Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. janúar 1991 Tíminn 5 Úr 45 milljónum í 230 - Útsýnishúsið í Öskjuhlíð úr böndunum: Aætlanir fyrir þetta ár hafa hækkað fimmfalt Áætlaður kostnaður við útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur í Öskjuhlíð hækkaði um 250 milljónir króna frá áætlun sem kynnt var 1. febrúar í fyrra og til áætlunar sem Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri lagði fyrir stjóm veitustofnana 13. desember sl. Framkvæmdir síðasta árs fóru 64 milljónir fram úr áætlun, og áætlun fyrir þetta ár hefur hækk- að fimmfalt, eða úr 45 milljónum í 230 milljónir. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og stjórnar- maður í stjóm veitustofnana, lagði fram fyrirspurn á fundi stjómarinnar sl. föstudag og krafðist skýringa á því hvað valdi slíkri skekkju í áætlana- gerð. Sigrún bað um yfírlit yfir reikn- inga síðasta árs og sundurliðun þar sem gerð sé grein fýrir í hvað millj- ónirnar 230, sem ætlaðar em til framkvæmda á þessu ári, muni fara. Sigrún sagði í samtali við Tímann að hún væri með áætlun frá 1. febrú- ar í fyrra þar sem áætlað er að eyða 300 milljónum í húsið árið 1990 og að á þessu ári verði aðeins um að ræða eftirhreytur, eða um 45 millj- ónir. Reyndin hafi hins vegar orðið allt önnur. Upphaflega hafði verið áætlað að verja rúmlega 340 milljón- um árin 1990 og 1991 í útsýnishúsið, en nú væri ljóst að það yrðu um 600 milljónir. Sigrún kvaðst vilja fá að vita hvemig á því stæði að fyrri áætl- anir hafi verið svona rangar og hvort húsið hafi verið mun dýrara en upp- haflega var gert ráð fýrir. Sigrún Iagði fram aðra fyrirspum á fundinum og spurði hvar og hvenær sú ákvörðun hafi verið tekin að óhætt væri að blanda saman Nesjavallavatni og jarðhitavatni í Reykjavík. Sigrún sagði á fundinum að hún hefði í höndum greinargerð frá efnafræði- stofú Hitaveitunnar frá 1986 þar sem varað sé við blöndun ef magn jarð- hitavatnsins fari upp fyrir 50% af blöndunni. f greinargerðinni segir að æskilegt sé að takmarka þau svæði í kerfinu sem fengju blöndu af jarð- hitavatni og Nesjavallavatni. Þannig væri hægt að fylgjast betur með því sem gerðist og minnka líkur á að hlutfall jarðhitavatns og Nesjavalla- vatns verði þau óhagstæðustu. Sig- rún sagði að hún fyndi hvergi í fund- argerðum stjómar veitustofnana að þessi greinargerð hafi verið lögð fyrir stjómarfund, né heldur að blöndun- in hafi verið rædd sérstaklega. Blönd- un hitaveituvatns og Nesjavallavatns hafi verið eins óhagstæð og hugsast gat fýrst þegar vatninu var hleypt á kerfið og svo virtist sem ekkert hafi verið hugsað um þetta mál. Á fundi stjórnar veitustofnana sl. föstudag lagði hitaveitustjóri fram breytingu á framkvæmdaáætlun hitaveitunnar, en breytingin er nán- ast samhljóða því sem Sigrún Magn- úsdóttir lagði til að yrði gert þegar vandræðin við Nesjavallaveitu komu fram, seint á síðasta ári. Eins og Tím- inn greindi frá á sínum tíma var mik- il andstaða við hugmyndir Sigrúnar hjá yfirmönnum Hitaveitunnar. Þeim virðist hins vegar hafa snúist hugur, eins og kom í Ijós á fúndinum sl. föstudag. Ekki náðist í Gunnar Kristinsson hitaveitustjóra út af þessum málum í gær. —SE Páll Pétursson: Nákvæmlega eins og í Heimsljósi þegar eigendaskipti urou á „Eigninní“: Ólafur gefur vinum sínum 2*300 millj. „Skýrsla Ríldsendurskoðunar óna virði í samningnum við fjár- sannar það sem ég hef sagt og málaráðherra. Eðiilegt að Róbert ríflega það,“ sagði Páll Péturs- teljí kaupin á Egilssfld góðan son aiþingismaður, spurður álits bísniss. Upplstaðan í eignum á niðurstÖðu Ríkisendurskoðun- Drafnars er á hinn bóginn óseid ar á sölu Þormóðs ramma. „í rækja. fyrsta lagi finnur Ríkisendur- ólafur Ragnar hefur þarna gef- skoðun að þvf að almennra jafn- ið tveim „kommafjölskyldum'* á ræðissjónarmiða hefur ekki verið Siglufirði eignír ríkisins, í óþökk nægllega gætt. í öðru lagi telja eiginlega allra annarra Siglflrð- þeir eðlilegt að miða við uppgjör inga. M.a.s. verkalýðsfélaginu of- 30. nóvember. Ég fór þó aldrei bauð þetta. lengra en að biðja um 9 mánaða uppgjör, en 5 mánaða uppgjör Um 200 til 300 var það eina sem fáanlegt var, mSllinnn tfiKf vegna þess að gróðinn var svo milljona gJOI ... mikill hjá Þormóði ramma s.l. Nú gerír það út af fyrír sig sumar að það varð að fela hann. í kannskl ekki svo voðalega mikið þríðja lagi voru hlutabréfin að til, þótt tveir „kommastrákar" mati Ríkisendurskoðunar aðeins gerí þarna „bísniss“ á kostnað seld á hálfvirði. Og ekld nóg með ríkislns — þ.e.a.s. að fjármála- það heldur fengu kaupendumir ráðherra gefi kunningjum sínum síðan viðbótarhlutaféð í félaginu 200 til 300 milljónir — ef ekki fyrír lítið.“ værí þar með öllu lífi á Siglufirði Er Páll þá þeirrar skoðunar að stefnt f voða. Þetta er eina fyrir- þarna hafi veríð um hálfgerða tækið sem eitthvað blaktir á gjöfaðræða? Siglufirði og með þessu eru þessir strákar búnir að fá Siglu- Pólitísfc aftécrh fjörð gjörsamlega upp í hendum- roiiusK dugero ... ar er nákvæmkga eins og j „í fyrsta lagi er þetta vitaskuld Heimsljósl þegar það urðu eig- pólitísk aðgerð til þess að sfyrkja endaskipti á „Eigninni". Þama Alþýðubandalagið á Siglufirði, em bara komnir tveir „braskara- sem klofnaði í fyrravor eins og strákar“, sem allt í einu eiga bara víðar þar sem Ólafur Ragnar „pleisið“. kemur nálægL Það var settur Ót af fyrir sig er ég ckkert á fram Birtingarlisti, sem kom nýj- móti þessum strákum og þykir um strákum, Ragnarí Ólafssyni aUt í lagi þótt svona lið kjósi og Ólafi Marteinssyn), í bæjar- komma. En ég tek því ekld þegj- sfjóm eftir Birtingarforskríft- andi að farið sé svona með þenn- inni. an stað. Fólkið sem vinnur hjá HeiUnn á bak við listann var fyrirtækinu nötrar auðvitaö, enda framkvæmdastjóri Þormóðs ekki gæfulegt að eiga alla lífsaf- ramma, Róbert Guðfinnsson, komu sína í höndunum á svona sem svo vUl til að er sviU Ólafs herrum," sagði PáU. Marteinssonar. Ólafur á lítið í kjölfar þessa kvaðst PáU í gær rækjufyrirtæki, Drafnar hf. Ró- hafa lagt fram fmmvarp um bann bert keypti hins vegar helming- við sölu á eignum ríkisins án inn af EgUssíld í fyrra, fyrir 800 lagaheimilda. „Ég ætla að vona þús. kr., sem var eðUIegt sölu- að þetta fmmvarp verði sam- verð fyrir helming þess fyrirtæk- þykkt og hljóti skjóta afgreiðslu, is, sem rekið er í skúr á Siglu- þannig að ekki komi til fleiri firði. svona „transaksjóna". Alþingi Þessi helmingur Egilssfldar, getur ekkert horft á svona vinnu- sem Róbert keypti fyrir 800 þús. brögð aðgerðarlaust." kr. í fyrra, er nú orðlnn 17 mUlj- - HEI Mat Ríkisendurskoðunar á sölu hlutabréfa ríkisins í Þormóði ramma: Bæði eldra og nýtt hlutafé á hálfvirði Það virðist hægt að gera góð kaup þegar keyptar eru eignir af ríkissjóði, miðað við mat Ríkisendurskoðunar á sölu Þormóðs ramma. Þau 58% af hlutabréfum Þormóðs ramma, sem fjármálaráðherra seldi fyrir rúmar 87 milljónir kr., reiknast Ríkisendur- skoðun til að hafi verið á bilinu 145 til 175 milljónir króna að verðmæti. Þegar gengið var til samninga var nafnvirði hinna seldu bréfa þó enn hærra, eða tæpar 233 m.kr., en það var síðan metið á rúmar 87 m.kr. í sölusamningnum sem áður segir. „Kjarakaup" hinna nýju eigenda fól- ust þó ekki í þessu einu. Fyrir samtals 41 millj. bókfært eigið fé þeirra í fyr- irtækjunum Drafnari hf. og Egilssíld hf. fengu þeir í skiptum ný hlutabréf að verðmæti 100 milljónir í Þormóði ramma. „Við sameininguna var því eigið fé félaganna hækkað upp 2,4 sinnum. Eigið fé Þormóðs ramma hf., sem var um 137 m.kr., var aftur á móti virt á 150 m.kr. (1,09 sinnurn)," segir Ríkis- endurskoðun. í þessum skiptum eignuðust eigendur Drafnars og Eg- ilssfldar því 40% hlut í hinu samein- aða fyrirtæki í stað tæplega 30% hefði sömu aðferðum verið beitt við mat allra fyrirtækjanna, eins og Ríkisend- urskoðun telur að átt hefði að gera. Eignarhlutur ríkissjóðs í hinu sam- einaða fyrirtæki fór af þessum ástæð- um niður í aðeins 24% í stað tæplega 30%. Nýr Þormóður rammi virðist heldur ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af þungum sköttum, þótt hann græði nokkuð á næstunni, því félagið átti tæplega 611 m.kr. ónýttan skattaleg- an tapsfrádrátt í árslok 1989, sem svarar til tæplega 730 m.kr. um nýlið- in áramót. Ríkisendurskoðun segir fjármálaráðherra hafa ótvíræða heim- ild til hlutabréfanna, bæði formlega og efnislega. ,Á hinn bóginn má spyrja hvort al- mennra jafnræðissjónarmiða, sem stjómvöldum ber að hafa í huga í stjórnsýslu sinni, hafi verið gætt í nægilega ríkum mæli við sölu hluta- bréfanna," segir Ríkisendurskoðun. Bendir hún þar einkum á það, að hlutabréfin voru aldrei formlega aug- lýst til sölu. Skilyrði eða skilmálar fyr- ir sölunni hafi heldur ekki verið aug- lýstir, né aðrar almennar upplýsingar eins og að tilboð séu skrifleg, tilboðs- frestir, skilyrði um nýtingu aflakvóta og svo framvegis. Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að í stað auglýsinga hafi fjármálaráðherra á fundi með bæjar- fulltrúum þann 17. nóvember beint því til þeirra að „þeir létu það berast að þeir einstaklingar og fyrirtæki á Siglufirði, sem hefðu áhuga á viðræð- um um málið, gætu haft samband við stjómarformann Þormóðs ramma h.f. eða aðstoðarmann ráðherra". Og vissulega höfðu fleiri áhuga á kaupum. í „minnisblaði" ráðuneytis- ins (12. desember) er m.a. greint frá því að fjórir aðilar (flestir ónafn- greindir) hafi lýst yfir vilja til að kaupa hlutabréfin og tveir til viðbótar spurst fyrir um hag fyrirtækisins. Þetta „minnisblað" var kynnt þing- mönnum kjördæmisins tveim dög- um seinna (14. nóvember). Inn á þann fund barst bréf frá for- svarsmönnum „Samstarfshóps um kaup á hlutabréfum í Þormóði ramma hf.“. Fjármálaráðuneytið gaf „hópnum" að hámarki eins dags frest til að skila inn tilboði, sem hann og gerði daginn eftir. Hljóðaði tilboðið upp á 134 m.kr. fyrir allt hlutafé ríkis- sjóðs, greitt með verðtryggðum skuldabréfúm er bæru 4% vexti (bor- ið saman við 1% vexti í tilboði Drafn- ars/Egilssíldar). Þegar ráðuneytið til- kynnti þann 18. desember að það væri þegar búið að selja, taldi „Sam- starfshópurinn" orðið hátt á 2. hundrað Siglfirðinga sem lýst höfðu áhuga á kaupum á hlut í fyrirtækinu. Er það hátt hlutfall íbúanna, þar sem aðeins um 1.820 manns búa á Siglu- firði. Samanburð á tilboðum Drafnars/Eg- ilssfldar og „samstarfshópsins" segir Ríkisendurskoðun „ýmsum ann- mörkum háðan“, einkum vegna þess að ekki var tryggt að báðir bjóðendur hafi gengið út frá þeim skilyröum sem sett voru af hálfu seljenda. „E.t.v. undirstrikar þetta betur en margt annað nauðsyn þess að gera tilteknar lágmarkskröfur varðandi form við gerð útboða og tilboða af þessu tagi,“ segir Ríkisendurskoðun. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.