Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 24. janúar 1991
VIÐSKIPTAMAL
EB:
Forysta Itala ekki
að skapi annarra
bandalagsríkja
Gianni de Michelis, hinn fyrirferðarmikli utanríkisráð-
herra Ítalíu, er að gera evrópska starfsfélaga sína grá-
hærða. Hamagangurinn í honum og stórstílshugmynd-
ir hans eru að ganga fram af útkeyrðum embættis-
mönnum samstarfsaðila Ítalíu í EB, sem nú gnísta
tönnum yfír aðferðum ítala til að koma málum sínum
fram.
Of margir fundir og
of lítill tími til að
undirbúa þá
ítalir, sem nú sitja í forsetaemb-
ætti bandalagsins hafa svo sannar-
lega verið framtakssamir, hug-
myndaríkir og aðferðir þeirra hafa
verið ólíkar fyrirrennara þeirra. En
embættismenn kvarta undan því
að þeir verði nú að mæta á of
marga fundi og hafi of lítinn tíma
til að undirbúa sig fyrir þá. Þeir
saka de Michelis og samstarfs-
menn hans um að einblína alltaf
stöðugt á stórkostlegan sjóndeild-
arhring, í stað þess að einbeita sér
að raunverulegum aðferðum til að
komast svo langt.
Nú eru EB-ríkin búin að heita því
að hefja víðtækar samningavið-
ræður um stjórnmálalega og efna-
hagslega sameiningu þegar í des-
ember nk., en embættismennirnir
óttast að smáhlutirnir sem halda
hjólunum gangandi séu langt í frá
að vera fyrir hendi. Nú, þegar sex
mánaða forsetaforysta ítala í EB er
hálfnuð, er stundaskráin sífellt að
verða ofmettaðri. Embættismenn
kvarta undan töfum á pappírs-
vinnu, illa skipulögðum fundar-
dagskrám, fundum sem ekki eru
skipulagður með fyrirvara og
fylgja síðan ekki þeim tíma sem til-
tekinn er.
Siðvenju hrundið á
fundi utanríkisráð-
herra
Snemma í október skarst í odda á
óformlegum fundi utanríkisráð-
herranna á Ítalíu. Að venju lá ekki
fyrir skipulögð dagskrá enda á
fundurinn að vera vettvangur fyrir
utanríkisráðherrana 12 til að
spjalla í hreinskilni um hvaðeina
sem þeim liggur á hjarta.
En í stað þess að fylgja venjunni
lagði starfsfólk Michelis fram skjal
með tillögu um sameiginlega
stefnu Evrópu í stjórnmálum og
öryggismálum og heilmargar
djarftækar áætlanir sem ollu
breskum embættismönnum
hrolli. „ítalirnir hafa hent þessu
óforvarandis framan í okkur. Þetta
eru nýjar hugmyndir sem de Mich-
elis hefur kastað fram,“ segir hátt-
settur breskur embættismaður.
Sá sami Breti lýsti ítalska utanrík-
isráðherranum, sem reyndar er
fyrrverandi prófessor í efnafræði
og höfundur bókar um nætur-
klúbba Rómar, svo að af honum
neistaði og hann væri alltaf að
senda frá sér gáfulegar upphrópan-
ir.
„Óvenjuleg og ein-
kennileg afstaða Breta“
Frakkar og Þjóðverjar voru að
vísu meðal þeirra þjóða sem gjarn-
an vildu ræða ítölsku tillögurnar,
en Bretar og Danir létu sér fátt um
finnast. ítalska utanríkisráðuneyt-
ið fór síðar út á ystu nöf þess orða-
forða sem viðgengst í diplómat-
íunni þegar það lýsti afstöðu Breta
sem „óvenjulegri og einkenni-
legri“.
Að nokkru leyti mættust þarna
ólíkar pólitískar hefðir, raunsæis-
stefna Norður-Evrópuríkja tekur á
sig mynd stjórnunarstfls sem fell-
ur ekki alltaf að þeim ítalska. ítalir
gripu til varnar fyrir stórbrotnar
hugmyndir sínar og sögðu að allar
þessar tillögur væru einfaldlega
andsvar við sögulegu tímabili í
Evrópu og hæfðu nútímanum.
ítalirnir héldu því fram að þær
væru ítölsk endurreisn hugmynda
til handa meginlandi sem verði að
horfast í augu við víðtækar breyt-
ingar.
ítalir verjast árásum
með gagnárás
ítalir hafa tekið illa upp gagnrýni
á forystu þeirra í EB og slegið frá
sér. Giovanni Castelanetta, tals-
maður utanríkisráðuneytisins,
hefur skrifað í The Wall Street
Journal til að mótmæla frásögn
blaðsins af skapraunum þeim sem
forysta ítala hefur valdið evrópska
samfélaginu.
Blaðið hafði haft eftir starfs-
mönnum Martins Bangemanns,
sem fer með iðnaðarmál af hálfu
Þjóðverja hjá EB, að hann hefði
sagt að hann „hefði ekki hug-
mynd“ um hvert yrði fundarefni
næsta fundar iðnaðarráðsins
vegna þess að ítalir hefðu ekki
frætt hann um það.
Gianni de Michelis, ítalski utan-
ríkisráðherrann, fer svo hratt yfir
og hefur svo víðan sjóndeildar-
hríng að starfsbræður hans frá
öðrum EB-löndum fýlgja honum
ekki eftir.
Til varnar afrekaskrá ítala tiltók
Castelanetta 11 dæmi um „raun-
hæft frumkvæði" ítala, og hélt því
fram að sumum þessum markmið-
um hefði verið náð.
Opinberlega eru viðbrögð ítala
undrun. ítalska utanríkisráðu-
neytið stendur á því fastar en fót-
unum að samviska þar á bæ sé í
góðu lagi. En þó að haft sé í huga
að ítalir tóku að erfðum heilmik-
inn lista um umbætur á bandalag-
inu, á sama tíma og geysilegar
breytingar eiga sér stað í Evrópu,
er augljóst að þeim hefur ekki
gengið eins hratt að nálgast aðal-
markmiðin á sviði bandalags milli
ríkisstjórna og efnahagsmála, og
írum og Frökkum þegar þeir
gegndu forystunni íyrir
skemmstu.
Deilur um Brússel
og Strasbourg
Nú eru jafnvel ítalskir fjölmiðlar
farnir að taka þátt í árásunum.
Dagblaðið La Repubblica í Róm
fjallaði um meinta óstjórn á áætl-
unum um að gera Strasbourg að
höfuðstöðvum Evrópuþingsins.
Það atriði hefur lengi verið.kapps-
mál embættismanna sem eru
orðnir þreyttir á að vera á sífelld-
um flækingi milli Briissel og norð-
ur- frönsku borgarinnar.
Meiriháttar deila er nú í uppsigl-
ingu á evrópska leiðtogafundinum
í Róm, þar sem Beigir munu berj-
ast fyrir því að þingið verði sett
niður í Brussel, þar sem 2.000
skrifstofur bandalagsins, til við-
bótar þeim sem fyrir eru, eru í
byggingu.
Frakkar hóta því að beita neitun-
arvaldi hverja þá ákvörðun sem
ekki dregur taum Strasbourg. De
Michelis veitti þeim þöglan stuðn-
ing sinn þegar hann sagði að ef
ráðstefna um öryggi og samvinnu í
Evrópu (RÖSE), sem haldin verður
í nóvember, velji Strasbourg sem
framtíðarstaðsetningu, þá ætti
Evrópuþingið að gera slíkt hið
sama.
Enn er ótekin ákvörðun um hvar
alríkisseðlabanka bandalagsins,
sem verður samferða sameiningu
EB- ríkjanna í eitt efnahagssvæði,
verði valinn staður. Álitið er að
nöldrið um forystu ítala í banda-
laginu þessa dagana blikni í sam-
anburði við það rifrildi sem á eftir
að verða vegna staðsetningar alrík-
isseðlabanka EB.
Mat Lawsons á inngöngu Bretlands í EMS
II. HLUTI
„Þótt, per impossible, Bundesbank
(ath. þýski seðlabankinn) yrði
gripinn óráði og byndi trúss við
verðbólgu, væri (Bretlandi) frjálst,
meira að segja í gengis- samknýt-
ingunni, að hækka gengi sterlings-
punds til að forðast smit. Það hrek-
ur bersýnilega þjóðsöguna um
„glötun fullveldis". Einungis höf-
um við tengt sterlingspund þýsku
marki vegna þess, að það kemur
okkur vel og agar okkur að nauð-
syn gegn verðbólgu um fyrirsjáan-
lega framtíð.
Þyngra vegur sú mótbára efa-
semdarmanna, að þá Bretland sé í
(samknýtingu gjaldmiðla) komið,
muni fé streyma yfir í hágæða-
gjaldmiðil sem sterlingspund og
knýja okkur til að lækka vexti
meira en samræmist þörfum
stefnu í peningamálum til að halda
(gengi) sterlingspunds innan
marka gengis-samknýtingarinnar.
Líklegt er satt að segja, að í önd-
verðu verði skeið óróa. Með tilliti
til þess var það rétt af ríkisstjórn-
inni að ganga til (gengis-samknýt-
ingarinnar) með víð mörk fyrst í
stað sem hin spænsku, eins og ég
lagði til í stuttu framlagi mínu til
umræðnanna um fjárlögin í ár, —
þótt ég voni, að innan t.d. sex mán-
aða megi hverfa til þrengri marka.
(Af tæknilegum ástæðum tel ég, að
betur fari á, að hin þröngu mörk
verði plús eða mínus 3% fremur
en plús eða mínus 2 1/4 sem nú, en
það varðar ekki miklu.)
En meginatriðið er, að fátíðir og
skammvinnir verði væntanlega
þeir árekstrar, sem efasemdamenn
óttast. Sú hefur vissulega verið
reynsla skipunar evrópskra pen-
ingamála (EMS) þau 11 ár, sem
hún hefur viðgengist. Þegar mjög
mishá verðbólgustig voru í aðild-
arlöndum, þá voru vextir það líka.
Og gildar ástæður liggja til þess.
Til umræddra árekstra kemur því
aðeins, að markaðnum fatist,
þ.e.a.s. að markaðnum sjáist yfir
þann verðbólgu-þrýsting, sem
þröngvar (aðildar)landi til að hafa
háa nafnvexti á einum eða öðrum
tíma. Ef markaðurinn áttaði sig á
því, óttaðist hann, að af óhóflegri
lækkun vaxta hlytist, að jafngengi
(parity) yrði ekki uppi haldið, og að
gjaldmiðillinn nyti þess sakir af-
rakstrar (af verðbréfum). Að sjálf-
sögðu getur markaðnum skjátlast,
og skjátlast; en eins og ég hef sagt,
er það í rauninni sjaldan og um
stuttan tíma, og þá ber við að
bregðast með íhlutun (til að halda
uppi stöðugleika (gengis)).
Alröng er sú skoðun, sem sums
staðar heyrist, að dylja skuli
óhyggilega lækkun vaxta, en vega
upp á móti henni með hertum fjár-
lagatökum, hærri sköttum. Það
væri í senn mjög viðsjárvert og
mestmegnis til lítils að reyna að
beita þeim fjárlagatökum.
■ ■■ ■ -r ■ on W Cl). Var álitsgerðin ti lefni áreiðanlega kostnaði? ... Hag- stofn iinarinnar, sem eiga meira
umfjöllunar í Economist 15. fræðingar, sem kynnt hafa sér afolfi r og gasi í jörðu. Kostnaður
september 1990: málin, hafa aðallega fengist við þróur tarlanda af því að halda út-
„í fyrsta lagi spyr starfshó pur- framsetningu ágiskunartalna um streyi ni kolefnistvísýrings við
ur munu á, að lofttegundir, út- 11111, HVG UllEll U|iJiLHLLlll gengist á reikistjömu v orri, einn mikilsvirtur hagfræðingur, til 10 l X tlilV*' Mlg pCSð ÍRCIUI il At % (í Kína) af vergri þjóðar-
blásnar eöa að öðruni hætti hvort sem er með tUlltí til al )SÓ1- William Nordhaus við Yale-há- framl eiðslu þeirra.“
leystar úr læöingi, einkum kol- efnistvísýringur, eyði ózonlagi til iHÚlkú cötí áölu^Uildillð Og svarið er tim aðlögunarh efni. æfni skoldf reyut koiuá tólmu yflr mTcJ) ávinninginn... Alan Manne við fyrirv :a verður slikum tölum með ara. örlítil breyting á for-
yfir lofthjúpi hnattarins, þannig 0,1 stig á áratug, en um 2,5 stig Stanford University og Richard sendi im framreikninga um Öld
að andrúmsloft fari hitnandi. um absólút möric. Alþjóc Hegt Richels við Electríc Power Rese- hleðu r feiknarlega upp á sig. Ro-
Um það vandamál hefur alþjóð- samkomulag um veradun ve ður- arch Institute telja, að kostnaður bert 1 ViIIiams við Centre for En-
leg ráðstefna verið boðuð og fars setti á jörðu allri skorðu r við Bandaríkjanna af því að halda til ergy md Environmental Studies
margt er um það rætt og ritað. I útblæstri kolefnistvísýrings út í 10. í aldarloka útblæstri kolefniství- við ‘rinceton- háskóla hefur
sumar kom út í enskri þýðingu andrúmsloftlð fram til 210 sýrings á sama stigi sem 1990 vakið máls á, að áreiðanieiki at-
álitsgerð hollenskra sérfræðinga álitsgerðinni er talið, að jii rðin og að minnka hann síðan um hugai ía Manne og Richels fari
á sviði veðurfars og orkumála, geti enn í 55 ár tekíð við út- fimmtung, næmi um 3% vergrar mjög eftir því, að þeír hafi komið
Energy Policy in the Green- blæstri kolefnistvísýrings í nú- þjóðarframleiðslu, þegar liðlð réttrn n tölum yfir sjáifkrafa (au-
house: From Warming Fate to verandi mæli...“ væri fram tíl 2030. Kostnaður- tonor nous) hækkandi nýtingar-
Warming Limlt (Earthscan Pucl- „Svarar ávinningur af þ\ n að inn yrði minni fyrir önnur aðild- stig c rku.“
ications, 3 Endsleigh St., Lond- hefta upphitun (lofthjúps) j: irðar arlönd Efnahags- og framfara- Stígandi