Tíminn - 28.12.1990, Síða 20
AUGLÝSINGASIMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Hatnorhusinu v Tryggvagotu,
S 28822
l53 MiSSAINI
Réttur bíll á
réttum stað
Ingvar
Helgason hf.
Sævartiöföa 2
Sími 91-674000
ríniiim
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER1990
Innflutningur aukist tvöfalt meira en útflutningur á árinu þrátt fyrir minni olíukaup:
Innflutningur aukist un
17% síðustu mánuði
Almennur innflutningur, án olíu, hefur verið miklu meiri síð-
ustu fjóra mánuði (ág.-nóv.) heldur en sömu mánuði í fyrra.
aukningin er um 17% reiknað á sama gengi bæði árin, en um
22% miðað við gengi á hvoru ári um sig. Frá áramótum til júlí-
loka í ár nam almennur innflutningur um 5 milijörðum króna á
mánuði, sem var svipað og sömu mánuði í fyrra, eða aðeins
1,4% aukning að meðaltali, reiknað á föstu gengi.
En eftir það tók almennur inn-
flutningur mikinn kipp upp á
við. Því að í ágúst-nóvember
jókst almennur innflutningur í
6,2 milljarða á mánuði, eða hátt í
einum milljarði meira heldur en
sömu mánuði í fyrra.
Fyrstu ellefu mánuði ársins var
heildarverðmæti vöruútflutnings
5% meira á föstu gengi en á sama
tíma í fyrra. Verðmæti heildar-
innflutnings var á hinn bóginn
10% meira en á sama tíma í fyrra.
Þetta veldur því að jákvæður
vöruskiptajöfnuður er nú um
helmingi minni en á sama tíma í
fyrra, eða um 3,6 milljarðar, bor-
ið saman við 7,4 milljarða í fyrra.
Á þessu tímabili hafa verið flutt-
ar út vörur fyrir 84,1 milljarð
króna, en inn fýrir 80,5 milljarða.
Vöruskiptajöfnuðurinn er því
Innflutningur svokallaðra sér-
stakra fjárfestingarvara er nú
nær 50% meiri en á síðasta ári.
Mest munar þar um 6,7 milljarða
innflutning á flugvélum, sem er
tvöföldun frá fyrra ári.
Innflutningur ÍSAL er nær
fjórðungi meiri en í fyrra og járn-
blendiverksmiðjunnar rúmlega
40% meiri.
Almennur innflutningur nemur
um 60,4 milljörðum kr. þessa ell-
efu mánuði, sem er um 4 millj-
örðum eða 7% meira en á sama
tíma í fyrra, reiknað á föstu
gengi. Aukningin er nær öll á
síðustu fjórum mánuðunum sem
áður segir.
Sérstaka athygli vekur, að inn-
flutningur olíu er eini liðurinn
sem hefur dregist saman milli
ára. Olíuinnflutningur er um 5%
minni fyrstu 11 mánuði þessa árs
heldur en í fyrra. í júlílok var ol-
íuinnflutningurinn kominn í 3,6
milljarða kr., sem var 4% minna
en á sama tíma í fyrra.
Frá því Saddam Hussein og Ge-
orge Bush fóru að brýna branda
sína við Persaflóa höfum við flutt
inn olíu fyrir 2,4 milljarða króna,
sem er 200 milljónum kr. eða um
7% lægri upphæð en sömu fjóra
mánuði í fyrra.
- HEI
SJÖ GÁMAR
í SJÓINN
Sjö gámar, sem innihéldu frosinn
fisk, tvo bfla og eina búsióð, fóru í
sjóinn þegar Reykjafoss, skip Eim-
skipaféíagsins, fékk á sig brotsjó og
lagðist á hliðina aðfaranótt 22. des-
ember sl. Skipið var á Ieið til ís-
lands og var statt um 1000 km suð-
vestur af landinu.
Við sjópróf sem fóru fram í gær
kom í ljós að aftakaveður var þegar
gámarnir fóru útbyrðis. Vindhrað-
inn var 11 vindstig og fékk skipið á
sig brotsjó með fyrrgreindum afleið-
ingum. Skipverjar náðu að hlekkja
tvo gáma, sem lögðust á hliðina, og
bjarga þeim þannig frá því að lenda í
sjónum. Lögðu þeir sig í talsverða
hættu við það, en enginn slasaðist.
Samkvæmt upplýsingum frá tjóna-
deild Eimskipafélagsins kemur það
fyrir að meðaltali einu sinni á ári að
gámar tapast með þessum hætti.
Gámar sem eru uppi á þilfari eiga
ekki að geta losnað en þegar skip
lenda í svona ofsaveðri og fá á sig
brot er lítið hægt að gera og ekki er
möguleiki að sjá slíka atburði fyrir.
—SE
Sendingar RUV
féllu niður
Truflanir frá Rafmagnsveitu afstöðina, virkaði ekki þegar allt
Reykjavíkur leiddu til þess að átti að vera í lagi. Straumurinn
útsendingar Rikisútvarpsins fór því aftur af þá og útsending
féllu niður f um tvo tíma í fyrri- rofnaði á ný.
nótt. Að sögn Harðar Vilhjálms- 4 ár eru síðan Ríkisútvarpíð
sonar, fjármálastjóra RUV, bil- flutti starfsemi sína upp í
aði höfuðrofi í töflu rafstöðvar- Efstaleíti. Sagði Hörður það
innar og vegna keðjuverkana fór nokkrum sinnum hafa komið
vararafstöðin ekki í gang þegar fyrir að vararafstöðin hafi tekið
hún átti að taka við. við af hinni vegna bilana, en
í gær um kl. 17.30, þegar ver- stöðvarnar heföu hins vegar
ið var að leita að orsökum bilun- aldrei bilað áður samtímis.
arinnar í fyrrinótt, kom í Ijós að —khg.
spennugjafi, sem ræsa á varar-
Stjóm Verðlaunasjóðs Ásu GuðmundsdótturWright veitti í gær Halldóri Halldórssyni heiðursverðlaun
fyrir árið 1990. Verðlaunin fékk Halldór fýrir rannsóknir sínar á íslensku máli og fýrir að stuðla að varð-
veislu íslenskrar tungu og bættri notkun móðurmálsins. Á myndinni sést Sturia Fríðriksson, einn af þrem-
ur í stjóm sjóðsins, veita Halldórí verðlaunin. Hinir tveir í stjóminni em þeir Jóhannes Nordal og Ármann
Snævanr.
Friðarins hátíð
sjaldan rólegri
Jólahelgin í ár var ein sú allra frið-
sælasta og rólegasta í lögreglu-
manna minnum. Eitthvað var um
umferðaróhöpp í Reykjavík og ná-
grannabyggðarlögum á Þorláks-
messu og aðfangadag, en annars var
lítið að gera hjá lögreglunni. Sömu
sögu er að segja víðast hvar af land-
inu. Færð hefur verið erfið í höfuð-
borginni og á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum og víða annars staðar hafa
vegir lokast vegna snjóa.
Banaslys í
Eyjafirði
Banaslys varð á Melgerðis-
melum í Eyjaflrði 22. desem-
ber sl. Átján ára piltur, Er-
iendur Árnason, hrapaði til
jarðar í svifflugu sem nýbúið
var að draga á loft. Svifflugan
var komin nokkuð hátt á Ioft
þegar hún hrapaði og mun
pilturinn hafa látist sam-
stundis.