Tíminn - 23.01.1991, Síða 7

Tíminn - 23.01.1991, Síða 7
Miðvikudagur 23. janúar 1991 Tíminn 7 AP UTAN iliiiili Á vesturströnd Jótlands á sér nú stað ógnvænleg þróun sem getur lagt heilu byggð- arlögin þar í rúst ef ekkert verður að gert, og það hið allra fýrsta. Það eru fiskveiði- bæimir og samfélögin sem byggjast á Á vesturströnd Jótlands á sér nú stað ógn- vænleg þróun sem getur lagt heilu byggðarlögin þar í rúst ef ekkert verður að gert, og það hið ailra fýrsta. Það eru fiskveiðibæimir og samfélögin sem byggjast á þeim afla sem úr hafinu fæst, sem em svona hætt komin. Grundvallarástæða þess hvemig komið er segja ibúamir samkomuiagið sem þáverandi fiskimálaráðherra Dana, íhaldsmaðurínn Henning Grove, gerði við EB 1983 um kvótaskiptingu. Danski blaðamaðurínn Jens Jorgen Petersen lagði leið sína á þessar slóðir nýtega og segir frá viðtölum sínum við ýmsa forystumenn þar í LO- blaðinu. Eru fiskveiðibæirnir á vesturströnd Jótlands í dauðateygjunum? Stundaglasið er að tæmast Eins og deyjandi fiskur í haf- skorpunni gapa vestuijósku fisk- veiðibæimir sem mestu ráða eftir lofti — efnahagslegu lofti — í bar- áttu fyrir lífinu og stundaglasið er að tæmast. Þetta er miskunnarlaus barátta fyr- ir Thyboron, Thorsminde, Hanst- holm, Hirtshals, Skagen og Frede- rikshavn við tímann til að koma á þeim skilyrðum sem með þarf til að tryggja tugum þúsunda manna lífs- kjör, og áframhaldandi tilvist samfé- laganna. Samfélaga, sem eru því sem næst algerlega háð einni at- vinnugrein, þ.e. fiskveiðum. Samfé- laga, sem nú þarfnast gífurlegrar efnahagslegrar innspýtingar. Fólk á vesturströnd Jótlands hrist- ir skilningslaust höfuðið yfir því að nýlega hefur verið veitt fé frá Evr- ópubandalaginu til að leggja golf- völl við ströndina. Efnahag sveitar- félaga ógnað Stjórnmálamenn í samfélögunum sem fýrir óláninu hafa orðið lögðu á það áherslu á fundi þegar í október að innan fárra ára muni ástandið ógna efnahag sveitarfélaganna. Bæj- arstjórar og embættismenn setja á oddinn að fundin verði langtíma- lausn nú þegar, annars verði allar til- raunir til þess að leysa vandann ár- angurslausar. Þeir tímar eru liðnir þegar silfur hafsins gaf ekki einungis af sér gnægð smjörs á brauðið, gull í „Doggerbanka" og svo mikinn um- framafrakstur að sjómennimir gátu kveikt í vindlunum með 500 kr. seðl- um á öldurhúsunum. Líka eru þeir tímar liðnir þegar skipasmíðastöðvamar gátu smíðað sífellt stærri togara, fljótandi verk- smiðjur — hrein og klár tækniund- ur, sem þurftu ekki annað en að leggja á haf út, finna torfú með berg- málsmæli eða þyrlu og gátu í bók- staflegum skilningi ryksugað hana úr djúpum hafsins. Mengunarvandi, líffræðilegar neyð- arhemlanir, pólitískt ákveðnir kvót- ar og skortur á framsýni hefur varp- að dönskum fiskveiðum í alvarlegra kreppuástand en nokkru sinni fyrr. Gífurlegt hrun Á fyrstu átta mánuðum ársins 1990 hafa tekjumar fallið um 10 prósent — fiskvinnslan dregist saman um heil 46%. „Ef þessi þróun heldur áfram er úti um danskar fiskveiðar," segir for- maður Fiskveiðisamtaka Thyboron Havn, Anton Lilleore. í kjölfar efnahagslegra vandamála og minni landaðs afla fylgir efna- hagsleg lömun í baklandi sjómann- anna, bæjunum. Fiskvinnslustöðv- um er lokað, verslanir leggja upp laupana, vofa atvinnuleysisins herj- ará. Ekkert kemur í staðinn fyrir fisk- inn. Enginn iðnaður. Engin þjón- usta sem heitið getur, nema ferða- mannaþjónusta. Atvinnuleysi í verkakvennafélaginu í Hirtshals em 20-25% félaganna þessa stund- ina í tengslum við dagpeningakerf- ið. ,Á timabilum höfum við kynnst meira en 60% atvinnuleysi," segir formaður félagsins. „Ég lít þess vegna með skelfingu á hvort tveggja, niðurskurð á dagpeningun- um og samdrátt í dagpeningaupp- bótunum. Afleiðingamar af því fyrir verkakonurnar meðfram allri ströndinni em ófyrirsjáanlegar. Við emm algerlega háð fiskinum. Ef enginn fiskur berst á land höfum við enga vinnu. Þess vegna verður að fá meiri afla í land — og fram- leiða meira." Fiskkaup í útlöndum Fiskframleiðendur og - útflytjend- ur fara kringum kvótana með því að kaupa fisk erlendis. Stærsti fram- leiðandi landsins, Espersen Fisk, sem hefur vinnslustöðvar í Hanst- holm og nokkmm bæjum á Borg- undarhólmi, gerir kaup m.a. í Nor- egi, Kanada, Sovétríkjunum, Portú- gal og Spáni. „Við neyðumst til að kaupa fisk er- lendis til að halda sölusamninga við viðskiptamenn okkar, stóm fyrir- tækin sem nota hráefhið m.a. í fisk- borgara í McDonald-keðjunni," seg- ir deildarstjóri Espersen í Hanst- holm. Á sama tíma og verksmiðjumar flytja inn fisk, vinnur danski fisk- veiðiflotinn á minnkuðum afköst- um. „Stjómmálamennimir verða að grípa tafarlaust inn í gang mála. Háu vextimir og kvótamir leggja okkur í rúst,“ segir Anton Lilleore. Mikilvægir sveitarfélagshagsmunir em í veði í öllu þessu flókna spili um framtíð fiskveiðanna. Fátækt íbúarnir í fiskveiðiþorpunum á Vestur-Jótlandi vom fátækir eins og kirkjurottur áður fyrr, á stríðs- ámnum og fyrst á eftir. Sá var bak- grunnurinn fyrir að ríkið lét ekki við það sitja að gera þar nútíma- legar hafnir heldur keypti líka landsvæði í „baklandinu" til að byggja upp fiskveiðitengdan iðnað. Það gaf byr í seglin. Þróunin á sjötta og sjöunda áratugnum var sprengingu líkust. Aflinn var geysimikill og fiskurinn var fluttur út frystur til frekari vinnslu er- lendis. „Þetta ástand hefur að mestu leyti haldist óbreytt. Framleiðslustigið hefur ekki haft skilning á því að fylgjast með þróuninni og fram- leiða fínni afurðir," segir Peter Sand Mortensen, deildarstjóri SiD í Hanstholm. Stærstu framleið- endurnir berjast innbyrðis illvígri baráttu. „Við erum keppinautar — og við emm ekki duglegir að ræða sam- an,“ viðurkennir Robert Nielsen. „Það eru fáir, stórir viðskipta- menn sem halda í okkur lífinu og við eigum ekki fjárhagslega mögu- leika á að taka upp samkeppnina við stóru matvælarisana eins og t.d. Nestlé, General Mills og Unile- ver. Við ætlum ekki að keppa við þá sem kaupa af okkur. Auðvitað vilj- um við gjarna læra eitthvað nýtt, en sjái maður ekki „ljósið" fram- undan fyrirfram, er engin ástæða til að fara að gjörbylta öllu. Þá er betra að halda því sem við höfum. Við gerðum tilraunir með að full- vinna fiskinn á árunum upp úr 1970 en urðum að gefast upp,“ segir Robert Nielsen. Martröð Ástandið í greininni er dagleg martröð fyrir sjómenn, framleið- endur og launafólk. Fyrir rúmum 20 árum mátti hreinlega ryksuga sfldina úr haf- inu til vinnslu. Milljónir tonna af sfld voru unnin í steinefnaríkt mjöl til fóðrunar búpenings, í olíu til smjörlíkisgerðar og síðar var ol- ían notuð til kyndingar. Sú var líka tíðin að fiskurinn var sóttur í hafið í það stórum stfl að verðið féll svo harkalega að sjómennirnir helltu málningu yfir fiskinn og eyðilögðu hann, vegna þess að þeir gátu ekki fengið viðunandi verð fyrir hann. Á sama tíma var hungur í heimin- um. Varnaðarbjöllurnar glumdu — of langt hafði verið gengið. Kvótaniðurröðun Líffræðingarnir mættu til leiks og stjórnmálamennirnir settu veiðibann á sfld. Augu sjómanna, landsmanna og stjórnmálamanna opnuðust fyrir því að til yrði að koma stjórnun á fiskveiði til að öðrum fiskitegundum stafaði ekki hætta af útrýmingu. Þýðingarmesta ákvörðunin varð- andi fiskveiðar Dana var tekin kaldan janúardag 1983, þegar þá- verandi og nýlega orðinn fiski- málaráðherra, íhaldsmaðurinn Henning Grove, undirritaði Evr- ópubandalagssamninginn um kvótaskiptingu. Örlagarík ákvörðun „Við vöruðum við því að samn- ingurinn þýddi hreiniega að fisk- veiðar Dana legðust niður," segir Peter Sand Mortensen, sem var í hópi ráðgjafa ráðherrans, en þann hóp skipuðu launafólk, sjómenn, framleiðendur og útflytjendur. „Þeir fiskveiðiráðherrar úr flokki sósíaldemókrata, sem höfðu verið forverar Hennings Grove, gerðu ekkert án þess að ráðfæra sig við „baklandið". Þeir sögðu nei við öll- um tillögum sem ekki voru dönsk- um fiskveiðum til hags og hótuðu þar að auki að nýta sér neitunar- réttinn til að þvinga fram danska hagsmuni. En Henning Grove vildi ekki bara sanna að Danir væru góðir þegnar EB, heldur líka að hann sjálfur væri framkvæmdasamur." Samningurinn leiddi til að Dön- um var úthlutaður ákveðinn kvóti, sem ákveðinn er af stjórnmála- mönnum frá ári til árs á grundvelli líffræðilegs mats. „Ef ákvörðunin frá 1983 verður ekki afnumin, verða engar danskar fiskveiðar um aldamótin," segir Anton Lilleore. Áhrifalaus lagning fískiskipa EB hefur tekið frá fé til að leggja fiskveiðiflotanum — ekki bara í Danmörku — til að takmarka fisk- veiðar. „Lagning fiskiskipa er ekki nægi- lega áhrifamikil. Það sem við þörfnumst eru einhverjar reglur sem við getum búið við. T.d. að taka upp skynsamlega kvóta, sann- gjarna möskvastærð, lægri vexti, lengri lánstíma og t.d. úthlutun veiðidaga til hvers skipstjóra svo að hann geti tekið fiskinn sem hann veiðir með sér heim. Eins og er geta sjómennirnir veitt „of mikið“ og síðan fleygt dauðum fiski í hafið til að halda kvótaregl- urnar. Það er nefnilega leyfilegt á fiskimiðum EB að fleygja fiski fyrir borð. Hrein og bein geggjun," seg- ir Anton Lilleore. „Kvótareglurnar verka ekki eins og tilgangur þeirra er,“ tekur Peter Sand Mortensen undir. Vitlausar forsendur „Líffræðingarnir vinna skv. svo- kallaðri „einn'ar tegundar megin- reglu“ í staðinn fyrir að meta fleiri tegundir sem eina, og meta síðan hversu margar þær eru sem má veiða. Og það eru ekki nægilega öruggar rannsóknir á því hversu þungt mengunin vegur. Það á m.a. við um útskolun næringarsalta frá landbúnaðinum, af eiturefnum frá lyfja- og efnaiðnaðinum og kjarn- orkuverunum," segir Peter Sand Mortensen. í þessu samhengi bendir Peter Sand Mortensen einkum og sér í lagi á breytingar á hitastigi sjávar og saltmagni og mengunarstiginu, þrjá þætti sem hafa afgerandi þýð- ingu fyrir hrygningarslóðirnar og uppvöxtinn. Leiðin út úr hættu- ástandinu „Það er mikilvægt að stjórnmála- mennirnir skilji vandamálin hjá okkur og leggi sig sérstaklega fram um að viðhalda fiskveiðunum í samfélögum sem eru því sem næst algerlega háð veiðunum," segir Anton Lilleore. Og hann bætir við: „Það er greinilegt að okkur vant- ar möguleika og fjárfestingar. 50 prósent af fiskinum sem unninn er, koma frá útlöndum. Framtíðar- horfurnar liggja ekki í stórum ein- ingum. Fremur 30 botnvörpunga með fimm manna áhöfn en einn stóran togara. Þá getum við áreið- anlega haldið uppi atvinnu og komist hjá þeim mannlegu og fjár- hagslegu harmleikjum sem fylgja t.d. nauðungaruppboðum." Nýr hugsunarháttur „Það skiptir öllu máli að fá nýtt fjármagn og nýjan hugsunarhátt. Og það strax. Ánnars eru mikil- vægir þjóðfélagshagsmunir í hættu. Samfélög sjómannanna verða lögð í rúst,“ segir Peter Sand Mortensen: „Enn má snúa þróuninni við, en það er komið á síðustu stundu. Vinnsla á fínni afurðum á raun- verulega framtíð fyrir sér. En það þarf talsvert fjármagn til að mynda jarðveg fyrir danska fínvinnslu- framleiðslu. Framtíðin er í for- vinnu hráefnisins í nýjar vörur, í tilbúna rétti beint í ofninn, og þá einkum og sér í lagi í örbylgjuofii- inn. Það er kröfúhörð efnahagsleg umbreyting. Og hún gerir miklar kröfur til framleiðslustigsins, til menntunar, ræktunar nýrra mark- aða, girnilegra umbúða og mark- aðsfærslu. EB og BNA eru risastór- ir markaðir, sem hungrar eftir nýj- um vörum. í þessu er að finna möguleikana fyrir atvinnu og risa- vaxinn efnahagslegan ávinning. Umbreytingin tekur a.m.k. fjögur fimm ár — og ég álít að dýrtíðar- sjóði launamanna beri að þekkja sinn vitjunartíma og láta til sín taka með því að leggja mikið fé til þróunar, sem getur orðið samfé- Íaginu til mikilla heilla," segir Pet- er Sand Mortensen. Pólitísku slagsmálin halda áfram. Á meðan eru hinir frægu dönsku fiskveiðibæir í dauðateygjunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.