Tíminn - 28.12.1990, Page 13
Föstudagur 28. desember 1990
Tíminn 13
Emanuel
Swedenborg og
eilííðartrúin mín
eftir Helen Keller.
Helen Keller (1880-1968) hlaut
heimsfrægð sem rithöfundur og
brautryðjcmdi í baráttu fyrir mál-
stað blindra og heymarlausra
um víða veröld. Sjálf varð hún
fyrir því áfalli aðeins 19 mánaða
gömul að missa bæði sjón og
heym af völdum heilahimnu-
bólgu, en lærði að tala og tjá sig í
rituðu máli og lauk m.a. háskóla-
prófi. Ung að ámm kynntist He-
len Keller ritum sænska vísinda-
mannsins, stjómmálamannsins
og sjáandans Emanuels Sweden-
borg og varð það til að breyta lífi
hennar í grundvallaratriðum,
enda segir hún að það sem hann
segir um hinn andlega heim hafi
reynst henni haldbetra en flest
annað. Allt það sem hann hafi
sagt hafi einmitt fallið í öllu sam-
an við hennar eigin reynslu í hin-
um lokaða heimi þagnar og
myrkurs sem hún sjálf lifði í.
Örn og Örlygur hafa nú gefið út
bók Helenar Keller þar sem hún
lýsir kynnum sínum af ritum
Emanuels Swedenborg og gerir
það á svo meistaralegan hátt að í
raun er hún hin gagnmerkasta
kynning á þessum ritum, auk
þess sem hún er í raun einskonar
skýringarrit fyrir þau merku
fræði og kenningar sem þessi
djúpi hugsuður, dulspekingur og
guðfræðingur hafði að miðla
mannkyninu.
Ólafsfj arðarlj óð
Út er komin ljóðabókin „Norð-
austan ljóðátt".
í bókinni eru Ijóð eftir 8 höfunda,
sem á einn eða annan hátt eru
tengdir Ólafsfirði. Þeir eru:
Benedikt Þorkelsson, Gísli Gísla-
son, HelgaBökku, Herdís Pála
Pálsdóttir, Jón Ámason, Ingibjörg
Guðmundsdóttir, Svavar Alfreð
Jónsson, Þórhildur Þorsteinsdótt-
ir.
Hér yrkir hver með sínu nefi:
bóndinn, neminn, blómakonan,
bóndakonan, kennarinn, heild-
salinn og presturinn.
Ljóðin eru bæði rímuð og órím-
uð.
íslenskir
hermenn
Bókin íslenskir hermenn er kom-
in út hjá Almenna bókafélaginu.
Höfundur er Sæmundur Guð-
vinsson.
Eins og titill bókarinnar gefur til
kynna þá komum við íslendingar
víða við.
Her höfum við aldrei haft, en þó
eigum við hermenn. Tölu þeirra
vitum við ekki, en í flestum styrj-
öldum, sem háðar hafa verið í
heiminum á þessari öld, hafa
verið einhverjir Íslendingar. Hér
segja sex slíkir hermenn frá styrj-
aldarreynslu sirtni, tveir úr síðari
heimsstyrjöld, einn úr Kóreu-
stríðinu, einn úr stríðinu í Víet-
nam, einn úr borgarastyrjöldinni
í Rhódesíu og einn úr her Sam-
einuðu þjóðanna í Líbanon.
Þessir fyrrverandi hermenn eru:
Þorsteinn E. Jónsson, Njörður
Snæhólm, Þorvaldur Friðriksson,
Gunnar Guðjónsson, Haraldur
Páll Sigurðsson og Amór Sigur-
jónsson.
Ástarsaga
um Mjöll
Ný skáldsaga eftir Óskar Aðal-
stein er komin út hjá Fjölva. Hún
heitir Mjöll — stúlkan í fjörunni
og er margslungin örlaga- og ást-
arsaga. Sviðið er mest í sjávarp-
lássi á Vestfjörðum, en með við-
komum í höfuðborginni og í
langdvölum erlendis, þar sem
önnur aðalsögupersónan, Mjöll,
vinnur við bamahjálp á hungur-
svæðum Afríku, en hin, Jón Jök-
ull, flækist með farskipum til
Ástralíu.
Bókin um Mjöll fjallar um sterk
mannleg átök, þar sem náttúru-
öflin grípa inn í. Sviðið í Jökulvík
er nokkuð auðþekkt eins og því
og ýmsum persónum er lýst, þar
sem bærirm stendur undir Víkur-
hymu og hrikaleg snjóflóð falla á
veginn inn í Fjörð.
Í sögunni berjast tveir menn um
hylli sömu stúlkunnar í ástríðu
þar sem jafnvel er gripið til skot-
vopns, en líka setja spilaklúbbar
með ástríðu til fjárhættuspila
mark sitt á söguna, þar sem
menn verða öreigar og leggja líf
sitt og sinna nánustu í rúst.
Heilsuhandbók
/
Jóns Ottars
Fróði hf. hefur gefið út bókina
Bætt heilsa - betra líf eftir dr. Jón
Óttar Ragnarsson. Bókin er að
hluta byggð á sjónvarpsþáttaröð-
inni „Heil og sæl" en hefur verið
stómm breytt og endurbætt.
Bætt heilsa - betra líf er handbók
heimilisins um forvamir, sjúk-
dóma og lækningaaðferðir, jafnt
hefðbundnar sem óhefðbundnar,
þar sem um eitt hundrað af virt-
ustu sérfræðingum, þ.á m. flestir
þekktustu læknar landsins, gefa
almenningi góð ráð um allt frá
ofnæmi, streitu og þunglyndi
upp í mataræði og megrun.
Fyrsta skáldsaga
Ómars
Ragnarssonar
Fróði hf. hefur gefið út fyrstu
skáldsögu þúsundþjalasmiðsins
Ómars Ragnarssonar, sem nefnist
í einu höggi. Ómar er einn kunn-
asti skemmtikraftur landsins til
margra ára og auk þess vinsæll
frétta- og sjónvarpsmaður. Ómar
hefur sannarlega reynt margt um
ævina og enn kemur hann á
óvart — í þetta sinn sem rithöf-
undur.
Skáldsaga Ómars er að mörgu
leyti óvenjuleg. Hann fer óhefð-
bundnar leiðir, fléttar saman
raunveruleika og skáldskap,
þekktum nafngreindum persón-
um og sögupersónum. Leiftrandi
frásagnargleði Ómars og næmni
hans á persónur koma vel fram í
bókinni.
Handbók fyrir
stangaveiðimenn
Fróði hf. hefur gefið út bókina
Leyndardómar laxveiðanna, sem
er alhliða handbók og leiðbein-
ingarrit fyrir alla þá sem stunda
laxveiðar. Höfundur bókarinnar
er Ólafur E. Jóhannsson frétta-
maður, sem sjálfur er snjall lax-
veiðimaður, en hann hefur einnig
leitað til margra landsfrægra
veiðimanna sem gefa góð ráð og
miðla af fjölþættri reynslu sinni
af veiðiskap.
Leyndardómar laxveiðanna kem-
ur að góðum notum fyrir þá, sem
eru byrjendur, og þá sem lengra
eru komnir. Í bókinni er lýst mis-
munandi aðferðum við laxveiðar,
bæði hvað varðar veiðar á flugu,
maðk og spón. Að auki eru svo
kynnt fyrir lesendum ýmis þau
tæki og tól sem notuð eru við
veiðamar.
Frá skrifstofu
Framsóknarflokksins
Skrifstofa Framsóknarfiokksins óskar öllum velunnurum ftokksins gleði-
legrar jólahátlðar. Jafnframt eru þið boðin hjartanlega velkomin að llta inn
á nýja skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 (við Lækjartorg) III. hæð.
Nýtt símanúmer er 91-624480
Framsóknarfíokkurínn
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547.
Félagar eru hvattir til að líta inn.
_________________________________________K.S.F.S.
Norðuriand vestra
Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt
frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum ( Fljótum. Hægt er að ná I rit-
stjóra alla daga ( sima 96-71060 og 96-71054.
_________________________________________K.F.N.V.
Borgnesingar- Bæjarmálefni
I veturverðuropið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu
Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1.
Bæjarfulltrúar fiokksins I Borgamesi verða á staðnum og heitt á
könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni
Borgamesbæjar eru velkomnir.
Framsóknarfélag Borgamess.
Jólahappdrætti S.U.F.
Eftirfarandi númer hafa verið dregin út i Jólahappdrætti S.U.F.:
1. des. 1. vinningur2036, 2.vinningur974
2. des. 3. vlnnlngur 3666, 4. vlnningur 20
3. des. 5. vinningur 3203, 6. vinnlngur 3530
4. des. 7. vinningur 5579, 8. vlnningur 1452
5. des. 9. vinningur 3788,10. vinningur 5753
6. des. 11. vinningur 3935,12. vlnningur 3354
7. des. 13. vinningur 5703,14. vinningur 4815
8. des. 15. vinningur2027,16. vinningur 2895
9. des. 17. vinningur3261,18. vinningur 2201
10. des. 19. vinningur 3867,20. vinningur 5194
11. des. 21. vinningur 5984,22. vinningur 864
12. des. 23. vinningur 1195,24. vinningur4874
13. des. 25. vinningur 1924,26. vinningur 716
14. des. 27. vinningur 5840,28. vinningur 5898
15. des. 29. vinningur 2517,30. vinningur 750
16. des. 31. vinningur4582, 32. vinningur3085
17. des. 33. vinningur 1142,34. vinningur4416
18. des. 35. vinningur 3284, 36. vinningur 3227
19. des. 37. vinningur 5252,38. vinningur 5168
20. des. 39. vinningur 3154,40. vinningur 3618
22. des. 43. vinningur 2918,44. vinningur 648
23. des. 45. vinningur 5200,46. vinningur 1862
24. des. 47. vinningur 1606,48. vinningur 1262
Velunnarar. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja samtökin, eru hvattir til að
greiða heimsenda giróseðla og leggja á þann hátt baráttunni lið. Allar
frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu fiokksins, Hafnarstræti 20, III.
hæð, eða i sima 91-624480.
Með kveðju, SUF
Jólahappdrætti
Framsóknarflokksins 1990
Dregið var i Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember sl., en
númerin eru í innsigli hjá borgarfógeta til 7. janúar 1991. Velunnarar
flokksins sem ekki hafa greitt heimsendan giróseðil eru hvattir til að gera
skil eigi síðar en 7. janúar. Það er enn tækifæri til að vera með. Allar frek-
ari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 20, III. hæð, eða
í sima 91-624480.
Með kveðju og ósk um gleðilegt nýtt ár og þakklæti fyrir stuöninginn á ár-
inu sem er að líða.
Framsóknarfíokkurínn.
Rangæingar,
spilakvöld
Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum áriegu spila-
kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar f
Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda.
Heildarverðlaun ferð til Akureyrar fyrir 2, gist á Hótel KEA 2 nætur.
Góð kvöldverðlaun. Mætið öll.
Stjómln
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin
mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222.
K.F.R.
Fjölskyldupakkarnir okkar
fást ekki annars staðar
Þú getur valið um fjórar stærðir. Sá minnsti kostar jflMfcliliH krónur,
sá næstminnsti kostar RiIiTiH krónur, næststærsti pakkinn kostar
krónur og sá stærsti kostar BiIiW krónur.
3000,-
Opið: Föstudag frá 8 til 22, laugardag frá 8 til 18 og gamlársdag frá kl. 8 til 12.
Auðvitað tökum við greiðslukort.
Grandagarði 2, Rvík., sími 28855