Tíminn - 28.12.1990, Qupperneq 12
Föstudagur 28. desember 1990
Höfundar og þýðendur bóka þeirra sem Bókmenntafélagið gefur út í ár.
Tlmamynd: Aml Bjama
Félagsmannaverð kr. 2.800,-. Al-
mennt verð er kr. 3.500,-.
Vegleg
bókaútgáfa
Hið íslenska bókmenntafélag
gefur út fjölbreytt úrval bóka í ár
og er þeirra getið hér á eftir að
nokkru.
Saga íslands V. (5. bindi). Rit-
stjóri Sigurður Líndal. í þessu
bindi er sagan rakin frá því um
1400 og fram undir miðja 16. öld
— kirkjusagan þó frá miðri 14.
öld. Hún hefst þegar plágan
mikla gekk yfir landið 1402-04,
en lýkur í þann mund sem fyrstu
merkja siðbreytingarinnar verður
vart og til umskipta bregður um
verslunarhagi þjóðarinnar. Meg-
inkafli bókarinnar nefnist Enska
öldin og er eftir Bjöm Þorsteins-
son og Guðrúnu Asu Grímsdótt-
ur, en Sigurður Líndal hefur
samið nokkra viðauka.
Um 1400 hófu Englendingar sigl-
ingar til íslands og þá jafnframt
sókn sína út á Norður-Atlants-
hafið. Náðu þeir slíkum áhrifum
og ítökum hér að um skeið horfði
svo sem ísland gengi Eiríki af
Pommern Norðurlandakonungi
úr greipum. Síðar á öldinni lentu
þeir í harðri samkeppni við Þjóð-
verja og bám þá lægri hlut.
Fjöldi mynda er í ritinu og
nokkrir uppdrættir. ítarlegar
bókaskrár eiga að auðvelda les-
anda að afla frekari vitneskju.
Staðir og kirkjur III — Skálholt
II. Kirkjur, eftir Hörð Ágústsson.
Rit þetta fjallar um allar þekktar
kirkjur er staðið hafa í Skálholti
frá öndverðu og fram að sóknar-
kirkjunni, sem rifin var 1956.
Leitast er við að túlka niðurstöð-
ur fomleifarannsóknanna sem
þar voru gerðar á ámnum 1954-
1958, en niðurstöður þeirra birt-
ust í ritröð þessari 1988 (Skálholt,
Fomleifarannsóknir, útg. Lög-
berg Bókaforlag). Jafnframt er
aflað annarra tiltækra heimilda
um kirkjur þessar, svo sem bygg-
ingarleifa, naglfastra muna, ljós-
mynda, vatnslitamynda og síðast
en ekki síst áður óbirtra ritheim-
ilda. Hver kirkja fær sína sér-
stöku umfjöllun, en þær em alls
níu talsins. Kaflinn um hverja
eina kirkju skiptist í framlagn-
ingu fyrmefndra heimilda, en þá
kemur þáttur um stærð og gerð,
þar sem leitast er við í máli og
myndum að endurgera viðkom-
andi kirkju í teikniformi. Síðan er
byggingarsaga rakin, fjallað um
höfund, list og stíl viðkomandi
kirkju og loks byggingarsögulegt
samhengi. Endurgervingu er þó
ekki hægt að gera nema af fjór-
um yngstu kirkjunum. Ein þeirra
er miðaldakirkja sú, sem stærst
var timburkirkna á Norðurlönd-
um.
Bókin er ríkulega myndskreytt;
með 300 myndum og teikning-
um, sem einstæðar þykja.
Skálholt II. Kirkjur var tilnefnd
til íslensku bókmenntaverðlaun-
anna 10. nóvember síðastliðinn.
Félagsmannaverð kr. 3.520,-. Al-
mennt verð er kr. 4.400,-.
Upplýsingin á íslandi. Tíu rit-
gerðir. Ritstjóri: Ingi Sigurðsson.
Upplýsingin, hin alþjóðlega hug-
myndastefna, hafði mikil áhrif í
Evrópu og víðar á 18. öld og
fram á 19. öld. Hún hefur oft ver-
ið kennd við fræðslu og skyn-
semistrú og hafði meiri eða
minni áhrif á flestum sviðum
samfélagsins. Hún er mikilvægur
hlekkur í þróun álfunnar frá mið-
öldum til nútíma og er því órjúf-
anlegur hluti Evrópusögu síðari
alda. Að vonum hefur því verið
skrifaður fjöldi bóka um stefn-
una og áhrif hennar í mörgum
löndum og á ýmsum sviðum.
Félagsmannaverð kr. 2,800,-. Al-
mennt verð er kr. 3,500,-.
Safn til iðnsögu íslendinga V.
Ritstjóri Jón Böðvarsson. Steypa
lögð og steinsmíð rís eftir Lýð
Bjömsson. Við lifum á stein-
steypuöld, en skammt er síðan
torf, grjót og timbur voru einu
byggingarefnin hérlendis.
Samfelld steinsteypusaga hefur
ekki áður verið rituð hér á landi.
En hér er hún komin. Staðreynd-
ir, sem bókarhöfundur setur hér
skipulega fram, auka skilning á
stoðum hins tæknivædda nútíma
þar sem öryggi manna hvílir á að
steypa er lögð — og steinsmíð
rís.
Félagsmannaverð kr. 2,800,-. Al-
mennt verð er kr. 3,500,-.
íslensk bókfræði. Helstu heim-
ildir um íslenskar bækur og
handrit. Þriðja útgáfa 1990 aukin
og endursamin. Höfundar Einar
G. Pétursson og Ólafur F. Hjartar.
íslensk bókfræði kemur hér út í
þriðja sirm. Ritið er nú mjög auk-
ið og endursamið. í bókinni er
fyrst gerð grein fyrir bókaskrám
almennt. Meginpartur bókarinn-
ar er skrá, oftast með umsögn-
um, um íslenskar bókaskrár,
fremst almennar bókaskrár í ein-
stökum efnisflokkum, mann-
fræðirit — stéttatöl — sem geta
um ritstörf, ritaskrár einstaklinga
og bókmenntasögur. Seinast í
bóRinni er nákvæm greinargerð
fyrir handritaskrám íslenskum.
Áftast er lykill að flokkun og re-
gistur.
Félagsmannaverð kr. 1,320,-. Al-
mennt verð er kr. 1,650,-.
Undir oki siðmenningar eftir
Sigmund Freud. íslensk þýðing
og inngangur eftir Sigurjón
Bjömsson. Bókin er eitt cif síðustu
ritum Sigmundar Freud. Hún er
samin síðla árs 1929, réttum ára-
tug fyrir andlát hans.
Undir oki siðmenningar er aðal-
rit Freudsum menningarmál og
grípur á veigamiklum spuming-
um varðandi stöðu mannsins í
heiminum sem einstaklings og
samfélagsþegns. Maðurinn þráir
frelsi, en samfélagið gerir kröfur
sem skerða frelsi hans. Hér sá
Freud gmndvöll að sífelldum
árekstmm og togstreitu milli
manns og samfélags. Trúin gegn-
ir veigamiklu hlutverki í þessu
samhengi.
Félagsmannaverð kr. 1,560,-. Al-
mennt verð er kr. 1,950,-.
Almannahagur eftir Þorvald
Gylfason prófessor. Þessi bók
geymir safn sjötíu og fimm rit-
gerða um hagfræði og efnahags-
mál. Höfuðtilgangur útgáfunnar
er að bregða birtu á þrálátan
efnahagsvanda íslensku þjóðar-
innar og vekja lesendur til um-
hugsunar um það, með hvaða
ráðum sé hægt að vinna bug á
vandanum til frambúðar. Hér er
að ýmsu að hyggja, ekki aðeins
að undirrót verðbólguvandans,
sem er alvarleg meinsemd í þjóð-
lífinu enn sem fyrr, heldur einnig
að þráfelldum rekstrarerfiðleik-
um atvinnuveganna og meðfylgj-
andi afkomuvanda almennings.
Ritgerðimar í bókinni hafa allar
birst áður í einni eða annarri
mynd, flestar í Vísbendingu síð-
astliðin tvö til þrjú ár, sumar í
Morgunblaðinu síðustu þijú til
fjögur ár og aðrar í Fjármálatíð-
indum yfir lengra tímabil. Efni
bókarinnar er skipt í tíu bálka
sem hér segir:
I. Hagfræði, stjómmál og vísindi.
II. Verðbólga, verðbólga. III.
Gengi krónunnar. IV. Fjármál rík-
isins. V. Bankar, peningar og
vextir. VI. Vinnumarkaður. VII.
Atvinnuvegir. VIII. Erlend við-
skipti. IX. Frá útlöndum. X.
Landshagir og lífskjör.
í bókaflokknum Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins koma út eft-
irtaldar bækur:
Manngerðir eftir Þeófrastos. ísl.
þýðing eftir Gottskálk Þór Jens-
son sem einnig ritar inngang. Þe-
ófrastos (um 372-287 f.Kr.) var
grískur heimspekingur sem
stundaði nám í Akademíu Plat-
óns og var handgenginn Aris-
tótelesi. Hann stofnaði skóla,
Gangaskólann, í Aþenu eftir
dauða Aristótelesar og hélt þar
uppi öflugu skólastarfi með um
2000 nemendum. Manngerðir er
lýsing á þrjátíu mismunandi
„sérkennum í siðum manna"
sem ekki geta talist til fyrirmynd
ar. í örstuttum greinum er útlist-
að hvað einkennir ólíkindatólið,
smjaðrarann, blaðrarann, óþokk-
ann, dindilmennið, smásálina
o.s.frv. í bókinni eru breskar
pennateikningar, „lyndislestrar-
myndir", frá 19. öld af mann-
gerðunum.
Lof heimskunnar eftir Erasmus
frá Rotterdam. ísl. þýðing eftir
Þröst Ásmundsson og Arthúr
Björgvin Bollason sem einnig rit-
ar inngang. Erasmus frá Rotter-
dam (1469-1536) var einn merk-
asti fræðimaður á sinni tíð. Lof
BÆNDUR! ER NÚ EKKI NÓG KOMIÐ?
Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll
með mykjutækjum frá Vélboða hf.
Miðflóttaraflsdæludreifarar - Snekkjudæludreifarar
Tryggið ykkur Vélboða mykjudreifara fyrir áramót, því það tryggir ykkur rétt
til fyrninga á árinu.
Mjög gott verð og greiðslukjör við allra hæfi.
Nánarí upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800
Ath. nýtt heimilisfang.
VELBOÐI
Helluhraun 16-18
HF 220 Hafnarfjörður
Sími 91-651800
heimskunnar er skopádeila þar
sem heimskan kveður sér hljóðs
og rekur hvernig mennimir og
jafnvel guðirnir megi þakka
henni allt það sem einhvers er
virði.
Saga tímans eftir Stephen W.
Hawking. ísl. þýðing eftir Guð-
mund Amlaugsson, með inn-
gangi eftir Láms Thorlacius.
Höhmdur Sögu tímans, Stephen
Hawking, hefur á undanfömum
ámm leitt rannsóknir i heims-
fræði við Cambridgeháskóla.
Rannsóknir hans hafa meðal
annars beinst að upphafi alheims
í miklahvelli og endalokum
stjama þegar þær hrynja undan
eigin þyngd í svokölluð svarthol.
Saga tímans er skrifuð fyrir al-
menning fremur en sérfræðinga
og hefur hvarvetna hlotið fá-
dæma góðar viðtökur.
Dreggjar
Bókaútgáfan Bjartur hefur sent
frá sér skáldsöguna Dreggjar
dagsins eftir japanska rithöfund-
inn Kazuo Ishiguro. Bókin hlaut
bresku Booker- bókmenntaverð-
launin árið 1989.
Stevens, bryti á ensku yfirstéttar-
setri, hefur alla tíð sett starfið og
hollustu við herra sína ofar öllu.
Hinar fastmótuðu samskiptaregl-
ur þjóns og herra hafa verið kjöl-
festa lífs hans. Nú hafa aðstæður
breyst. Bandarískur auðmaður,
með sérkennilegt skopskyn, hef-
ur keypt setrið. Nýja herranum
fylgja nýir siðir sem kippa fótun-
um undan Stevens. Hið fastmót-
aða samband þjóns og herra fer
úr skorðunum og verður upp-
spretta áleitinna spuminga um
ábyrgð mannanna á eigin lífi.
Sigurður A. Magnússon hefur ís-
lenskað söguna.
Innbundin kostar bókin 2280.-,
kilja 1180.-.
Þjóðarsátt um
Sigmund?
Út er komin hjá Prenthúsinu 9.
Sigmund-bókin, sem kallast því
lýsandi nafni SIGMUND OG
ÞJÓÐARSÁTTIN. Hér er um að
ræða úrval óborganlegra mynda
Sigmunds úr Morgunblaðinu
síðastliðin 5 ár. Eins og gefur að
skilja fá margir sinn skammt í
bókinni, stjómmálamenn sem
listamenn, leikarar sem ljóð-
skáld, verkalýðshetjur sem at-
hafnamenn. Jafnvel erlendir
þjóðhöfðingjar og pólitíkusar
verða fyrir pennalist Sigmunds.
í fyrsta hluta bókarinnar ber
mest á stjómmálamönnunum, til
dæmis Borgaraflokknum og Al-
bertsmálum hinum mörgu. Kyn-
lífsumræða og smokkaáróður fá
þó sínar ábendingar, auk þess
sem vestfirsk menning og taktar
em teknir fyrir. Vinátta Stein-
gríms og Arafats gleymist ekki,
né heldur 16. sætið í söngva-
keppni Evrópu ár eftir ár.
Þegar á bókina líður gerast Al-
þýðubandalagsmenn æ meira
áberandi, einkum fjölmiðlarisinn
þeirra, Ólafur Grímsson, eins og
vinur hans Sverrir kallar hann.
Stefán Valgeirsson fer hamfömm
í nokkmm myndum, en varla er
orð á gerandi að Þorsteinn Páls-
son sjáist þar. Guðrún Helgadótt-
ir er vinsælasta kona landsins, ef
marka má myndir Sigmunds,
enda af mörgum atvikum að
taka. Jóhanna fylgir þó fast á eft-
ir, ýmist á leið í eða úr ráðherra-
stólnum sínum. Hetjudáðir Jóns
Baldvins í EB-EFTA-málum hafa
Vcikið athygli teiknarans, en ekki
síður konan hans, hin gullfallega
Bryndís Schram.