Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Miðvikudagur 23.. janúar 1991 Yfirburðir japansks bflaiðnaðar Undanfarin 5 ár hefur hópur sér- fræðinga við Massachusetts Ins- titute of Technology borið saman bílaiðnað í Japan og 13 öðrum Iönd- um. Hefur hópurinn nú birt álits- gerð sína, The Machine That Chang- ed the World (Rawson Associates, New York 22,50 $). Sérfræðingar þessir kveða byltingu hafa orðið í bílasmíði í Japan. Neytir hún há- þjálfaðs starfsliðs (quality circles), samhents starfsfólks (team-work- ing) og linnulausra endurbóta og nýmæla og aðflutnings efnis rétt í tæka tíð. „Mögru framleiðsluna" nefna sérfræðingarnir þá starfshætti og telja að ýmsu leyti vera andstöðu fjöldaframleiðslunnar, sem viðgeng- ist hefur á Vesturlöndum. „Upphaf mögru framleiðslutækn- innar“ verður rakið allt aftur til fyrstu ára Toyota, sem verkföll hrjáðu þá. Fram til 1950, á þrettán árum, hafði Toyota framleitt 2.685 bíla, en um það leyti framleiddi bíla- smiðja Ford í Rouge í grennd við Detroit ... 7.000 bíla ... á dag.“ Svo sagði Financial Times 17. september 1990 í umsögn um álitsgerð sér- fræðinganna. „... hugmyndina (að magurri framleiðslutækni) settu Eiji Toyoda og Taiichi Ohno fram eftir síðari heimsstyrjöldina." í álitsgerðinni segir, að fjöldafram- leiðsla noti fagmenn, þjálfaða á þröngu sviði til að hanna fram- leiðslu, sem óþjálfaðir eða lítt þjálf- aðir starfsmenn vinni með dýrum einnota vélum... Vegna þess að vél- arnar eru dýrar og stöðvanir þeirra valda röskun, er við fjöldafram- leiðslu hafðar margar varaskeifur (buffers) í formi aukalegs efniviðs, aukalegs starfsliðs og aukalegs gólf- rýmis til að tryggja snurðulausa framleiðslu. — Aftur á móti er við „magra framleiðslu" neytt fag- manna, þjálfaðra á mörgum sviðum, á öllum stigum framleiðslu og um- breytanlegra og í vaxandi mæli sjálf- virkra véla til að vinna minna fram- leiðslumagn, en fjölbreyttara. 1 BÓKMENNTIR > A ; MATTARORÐ Máttarorð. Hugleiðing um trú og til- veru — allan ársins hríng. Heiti á frummálinu: Ny kraft. Höfundun Eríing Ruud. Þýðandi Benedikt Am- kelsson. Útgefandi: Fjölvaútgáfan. Á síðustu árum hafa bækur um ým- is andleg mál flætt yfir þjóðina. Þar er farið vítt og breitt en oft lögð áhersla á að leita sannleikans í eigin hugskoti, enda virðist hugrækt og sjálfsskoðun vera í tísku nú um stundir. Margar þessara bóka byggja á hug- myndafræði framandi trúarbragða og lífsskoðunum sem sprottnar eru af öðrum meiði en kristnum. Það var því fagnaðarefni er Fjölvi gaf út bókina Máttarorð sem geymir kristnar hugvekjur fyrir hvem dag ársins nema þegar hlaupár er. Hver hugvekja hefur yfirskrift og er sjálfstæð. Lesandinn týnir því engu samhengi þótt lestur falli niður ein- hverja daga, en á þess kost að gera þennan lestur að daglegri venju. í upphafi hugvekjunnar er yfirleitt Eriing Ruud. rakið atvik eða sögð stutt dæmisaga sem draga má lærdóm af. Þá kemur boðskapur dagsins í hnitmiðuðu máli og vitnað er í ritningarvers sem tengjast efninu. í lokin er vers úr sálmi eða Ijóði til frekari áréttingar. Yfirleitt eru hugvekjurnar á lipru máli og krefjast hvorki mikillar þekk- ingar lesandans á Biblíunni né kunn- áttu í kristnum fræðum. íhugunarefnin eru margvísleg — bænin, trúin, kærleikur Guðs, náð, frelsi, iðrun og þannig mætti lengi telja. Öll eru þau hluti kristinnar trú- ar og boðunar. Þannig gefur hug- vekja dagsins umhugsunarefni sem getur orðið yfirskrift dagsins í við- Ieitni til að fylgja Kristi. Ritningarversin sem vitnað er til eru yfirleitt hluti af Iesmálinu svo að les- andinn þarf ekki að hafa fyrir því að leita að þeim í Biblíunni. Vissulega eru hugvekjurnar misgóð- ar eða sennilega má frekar segja að þær höfði misjafnlega til lesenda eft- ir aðstæðum þeirra hverju sinni. í heild tel ég að bókin Máttarorð sé býsna aðgengileg þeim sem óvanir eru lestri Biblíunnar og íhugun kristinnar kenningar. Hinum sem vanari eru getur hún einnig gefið uppörvun og uppbyggingu í trúnni. Á nýju ári gæti það eflaust veitt mörgum styrk og rótfestu að gerast handgengnir þessari einföldu bók — nota til þess fáeinar mínútur í upp- hafi eða lok dagsins eða finna kyrrð- arstund á miðjum degi til þess að eiga hljóða stund í návist Drottins með Máttarorð í höndum og opinn hug fyrir anda Guðs. Reynsla aldanna og ástandið í ver- öldinni bendir til þess að ekki sé fysi- legt að skipta á kristinni trú og öðr- um lífsviðhorfum. Ef við teljum skipta máli að kristin trú verði áfram grundvöllur laga okkar og siðgæðis hljótum við einnig að telja mikilvægt að þjóðin halli sér að því sem geymir boðskap Krists. Þar er Máttarorð lítið sáðkorn sem getur borið mikinn ávöxt. Bókin er gefin út í kilju. Kjölurinn virðist þola að hún sé handleikin og notuð. Mér finnst helstu gallar ytri búnings vera leiðinlegur pappír og óaðlaðandi bókarkápa. Ólafur Jóhannsson Köfun ekki heimil á Þingvöllum Óheimilt er að stunda köfun í gjám innan þjóð- garðsins á Þingvöllum og í vatninu fyrir landi þjóðgarðsins. Þingvallanefnd. 0 .SSf *f«; % O ClJ i 1 p&i • 4. y iKsr Jfld A JNka Jón Helgason Guðni Sunnlendingar Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstlmar þingmanna Framsóknarflokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum Þorlákshöfn i Duggunni, fimmtudaginn 24. Janúar kl. 20.30 Akureyringar Guðmundur Bjamason heilbrigðis- og tryggingaráöherra verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri, laugardaginn 26. janúar kl. 14-16. Framsóknarfélögin. Guðmundur Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur að Hafnarstræti 20, fimmtudaginn 24. janúar kl. 19.00. Við tökum forskot á þorrann og borðum saman þorramat. Þær, sem elga myndlr úr félagsstarfinu, góðfúslega takið þær með á fundinn. Fjölmennið Stjórnin. Félagsvist Spiluð veröur félagsvist að Eyravegi 15, Selfossi 29. janúar og 5. febrúar kl. 20.30. Kvöldverðlaun. - Heildarverðlaun. Fjölmennum Framsóknarfélag Selfoss Borgnesingar- nærsveitir Spiluð verður félagsvist i Félagsbæ föstudaginn 25. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness Kópavogur Skrifstofa Framsóknarfélaganna ( Kópavogi er opin á mánudags- og mið- vikudagsmorgnum kl. 9-12. Simi 41590. Stjórn fulltrúaráðs Guðmundur Valgerður Jóhannes Geir Húsavík - nærsveitir Almennur stjómmálafundur verður haldinn á Hótel Húsavlk sunnudaginn 27. janúar kl. 15.00. Framsögumenn: Guðmundur Bjamason Valgerður Sverrisdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Framsóknarfélögin. Borgnesingar - Bæjarmálefni (vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúarflokksins (Borgarnesi verða á staðnum og heitt á könn- unni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnes- bæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. Kópavogur - Þorrablót Hið landskunna þorrablót framsóknarmanna ( Kópavogi verður haldið ( Félagsheimilinu laugardaginn 26. janúar nk. Ávarp: Stelngrimur Hermannsson, forsætisráðherra. Eftirhermur: Jóhannes Kristjánsson. Veislustjóri: Sigurður Geirdal. Hljómsveit Helga Hermanns leikur fyrir dansi. Tryggið ykkur miða tímanlega. Pantið í síma 41590, 45918, Inga, og 40650, Vilhjálmur. Framsóknarmenn á höfuðborgarsvæðinu eru velkomnir. Stjórnin Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að llta inn. K.S.F.S. Akurnesingar- nærsveitir Þorrablót verður haldið föstudaginn 8. febrúar nk. í Kiwanishúsinu við Vesturgötu. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefndin Reykvíkingar Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi veröurtil viö- tals mánudagana 28. janúar og 4. febrúar nk. á skrifstofu Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20, kl. 15:00 til 18:00. Allir velkomnir. Borgarmálaráð. SÍgrÚn M. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opiö alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaöur framsóknarfélaganna, Guöbjörg, verður á staðnum. Síml 92-11070. Framsóknarfélögin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Kópavogur Opiö hús að Hamraborg 5 alla laugardaga kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fulltrúaráðlð Norðurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefurveriðfluttfrá Sauöárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum I Fljótum. Hægt er að ná (ritstjóra alla daga ( slma 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V. Framsóknarfólk Húsavík Framvegis verður skrifstofan í Garðari opin á laugardagsmorgnum kl. 11- 12. Létt spjall og heitt á könnunni. Framsóknarfélag Húsavíkur Þorrablót - Reykjavík Laugardaginn 9. febrúar verður hið landskunna þorrablót Framsóknarfé- laganna í Reykjavík haldið í Norðurijósasal í Þorskaffi. Verð miða er kr. 3500. Upplýsingar og miöapantanir fást hjá Þórunni eða Önnu ( sima 624480.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.