Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 24. janúar 1991 Þróun heilsugæslu á landsbyggðinni á hálfum öðrum áratugi: Áður 56 héraðslæknar, nú 600 manns við sömu störf „Áður sinntu 56 læknar héraðslæknisstðrfum utan sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Núna sinna um 130 læknar og 160 hjúkrunar- fræðingar og Ijósmæður þessum sðmu stðrfum. Þar að auki eru ritarar og annað starfsfólk heilsugæslustöðvanna rúmlega 300.“ Þannig lýsir Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, þeirri breytingu sem orð- ið hefur frá þvf að lög þau, sem lögðu grunninn að uppbyggingu heilsugæslustöðva í landinu, tóku gildi árið 1974, í viðtali í ritinu Heilbrigðismálum. Megintilgang- ur þeirra laga hafi verið sá að af- nema einyrkjabúskap lækna í hér- uðum. Heilsugæslustöðvar hafi þannig komið í stað þess að hér- aðslæknar sinntu læknisstörfum nánast inni á heimilum sfnum og einir. Stöðvar segir Páll misstórar eftir íbúafjölda og ef til vill víðar en ætl- að var í upphafi. Læknissetrum hafi þvi ekki fækkað, eins og gera hefði mátt ráð íyrir með bættum samgöngum. Heilsugæslustöðvar eru nú um 70 utan höfuðborgar- svæðisins, með 130% fleiri lækn- um og allt að tífalt fleiri starfs- mönnum heldur en áður önnuðust þennan þátt heilbrigðisþjónust- unnar. Heyrast samt ekki enn kvartanir um slæmt ástand í heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni? Þótt liggja virðist í augum uppi að verulega sérstöðu hvað varðar kostnaður við heilsugæslu hafi heílsugæslustöðvar. f borginni sé aukist með þessari þróun, segir stór og öfiugur hópur heimilis- Páll kostnað við heilsugæsíu lítið iækna og Læknafélagið hafi ekki hafa aukist hlutfallslega. Aukning- viljað taka þá afstöðu að þar ætti að in hafi fyrst og fremst orðið í byggja upp heilsugæslustöðvar, sjúkrahúsþættínum og sú aukning auk þess sem borgarstjóm styðji reynst miklu dýrari en uppbygging tvenns konar iyrirkomulag. „Þess heilsugæslunnar. Samkvæmt fjár- vegna hefur aldrei verið teldð af al- JÖgum er kostnaður við heilsu- vöru á heilsugæslumálum Reykja- gæsluna í kringum 8% af því sem víkur, að mínum dómi,“ segir Páll það kostar að reka sjúkrahúsin í Sigurðsson. landinu. Páll segir Reykjavík hafa - HEI Bráðabirgðalögin voru samþykkt í efri deild. Andstaða sjálfstæðis- manna í deildinni var lítil: Blöndal einn mót ofurefli Lítil andstaða var við bráðabirgðalögin, sem sett voru í sumar á kjarasamning BHMR, í efri deild Alþingis, en þau voru samþykkt í deildinni í gær. Lögin hafa þá verið staðfest í báðum deildum þings- ins. Lögin voru samþykkt með tíu atkvæðum gegn fjórum, þrír sátu hjá og fjórir voru fjarstaddir. Þeir sem sátu hjá voru sjálfstæðis- mennimir Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur H. Garðarsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Á móti vom þingmennirair Dan- fríður Skarphéðinsdóttir, Guðrún J. Halldórsdóttir, Halldór Blöndal og Salome Þorkelsdóttir. Blað LFK komið út: Það væri rangt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki haldið uppi harðri andstöðu við lög- in í efri deild. Halldór Blöndal, þing- maður flokksins á Norðurlandi eystra, fór mikinn í ræðustól þegar hann mælti fyrir áliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar. Hann barðist hins vegar einn og varð að láta undan ofureflinu. Halldór rakti í löngu máli yfirlýsingar fjármála- og forsætisráðherra þegar kjara- samningarnir voru gerðir við BHMR og jafnframt hvernig þær koma saman við efndir samningsins. Hall- dór vék einnig að kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerði við flug- umferðarstjóra síðastliðið sumar og sagðist telja að sá samningur væri efnislega mjög svipaður samningi BHMR. Hann nefndi einnig kjara- samninga við lækna og sérfræðinga og sagðist telja að í þeim væri farið út fyrir þjóðarsáttina. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, sagði í ræðu sinni að ekki væri hægt að bera samning flugumferðarstjóra við samning BHMR. Verið væri að stytta starfs- aldur flugumferðarstjóra og við því hefði orðið að bregðast sérstaklega. Steingrímur lagði mikla áherslu á að haldið verði áfram að gera sam- anburð á kjörum háskólamenntaðra manna sem starfa hjá ríkinu og þeirra sem starfa hjá einkageiran- um. Hann sagði nauðsynlegt að þessi samanburður lægi fyrir í haust þegar umræður hefjast um gerð nýrra kjarasamninga. Um tíma leit út fyrir að forseti efri deildar yrði að hætta við að taka málið á dagskrá. Eftir að fundur hafði verið settur krafðist Þorvaldur Garðar Kristjánsson þess að um- ræðunni yrði frestað vegna þess að þingmönnum hefði ekki borist minnihlutaálit þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Guðmundur H. Garðarsson tók undir þetta. Guð- mundur Ágústsson sagði ófært að fresta umræðunni og benti á að nefndarmenn í fjárhags- og við- skiptanefnd hefðu haft tæpa viku til að skila áliti og allir hefðu samþykkt að umræðan færi fram á þessum degi. Guðmundur talaði um trassa- skap þingmanna í þessu sambandi. Halldór Blöndal mótmælti því að vera kallaður trassi og sagði að Guð- mundi ætti að vera fulikunnugt um að hann hefði verið að bíða eftir upplýsingum frá launaskrifstofu rík- isins og þess vegna hefði nefndar- álitið tafist. Meðan þessi umræða fór fram bárust nefndarálit Halldórs Blöndals og Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar inn á borð þingmanna og fór því umræðan fram. -EÓ BIRTU BRUGÐIÐ A FRAMSÓKNARKONUR Birta, blað Landssambands fram- sóknarkvenna, er komið út. Til- gangur Birtu er að bregða ljósi á hvað konur innan Framsóknar- flokksins eru að starfa. í því eru greinar og viðtöl, m.a. við Valgerði Sverrisdóttur alþingis- mann, Ingibjörgu Pálmadóttur for- seta bæjarstjórnar Akraness og efsta mann á lista Framsóknarmanna á Vesturlandi, Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa og margar fleiri. Birta kemur út í 20 þús. eintökum og er dreift til félaga í Landssam- bandi framsóknarkvenna og Sam- bandi ungra framsóknarmanna og til fyrirtækja og stofnana og fyrir- tækja um land allt. Á myndinni eru Unnur Stefánsdótt- ir, Bjarney Bjarnadóttir, Guðrún Jó- hannsdóttir, Sigrún Sturludóttir og Helga Helgadóttir að ganga frá Birtu til sendingar. —sá Tímamynd: Pjetur Breytingar á veitumálum á Höfn í Homafirði: RARIK kaupir hitaveituna Frá Sverri Aðalsteinssyni, fréttarttara Timans á Höfn Rarik hefur keypt dreifikerfi Hitaveitu Hafnar í Homafirði og mun annast rekstur þess fram- vegis. Kaupsamningur var undír- ritaður kl. 17.05 í gær. Fyrir hönd Hafnar undirrituðu hann þeir Sturlaugur Þorsteins- son bæjarstjóri og Albert Ey- mundsson, forseti bæjarstjómar, en fyrir hönd RARIK Kristján Jónsson rafmagnsstjóri og Eirík- ur Briem, fjármálastjóri RARIK, Vlðstaddir undirritunína vom fulltrúar í veitunefnd Hafnar og starfsmenn raf- og hltaveitnanna á Höfn. Kaupverð dreifikerfisins er 108,5 milljónir króna, en ákvæði er í samningnum um að við- skiptavinir hitaveitunnar muni kaupa vatnið næstu tvö árin á sömu kjömm og gilt hafa. Auk þess munu helmæðagjöld lækka um 25%. Að tveim ámm liðnum munu hitataxtar veitnanna á Höfn verða samræmdir, bæði hvað varðar orkuverð og tengi- gjöld. Hitaveita Hafnar hefur til þessa keypt heita vatnið ftá kyndistöð RARIK og sameiningin nú þyldr líkleg til að auka vemlega hag- ræðingu með samrekstri beggja veitna. Heklugosið er á undanhaldi, en: Tók kipp í gærdag Gosvirkni í Heklu jókst lítillega eft- ir hádegi í gær, eftir að hafa verið í rénun síðustu daga. Þessa varð vart á jarðskjálftamælum Veðurstofunn- ar í gær. Sverrir Haraldsson, bóndi í Seí- sundi á Rangárvöllum, sagði í sam- tali við Tímann að gosið hefði tekið kipp um 10-leytið í gærmorgun og hefði hann staðið fram undir kaffi. Þá sást mökkurinn stíga hátt til himins, en síðan fjaraði hann út. Sverrir sagði að þó mætti reikna með að enn væri hraunstraumur, það sæist þegar rökkvað væri ef rauðum bjarma slægi á himininn. Flestir eru sammála um að gosið sé á undanhaldi, þó svo að Hekla hafi sýnt það síðustu dagana að hún er til alls líkleg. -sbs. Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra: Jón Dalbú prófastur Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sókn- arprestur í Laugarnessókn, hefur verið tilnefndur prófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra. Reykjavíkurprófastsdæmi er sam- kvæmt lögum frá síðasta ári nú skipt í tvö prófastsdæmi, eystra og vestra. Biskup leitaði eftir tilnefningu sóknarpresta og leikmanna í pró- fastsdæminu og yfirgnæfandi meiri- hiuti tilnefndi sr. Jón Dalbú. Hann nýtur því stuðnings biskups til emb- ættisins. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.