Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 24. janúar 1991
Tíminn 17
STYRKUR TIL NOREGSFARAR
Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um
styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1991.
Samkvaemt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda fslending-
um að ferðast til Noregs. f þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum,
samtökum og skipulegum hópum férðastyrki til Noregs í því skyni að efla
samskipti þjóðanna, td. með þátttöku f mótum, ráðstefnum eða kynnis-
férðum, sem efnt ertil á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir
til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin em til skiptis á Norður-
löndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra
sem em styrkhæfir af öðmm aðilum."
[ skipulagsskránni segir einnig að áhersla skuli lögð á að veita styrki,
sem renna til ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað
í Noregi.
Hér með er auglvst eftir umsóknum frá þeim aðilum sem uppfylla fram-
angreind skilyrði. I umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda
þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæð,
sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, forsætisráðuneytinu,
Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. mars 1991.
Örugg og hröð þjónusta
BARÐINN hf.
Skútuvogi 2, Reykjavík
Símar: 91-30501 og 91-84844
BÍLALEIGA
AKLIREYRAR
Traustir hlekkir
í sveiganiegri keðju
hringinn í kringum lartdið
VETRARHJÓLBARÐAR
Nýir
fólksbílahjólbarðar
HANKOOK frá Kóreu
Gæðahjóibarðar á mjög
lágu verði frá kr. 3.180,-
TÖLVU-
NOTENDUR
Við í Prentsmíðjunni Eddu
hönnum,
setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða
fyrír tölvuvinnslu
Smiðjuveg: 3,
200 Kópavogur.
Sími 45000
Rafstöðvar
OG
dælur
FRÁ
Bílateigíi nteö útibú
ailt i kringum tandið,
gera jrér niöguíegf að ieigja bíi
á einum stað
og skila lionum á öðrtim.
Nvjustu
MITSUBISHI
bllarnir alltaf til taks
--/w
Revkjavík: 91-686915
Akureyri: 96-21715
llorgarnes: 93-71618
ísafjörður: 94-3574
lliönduós: 95-24350
Sauðárkrókur: 95-35828
Egílsstaðír; 97-11623
Vopnafjörður: 97-31145
Höfn í Hornaf.: 97-81303
ÓDÝRIR
HELGARPAKKAR
BENSÍN EÐA DIESEL
Mjög gott verð
Rafst.: 600-5000 w
Dælur: 130-1800 l/mín
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími 91-674000
John Travolta og Kelly Preston opinberuðu trúlofun sína í Gstaad í Sviss á gamlaárskvöld.
John Travolta loks
í það heilaga
Charlie Sheen gaf Kelly stóran og dýran demantshring í apríl 1989
til merkis um eilífa ást og tryggð. Einu ári síðar var því ævintýrí lok-
ið og Charíie gerði kröfu um að fá hrínginn aftur. Enn sem komið
er hefur Kelly ekki orðið við þeirri kröfu.
Hætt er við að mörg stúlkan verði
fyrir vonbrigðum þegar hún
kemst að raun um það að nú er
John Travolta endanlega genginn
henni úr greipum. Hann tók sig
nefnilega til í votta viðurvist á
gamlaárskvöld og bar upp spurn-
inguna „Kelly, viltu giftast mér?“
á glæsihóteli í Gstaad og var með
hringinn á lofti, sex karata dem-
antshring. Kelly var ekki sein að
svara játandi.
Kelly heitir Preston að eftirnafni
og er upprennandi kvikmynda-
stjarna. Hún er 28 ára og þetta er
ekki í fyrsta sinn sem dýrmætur
hringur hefur verið settur á fing-
ur hennar. Á síðustu þrem árum
hefur hún losað sig við einn eig-
inmann og tvo aðra sem aldrei
komust iengra en að verða h.u.b.
eiginmenn hennar.
Hún giftist mótleikara sínum
Kevin Gage 1985, en tveim árum
síðar var sá draumur búinn. Þá
tók við trúlofun hennar og leikar-
ans George Clooney. Hann var
víst ekki alveg nógu rómantískur,
gaf henni t.d. svart svín, Max að
nafni, í afmæiisgjöf þegar hún
varð 26 ára. Alla vega fór svo að
Keliy gaf þá yfirlýsingu áður en
árið var liðið að þessari sambúð
væri Iokið. Og að George fengi
forræðið yfir Max.
í apríl 1989 var Kelly skyndilega
komin með 200,000 dollara 25
karata demantstrúlofunarhring á
puttann. Hringurinn átti að sýna
eignarhald leikarans Charlie She-
en á dömunni. Það fór þó hvorki
betur né verr en svo að upp úr
þessari dýru trúlofun slitnaði í
apríl 1990 og þegar Charlie gerði
kröfu um að hringnum dýra yrði
skilað hlustaði Kelly ekkert á það.
Það er þess vegna kannski orðið
þröngt á fingrum hennar þessa
dagana, nema hún láti tilleiðast
að skila þeim stóra.
John Travolta hefur svo sem ver-
ið bendlaður við margar konur.
Hann var ekki nema 23 ára þegar
hann átti alvarlegt ástarævintýri
með leikkonunni Diana Hyland,
sem var 18 árum eldri. Árinu
seinna gaf hún upp öndina í örm-
um hans, banameinið krabba-
mein. Síðan komu þær hver af
annarri og náði slúðrið hámarki í
maí sl. þegar hommi einn lýsti
samskiptum þeirra í hinu trú-
verðuga blaði National Enquirer.
Sagan var borin til baka af um-
boðsmanni Johns Travolta.
En nú er þessi skrykkjótta fortíð
beggja að baki og vonandi tekur
bara við beinn og breiður vegur
hjónabandsins.