Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 24. janúar 1991 LESENDUR SKRIFA Opiö bréf til þingflokksformanna Ágæti þingflokksformaður. Við undirrituð teljum orðið tíma- bært að þingmenn taki mál lands- byggðarinnar til rækilegrar umfjöll- unar og vonumst við til þess að þú vekir máls á því mikilvæga máli í þínum þingflokki. Við erum ekki með þessu að biðja um nein kosn- ingaloforð, heldur að mótuð verði raunsæ og ábyrg grundvallarstefna í málefnum landsbyggðarinnar. Eins og málum er nú háttað er ekki um neina heildarstefnu að ræða, heldur virðist lánafyrirgreiðsla, styrkir frá hinu opinbera og fjárveit- ingar til framkvæmda vera tilviljun- um háð. Þar eigum við við, að þó svo að lánafyrirgreiðsla úr opinberum sjóðum komi sér í mörgum tilfell- um vel og beri tiiætlaðan árangur, þá er oft á tíðum öðrum atriðum í umhverfinu áfátt sem gerir það að verkum að fjárfestingin nær ekki að koma að fullum notum. Dæmið sem við undirrituð þekkj- um best af eigin raun er hótelupp- bygging okkar hér í Djúpuvík í Ár- neshreppi. Við fengum á sínum tíma góða lánafyrirgreiðslu til þeirra framkvæmda (úr Byggðasjóði og Ferðamálasjóði), en þrátt fyrir það er vegasamgöngum hingað ennþá þannig háttað að vegurinn hingað getur varla talist fær, jafnvel á sumr- in, nema jeppum og stærri bflum. Við heyrum þess fleiri og fleiri dæmi að fólk snýr hreinlega við rétt norð- an við Bjarnarfjörð og treystir sér ekki til að koma hingað norður. Þeg- ar við reynum að ýta á bætta þjón- ustu fáum við þau svör hjá Vega- gerðinni að það fáist engir peningar í veginn hingað!! Miðað við það ástand sem var á veginum seinni hluta sumars og í haust, þá væri nær og ábyrgðarminnst fyrir Vega- gerðina að lýsa bara veginn lokaðan á sumrin líka. Þegar svo er komið að talað er um að beita ítölu á sumum ferðamannastöðum á landinu, hlyti það að vera til bóta að akfært sé til þeirra staða landsins sem geta tekið á móti fleira ferðafólki. Við teljum að Strandir og Hornstrandir séu framtíðarperlur í íslenskri ferða- mannaþjónustu, að því tilskildu að íbúarnir hérna verði ekki allir orðn- ir uppgefnir á einangrun og sam- gönguerfiðleikum og farnir af svæð- inu þegar augu samfélagsins opnast. Þó svo að hér búi aðallega bænda- fólk og trillusjómenn sem ekki hafa tekjur af ferðafólki nema í litlum mæli, þá breytir það ekki því, að þetta landsvæði yrði talsvert fátæk- legra ef mannlífið hér væri látið deyja út. Eftir það yrðu hér aðeins nokkrar hræður á sumrin til þess að þjónusta þá sem hugsanlega þyrðu að leggja það á farartæki sín að ferð- ast um eyðibyggðina fyrir norðan Bjarnarfjörð. Skólamál eru annað stórt mál sem brennur á fólki úti á landsbyggð- inni. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi allra barna að geta lokið grunnskóla í sínum heima- högum. Landsbyggðarfólk á ekki að þurfa að senda óhörðnuðu ungling- ana sína í burtu, oft í aðra lands- hluta, til þess að Ijúka 9. og 10. bekk, eins og þarf að gera hér. Börn til sveita eru oft hrekkláusari og sak- lausari en börn í þéttbýli og geta því orðið auðveldari bráð hinna mörgu freistinga sem í þéttbýlinu finnast. Vegna sífelldrar kennarafæðar á landsbyggðinni gæti reynst erfitt að koma hér á viðunandi kennslu fyrir þennan aldurshóp. Sá skóli sem næst okkur liggur og gæti tekið við börnum okkar í áðurnefndar bekkj- ardeildir er Grunnskóli Hólmavíkur. Þangað er tæplega 2ja tíma akstur og aðeins 10 mínútna flugtími. En gallinn er bara sá að við þann skóla er engin heimavist, heldur er utan- bæjarbörnum komið fyrir á heimil- um í plássinu. Þetta er alls ekki góð lausn að margra mati og mjög brýnt að heimavist komist sem fyrst í gagnið. Þó þessi börn færu í ein- hverja aðra skóla á Vestfjörðum, þá er samgöngum innan Vestfjarða- kjálkans þannig háttað að útilokað er fyrir þau að komast heim nema um stórhátíðar, svo að þrautalend- ingin er oft sú að senda þau til Reykjavíkur. Eins og gefur að skilja er atvinnulíf hreppsins heldur fábreytt, nánast bara landbúnaður og trilluútgerð. Einu undantekningarnar eru hótel- rekstur okkar, rekstur kaupfélags, sláturhúss (á haustin), sparisjóðs, flugvallar og síðast en ekki síst barnakennsian. Það gefur því auga leið að hér þyrfti að gera átak í því að ------------------------------------------------------\ D* Þökkum innilega samúö og vinarhúg viö andlát og útför foreldra, tengdaforeldra, ömmu og afa Eiríku Jónsdóttur og Þorsteins Nikulássonar frá Kálfarvöllum. Guð blessi ykkur öll. Margrét Þorsteinsdóttir Guðmundur Þorsteinsson Jón Þorsteinsson Hulda Þorsteinsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Ása Þorsteinsdóttir Alda Þorsteinsdóttir og bamaböm. Bjami Jónsson Þórey Hjartardóttir Benedikta Þórðardóttir Hjamar Beck Ingvi Eiríksson Walter Borgar Sigurður Helgason ------------------------------------------------------\ n* Faðir okkar, tengdafaðir og afi Eggert Benónýsson útvarpsvirkjameistari Ljósalandi 16 verður jarðsettur frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. janúar kl. 13.30. Svala Eggertsdóttir Erla Eggertsdóttir Brynja Dögg Ingólfsdóttir Magnea Huld Ingólfsdóttir Gyða Mjöli Ingólfsdóttir Baldur Einarsson Ingólfur Antonsson skapa ný atvinnutækifæri. í fljótu bragði er ekki um margar leiðir að ræða á þeim vettvangi, en þær eru þó til þegar að er gáð, t.d. nýting á jarðhita sem finnst hér á tveim stöð- um. Einnig þarf að renna styrkari stoðum undir undirstöðugreinarnar landbúnað og fiskveiðar. Hvað land- búnaðinn varðar þarf að endurskoða og stækka búmark bændanna. Það er fáránlegt að sníða bændum hér það þröngan stakk að þeir geti varla dregið fram lífið. Þetta er eitt af fá- um riðuveikilausum svæðum á landinu og nóg er landrýmið til beit- ar. Auk þessa eru íbúar hér þannig í sveit settir að þeir geta ekki sótt í aðra vinnu, hversu mikið sem þeir þurfa á því að halda að auka tekjur sínar. Árneshreppur er í nálægð við gjöful fiskimið og hér hefur lengi verið stunduð trilluútgerð. Áður fýrr þurftu sjómenn um allt land að taka báta sína upp á land eftir hvern róður, en það mun nú heyra sög- unni til á flestum stöðum nema hér í sveit. Þetta kemur til vegna ófull- nægjandi smábátaaðstöðu, það er nánast hvergi í hreppnum hægt að vera öruggur með smábáta á floti ef eitthvað er að veðri. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur það ekki komið í veg fyrir sjósókn og í sumar var í fyrsta skipti gerð tilraun með það að senda fisk með flutningabfl til sölu á fisk- markaði í Reykjavík. Voru þeir sjó- menn sem að þessu stóðu mjög ánægðir með árangurinn. Þetta gerðist að vísu bara einu sinni í viku og yfir hásumarið og var því bæði of sjaldan og of stuttan tíma af árinu. Þar kemur ástand vegarins hingað norður aftur við sögu, því þó að menn vildu taka hinn kostinn að salta sjálfir, eins og þeir hafa alltaf gert, þá þarf náttúrlega að koma þeim afurðum frá sér líka, annað hvort með bíl suður eða í skip á Norðurfirði. Orkumál eru hér í sæmilegu lagi, en þó er það að mörgu leyti mjög bagalegt að hér er einungis eins fasa straumur. Það gerir það að verkum að breyta þarf eða sérsmíða t.d. frystivélar með ærnum aukakostn- aði. í vetrarveðrum má sjaldnast nokkuð út af bera, þá er orðið raf- magnslaust. Og þá er því miður oft- ar en ekki um dags eða daga raf- magnsleysi að ræða. Ef rafmagns- leysið varir lengur en tvo daga þá dettur símakerfið að hluta til út líka, því varaafl þess dugir yfirleitt ekki nema ca. tvo sólarhringa. Og þá er- um við illa sett víða úti á landi þar sem sums staðar er svo dreifbýlt að ekki sést einu sinni á milli bæja. Landsbyggðarfólk fær mjög sjaldan nokkrar upplýsingar um rafmagns- bilanir í sinni sveit í gegnum út- varpið, þó svo að ekki megi fara raf- magn af við eina götu í Reykjavík án þess að því sé útvarpað yfir landslýð. Við teljum nokkuð víst að ekki sé við Útvarpið að sakast í þessu efni, held- ur séu það viðkomandi rafmagns- veitur sem gleymi að láta neytendur fá fregnir af framvindu mála. En það hlýtur þó að liggja í augum uppi, hversu brýnt það er að geta fengið eitthvað að vita í gegnum „Útvarp allra landsmanna" þegar allt er raf- magns- og símalaust. Árið 1985 kom hingað sjálfvirkur sími, flestum til mikiilar ánægju. Þó er á þessu sviði einnig skorið við nögl sér við framkvæmdirnar, þann- ig að hér í Djúpuvík t.d. er útilokað að fá fleiri númer en þegar eru í notkun. Við undirrituð sóttum um það árið 1986 að fá 1 númer til við- bótar og auk þess símasjálfsala, en höfum ennþá ekki fengið, vegna þess að það sé svo dýrt að verða við þessu. Þetta stendur starfseminni hér fyrir þrifum á margan hátt. Að lokum langar okkur til að nefna einn málaflokk til viðbótar, en það er heilbrigðisþjónusta á landsbyggð- inni. Um þau mál hefur margt verið sagt og skrifað í gegnum tíðina, ekki síst núna upp á síðkastið. íbúar Ár- neshrepps fá læknisþjónustu frá héraðslækninum á Hólmavík og höfum við verið heppin miðað við önnur iæknishéruð sem oft hafa verið læknislaus langtímum saman. Álagið á lækna í einmenningshéruð- um er oft ótrúlega mikið, ekki síst þegar um stór eða dreifbýl læknis- héruð er að ræða. Fyrir þessa lækna er ekki til nein afleysingaþjónusta og þar af leiðandi komast þeir varla frá til að taka sér frí sem þeir þurfa þó meira á að halda en margir aðrir. Nú er héraðslæknirinn okkar búinn að segja upp (ásamt fleiri læknum í sömu sporum) og það virðist ætla að ganga erfiðlega að finna viðunandi lausn á þessu brýna máli. Möppu- dýrin í Reykjavík skýla sér á bak við „þjóðarsáttina" og telja sér ekki leyfilegt að bjóða þessum störfum hlöðnu mönnum einhverja umbun fyrir erfiði þeirra. Að okkar mati er það nánast siðlaust að búa svo illa að læknum sem vilja sinna störfum á landsbyggðinni, að þeir gefist upp eftir skamman tíma og eftir sitji fjöldi fólks, börn og gamalmenni án þeirrar sjálfsögðu læknisþjónustu sem allir landsmenn ættu að eiga kost á. í sumum tilfellum er ekki hægt að horfa eingöngu á kjara- samninga, það þarf Iíka að líta á hversu mikið erfiði liggur að baki því að sinna starfi sínu á viðunandi hátt. Eins og þú sérð á ofanrituðu, ágæti þingflokksformaður, þá er ekki mik- il von til þess að byggð haldist í landinu. Það er nefnilega varla hægt að benda á einn einasta málaflokk og segja að hann sé í mjög góðu lagi, heldur verður það að viðurkennast að áðurnefndir málaflokkar (sam- göngu- og ferðamál, skólamál, at- vinnumál/hafnarmál/kvótakerfi bænda, orku- og símamál og heil- brigðisþjónusta) eru meira og minna í fjársvelti. Það hlýtur að vera orðið tímabært að Alþingi taki það til rækilegrar umfjöllunar hvort byggð á að haid- ast sem víðast í landinu eða ekki. Ef byggð á að haldast verður líka að reikna með dreifbýlinu við gerð fjár- hagsáætlana og gera öllum íslend- ingum kleift að verða samferða inn í 21. öldina. Víða úti á landi er enn verið að berjast við sömu vandamál og barist var við í kringum 1950 eða jafnvel fyrr á öldinni. Hér í Árneshreppi stendur byggð höllum fæti og menn eru farnir að tala um að það sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort hér muni leggjast af öll byggð. En það er ekki með gleði í hjarta sem fólk ræðir þessi mál. Við þorum að fullyrða að ekki einn einasti hreppsbúi færi héðan af fúsum og frjálsum vilja. „Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til.“ Svona ástand stendur öllum fram- förum fyrir þrifum. Fólk hættir að þora að leggja peninga í það að bæta aðstöðu sína og jafnvel starfsmenn hins opinbera eru farnir að gera til- raunir til þess að stjórna búsetu í landinu með því að ákveða upp á eigin spýtur (eftir því sem við best vitum) að taka fjárveitingar frá ein- um stað og færa yfir á annan. Þess vegna á fólk út um allt land kröfu á því að fá að vita eitthvað um hvað framtíðin ber í skauti sér því til handa. Til að fyrirbyggja allan misskilning viljum við að lokum taka það fram að þetta bréf er skrifað algerlega á okkar eigin ábyrgð og ekki að áeggj- an eða undirlagi annarra. — En við erum þess fullviss að við tölum fyrir munn margra íbúa dreifbýlisins þegar við auglýsum hér með eftir allsherjarstefnu stjórnmálaflokk- anna í málefnum landsbyggðarinn- ar. Með vinsemd og virðingu, Ásbjöm Þorgilsson, Eva Sigurbjömsdóttir, Hótel Djúpavík, Ámeshreppi, Strandasýslu. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík 18.-24. janúar er í Háaleltisapóteki og Vesturbæjarapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar í sima18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar í slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i síma 22445. Apdtek Keftavíkun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frf- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Op- iö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fýrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og timapantan- ir í sima 21230. Borgafsprtalinn vaktfrá ki. 08-17 alla virka daga fýrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöirog læknaþjónustu erugefnar í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er ( sima 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keftavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspitallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotssprtali: Alla virka kl. 15til kl. 16ogkl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspítalinn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 ogeftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Faeðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heimsóknar- tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíö hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartiml alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjukrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkviliö og sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasími og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.