Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. janúar 1991 Tíminn 27 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna — U-21 árs landsliðið: MARTEINN GEIRSSON LEYSTUR FRÁ STÖRFUM Marteinn Geirsson, þjálfari U- 21 árs landsliðsins í knatt- spymu, hefur óskað eftir því að vera leystur frá störfum. Ástæðan er þétt leikjadagskrá landsliðsins í vor, en Marteinn mun þá hafa í nógu að snúast sem þjálfari 2. deildarliðs Fylk- is. KSÍ hefur orðið við ósk Mar- teins. U-21 árs landsliðið á að leika þrjá leiki með stuttu millibili í vor, gegn Albaníu á útivelli 25. maí, heima- leik gegn Tékkóslóvakíu 4. júnf og loks heimaleik gegn Svíþjóð 16. Marteinn Geirsson. júní. Á þessum tíma er keppni í 2. deildinni komin á fulla ferð og því ómögulegt fyrir Martein að sam- ræma þessi verkefni. í fréttatilkynningu frá KSÍ segjr meðal annars að sambandið skilji vel aðstæður þær sem liggi að baki ákvörðunar Marteins og hafa beri í huga að störf Marteins hjá Fylki gangi fyrir, þar sem hann hafi starf- að þar þegar hann tók að sér þjálfun U-21 árs landsliðsins. Ljóst sé því að félagsliðið gangi lyrir í þessu tilviki. Jafnframt þakkar KSÍ Marteini fyrir góð störf í þágu knattspyrnuhreyf- ingarinnar og óskar honum velfarn- aðar í sínu þjálfarastarfi. BL Körfuknattleikur— NBA-deildin: FER DIVAC Á NÝ TIL JÚGÓSLAVÍU? — Þegar samningur hans við LA Lakers rennur út á næsta ári Júgóslavneski landsliðsmaðurinn Vlade Divac, sem leikið hefur með Los Angeles Lakers í bandarísku NBA- deildinni síðan 1989, hyggst snúa aftur til Júgóslavíu þegar samningur hans við Lakers rennur út á næsta ári. „Draumur minn um að leika í NBA- deildinni hefur ræst. Næst ætla ég að snúa aftur til Evrópu, leika fyrst með liði mínu í Júgó- slavtu, Partizan Belgrade, og síðan halda til Ítalíu eða Spánar," sagði Divac í viðtali við útvarpsstöð í Vlade Divac á förum frá Lakers. Belgrad í gær. Divac hóf að leika með Lakers haustið 1989 og er nú á öðru tíma- bili sínu með liðinu. Hann hefur verið í stöðugri sókn sem leikmað- ur og hefur meðal annars notið handleiðslu forvera síns, sjálfs Kareem-Abduls Jabbar. Lakersliðinu hefur gengið mjög vel í undanförnum leikjum og liðið er enn í öðru sætinu í Kyrrahafs- riðli vesturdeildarinnar. Portland er á toppnum í riðlinum, sem og deildinni, með aðeins 7 tapleiki. Boston Celtics hefur tapað tveim- ur síðustu leikjum sínum, fyrir New Jersey Nets á föstudaginn og gegn Detroit Pistons á mánudag. Keppni í miðriðli austurdeildar- innar er mjög spennandi sem fyrr, Chicago leiðir eins og er, en Detro- it, Milwaukee og Atlanta eru skammt undan. í miðvesturriðli vesturdeildarinn- ar er San Antonio Spurs enn í efsta sæti, en Utah Jazz fylgir fast á eftir. Úrslitin í NBA-deildinni um helg- ina: Föstudagur Boston Celtics-NJ Nets...........106-111 Philadelphia-Golden State .......138-141 Miami Heat-NY Knicks ............107- 86 Atlanta Hawks-Chicago Bulls......114-105 Knattspyrna — Akureyri: Guómundur Benediktsson íþróttamaður Þórs 1990 Guðmundur Benediktsson knatt- spymumaður var valinn íþróttamað- ur Þórs á Akureyri árið 1990. Úrslit- in voru kunngerð í hófi í Hamrí, fé- lagsheimili Þórs, um síðustu helgi. Einnig voru veittar viðurkenningar þeim íþróttamönnum sem skara þóttu framúr í einstökum greinum á síðasta ári. Skíðamaður Þórs var kjörinn Haukur Eiríksson, körfu- knattleiksmaður Þórs Jóhann Sig- urðsson, handknattleiksmaður Þórs Kristinn Hreinsson og Guðmundur Benediktsson var kjörinn knatt- spymumaður Þórs. Guðmundur Benediktsson hefur leikið bæði með drengjalandsliðinu og unglingalandsliðinu í knatt- spymu. Þá hefur hann staðið sig vel á íslandsmótinu í knattspymu. Hann var markahæsti leikmaður 3. flokks s.l. sumar og var auk þess kjörinn besti leikmaður 3. flokks. Þá hafa erlend lið, bæði á meginlandinu og í Englandi, sóst eftir að fá Guð- mund til liðs við sig. Guðmundur er einnig liðtækur í handknattleik, og hefur m.a. verið valinn í unglinga- landsliðið, en hann gaf ekki kost á sér. Kjör íþróttamanns Þórs fór nú fram eftir 15 ára hlé. Á 75 ára afmæli fé- lagsins á síðasta ári færði Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, félag- inu að gjöfveglegan farandbikar sem árlega skal veita þeim íþróttamanni sem þykir hafa staðið sig besL Þá færði Ragnar félaginu einnig eignar- bikar til handa íþróttamanni Þórs, og 4 eignarbikara til bestu íþrótta- manna einstakra deilda. hiá-akureyri. Cleveland Cavaliers-Utah Jazz ....99-106 Milwaukee Bucks-Orlando Magic......125-106 Dallas Mavericks-LA Clippers ....112-119 SA Spurs-Charlotte Hornets.........110-117 Phoenix Suns-Detroit Pistons...........103-102 LA Lakers-Seattle Supersonics ...105- 96 Portland Trail Bl.-Washington.....123- 99 Laugardagur Philadelphia-NY Knicks..................97-112 Atlanta Hawks-NJ Nets..............114- 84 Indiana Pacers-Utah Jazz...........117-104 MinnesotaTimb.-GoldenState.........121-113 Houston Rockets-LA Clippers.......107- 96 Dallas Mavericks-Charlotte........110- 95 Sacramento Kings-Phoenix Suns.....101- 97 SeattleSupers-Washington Bull....:....ll 1- 89 Sunnudagur Portland Trail Bl.-Milwaukee.....116-112 Mánudagur NY Knicks-Philadelphia frl.........117-116 Washington-Orlando Magic...........121-119 Miami Heat-Chicago Bulls...........106-117 Detroit Pist.-Boston Celtics ....101- 90 Indiana Pacers-LA Lakers ........114-120 Denver Nuggcts-Minnesota...............115-110 Sacramento Kings-Houston Rock......97- 94 Staðan í deildinni er nú þessi, heildarleikir, unnir, tapaðir, vinningshlutfall: Austurdeild-Atlantshafsriðill: Boston Celtics..............38 29 9 76,3 Philadelphia ‘76ers .......39 22 17 56,4 Washington Buliets .........38 17 21 44,7 New York Knicks.............38 17 21 44,7 New Jersey Nets.............37 11 26 29,7 Miami Heat..................38 11 27 28,9 Austurdeild-Miöriðill: Chicago Bulls...............38 27 11 71,1 Detroit Pistons.............40 28 12 70,0 Milwaukee Bucks.............40 27 13 67,5 Atlanta Hawks...............38 23 15 60,5 Indiana Pacers ............39 15 24 38,5 Charlotte Homets...........37 12 25 32,4 Cleveland Cavaliers........38 12 26 31,6 Vesturdeild-MiðvesturriðUl: San Antonio Spurs...........36 26 10 72,2 UtahJazz....................39 26 13 66,7 Houston Rockets ...........39 20 19 51,3 Dallas Mavericks............37 13 24 35,1 Minnesota Timberwolves.....37 13 24 35,1 Orlando Magic .............40 10 30 25,0 Denver Nuggets..............39 9 30 23,1 Vesturdelld-Kyrrahafsrlðill: Portland Trail Blazers.....41 34 7 82,9 Los Angeles Lakers.........37 26 11 70,3 Phoenix Suns...............37 25 12 67,6 Golden State Warriors.....38 21 17 53,3 Seattle Supersonics.......36 17 19 47,2 Los Angeles Clippers .....40 14 26 35,0 Sacramento Kings.............36 10 26 27,8 BL Llverpool féll úr efsta sæti ensku 1. deildar- innar ( knattspymu eftir 1-1 jafntefli gegn Wimbledon. Arsenal skaust í efsta sætið, sigraði Everton 1-0. New York Giants og Buffalo Bills munu leika til úrslita í ameríska fótboltanum í næstu viku. Giants sigraði meistara San Francisco 49ers f undanúrslitum sl. sunnu- dag 17-13 með vallarmarki þegar 4 sek. voru til leiksloka. Buffalo Bills rústuðu Los Ange- les Raiders 51-3 í hinum undanúrslitaleikn- Marc GirardeUi frá Lúxemborg bætti enn Breytingar á reglugeröum FIFA: „Hjólabuxur“ bannaðar! Knattspymumönnum verður með legghltfar og hafa sokka óheimilt að nota „hjólabuxur" uppi. eða hitabuxur a komandi keppn- Leikmaður, sem er samsíöa istímabili, en slíkar buxur hafa aftasta vamarmanni þegar ratt sér mjög tll rúms á undan- knetti er spymt, er ekid rang- fomum áram. Það er Alþjóða- stæður. knattspymusambandið sem Ef leikmanni blæðir skal breytt hefur reglugerðum sín- hann/hún víkja af velli til að fá um á þennan hátt. Hinar nýju aðhlynningu. reglur taka þegar gildi hér á Eins og áður seglr taka þessar landi. nýju reglur þegar gildi. Eflaust Reglugerðabreytlngaraar eru í eru margir knattspyraumenn, Qórumiiðum. sem fjárfest hafa f .Jhjólabux- Ólöglegt er að lcika í svokölluð- um“, ósáttlr við reglugerðar- um „hjólabuxum" ef skálmara- breytinguna. Spuraingin nú er ar eru síðari en skáimar stutt- hvort liðin láti ekki bara sikka buxna sem leikmaður klæðist. stuttbuxumar og leiki í „ítölsk- LeikmÖnnum er skylt að leika tun stuttbuxum". 'BL Svelnbjöm Hákonarson og Ámi Sveinsson, leikmenn syöm- tar, f „hjólabuxum" ínnanundir stuttbuxunum. Timamynd Pjotur einum verðlaunapeningnum í safn sitt í gær er hann varð heimsmeistari í svigi á HM í Saalbach í Austurríki. Silfrið fékk Thomas Stangassinger frá Austurríki og bronsið fékk Norðmaðurinn Ole Christian Furuseth. Davis-bikarkeppnin, heimsmeistarakeppni landsliða í tennis, heldur ekki fyrirhugaðri áætlun vegna Persaflóastríðsins. Sjö leikj- um, sem vera áttu í byrjun febrúar, hefur verið frestað vegna stríðsátakanna. Stjóm Badmintonsambandsins hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða þátttöku í Evrópukeppni B-þjóða, sem fram átti að fara í Varna í Búlgaríu um næstu helgi. Vama er skammt frá norðurlandamærum TVrklands og því var ekki talið hættulaust að senda keppendur þangað vegna Persaflóastríðsins. Fleiri þjóðir hafa hætt við þátttöku í mót- inu. Lettneskir íþróttamenn og íþróttafélag hafa hætt við keppni á sovéskum meistaramót- um og dregið sig út úr sovéska landsliðinu, f kjölfar árása svarthúfnasveitanna á lett- neska innanríkisráðuneytið á sunnudag. Arthur Irbe, besti íshokkfmarkvörður Sov- étríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki leika með sovéska landsliðinu f fram- tíðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.