Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 23. janúar 1991 Ráðherra ríkiskassans vill kíkja nánar á í hvað krónurnar fara: Ríkisstofnanir undir smásjána Ríkisstjómin hefur ákveðið að hrínda í framkvæmd tillögum sem fjármálaráðherra kynnti á ríkis- stjómarfundi í gær um markvisst hagræðingar- og eftirlitsstarf í stjómkerfinu. Með því er stefnt að því að markviss vinna að hagræðingu og aðhaldi með stofnunum ríkisins sé stöðugt í gangi á vegum stjómarráðsins. Um 3- 5 manna kjama í fjármálaráðuneytinu er ætlað að hafa yfirstjórn með verk- inu. Á verkefnum virðist heldur enginn skortur. Samkvæmt frétt frá fjár- málaráðuneytinu em þau helstu sem hér segir: Að athuga rekstur valinna ríkis- stofnana, endurskoða þörf fyrir starf- semi þeirra og meta faglegan og rekstrarlegan árangur af starfi þeirra. Að kanna sérstök vandamál ein- stakra stofnana. Að vinna að stefnumótun og gerð tillagna um skipulagsbreytingar sem aukið geta hagkvæmni í ríkisrekstr- inum á breiðum grundvelli. Að veita almenna fræðslu um rekst- ur og stjórnun. Að marka stefnu í upplýsinga- og tölvumálum ríkisins og að annast ráðgjöf á því sviði. Að endurskoða helstu gagnakerfi ríkisins, t.d. fasteignaskrá, þinglýs- ingaskrá, launaskrá og fleiri. Ríkisstjórnin ákvað sem fyrr segir að hrinda þessum tillögum í fram- kvæmd. Jafnframt markaði hún þá stefnu að aðfengnir ráðgjafar vinni að verkefnunum með starfsmönnum ráðuneytanna. -HEI Ótti við hryðjuverk: Fyrirtæki fækka utanlandsferðum íslensk fyrirtæki hafa sum hver dregið úr ferðum starfsmanna sinna til útlanda vegna ótta við hryðjuverk af hálfu íraka. „Við höfum dregið verulega úr öll- um ferðum og bíðum átekta. Við sendum mann út síðast í morgun en það var gert að vandlega íhuguðu máli,“ sagði Gunnar Hansson, for- stjóri IBM á íslandi, í samtali við Tímann í gær. Gunnar sagði að hjá sínu fyrirtæki hefði verið hætt við ferðir fjölda starfsmanna eða þeim slegið á frest, „en við skoðum hvert mál og sjáum hvað setur". „Við höfum ekki dregið úr ferðum eins og er,“ sagði Þórður Óskarsson, starfsmannastjóri Eimskips. Þórður sagði aðspurður að kannski færu menn ekki út eins og ekkert hefði í skorist, „en það hafa ekki verið gefin út almenn fýrirmæli um breytingar á þessu. En sá tími getur alveg kom- ið.“ Finnbogi Rútur Valdimarsson hjá utanríkisráðuneytinu sagðist að- spurður ekki vita hvort dregið hefði verið úr utanlandsferðum starfs- manna ráðuneytanna. „Mér að vit- andi hefur engin vísbending verið gefin út, þessu að lútandi. En málið hefur verið rætt,“ sagði Finnbogi Rútur. -sbs. Menntamálaráðherra: Heimilað að gera við leka Ríkisstjómin heimilaöi í gær Svav- arí Gestssyni menntamálaráðherra að setja í gang nauðsynlegar við- gerðir á Þjóöminjasafninu. Nýlega vom fluttar fréttir af leka í safninu og sagði Guðrún Ágústsdóttir, að- stoðarmaður ráðherra, að biýnt værí að gera við þennan leka og því hafi ráðherra faríð fram á þessa heimild. Aðspurð sagði Guðrún að ýmislegt fleira þyrfti að gera við í safninu og það hefði staðið fyrir dyrum lengi að lagfæra safnið. Ráðherrar hafi hins vegar verið hrifnari af því að taka skóflustungur að nýjum byggingum í stað þess að gera við gamlar og þegar þau komu í menntamálaráðu- neytið hafi ýmis hús legið undir skemmdum. Guðrún sagði að við- gerðir á Þjóðminjasafninu væru mjög brýnt verkefni og allsherjar viðgerð á því væri næst á dagskrá. —SE vfikkHi ekki ráðalausir í hvalveiðibanninu. , þar sem menn deyja Tímamynd: Ámi Bjama Þorrinn hefst á föstudag en súrsaður hvalur fæst hvergi: Hvallíki í staö hvals Bóndadagur, fyrsti dagur þorra, er á fostudag og þá kætast unn- endur þjóðlegs matar. Eitt skygg- ir þó á gleðina að þessu sinni. Það fyigir enginn hvalur með þorra- matnum í ár. Sumír veitinga- menn hafa brugðið á það ráð að búa tii hvallíki úr súrsaðri lúðu, en fáum þykir hvallíkið jafngott og vel súr hvalur. ,Ætli líði mörg ár þangað til menn verði að láta sér nægja hundasúrur og annaö dót í þorra- mat,“ sagði einn veitingamaður þegar blaðamaður Tímans spurði hann um hvemig honum litist á þessa þróun. Hann sagði að marg- ir viðskiptavinir sínir söknuðu hvalsins og sumir tækju svo djúpt í árínni að segja að gamli góði þorramaturinn værí ekld nema svipur hjá sjón eftir að hvalurinn hvarf úr þorrabakkanum. Veitingamenn hafa reynt að bregðast við óánægju viðskipta- vina með því að súrsa lúðu og selja í staðinn fyrir hval. Súrsuð lúða er ekki ósvipuð hval að sjá, en bragðiö nokkuð annaö. Þá mun nokkuð algengt að veitinga- menn bæti sfld á þorrabakkann. Fyrir nokkrum árum gaf Þórar- inn Eldjám rithöfundur út smá- söguna „Síðasta rannsóknaræf- ingin“. Sagan geríst í framtíðinni þegar menn eru hættir að éta lambakjöt og þess vegna hefur þorramaturinn tekið smávægileg- um breytingum. f stað venjulegra sviða átu menn sviðalfld af plast- kjömtnum og fleira f þeim dúr. Hugsanlegt er að spá Þórarins sé að byija að rætast. Hvallfldð er ekki eina matartegundin sem er að koma í stað hins upprunalega matar. Skammt er síðan leyfður var innflutningur á ostalíki. Er- lendis er framleiðsla af þessum vörutegundum komin miklu Iengra. Þar má t.d. fá keypta gervimjólk, eða svokallað mjólk- urlíki. Þeir Spaugstofumenn gengu þó nokkuð lengra í sjón- varpinu sl. laugardag eins og flestum ætti að vera kunnugt og sýndu þar m.a. nælonsvið. Otrú- legt er þó að margir munu leggja sér slíkt til munns á þorranum í ár. -EÓ Erlendum ferðamönnum fjölgað úr 97.400 upp í 141.700 á fimm árum: Evróputúristar 78% fleiri en árið 1985 Erlendum ferðamönnum sem sækja ísland heim hefur fjölgaö stór- um síðustu árin, sérstaklega þó Svíum, Frökkum, Þjóðverjum og ítölum, sem öllum hefur fjölgað langt yfír 100% á aðeins fimm ár- um. Nær 142 þús. erlendir ferðamenn komu til landsins á nýliðnu ári. Það var fjölgun um rúmlega 11 þús. manns (9%) frá árinu á undan. Frá 1985 hefur erlendum ferða- mönnum hér fjölgað um 45% og ís- lenskum ferðamönnum í útlöndum heldur meira. En fjöldinn var svip- aður á báða bóga á síðasta ári. Öll fjölgun erlendra ferðamanna á síðustu árum, og raunar meira til, byggist á ferðamönnum frá öðrum Evrópulöndum. Evrópubúar voru 78% allra ferðamanna hér í fyrra, en t.d. 62% árið 1985. Á sama tíma hef- ur Bandaríkjamönnum fækkað úr 32% erlendra ferðamanna niður í 16% á síðasta ári. Raunar komu Bandaríkjamenn hingað flestir 1987, um 35.700 manns, en hefur síðan fækkað árlega niður í 22.600 á s.l. ári. Nokkur Evrópulönd skera sig sér- staklega úr þegar litið er á þróun síðustu fimm ára eða svo. Þjóðverj- um hefur fjölgað jafnt og þétt úr um 9.400 upp í 20.400 eða um nær 120% á þessum fimm árum. Áhugi Svía á íslandi hefur þó hlutfallslega aukist ennþá meira (nær 130%) og komu þaðan um 18.600 manns í fyrra. Raunar hefur ferðamönnum frá hinum Norðurlöndunum einnig fjölgað mikið (50%). Enda voru Norðurlandabúar drjúgur þriðjung- ur allra erlendra ferðamanna hér á síðasta ári. Frönskum ferðamönnum hefur fjölgað um 63% s.l. tvö ár og alls um 124% á síðustu fimm árum — úr um 4.500 upp í 10 þús. Heimsóknir Breta tóku líka kipp upp á við fyrir tveim árum. Þá höfðu um 9-10 þús. Bretar lagt leið sína hingað árlega um Iangt skeið, en í fyrra nálguðust þeir 14 þúsund. Hlutfallslega mun þó fáum eða eng- um hafa fjölgað hér eins og ítölum. Þaðan komu um 3.600 ferðamenn í fyrra, sem var meira en þreföldun á aðeins fimm ára tímabili. Rúmlega 85% allra erlendra ferða- manna á síðasta ári voru frá þeim tíu löndum, sem hér hefur verið drepið á, eða tæplega 120 þús. manns. Samkvæmt skýrsíu Útlendingaeft- irlitsins áttu þó 116 þjóðir fulltrúa í hópi ferðamanna hér á landi á árinu. Frá um tug landa kom þó aðeins einn maður til landsins á árinu. -HEI Ráðunautafundur: GATT-málin í umræöunni Ráðunautafundur Búnaðarfélags íslands og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins verður haldinn í Reykjavík 4. til 8. febrúar næst- komandi. Fundurinn hefst á mánu- degi og stendur fram á flmmtudag. Meðal þess, sem er á dagskrá á fundinum, er erindi Guðmundar Sigþórssonar um GATT-viðræðurn- ar og þá mun Hákon Sigurgrímsson fjalla um hvaða áhrif GATT-sam- komulagið myndi hafa á íslenskan landbúnað. Einnig verður fjallað um innflutning búvara, tillögur sjö- mannanefndar um lækkun búvöru- verðs, áburðartilraunir og beitar- stjórnun. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.