Tíminn - 23.01.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 23.. janúar 1991
Irakar eyðileggja
olíulindir í Kúvæt
Talsmaður Bandaríkjahers í Saudi- Arabíu sagðist hafa sannanir
fyrir því að írakar eyðileggi nú olíulindir í Kúvæt. Vísindamenn telja
að olíuiindirnar geti brunnið í marga mánuði og haft nokkur áhrif á
vistkerfið.
Þrátt fyrír að engin merki séu nú um að írakar séu að draga herlið
sitt frá Kúvæt, þá byrjuðu þeir að sprengja í Ioft upp olíulindir og
birgðatanka í furstadæminu í gær.
■
Orrustuvél af gerðinni F-15E heldur til fraks. Hefur árangur banda-
manna með flugárásunum ekki orðið eins mikill og fram kemur í frétt-
um?
Vísindamenn, sem eru kunnugir
olíulindunum í Kúvæt, sögðu að
þær væru búnar öryggiskerfum,
sem gætu komið í veg fyrir mikið
tjón. Þessi öryggiskerfi eru byggð á
ventlum sem loka fyrir olíurennslið
um leið og kveikt er í lindunum.
Þannig ætti ekki að loga lengi í
þeim. Væri hins vegar sprengju
komið fyrir á kunnáttusamlegan
hátt neðarlega í olíulindinni, gæti
hún eyðilagt öryggiskerfið ásamt því
að kveikja í lindinni. Ef írökum tæk-
ist þetta gætu eldarnir varað í
nokkra mánuði og haft alvarlegar af-
leiðingar, því olíulindirnar í Kúvæt
liggja ekki djúpt og mikill þrýsting-
ur er á olíunni og hún leitar sjálf-
krafa upp, þ.e.a.s. það þarf ekki að
dæla henni upp.
Skiptar skoðanir voru á meðal vís-
indamanna um hversu alvarlegar af-
leiðingar eldarnir hefðu á veðurfar.
Sumir halda því fram að skýin, sem
sótið frá eldunum myndaði, mundi
hafa áhrif á úrkomu í Asíu og lækka
meðalhitann um allan heim. Aðrir
voru ekki eins svartsýnir og sögðu
að allar olíulindirnar í Kúvæt þyrftu
að brenna í sex mánuði til að hafa
einhver alvarleg áhrif á loftslag. Það
þykir hins vegar ekki mjög líklegt að
írökum takist að sprengja öll örygg-
iskerfin í lindunum.
Þrátt fyrir að flugvélar bandamanna
hafi farið í yfir 8.000 árásarferðir
til íraks og Kúvæts fyrstu fimm
daga stríðsins þá hefur, samkvæmt
upplýsingum frá breska hernum,
ekki tekist að eyðileggja nema 30
íraskar flugvélar, 18 í fofti og 12 á
jörðu, af þeim 800 flugvélum sem
talið er að írakar eigi. Þrátt fyrir há-
tæknivélar bandamanna, gífurlegan
eyðileggingarmátt og fjölda flug-
ferða er íraski flugherinn að mestu
óskaddaður.
Bandamenn segjast hafa yfirburði í
lofti, en það orkar tvímælis, því ír-
akar hafa ekkert látið reyna á flug-
herinn. Hermálasérfræðingar segja
að írakar notfæri sér það sem þeir
hafi lært í átta ára löngu stríði við
írani. Þeir beiti hernum í heild mjög
lítið til að byrja með, en setji á fullt
gas þegar átök á landi byrja.
Um leið og árásir bandamanna
byrjuðu, rýmdu írakar flugvelli sína
og fóru með flestar flugvélar sínar
til norðurhluta landsins þar sem
þeir fela þær í rammgerðum skýl-
um. Flestir af um 40 herflugvöllum
íraka eru enn í lagi og írakar hafa
breytt sumum vegum þannig að
Hernaðarsérfræðingar veltu fyrir
sér af hverju írakar væru að
sprengja olíulindirnar upp núna,
þar sem engin merki virtust um að
þeir væru að hörfa frá Kúvæt. Þeir
komust flestir að þeirri niðurstöðu
að þetta væri tilraun til þess að flýta
fyrir innrás landhers bandamanna í
Kúvæt, en bandamenn gera nú stöð-
ugar árásir á landher íraka til að
veikja hann sem mest áður en land-
herjunum lýstur saman.
Flugvélar bandamanna
með aðeins 10% nýtni
Sovéska fréttastofan Interfax hafði
það eftir sovéska hershöfðingjaráð-
inu að árásir flugvéla bandamanna á
íraka misstu í 90% tilfella marks.
Einn hershöfðinginn sagði að flestir
flugvellir og flugvélar hefðu ekki
orðið fyrir skemmdum í þessum öfl-
ugu sprengjuárásum og um 30% af
loftvarnakerfi íraka væri enn í lagi.
„Stór hluti íraskra flugvéla og flug-
valla hefur ekki orðið fyrir skemmd-
um, þrátt fyrir allar staðhæfingar
þess efnis. Flugvellir í írak eru í
mjög góðu felugervi og geysilega
erfitt að finna þá,“ sagði hershöfð-
inginn.
Hershöfðingjaráðið sagði að banda-
menn nýttu sér slæmt veður sem af-
hægt er að nota þá sem flugvelli.
Mjög erfitt er að eyðileggja flugvell-
ina, því þeir eru svo stórir, að sögn
bandamanna. Sumir eru á stærð við
Heathrowflugvöllinn í London.
írakar eru enn taldir geta framleitt
eiturefna- og sýklavopn og geymt
þau á öruggum stöðum. Og þrátt
fyrir nokkurn árangur við að eyða
hinum frægu Scud-flugskeytum og
skotpöllum, þá geta írakar enn beitt
þessum vopnum og talið er að þeir
eigi enn eftir um 500 Scud- flug-
skeyti.
Þá hefur varnar- og hermálaráð-
herra Breta lýst því yfir að írakar
beiti tálbeitum gagnvart flugvélum
bandamanna. Þeir halda því fram að
írakar hafi gert eftirlíkingar af Scud-
flugskeytum, skotpöllum og öðrum
mikilvægum skotmörkum, sem
sendi frá sér svipuð radarmerki og
hin raunverulegu vopn. Þetta geri
bandamönnum erfitt fyrir.
Hermálasérfræðingur hjá Jane’s
Defence Weekly sagði að íraska
hernaðarkerfið væri betur varið
gegn árásum bandamanna en búist
hefði verið við.
Reuter-SÞJ
sökun fyrir því að hætta árásum í
bili. Raunveruleg ástæða hlésins
væri sú að bandamenn væru að end-
urskipuleggja hernaðaráætlun sína.
írakar styðjast helst við sovésk
vopn og hernaðartækni. Fréttir
bandamanna af góðum árangri gegn
írökum hafa því komið af stað um-
ræðum í sovéska hernum um mátt
sovéska hersins. Slík umræða virð-
ist ástæðulaus samkvæmt nýjustu
upplýsingum. Reuter-SÞJ
Viðræður milli
leiðtoga Lettlands
og Gorbatsjovs:
Lettneski
lei< ðtoginn
bjí irtsýnn
Leiðtogi Lettlands, Anatolijs Gor-
bunovs, sagðist í gær vera bjart-
sýnn um framtíð lýðveldisins eftir
að hafa átt viðræður við Gorbatsjov,
forseta Sovétríkjanna, og útilokaði
beina stjómun forsetans frá Kreml.
Anatolijs Gorbunovs fór til Kreml-
ar í kjölfar þess óróa sem nú ríkir í
Eystrasaltslýðveldunum. Nítján
borgarar hafa verið drepnir í Lithá-
en og Lettlandi í átökum við sér-
sveitir sovéska hersins, „Svörtu húf-
urnar“ eins og þær eru kallaðar.
Viðræðurnar tóku tvo og hálfan
tíma og sagði Gorbunovs að þær
hefðu verið upplýsandi og vingjarn-
legar. Hann sagði að Gorbatsjov
hefði ekki rætt þann möguleika að
stjórna lýðveldunum beint frá
Kreml, eins og stjórnarskráin leyfði
honum að gera. Talsmaður Gor-
bunovs sagði að þeir hefðu varið
mestum tíma í að ræða um árás
„Svörtu húfanna" á innanríkisráðu-
neytið í Riga í Lettlandi. Gorbatsjov
hefði vottað fjölskyldum fórnar-
lambanna samúðarkveðjur sínar.
Gorbunovs sagði í samtali við
Visnews- fréttastofuna að þeir hefðu
rætt árásina, en ekki um hver ætti
sök á henni. „Við munum vinna
saman að því að finna raunhæfa
lausn á ástandinu í Lettlandi," bætti
hann við.
Tálsmaður Gorbatsjovs sagði að
forsetinn mundi einnig hitta harð-
línuleiðtoga lettneska kommúnista-
flokksins, en hann hefur beðið um
að Gorbatsjov stjórni lýðveldinu
beint frá Kreml.
í Riga, höfuðborg Lettlands, var
verkföllum í helstu verksmiðjum
Lettlands frestað. Leiðtogar verk-
fallssinna sögðust ætla að bíða nið-
urstaðna úr viðræðum Gorbunovs
og Gorbatsjovs í Moskvu. Þetta þyk-
ir vera ástæða til bjartsýni.
Arnold Ruutel, forseti Eistlands,
sagði að hann væri líka bjartsýnn á
framvindu mála eftir viðræður sínar
við Gorbatsjov á mánudaginn.
Allt var með kyrrum kjörum í gær
í hinum Eystrasaltslýðveldunum
tveimur, Litháen og Eistlandi.
Blódböðin rannsökuð
frá Kreml
Gorbatsjov lýsti því yfir í gær að
skotbardagarnir, sem orðið hefðu í
Eystrasaltslýðveldunum þar sem
her sinn og lögregla hefðu átt hlut
að máli, mundu verða vandlega
rannsakaðir.
Gorbatsjov leit mjög þreytulega út
þegar hann gaf út yfirlýsinguna.
Hann sagðist vera mjög hryggur yfir
blóðböðunum í tveimur Eystrasalts-
lýðveldunum. .Aðstæðurnar, sem
verið hefðu þegar vopnunum var
beitt, ætti að rannsaka nákvæmlega
og leggja mat á þær með tilliti til
laganna," sagði Gorbatsjov í yfirlýs-
ingu við fréttamenn í utanríkisráðu-
neytinu.
Reuter-SÞJ
ísrael á alþjóðavettvangi:
Bætir stöðu sína
Sú stefnubreyting, sem stjóm- Stjómmálafræðingar og frétta-
völd í ísrael hafa tekið með því að skýrendur telja að nú í kjölfar
svara ekki árásum íraka með þessarar stefnubreytingar ísra-
harkalegri gagnárás, hefur aflað elsmanna vonist Yitzhak Shamir
þeim vinsælda meðal þeirra þjóða forsætisráðherra eftir alþjóðleg-
sem styðja aðgerðir bandamanna um stuðningi við þá skoðun sína
gegn írökum. Flestir telja að ef að Frelsissamtök Palestínu-
lsraelsmenn blandist inn í átökin manna (PLO), sem nú styðja ír-
gegn írökum, þá geti stuðningur aka, geti ekki tekið þátt í friðar-
ýmissa Arabaþjóða við hemaðar- viðræðum við ísraelsmenn og
bandalagið í Saudi- Arabíu verið í hvers konar samningar, sem
hættu og Arabar almennt teldð gerðir em við PLO, verði gerðir
höndum saman og stutt íraka. með hliðsjón af öðmm Arabaríkj-
Nú á seinustu ámm hafa ísra- um.
elsmenn skapað sér óvinsældir ísraelsmenn fá nú um 3 millj-
meðal flestra þjóða. Meðal þess, arða dollara á ári frá Bandaríkj-
sem dregið hefur úr áliti manna á unum í efnahagsaðstoð, meira en
ísraelsmönnum, er herseta nokkurt annað ríki, en búist er
þeirra í Libanon og aðgerðir við að þeir muni biðja um meira í
þeirra á heraumdu svæðunum kjölfar seinustu atburða. Telja
síðastliðin þrjú ár. Þá hafa menn að Patriotflugskeytavama-
Bandaríkjamenn lagt tíl að ísra- búnaðurinn sé aðeins upphafið á
elsmenn taki upp viðræður við auknum kröfum ísraela. Líklegt
Palcstínumenn, en því hefur ver- þykir að ísraelsmenn vilji að
ið hafnað af forsætisráðherra Bandaríkjamenn dragi úr margra
ísraels, Yitzhak Shamir. Sú milljarða dollara skuldum þeirra,
stefna, sem ísraelsmenn hafa styríd þá til að taka á móti Gyð-
tekið í Persaflóastríðinu, hefur ingum frá Sovétríkjunum og
hins vegar skapað þeim vinsæld- bæti þeim það tjón sem hefur
ir. „Ég held að staða ísraels I orðið á ferðamannaiðnaðinum
Hvíta húsinu og á bandaríska vegna ástandsins.
þinginu hafi aldrei veríð betri en George Bush Bandaríkjaforseti
nú,“ sagði bandarískur þingmað- og Yitzhak Shamir höfðu fjar-
ur, Stephen Solarz. Utanríkis- lægst svo hvom annan að þeir
ráðuneytið í ísrael hefur stært töluðust ekki saman næstum allt
sig af því að hafa fengið 34 bréf seinasta ár. En nú hefur allt
frá erlendum höfuðborgum þar breyst. Bush átti viðræður við
sem árás íraka á Israel er for- Shamir í síma eftir árásir íraka á
dæmd og beðið um að ísrael gerí ísrael um seinustu hclgi og
ekki gagnárás. „Ég er ánægður Shamir sagði að viðræðumar
og ég nýt þess að vera opinber hefðu verið vingjamlegar og ein-
talsmaður fsraelsstjómar,“ sagði lægar.
Yossi Olmert. Reuter-SÞJ
Erfitt að koma
höggi á íraska
flugherinn