stofn fyrsta
heimili fyrir þroskahefta á ís-
landi. Hún fer nýjar leiðir í starfi
sínu. Er frumkvöðull í lífrænni
ræktun og grænmeti er uppistað-
an í fæðinu á Sólheimum.
Kerfið snýst gegn henni. Allt er
gert til að hrekja hana frá Sól-
heimum. Hún þarf að sækja rétt
sinn fyrir dómstólum og áður en
niðurstaða er fengin setur ríkis-
stjóm íslands bráðabirgðalög til
að ná af henni heimilinu.
Aðförin mistekst og Sesselja
stendur uppi sem sigurvegari.
Lífsstarf þessarar konu er ein-
stakt og örlagasaga hennar og
fallegt samband við þýskan lista-
mann og kennara lætur engan
ósnortinn.
„Mér leggst eitthvað til" er 320
blaðsíður. Margar myndir em í
bókinni. Sameinaða auglýsinga-
stofan hannaði kápu. Prentsmiðj-
an Oddi prentaði.