Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 23. janúar 1991 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Efnahagshorfur Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands ís- lands, bendir á í blaðaviðtali að ef ætlunin sé að halda í þann ávinning sem orðið hefur af þjóðarsáttinni til þessa verði framhaldið að byggjast á þeirri víðtæku samstöðu aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda sem var og er grundvöllur þjóðarsáttar. í þessum orðum forseta ASÍ felst í fyrsta lagi viður- kenning á því að þjóðarsáttin hafi orðið til ávinnings launþegastéttinni og í öðru lagi að leiðin til þess að viðhalda slíkum ávinningi sé að aðilar vinnumarkað- ar og valdaöfl þjóðfélagsins móti launa- og efnahags- stefnu í sameiningu, samræmi þróun kjaramála al- mennri þróun efnahagsmála. Full ástæða er til að taka undir þá skoðun sem Ás- mundur Stefánsson er að lýsa með þessum orðum. Því ber að fagna að aðilar vinnumarkaðar hafa á síð- ari árum aðhyllst heildarhyggju í samskiptum sínum í stað þess að brjótast áfram á kjaramálasviði undir gunnfánum örlögþrunginna átaka og úrslitabaráttu milli ósættanlegra afla. Slíkur hugsunarháttur er úr- eltur og ólýðræðislegur, tilheyrir löngu liðnum tíma. Þar með er ekki sagt að hagsmunaárekstrar séu ekki eðlilegur hlutur á vinnumarkaði. Þeir hljóta alltaf að verða fyrir hendi. Þjóðarsátt og heildarhyggja eyða ekki átakatilefnum, heldur draga úr óheillaáhrifum harkalegra árekstra mismunandi hagsmuna og kröfu- gerðar. Ávinniisig og árangur sameinaðrar efnahagsmála- stefnu og kjaramálastefnu má meta á margvislegan hátt. Þjóðin hefur það fyrir augum að efnahags- og at- vinnulífið í landinu hefur tekið stakkaskiptum síðan haustið 1988, þegar núverandi stjómmálaforysta hóf endurreisnaraðgerðir sínar og gerði það pólitískt og félagslega mögulegt að koma á því heildarsamkomu- lagi um kjaramál, sem stofnað var til með þjóðarsátt- inni fyrir næstum einu ári. Þetta tvennt hefur verkað saman og er ætlað að haldast fram á haust samkvæmt gildandi samkomulagi, enda mikilvægt að það verði endumýjað í ljósi fenginnar reynslu eins og orð for- seta ASl gefa í skyn að vilji sé fyrir hendi um. Slík endumýjun verður að gerast af raunsæi. Meta verður stöðu efnahags og atvinnulífs rétt, og taka þá tillit til þeirrar staðreyndar að hagvöxtur hefur ekki orðið þótt efnahagskerfíð sigli sléttan sjó. Horfur í því efni em engan veginn bjartar eins og ástatt er um útlitið í loðnuveiðunum. Þótt vel hafí tekist um opin- berar efnahagsaðgerðir og samninga á vinnumarkaði þegar á heildina er litið, hafa íslendingar ekki fýrir augunum nýtt hagvaxtarskeið á næstunni. Reyndar em hagvaxtarhorfur dökkar víðar en hér á landi. Það á ekki síst við um Bretland og Bandaríkin. Þessi stór- veldi og iðnaðarrisar eiga við mikinn flárhags- og efnahagsvanda að stríða. Hagfræðingar spá þar sára- litum hagvexti á nýbyrjuðu ári, enda ýmis samdrátt- areinkenni á lofti í þessum ríkjum, sem óvíst er til hvers muni dfaga. Aðhaldsstefna í efnahagsmálum er án alls efa mikil- vægasta málefni innlendra stjómmála á íslandi um þessar mundir og verður svo áfram. GARRI menn í röngum Ekfcj cr ofsögum sagt af því hve allt gerist tneð sfcjótum hætti nú á dögutn. Oft hefur sést til flofcka- hlaupara á harðaspretti, en að þeir séu fcomnir í framboð til efstu sæta sama daginn og þeir eru inn- ritaðir er nýmælí. Þröstur okkar Ólafsson var eitt sinn ungur framsóknarmaður og þótti efnilegur þar til hann var fcostinn formaður Alþvðubanda- lagsfélags tteyfcjavíkur. Þar ienti eru þeir famir að þraut, að fclífa í sömu iiiii ballar hreínsuðu allt sem minnti á ómenntaðar lágstéttir úr sfnum húsum. Þá fór Þröstur í KRON og var áfcafur samvinnumaður þar til félagið fór á hausinn undir hans leiðsögn. Þá var honum fengin ut- anríkisversiunin að sýna kunnáttu sína á og situr þar undir verfc- stjóm Birgls Dýríjðrð sem fann upp aðfcrð til aö hita upp beljur og spara fcjamfóður. Úr utanríkisráðuneytinu hoppaði Þröstur inn í innsta Marna Al- þýðuflokksins og hittir þar fyrir fétaga Össur Skarphéðinsson, og anna. Síðast þegar Össur var í fram« boði var hann ritstjórí Þjóðviljans Og innsti koppur í búrí Alþýðu- handalagsins og veitti Ölafi Kagn- arí vel. Það atfyigi lefddi piltinn út af málgagni sósíalisma og verka- lýðs og eftir að hafa sökkt sér í svo dularfuil fyrirbrigði eins og kynlif iaxfiska og tryggingamál sá hann Ijósið og vonarglætan er Alþýðu- fiokkurínn, flokkur Guðmundar í. og Stefáns Jóhanns og annarra af- bragðsmamia f stefnnmótun ís- jenskra þjóðmála á ofanverðri öld- inni sem er að líða. Nú fá kratar og velunnarar Al- þýðufiokksins tækifærí til að fágna fundnum sauðum, þótt þeir hafi aldrei verið týndir og hvergi saknað, Þeir taka þátt í próffcjöri ásamt slatta af öðmm lærisvein- um Marx, sem heUlast hafa af hugsjónum Alþýðuflokksfns í for- tíð. nútíð og fagurri framtíð. Péiagi Þröstur og félagi Össur eru svo hugulsamir að bjóða sig aðeins fram í 3. og 4. sæti svo að rúm er fyrir Jón Baldvin, sem týndi töskunni, og Jóhönnu, sem heldur fast um sitt, í vonarsœtum listans. T Hins vegar eru einhverjir eðal- kratar að sletta sér fram í kosn- ingabaráttu allaballanna f próf- kjöri kratanna, enþeireru einfald- iega ekki f tfsku meðal Aiþýðu- tsern óli frýs. Þriðjungur þeirra allaballa sem höfðu kosningarétt í Reyfcjavfkur- próffcjöri Jétu sig hafa það að ráðinu þann gríkk að kjósa Guð- rúnu í annað sætið. Svavar hefur enn ekki tilkynnt hvort hann tek- ur fyrsta sætið eftir þá útreið. En hver er hvað og hvur er hvurs veit enginn og hver er krati og hver aUabalH sfdptir ekki lengur máJi vegna þess að jafnaöarstefo- an er búin að gleypa ftjálshyggj- una hráa og hrátt verður ölluin bumbult. Garrí. Spáð í fortíðina Þegar fregnir bámst um það í gær- morgun að írakar væm farnir að sprengja olíuhreinsunarstöðvar og oiíulindir í Kuwait nefndu spámenn, sem sagðir em hafa vit á olíuverði, að fatið gæti ailt eins rokið upp í 100 dollara. Lætur nærri að það sé fimmföldun á því verði sem áltið var heimsmarkaðsverð í fyrradag. Eng- inn þorir að spá neinu um hvert verður líklegt olíuverð þegar fram í sækir og hvert framboð verður á ol- íu yfirleitt. Veður öll em válynd í þeim heims- hluta sem hefur að geyma megnið af öllum þekktum olíubirgðum jarðar- innar. Ekkert er líklegra en að orku- gjafinn olía hækki vemlega í verði og að svo verði til frambúðar. En framsýni iðnvæddrar mannskepn- unnar er ekki meiri en svo að enginn veit hvemig mæta á olíuskorti og hvernig hjól framleiðslu og annarrar athafriasemi verða látin snúast þegar framboðið annar ekki lengur eftir- spuminni. Markaðslögmálin hlýða þá sínu kalli og verðið hækkar eðlilega í hlutfalli við mismuninn á framboði og eftirspurn. Snúast hjólin áfram? Þegar menn fóm að ranka við sér eftir fyrsta rothöggið sem olíukrepp- an veitti iðnríkjunum 1973 vom settar í gang mifclar áætlanir um ol- íuspamað og ieit hafin að nýjum orkugjöfum. Þá þegar sáu flestir að atómstöðvar sköpuðu geigvænlegri vandamál en þær leystu og á áframhaldandi at- ómstöðvavæðing sér formælendur fáa og er fengin nasasjón af því víti sem þar ber að varast 800 þúsund börn í Hvíta-Rússlandi þjást af hvítblæði. Það var ekki að- eins birta og ylur sem atómstöðin í Chernobyl veitti. Samgöngur nútímans byggjast all- ar nær eingöngu á olíu. Eitt af því fyrsta sem Bandaríkjamenn ráku sig á í olíukreppunni miklu var að það heyrði til sjaldgæfra undantekninga að til væri brúklegt kerfi almenn- ingssamgangna í fylkjum og borg- um neyslusamféiaganna vestur þar. Flugsamgöngur milli fjarlægra staða em í ágætu lagi. Þær jám- brautir sem eftir em skrölta hálf- tómar og hægt er að komast í rútu- bílum á langferðaleiðum. En annars byggist allt samgöngu- kerfið á einkabílisma. Það er aöeins í örfáum borgum sem hægt er að not- ast við almenningssamgöngur til daglegra ferða, svo sem milli heimil- is og vinnustaðar, eða milli heimilis og verslunar. Allt athafnalíf er háð einkabílnum og án hans kemst helst enginn lönd eða strönd og bregðist einkabfilinn af einhverjum orsök- um, stöðvast framleiðsla og þjón- usta, verslun og margþætt athafna- semi daglegs lífs. Þjóðlífið leggst i dróma. Á sínum tíma var mikið bollalagt hvemig koma mætti á fót virkum al- menningssamgöngum og með hvaða hætti tryggja ætti að þjóðfé- lagið gengi sinn gang þegar olíu- skortur færi að sverfa að. Svo lækkaði olíuverðið aftur. Sam- tök olíusöluríkja sprungu í loft upp og það voru ekki nema nokkrir sér- vitringar sem héldu áfram að vara við olíuskorti, og var og er enginn þeirra í hópi stjórnmálamanna. Það er ekki vænlegt til kjörfylgis að tala um skort og svo geti farið að elsku hjartans einkabfilinn verði af- lóga einn góðan veðurdag. Og nú er önnur olíukreppa í aðsigi. Manníjandsamlegt skipulag Á sínum tíma tókst víðast hvar miklu betur að spara olíu en í Bandaríkjunum. í Evrópu t.d. voru og eru enn vel virkar almennings- samgöngur og það er ekkert mál fyr- ir einsklinginn eða atvinnuvegina að einkabfllinn sé skilinn eftir heima. Andstætt því sem gerist í Bandaríkj- unum kemst fólk leiðar sinnar fyrir því. Olíukreppan náði auðvitað einnig til íslands og reynt var að spara brennsluna eftir föngum og útgerð- armenn stundu þungan og enn finnst fiskimönnum vera farið ráns- hendi um hlut þeirra þegar þeir eru látnir taka þátt í olíukostnaði út- gerðanna. En samgöngukerfið á íslandi hefur aldrei verið eins háð olíubrennslu og nú og stendur Mörlandinn orðið jafnfætis Bandaríkjamönnum hvað varðar bfiaeign. Bfll er heldur ekki lúxus heldur dýr og þurftafrek nauðsyn. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins, sem ríflega helmingur landsmanna býr á, er engu líkara en að bflasalar og olíufélög séu látin um allt skipu- lag. Otalinn fjöldi íbúa svæðisins verður nauðugur, viljugur að ferðast tugi kflómetra daglega til að stunda vinnu eða skóla. Hjón halda iðulega í gagnstæðar áttir til vinnustaða sinna og á fjölda heimila þykir síst í of mikið lagt þótt tveir bflar séu til ráðstöfunar. Einstaka eru svo heppnir að geta notast við strætisvagna án tíma- frekrar fyrirhafnar, en það heyrir til undantekninga. Fjögur máttvana fyrirtæki halda uppi svokölluðum almenningssam- göngum á höfúðborgarsvæðinu og er þjónustan í lágmarki. íbúagreyin þekkja ekkert annað og annað tveggja láta sig hafa það að nota strætó eða kaupa og reka einka- bfl, og það gera allir sem geta og margir fleiri. Skipulag höfuðborgarsvæðisins er gert með það fyrir augum að ekki sé hægt að koma við nothæfúm al- menningssamgöngum. Hverfi eru teygð og toguð út um allar koppa- grundir með óbyggðum högum og heiðaflákum á milli og er eðlilega ekki hægt að koma fyrir neinum skipulegum almenningssamgöng- um um svæðið. Þeir sem skipuleggja hafa einvörð- ungu hagsmuni Shell og Ræsis og allra þeirra í huga og hafa aldrei heyrt minnst á hættu á olíukreppu eða á neinu því sem aftrað getur sí- aukinni útbreiðslu einkabflsins. Það verður ekki fyrr en allt kemst í stikk og sto að farið verður að hyggja að skipulagi og lífsstfl sem verður vonandi í takt við það sem framtíðin býður upp á. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.