Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 23. janúar 1991 KAMMERTONLEIKAR I BUSTAÐAKIRKJU Kammermúsíkklúbburinn hélt þriðju tónleika vetrarins í Bústaða- kirkju 13. janúar. Klúbburinn hefur til þessa verið þekktari að öðru en daðri við samtímatónlist, en nú bar nýrra við, því verkin sem flutt voru spönnuðu 200 ára tónlistarsögu, frá Mozart (1756-1791) um Debussy (1862- 1918) til Jónasar Tómasson- ar (f. 1946). Klúbbfélagar létu sérvel líka og fjölmenntu mjög á tónleik- ana. Fyrst flutti Martial Nardeau stutt lag fyrir einleiksflautu, Syrinx eftir Debussy. Nardeau er afburða flautu- leikari, eins og kunnugt er, og spil- aði þetta litla lag í samræmi við það. Næst fluttu þau Nardeau og Elísabet Waage Sónötu IV í einum þætti fyrir alflautu og hörpu eftir Jónas Tómas- son. Verk þetta er frá 1972 og „áhugavert"; sjálfum falla mér hins vegar betur síðari verk þessa tón- skálds. Þá bættist Ingvar Jónasson lágfiðluleikari í hópinn, sem flutti sónötu fyrir flautu, lágfiðlu og hörpu eftir Debussy. Sónata þessi átti að vera ein af sex fyrir ýmis hljóðfæri og hljóðfæra- hópa sem tónskáldið hugðist semja á stríðsárunum fyrri „til að sanna fyrir heiminum að frönsk hugsun láti ekki bugast". Honum auðnaðist ekki að ljúka nema þremur, en í þeim þykir þessi örlagavaldur 20. aldar tónlistar beina sjónum aftur til 18. aldar. Eins og fyrr sagði er Martial Nar- deau kunnur flautusnillingur, en hins vegar er sérstök ástæða til að geta hinna hljóðfæraleikaranna fjögurra sem þarna komu fram: El- ísabet Waage hörpuleikari og Bryn- dís Halla Gylfadóttir eru tiltölulega nýkomnar til starfa — Bryndís Halla er „leiðandi knéfiðlari" í Sinfóníu- hljómsveitinni í vetur og spilaði konsert með hljómsveitinni í haust, sem undirritaður gat illu heilli ekki sótt, og nú sýndi Elísabet Waage að vor litla þjóð hefur eignast prýðileg- an hörpuleikara sem ekki gefur sjálfum Harpo Marx eftir. Á hinn bóginn er sérstök ánægja að bjóða aftur velkomna til íslands eftir ára- tuga útlegð í Svíþjóð þá Ingvar Jón- asson lágfiðluleikara og Einar Sveinbjörnsson fiðlara sem voru „ungu efnilegur mennirnir" á mín- um sokkabandsárum. Því síðasta verkið á tónleikunum var strengj- atríó (divertimento) í Es-dúr eftir Mozart, fyrir fiðlu, lágfiðlu og knéf- iðlu K. 563, þar sem hin sérlega tón- fagra fiðla Einars Sveinbjörnssonar og knéfiðla Bryndísar Höllu komu í stað hörpu og flautu. Strengjatríó þetta er með síðari verkum Mozarts og þykir bæði áhugavert, fallegt og skemmtilegt. Mozart kallar það „divertimento" eða skemmtitónlist, því stefin eru í þýskum alþýðustfl og sum hver dá- lítið „ómerkileg" við fyrstu heyrn, t.d. langa stefið í andante- kaflanum (fjórða af sex) sem að auki er kynnt með einradda fiðlu og lágfiðlu móti skemmtilegum undirleik knéfiðl- unnar (en kannski fullharkalegum hjá Bryndísi Höllu?). En það að spara svona hljómana í svona gríð- arlöngu stefi — það er 32 taktar — er með ráðum gert hjá hinu brögð- ótta tónskáldi, líkt og til að hvfla eyrað fyrir framhaldið, og þeim mun meiri er fullnægja þess þegar litrík- ari hljómar taka við á eftir. Því Moz- art er sannarlega tónskáld sem kann sitt fag. Og það kunnu líka hljóð- færaleikararnir þetta kvöld á mjög ánægjulegum tónleikum Kammer- músíkklúbbsins. Sig.St. Ovíd, garðveisla og haugbrot Uglan — íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bæk- ur. Dansað við Regitze er nýleg skáld-x- saga eftir danska rithöfundinn Mörthu Christensen sem gerð hefur verið vinsæl kvikmynd eftir. Lesand- inn er staddur í garðveislu á fögru sumarkvöldi og á milli þess sem henni er lýst eru rifjuð upp brot úr ævi gestgjafanna, hjónanna Karls Aage og Regitze. Frásögnin hverfist um ytri aðstæð- ur þeirra og tilfinningar, erfiðleika og hamingjustundir, vini, börn og bamabörn. Sverrir Hólmarsson ís- Ienskaði söguna. Hvíta húsið hann- aði kápu. Hinsti heimur er skáldsaga eftir þýska rithöfundinn Christoph Ransmayr sem vakti verulega at- hygli er hún kom út á frummálinu fyrir tveimur árum. Ágústus keisari hefur fellt dóm yfir skáldinu Óvíd og vísað honum brott úr rómverska ríkinu til útlegðar á hjara veraldar — í útkjálkaþorpi við Svartahaf. Maður nokkur, Kotta að nafni, held- ur þangað mörgum árum síðar til að fregna um afdrif útlagans. Kristján Árnason íslenskaði bók- ina. Hvíta húsið hannaði kápu. Haugbrjótar er ný spennusaga eft- ir einn vinsælasta spennusagnahöf- und Bandaríkjanna, Tony HiIIer- man. Kona nokkur stundar mann- fræðirannsóknir á slóðum Navajo- indíána í Nýju-Mexíkó. Morgun einn fer hún að heiman til að sinna upp- greftri og hverfur síðan sporlaust. f TONY * HILLERMAN I 1«VWWWWW Tveir lögreglumenn taka til við að rannsaka málið. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bók- ina. Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson hannaði kápu. Bækurnar eru allar prentaðar hjá Collins í Skotlandi. Rauðu skáldin Út er komin hjá Máli og mcnningu bókin Rauðir pennar — bók- menntahregfing á 2. fjórðungi 20. aldar, eftir dr. Örn Ólafsson. í henni fjallar höfundur um þessa áhrifa- miklu bókmenntahreyfingu sósíal- ista þar sem meðal annars komu við sögu menn á borð við Halldór Lax- ness, Stein Steinarr, Halldór Stef- ánsson, Jóhannes úr Kötlum og Kristin E. Andrésson. Rakin eru stefnumið hreyfingarinnar og tengsl þeirra við bókmenntasköpun höf- undanna sjálfra, alþjóðleg tengsl eru dregin fram og mikilvæg verk rædd. Örn hefur stuðst við fjölmargar heimildir, þar á meðal margvísleg gögn sem aldrei hafa birst áður. Bókin er 286 blaðsíður, unnin í Fjöl- ritunarstofu Daníels Halldórssonar. Mismunur Bretton Woods- kerfisins og Samuel Brittan, fulltrúi Bretlands í framkvæmdanefnd Efnahagsbanda- lags Evrópu, ræddi í grein í Financi- al Times 8. október 1990 um mis- muninn á gengis-samknýtingu gjaldmiðla (ERM) við skipan evr- ópskra peningamála (EMS) annars vegar og hins vegar Bretton Woods- kerfmu: „Fast gengi, einungis breytanlegt í nauðum, minnir margan á þá Bret- ton Woods skipan, sem hrundi 1971- 73. En á er munur. Leyfð sveiflu- mörk eru víðari, — 2 1/4% fyrir hina fyrstu hluttakendur í gengis-sam- skráningu gjaldmiðla (ERM) og 6% fýrir hina næstu, svo sem Spán og Bretland. Gagnstætt því, sem var í Bretton Woods-kerfinu, eiga seðla- bankar nú kgst á Iántöku til ör- skamms túríæfVéíy Short Term Fin- ancing Faeilíty, VSTFF), þannig að í þrengingum geta þeir reiknað með óskoraðri íhlutun (annarra seðla- banka) í þágu gjaldmiðils síns. Að auki er gengis- samknýting gjald- miðla liður í víðri framvindu mála í Evrópu, sem lögð hefur verið til mikill pólitískur höfuðstóll og ber til peningalegrar samfellingar og eins (sameiginlegs) gjaldmiðils (í EBE). En með þeim skilja hugmyndir öðru fremur. Að margra áliti hélt Bretton Woods-kerfið aftur af hag- ERM vexti og vinnuaflsnotkun. Nú líta mjög fáar ríkisstjómir (nema hin bandaríska) svo á, að (aukning) framleiðslu og atvinnu verði keypt við viðvarandi gengissigi. — Annar lykilmunur er sá, að gjaldmiðlar (samknýtingarinnar) hafa að akkeri þýskt mark, sem lítil verðbólga er búin, í stað dollars, sem galt verð- bólgukenndrar fjármögnunar stríðs- ins í Víetnam. Þrátt fyrir sameiningu Þýskalands er staða Bundesbank, sakir trúnaðar við stöðugt verðlag og sakir vinsælda sinna og pólitísks stuðnings, ljósárum fjarri stöðu Seðlabanka Bandaríkjanna á áttunda áratugnum... Þótt Bretlandi virðist vera sá vandi helstur á höndum eftir upptöku (sterlingspunds í gengis- samknýt- inguna) að firra pundið gengislækk- un, mun Bretland fyrst í stað eiga við öndverðan vanda að etja, þrýstingu (gengis) sterlingspunds upp á við. Þá er komið að hinum orðlagða „pen- ingastafla", sem til London muni leita ávöxtunar við 5 1/2% hærri vexti en í Þýskalandi. — Það vanda- mál er stundum nefnt peseta- vand- inn. (Gengi) peseta hefur verið við efri sveiflumörk sín, því að fé leitar til Spánar til að hagnast af háum vöxtum þar.... (Oftar ætti líka að grípa til heimild- ar til lítilla breytinga endrum og eins á viðmiðunargengi (jafngengi), að því tilskildu, að hámarks breyting þess sé innan hinna leyfðu sveiflu- marka. Til að spákaupmönnum sé ekki greidd gata, er þörf á þeirri reglu). Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavlk 18.-24. janúar er I Háaleitisapóteki og Vesturtjæjarapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar í síma18888. Neyðarvakt Tannlæknaféiags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjötður. Hafnarfjarðar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö í hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavtk, Seltjamamcs og Kópavog er I Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Sefljamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tlmapantan- ir I slma 21230. Borgarsprtaiinn vaktfrá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slml 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúöir og læknaþjónustu erugefnar (simsvara 18888. Ónæmisaðgeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seþjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Ganðabær Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafharijöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sfmi 40400. Keflavflc Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landsprtallnn: Alla dagakl. 15 til 16ogkl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspltalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspflall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðlr Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. GrensásdeHd: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Neppsspftali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadefld: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspflali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepssprtall Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. SJúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 11100. Kópavogun Lögreglan slml 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjöröun Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabíll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. Isafjörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvllið slmi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.