Tíminn - 23.01.1991, Side 5

Tíminn - 23.01.1991, Side 5
Miðvikudagur 23. janúar 1991 Tíminn 5 Jón EBalclvin Hannibalsson utanríkisráöherra kominn heim úr för sinni til Eystrasaltslanda: Þjóðir Eystrasaltslanda biðja evrópska þingmenn aó standa með sér vakt Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gaf Alþingi í gær skýrslu um för sína til Eystrasaltslandanna. Hann sagði að forystumenn í löndunum bæðu þjóðþing í löndum Evrópu að senda sendinefndir til landanna þriggja og sýna þannig stuðning sinn í verki. Búist er við að fljótlega fari sendi- nefnd alþingismanna til landanna. Þingmenn frá Sviþjóð og Noregi koma þangað í þessari viku og munu væntanlega standa vakt í opinberum bygg- ingum í Vilnius, Rigu og Tallinn. Ólíklegt er talið að Rauði herinn láti til skarar skríða meðan sendinefndimar eru þama á ferð. Jón Baldvin sagði að Riga, höfuð- borg Lettlands, og Vilnius, höfuð- borg Litháens, hefðu komið sér fyrir sjónir sem borgir í herkví. Götuvígi hefðu verið við opinberar byggingar. í borginni hefði átt sér stað óvopnuð uppreisn borgara, sem voru að verja sjálfstaeði sitt. Jón Baldvin sagði jafn- framt að þama hefði verið þjóðhátíð. Fólk hefði sungið ættjarðarsöngva. í Eistlandi hefði ástandið verið betra, en fólk vissi á hverju það gat átt von. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að saga þessara landa væri mikilvægur þáttur í atburðum síðustu daga. Hann sagði að stjórn kommúnista í löndunum þremur væri glæpasaga. Fimmtungur Eistlendinga hefði ver- ið drepinn í fjöldamorðum eða farist í Gúlaginu þar sem tugir eða hundr- uð þúsunda voru fluttir nauðungar- flutningum. Sovétvaldið hefði reynt að uppræta menningu Eystrasalts- landanna og þjóðarvitund þeirra. Með baráttu Eystrasaltsþjóðanna nú væru þær að sanna fyrir sér og um- heiminum að ætlunarverk kommún- ista hefði ekki tekist. Jón Baldvin sagði að menn, sem hann hefði rætt við í ferðinni, hefðu tjáð sér að ráðamenn í Moskvu hefðu sett upp áætlun um að koma í veg fyrir að tilraunir landanna þriggja til að ráða málum sínum sjálfar næðu fram að ganga. Bak við áætlunina stæðu sovéska leyniþjónustan KGB, Rauði herinn og innanríkisráðuneyt- ið. Áætlunin gengi út á að sérsveitir Rauða hersins kæmu af stað óeirðum í löndunum, sem yrði síðan átylla fyrir herinn að skakka leikinn undir því yfirskini að verið sé að koma á friði. Koma átti réttkjömum ríkis- stjórnum frá völdum og setja lepp- stjórnir í staðinn. Þetta átti að gerast á meðan athygli heimsins beindist að Persaflóa. Jón Baldvin sagði að ýmislegt hefði orðið til að raska þessari áætlun. í fyrsta lagi hefðu viðbrögð fólks í löndunum þremur orðið miklu harð- ar en búist var við og nú væri Ijóst að ekki væri hægt að fylgja áætluninni eftir nema að til kæmi gífurlegt blóð- bað. í öðru lagi hefðu viðbrögð Vest- urlanda verið harðari en Moskuvald- ið reiknaði með og í þriðja lagi hefðu hörð viðbrögð Jeitsíns, forseta Rúss- neska lýðveldisins, sett strik í reikn- inginn. Utanríkisráðherra sagði að forystu- menn í fjórum lýðveldum Sovétríkj- anna hefðu uppi plön um að stofna nýtt samband fúllvalda ríkja og segja sig úr lögum við Sovétríkin, líkt og Eystrasaltsríkin vilja gera. Lýðveldin áforma m.a. að skiptast á sendiherr- um. Jón Baldvin sagði að gangi þessi áætlun eftir, muni þetta hafa gífurleg áhrif á alla þróun mála í Sovétríkjun- um. Um þessa kröfú lýðveldanna væri m.a. tekist í Eystrasaltslöndun- um. Jón Baldvin sagðist hafa spurt for- ystumenn í Eystrasaltslöndunum að því hvað Vesturlönd gætu gert frekar til að styðja við bakið á málstað þeirra. Hann sagði að svarið hefði verið: „Sendið sendinefndir frá þjóð- þingunum til að standa vaktina með okkur í þinghúsinu og öðrum opin- berum byggingum í Vilnius, Riga og Tállinn." Sama á við um Evrópuþingi og aðrar alþjóðlegar samkundur. í öðru lagi hefðu forystumenn ríkj- anna beðið Vesturlönd um að sjá til þess að Sovétríkin virði skriflega samninga, s.s. Parísaryfirlýsinguna og Helsinkisáttmálann. í þriðja lagi að málefni Eystrasaltslandanna verði rædd á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og þá helst í Öryggisráðinu. f fjórða lagi að hætt verði við frekari efnahagsstuðning við Sovétríkin eða a.m.k. haga henni á þann veg að hún styðji umbótaöflin í Sovétríkjunum. Evrópubandalagið og ýmis lönd í Evrópu hafa þegar gert áætlun um víðtækan efnahagsstuðning við Sov- étríkin. Um er að ræða stuðning upp á hundruð milljóna Bandaríkjadoll- ara. Jón Baldvin sagði að þessa dag- ana væri verið að ræða um að hætta við hrinda þessum áætlunum í fram- kvæmd eða að finna þeim annan far- veg. Jón Baldvin sagði að Landsbergis, forseti Litháen, hefði óskað eftir því að ísland tæki upp stjómmálasam- band við Litháen og staðfesti þannig með formlegum hætti að ísland við- urkenndi fullveldi Litháens. Jón Baldvin sagði að á þessu væru ýmsir agnúar. Sendiherra íslands í Litháen gæti t.d. ekki fengið vegabréfsáritun til landsins nema frá Moskvu og ef hann færi þangað án vegabréfsárit- unar yrði honum vísað úr landi. Jón Baldvin sagði að nú væri verið að skoða hvort hægt væri að leysa þetta mál. Til greina kæmi að ísland til- nefndi fastafulltrúa við þingið í Vilni- us. Jón Baldvin sagði að ráðamenn í Lettlandi og Eistlandi óskuðu ekki eftir að löndin skiptust á sendiherr- um við ísland. -EÓ Eyþór Stefánsson tónskáld níræður Eyþór Stefánsson tónskáld á Sauð- árkróki er níræður í dag. Eyþór lagði á yngri árum stund á tónlistar- og leiklistarnám í Reykjavík og í Hamborg. Hann hefur samið fjölda þekktra sönglaga, þar á meðal Gígj- una. Eyþór hefur verið heiðursborg- ari Sauðárkrókskaupstaðar síðan ár- ið 1971. Mælt fyrir þingsályktunartillögu: Verður virkjun sett í mynni Hvammsfjarðar? írakar gera eldflaugaárás á Tel Aviv. Ótti við hefndir ísraelsmanna og afleiðingar þeirra: ____ w Tekst Irak að sundra anastæomgum sinum ■ írakar gerðu þriðju og hörð- skemmdlr verulegar á íbúða- lögðust Bandaríkjamenn og ustu eldflaugaárás sína á ísrael hverfínu eftlr árásina. Talsmað- Bretar á ísraelsmenn í þelm til- um kl. 18.30 í gærkvöldi að fs- ur ísraelshers sagði að um 60 gangi að koma í veg fyrir að þeir lenskum tíma. Scud-eldflaugum manns hefðu verið fluttir særðir hefndu árásanna og drægjust íraka, hlöðnum sprengiefni en á sjúkrahús eftir árásina og um þannig inn í styrjöldina, Saddam ekki eitri eða sýklum, var beint það bil 20 heimili hefðu eyði- Hussein til þjónkunar. að höfuðborginni Tel Aviv og lagst. Eftir árásina í gærkvöldi sagði kom ein fíaugin niður í þétt- Arásin í gær var þriðja og jafn- Ehud Olmert, heilbrigðisráð- byggðu íbúðahverfí í borginni og framt skeleggasta tilraun Sadd- herra ísraels, við fréttamenn gjöreyðilagði hluta stórrar ams Hussein til þessa, til þess breska ríkissjónvarpsins að íbúðablokkar. Talsmenn hersins að draga ísrael inn í styrjöldina israelsmenn myndu endurgjalda segja að einn hafi Iátist af hjart- við Persafióann, en það gæti IrÖkum árásina og veita þeim aslagi í árásinni og um 60 orðið til þess að sundra sam- ráðningu sem dygði. Spurningin manns slasast. stöðu bandamanna á þann hátt væri ekki lengur um hvort þeir Árásin í gærkvöldi var sú fyrsta að Arabaþjóðirnar sem nú eru hefndu sín, heldur hvenær. eftir að Bandaríkjamenn höfðu hluti ijölþjóðahersins, þar á Nachman Shai, yfirhershöfð- komið fyrir svonefndu Patriot- meðal Sýrland, sem í raun á í ingi ísraels, sagði við útvarpið í varnareldflaugakerfí í ísrael. styrjöld við ísrael, snerust á Tel Avlv í gærkvöld að árásirnar Samkvæmt fregnum í gær- sveif með írökum og gangur sýndu að ísrael ætti í stríði. kvöldi var Patriot-flaugum skot- stríðslns yrði annar og alvar- Vandséð væri þó hvort hugsan- ið á Ioft til að verjast árásinni, legri en hann er nú þegar. Eftir legar hefndarárásir flughers en ein Scud-flaug náði þó í síðustu atburði er nú mjög ótt- landsins bættu miklu við yfir- gegnum varnarvegginn með of- ast um að einmitt þetta kunni að standandi árásir fjöiþjóðahers- angreindum afleiðingum. gerast nú. ins á Irak. Að sögn sjónarvotta voru Eftir tvær fyrstu árásir íraka —sá Samgöngubót í Biskupstungum: Piltur í Árbæjarskóla: Tungufljótsbrú Þingmenn Vesturlandskjördæmis hafa lagt fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu um að rannsaka hvort hagstætt sé að virkja sjávarfóll við strendur íslands. í greinargerð með tillögunni er sérstaklega bent á aðstæður fyrir mynni Hvamms- fjarðar, en þar er hæöarmunur sjáv- arfalla sex metrar og sjávarstraum- ar því mjög miklir. Lítið hefur verið kannað hvort hag- stætt er að virkja sjávarföll hér við land. Steingrímur Jónsson, (yrrver- andi rafmagnsveitustjóri, flutti er- indi um virkjun sjávarfalla árið 1955, en síðan hafa fáir menn velt þessum möguleika fyrir sér í nokk- urri alvöru. Einn maður hefur þó haft mikinn áhuga á að láta kanna hvort hægt er að framleiða rafmagn úr sjávarföllum með hagnaði, en það er Steinólfur Lárusson, bóndi í Ytri-Fagradal í Dalasýslu. Steinólfur er ekki vafa um mikil virkjanleg orka er í Hvammsfirði. Mestur munur flóðs og fjöru er um 6 metrar og 18 mílna straumhraði er í Hvammsfjarðarröst, sem er milli Steinakletta og Embruhöfða. Frakk- ar hafa mikla reynslu af sjávarfalla- túrbínum og smíði þeirra. Þær eru einfaldlega staðsettar í straumnum þar sem hann er stríðastur. Þær snúast sjálfkrafa eftir því í hvaða átt straumurinn fellur. Stíflugerð er nánast óþörf, en fer að vísu eftir að- stæðum. Vigfús J. Hjaltalín, bóndi í Brokey, setti upp sjávarfallarafstöð um síð- ustu aldamót í Brokey í mynni Hvammsfjarðar. Stöðin var í notkun í 20-25 ár og var notuð við að mala korn. -EÓ Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra opnaði sl. laugardag formlega nýja brú yfir lúngufíjót, sem tengir saman eystri og ytri hluta Biskupstungna. Brúin er skammt frá stað þar sem fyrrum var ferjustaður, í grennd við bæinn Krók. Hún leysir af hólmi gömlu jámbrúna sem er nokkru ofar, skammt frá svonefndu Fossvaði. Gísli Einarsson, oddviti Biskups- tungnahrepps, sagði í samsæti, sem haldið var í Aratungu í tilefni af opn- un brúarinnar, að áratugir væru síð- an farið var að ympra á nýrri brú á þessum stað yfír fljótið í stað þeirrar gömlu. Samvinna væri nú milli Biskups- tungnahrepps, Hmnamannahrepps, Gnúpverjahrepps og Skeiðahrepps um atvinnuuppbyggingu. Árangur samstarfsins hefði þegar sýnt sig í límtrésverksmiðju, sem er starfrækt að Flúðum í Hmnamannahreppi, og nýrri yleiningaverksmiðju að Braut- arhóli, skammt frá Reykholtshverfi í Tungum. Verði vegur lagður áfram frá nýju brúnni þvert austur yfir Eystri- Tungu og Hvítá brúuð á mörkum Tlingna og Hreppa, myndu samgöng- ur mjög batna milli þessara sveitarfé- laga og möguleikar á frekara sam- starfi milli þeirra eflast. —sá Hefur viðurkennt íkveikju Piltur í áttunda bekk Árbæjarskóla hefur viðurkennt að hafa kveikt í mslafötu á gangi skólans sl. mánu- dag. Eins og Tíminn greindi frá í gær var allt tiltækt lið slökkviliðsins í Reykjavík kallað að skólanum, þar sem mikinn reyk lagði út um glugga á annarri hæð. Engum varð meint af, en kennsla féll niður eftir hádegi meðan skólinn var hreinsaður. Mál piltsins var leyst innan skólans, eins og það var orðað, og kemur því ekki frekar til kasta yfirvalda. —SE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.