Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 24. janúar 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Augiýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideiid 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Frelsi Eystrasaltsþjóða För Jóns Baldvins Hannibalssonar til Eystrasalts- landanna er fyrir flestra hluta sakir merkilegt pólitískt framtak. E.t.v. verða áhrif heimsóknar íslenska utan- ríkisráðherrans ekki fullmetin nú þegar, en þeirra sér eigi að síður stað þar sem mestu varðar. Einkum skal á það bent að Jón Baldvin fór þessa för sem fulltrúi ffjálsrar og fullvalda smáþjóðar, sem for- ystumenn langkúgaðra Eystrasaltsþjóða líta á sem fyrirmynd þess sem þær stefna sjálfar að. Pólitískt fúllveldi og sjálfstæði íslendinga, ffamfarasókn ís- lensku þjóðarinnar undir merkjum þjóðlegs stjóm- málaffelsis og höfnun þess að tengjast stórríkjunum undir hatti miðstjómarkerfls einhvers ríkjabandalags- ins, allt em þetta stoðimar undir því áhrifavaldi sem íslenskur utanríkisráðherra getur sýnt við þær aðstæð- ur sem ríkja í Eystrasaltslöndunum. Þótt Jón Baldvin Hannibalsson kunni vel að fara með slíkt áhrifavald fyrir eigin hæfileika, sækir hann það eigi að síður til þjóðar sinnar. íslenska þjóðin má sín einhvers á al- þjóðavettvangi vegna stjómskipimar íslenska lýð- veldisins, hins stjómmálalega fullveldis íslensku þjóðarinnar. Án þess væm íslendingar ekki mikils megnugir, ekki mikils virtir. Fyrir þessar sakir hlaut forystumönnum og almenn- ingi í Eystrasaltslöndunum að vera styrkur að heim- sókn íslenska utanríkisráðherrans. En för Jóns Bald- vins hefúr ekki síður áhrif hér heima að því leyti til að utanríkisráðherra hefúr á greinargóðan hátt gefið Al- þingi skýrslu um ástandið í þessum löndum og þar með allri íslensku þjóðinni, sem óumdeilanlega er mikils virði að fá svo nánar fréttir af ógnum pólitísks óffelsis og yfírþjóðlegs drottnunarvalds, sem ffásagn- ir utanríkisráðherra bera vitni um. Þess er ennffemur að geta að með för utanríkisráð- herra hefur íslenskum stjómvöldum verið falið að koma á ffamfæri við önnur ríki, alþjóðasamtök og stofnanir áskomnum um að þau beiti áhrifúm sínum í þágu þjóðfrelsismála og annarra mannréttindamála í Eystrasaltslöndunum. Islensk stjómvöld og stjóm- málamenn munu fuslega taka að sér slíkt hlutverk, sem leggja ber áherslu á að er efnislega mikilvægt mál í þessu sambandi og meira en það eitt að kom skilaboðum á ffamfæri fyrir siðasakir. För utanríkisráðherra er enn ein staðfestingin á við- horfúm Alþingis, ríkisstjómar og íslensku þjóðarinn- ar í heild til sjálfstæðishreyfingar Eystrasaltsþjóð- anna. í nafni þjóðarinnar hefur Alþingi ítrekað lýst yfir stuðningi sínum við Eystrasaltsþjóðimar, síðast með þingsályktun 14. þ.m. þar sem ofbeldisaðgerðir sovéska herliðsins í Litháen em fordæmdar og sú yf- irlýsing gefin að „engin lausn sé viðunandi í málefn- um Eystrasaltsríkja önnur en fúllt og óskorað sjálf- stæði þeirra.“ Þar er einnig að finna áskomn á þjóðir heims, sérstaklega ríki Vesturlanda, „að veita Eystra- saltsríkjunum þann stuðning sem þau þurfa til að end- urheimta sjálfstæði sitt.“ íslenska þjóðin styður sjálfstæðishreyfmgu Eista, Letta og Litháa af heilum hug. GARRI Svavar Gestsson menntamálaráð- herra varö iyrstur íslenskra ráð- herra til að afnema Jjýðingarsltyldu á eriendu efnl í sjónvarpi. Þetta verk vann I ila, sem annast sjónvarpsrekstur í landinu. Þar með var forgángsretti íslenskunnar vikið til hliðar í stnfn- unum, sem vonað var að héldu áfram að vera útverðir gegn hættu- legri þrðun, scm sækir að máli okk- sama hætti og gildir um rekstur dagskrá. Núverandi breyting á út- á scrstöðu rikisrekins sjónvarps. Um leið og ástæða þótti til að heím- ila stöðvunum tveimur að cndursendingu á óþýddu erlcndu mælskurum íslensk mcnningarmál með allan kommahalann á eftir sér ættu menn að minnast þess að hann er sá maður sem mest óþurft- arverk hefur unnið á íslenskri menningu með því að heimila um saman á hvetjum degi. sem láta sér annt um ísJensku og þá Jöngu sögu sem henni fyfgir frá upphaft vega, hafa mótmæit, en miJáð úr afstöðu málvemdar- manna. EkJá hefur veriö rokió upp til handa og fóta með Jöngum sam- færi tfl að skýra fyrir áhorfendum sfjóm þessara máfa, og þá með tlHitl til þarfa islensJcs máls. Þessu tíma- bili er loldð fyrir tiiverlcnað yfir- stiómarinnar sjálfrar. Það liggur í ppi, að sérréttindi þeirra ern í gangi verða ekki varin. Hver sem vilJ i sem einkaréttarstofnun með sjáJf- virifri innheimtu afnotagjalda. Nú okkar er hentaöi ftoktó menntamálaráðhcrra mikiflar samvinnu í austurveg, voru ísJenslcunnar menn taidir þjóð- máJaráðherra að breyta rcgiugerð á ...iHil..... sjónvatpsstöðvum landsins. Þessi aðgerð þyðir í raun, að JoJdð er einlcarétti tiJ sjónvarpsrelcsturs í landinu. Cr því sem icomið er verð- ur óhjákvæmiiegt annaö en veita öllum sem vijja heimfld tfl sjón- og tómt máJ að taJa um sérrekstur ríkissjónvarps, Það lcerfi er hnmið. Vijji rfldð á annað borð reka sjón- M þeim, l vínna. ifvorici ríJdssjónvarp né Stöð 2 á málsvara, sem vilja að þessar tvær stöðvar haft einkarett á endur- varpi eriendra stöðva bér á JandL Rétturinn var svo ótvfræður í hönd- iiHumis íyrir útsendingar, yrðu útvarpslög brotfn eðare^ugerð «m útsendbig- ar. Stöð 2 hefur afltaf borið tak- reglugcrð í þessu cfni, enda miklir kaflar. Nú hófu þeir í Jeyfisieysi út- sendingar á eriendu og óþýddu fréttaefni. Uefði einitver heii hugs- heföi útsendingin aidrel fariö af stað. En af nokkurri reynslu vissi Stöð 2 við hvetja var að eiga. SjáJfur menntamálaráóherra reið svo á vað- þcim litlu sjónvarpsstöðvum sem hérrisaogbyggja mA á endurvarpi efnis M eriendum stöövum. Ekki er hægt að hafa lög f gfldi í landinu, aðeins tveimur sjón- isemi: um, sem ýmist eru þegar í gangí g, sem fyrir títinn pening tfl þeirra, sem vijja senda út Algjört siðleysi er, eftir það sem á undan er gengið að ætia að banna innlendum aðilum að endurvarpa eriendu efnL þótt stjórnvöJd vildu Jýsa yfir að Ld. Stöð 2 sé á ríkisframfæri. En hvað í 1 VÍTT OG BREITT Ofugsnúin mannréttindabarátta Fyrrum danskur ráðherra ber ábyrgð á morðum, limlestingum og nauðgunum og öðrum ofsókn- um á hendur Tamflum á Sri Lanka. Þessi norræni óþverri í ráðherra- stóli í hinni harðneskjulegu Dan- mörku stóð fyrir viðurstyggilegum glæpum sem framdir voru á varn- arlausu og ósjálfbjarga fólki af inn- rásarher, sem fer með báli og brandi og miklum hreðjum um byggðir Tamfla. Dómsmálaráð- herrann fyrrverandi veitti ekki við- stöðulaust leyfi fyrir því að fjöl- skyldur Tamíla, sem komust til Danmerkur, fengju þar innflytj- endaleyfi og braut með því alþjóða- lög og skuldbindingar margs kon- ar, sem Danir hafa tekið á sig. Dómsrannsókn stendur yfir í máli þessa ofstopamanns og eru spjótin jafnframt farin að berast að Schluter forsætisráðherra og spurning er uppi um hvort hann sé meðsekur. Allt þetta og miklu fleira kemur fram í Alþýðublaðinu 22. jan. sl. sem ungur maður, af myndinni af honum að dæma, sendir í greinar- formi frá Danmörku. Vel má vera að allt sé það satt og réttmætt sem borið er á fyrrum danska ráðherrann og mikil reið- innarskelfingarósköp er greinar- höfundur meðvitaður um eigin réttlætiskennd og svakalega ber hann góðan hug til ofsóttra Tamíla á eyjunni Sri Lanka á índlandshafi og síðast en ekki síst veit hann við hvern er að sakast varðandi hörm- ungar þeirra. Bakari hengdur fyrir smið Sé betur að gáð er í nær heilsíðu grein hvergi að finna ásökun í garð neinna annarra aðila um meðferð- ina á sakleysingjum á Sri Lanka en danskra ráðamanna. Samkvæmt skrifum Alþýðublaðsins hafa þeir einir brotið lög og mannréttinda- samþykktir. í framhjáhlaupi kemur upp úr dúrnum að það voru ekki beinlínis danskir ráðherrar sem voru að myrða gamalmenni, limlesta börn og nauðga konum. „Skv. heimild- um Amnesty International fóru indverskir hermenn um héruð ta- mfla með morðum, limlestingum og nauðgunum á óbreyttum borg- urum.“ Þar hafa lesendur það. Útvörður mannréttinda á Sri Lanka og hans líkar hafa ekkert við það að athuga hvernig indverskur innrásarher leikur innfædda Sri Lankabúa. Fyrst danskur dóms- málaráðherra hafði ekki rænu á að koma þeim undan og taka undir sinn verndarvæng er víst sjálfsagt að indverskir hermenn gefi öllum sínum fysnum lausan taum og er ekki við þá að sakast. Ofbeldið sýknað Enn síður bera indversk hernað- aryfirvöld sök á hermönnum sín- um og síst af öllum indverska stjórnin sem sendi herinn inn í Sri Lanka. Allur blóði drifinn glæpalýður þriðja heimsins þarf hvergi að svara tii saka fyrir gjörðir sínar og kynþáttaofsóknir og þjóðarmorð snerta hvergi við réttlætiskennd hippaliðs Norðurálfu. Allt það sem miður fer er rakið til Iýðræðisþjóðanna og stjórnvöld- um þar kennt um hvaðeina sem miður fer hvar sem er í heiminum. Að gera danskan ráðherra sekan um viðbjóðslega glæpi indverska hersins og indverskra stjórnvalda eru ær og kýr þeirrar öfughyggju sem telur allan málstað góðan nema lýðræðisríkjanna og gerir þau ábyrg fyrir öllum þeim enda- lausu mannréttindabrotum sem tíðkuð eru um mestallan heim. Það er einkenni allra málsvara einræðis og ofbeldis að það sé iausn á vandamálum annars og þriðja heimsins, að flytja fólkið þaðan til Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna. Með því sé því forðað frá ofsóknum og mannréttindabrot- um í heimalöndunum. Hins vegar dettur aldrei nokkrum manni í hug að krefja stjórnir ríkja þriðja heimsins um að virða mannréttindi og velferð þessa fólks sem þeir setja sig yfir. Her- hlauparar og böðlar heilla þjóð- flokka eru hvergi víttir eða krafðir um að fara að lögum. T.d. er indverska herveldið heilög kýr og er handhægt að húð- skamma danska ráðherra fyrir ódæðisverk þess og gera þá ábyrga. Umrædd grein í Alþýðublaðinu skiptir engum sköpum í samskipt- um þjóða og kynþátta. Hún er heldur engin nýlunda heldur höggið í margsundurtættan kné- runn. En þau viðhorf sem þarna koma fram eru meira en lítið við- sjárverð. Ef öllum syndum er ávallt og ein- hliða kastað á bak við lýðræðis- sinna Norðurálfu, sem virða mannréttindi, vita harðstjórar og kynþáttakúgarar þriðja heimsins að þeim er óhætt að fara sínu fram. Þeir eru aldrei krafðir ábyrgðar. Að ofsækja norrænan ráðherra fyrir viðbjóðslegt athæfi sem ind- verska stjórnin ber ábyrgð á er ekki aðeins ábyrgðarlaust heldur heimskulegt og hættulegt og ryð- ur enn frekara ofbeldi brautina. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.