Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. janúar 1991
Tíminn 3
/ /
Læknadeilan er enn óleyst en fundur er boðaður hjá sáttasemjara í dag:
Sérfræðingar sinna nú
aðeins bráðatilfellum
Samningafundir í kjaradeilu
sjúkrahúslækna og ríkis og borgar
hafa verið haldnir hjá sáttasemjara
alla þessa viku en enn hafa þeir ekki
borið árangur. Fundur var haldinn á
mánudag sem stóð fram á kvöld og
þegar menn gengu til fundar á
þriðjudag báru menn þá von í
brjósti að samkomulag væri í sjón-
máli en svo reyndist ekki vera, og
eftir langan fund sem lauk seint á
þriðjudagskvöld var deilan enn
óleyst.
Nú hafa sérfræðingar starfandi á
sjúkrahúsunum boðað að þeir sinni
einungis bráðavöktum. Þetta kom
fram á fundi sem haldinn var hjá
læknaráðum sjúkrahúsanna sl.
sunnudag.
Sérfræðingar hafa tekið vaktir að-
stoðarlækna frá því í desember, en
aðstoðarlæknar takmörkuðu yfir-
vinnutíma sína í 90 tíma á mánuði
frá 1. desember sl. til að þrýsta á
kröfur sínar.
Örn Smári Arnaldsson, formaður
læknaráðs Borgarspítalans, sagði að
„það væri greinilegt að sérfræðingar
væru orðnir langþreyttir á því að
standa vaktir aðstoðarlækna auk
sinna vakta, eins og þeir hafa gert
síðan í byrjun desember, og það er
greinilegt að það er að verða ákveð-
inn samdráttur."
„Á fundinum á sunnudag var verið
að mælast til þess að sérfræðingar
sinntu fyrst og fremst bráðatilfell-
um, því þeim verður að sinna og
myndu því draga úr annarri starf-
semi,“ sagði Örn Smári í samtali við
Tímann í gær.
með næstu mánaðamótum. Þeir
hafa tveggja mánaða uppsagnarfrest
og myndu því hætta á sjúkrahúsun-
um frá 1. apríl nk. ef kjaradeilan
verður ekki leyst.
Örn Smári sagði að ef til þess kæmi
myndi skapast verulega slæmt
ástand á sjúkrahúsunum. „Ég býst
við því að það þyrfti að draga mikið
saman, það hlýtur að verða veruleg-
ur samdráttur í sjúkrahússtarfsem-
inni ef staðan fær að þróast í það.“
Verslunarráð íslands:
VILL LATA LÆKKA
FASTEIGNAGJÖLD
í bréfí sem Verslunarráð ísland
sendi til sveitarstjóma varar ráðið
eindregið við því að hækka álögur á
fyrirtæki við gerð fjárhagsáætlana
fyrir yfírstandandi ár vegna þess að
atvinnureksturinn þoli ekki hærri
álögur. Einnig hvetur ráðið öll
sveitarfélög til þess að lækka fast-
eignagjöld og þá ekki síst þau sem
hafa hækkað álögur á fyrirtæki á
núverandi samdráttartíma í at-
vinnulífínu og mótmælir sérstak-
lega áformum um að nota sorpeyð-
ingargjald til þess að íþyngja at-
vinnurekstrinum.
Þá vekur Verslunarráðið sérstaka
athygli á því að fasteignagjöld fyrir-
tækja utan Reykjavíkur hækkuðu al-
mennt á síðasta ári vegna þess að þá
var tekin upp viðmiðun við fast-
eignaverð í Reykjavík við ákvörðun
gjaldstofns. Ráðið bendir ennfremur
á að 12% hækkun fasteignamats
milli ára sé tæpast í samræmi við al-
Aðstoðarlæknar hafa hótað því að menna verðþróun á atvinnuhús-
segja allir upp störfum sínum frá og
Á myndinni sjáum vjð þau sem hafa veg og vanda af Myrkum músík-
dögum. Frá vinstrí: Öm Óskarsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Karólína
Eiríksdóttir og Leifur Þórarínsson.
Tónskáldafélag íslands:
MYRKIR MÚSIKDAGAR
VIKUNA 9.-16. FEB.
Vikuna 9.-16. febrúar nk. mun Tón-
skáldafélag íslands standa fyrir
Myrkum músíkdögum. Að sögn
Hjálmars H. Ragnarssonar er mús-
íkdögunum ætlað að vera einhvers
konar ljósskíma í myrkasta skamm-
deginu enda sé aldrei eins mikil
ástæða og nú að lífga upp á tilver-
una og leiða hugann aðeins frá
hörmungum í heiminum sem nú
dynja yfir.
Hjálmar sagði einnig að músíkdag-
arnir væru sannkölluð tónlistar-
veisla enda væri boðið upp á níu
tónleika á átta dögum þar sem fjöldi
tónlistarverka væri fluttur og þarna
fengju íslendingar tækifæri á að
heyra sumt af því nýjasta erlendis
frá. Myrkir músíkdagar hafa verið
haldnir frá 1980 og núna verða flutt
fjölmörg íslensk tónverk á hátíðinni
og sum þeirra frumflutt. Þá verður
næði, allavega ekki á þeim eignum
sem keyptar hafa verið á nauðungar-
uppboðum í kjölfar gjaldþrota fyrir-
tækja.
„Nýtt gjald, sorpeyðingargjald, hef-
ur komið inn f fjárhagsáætlanir ým-
issa sveitarfélaga við gerð þeirra nú.
Verslunarráð telur óeðlilegt að
leggja slíkt gjald á fyrirtæki án þess
að fasteignaskattur lækki á móti. Má
benda að Reykjavíkurborg hefur
þann hátt á. Yfirstandandi ár er
þriðja samdráttarárið í röð í at-
vinnulífinu. Verulegt magn af at-
vinnuhúsnæði stendur ónotað
vegna þess að fyrirtæki hafa lagt upp
iaupana. Leiga á atvinnuhúsnæði
hefur lækkað a.m.k. um fjórðung
samkvæmt mati þeirra sem til
þekkja. Fasteignagjöld og önnur
gjöld á atvinnuhúsnæði eru því sér-
staklega íþyngjandi fyrir atvinnu-
reksturinn eins og nú er ástatt og
hefur Verslunarráð þegar farið fram
á það við Reykjavíkurborg að hún
lækki þau ef nokkur kostur er,“ seg-
ir ennfremur í bréfinu.
khg.
Rafmagnssala Lands-
virkjunar til (slenska
stálfélagsíns:
Lausna
er enn
leitað
Bræðsluofninn hjá íslenska
stálfélaginu sem valdið hefur
rafmagnstruflunum hefur verið
í rekstrí af og til um þessar
mundir og er unnið að því að
fínna varanlegar úrbætur. Hefur
Landsvirkjun verið að aðstoða
íslcnska stálfélagið hf. í þeim
efnum, auk þess sem Lands-
virkjun hefur unnið að raæling-
um og staðsetningu á spennu-
sveifíum í raforkukerfinu vegna
bræósluofnsins.
Guðmundur Helgason, rekstr-
arstjóri hjá Landsvirkjun, segir
að bræðsluofninn valdi enn
truflunum, „athuganir á úrbót-
um standa yfír og verða niður-
stöður skoðaðar áður en tekin er
ákvörðun um hvort rekstur
ofnsins verði einungf s leyfður að
næturlagi,“ sagði Guðmundur t
samtali við Tímann í gær.
En Landsvirkjun tók ákvörðun
um það í síðustu viku að rekstur
ofnsins verði aðeins leyfður að
næturlagi, þ.e. frá kl. 0:00 til kl.
8:00 frá og með næstu viku ef
úrbætur hafa ekki fundist, og
verður haldið slíkum rekstri þar
til varanlegar lausnir hafa fund-
ist
LAUNAGREIÐENDUR
Innheimta
tryggingagjalds
sérstök áhersla lögð á flutning nýrr-
ar franskrar tónlistar og af því tilefni
mun hópur franskra hljóðfæraleik-
ara koma til landsins og leika á há-
tíðinni.
Þá munu ýmsir aðrir frábærir lista-
menn leika á hátíðinni, m.a. Manu-
ela Wiesler flautuleikari, Edda Er-
lendsdóttir píanóleikari, Roger
Carlsson slagverksleikari, Kammer-
sveit Reykjavíkur, Caput hópurinn,
Sinfóníuhljómsveit íslands og hinn
nýstofnaði Reykjarvíkurkvartett
sem heldur sína fyrstu tónleika á há-
tíðinni.
Aðstandendur hátíðarinnar segja
að allir eigi að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi á hátíðinni, auk þess
sem fólki gefst tækifæri á að heyra
splunkunýja tónlist enda sé umfang
hátíðarinnar mikið og fjöldinn allur
af góðum listamönnum. khg.
Þann 1. janúar 1991 komu til fram-
kvæmda lög um tryggingagjald.
Tryggingagjald er sérstakt gjald sem
launagreiðendum ber að inna af
hendi af vinnulaunum, reiknuðu
endurgjaldi o.fl. Með því er sameinuð
innheimta launatengdra gjalda.
Tryggingagjaldið kemur í stað
launaskatts, lífeyristrygginga-
gjalds, slysatryggingagjalds,
atvinnuleysistryggingagjalds
og vinnueftirlitsgjalds.
Gjaldstig
tryggingagjalds
Tryggingagjald er lagt á í tveimur
gjaldflokkum, þ.e. sérstökum og
almennum.
•í sérstökum gjaldflokki er gjaldið
2,5% af gjaldstofni. í þeim flokki eru
landbúnaður, iðnaður og sjávar-
útvegur.
• í almennum gjaldflokki er gjaldið
6% af gjaldstofni. í þeim flokki eru
allar aðrar gjaldskyldar atvinnu-
greinar sem ekki falla undir sérstak-
an gjaldflokk.
Gjalddagi og eindagi
Gjalddagi tryggingagjalds er 1.
dagur hvers mánaðar vegna launa
næstliðins mánaðar og eindagi er
14 dögum síðar.
Gíróseðlar
Á næstu dögum fá launagreið-
endur sendan áritaðan gíróseðil
vegna tryggingagjalds með upp-
lýsingum um greiðanda, greiðslu-
tímabil o.fl. Skil er unnt að gera í
öllum bönkum, sparisjóðum og
pósthúsum hjá innheimtumönnum
ríkissjóðs, í Reykjavík hjá tollstjóra.
Þeir sem ekki hafa gíróseðil en
þurfa að standa skil á trygginga-
gjaldi geta fengið sérstakan greiðslu-
seðil, RSK 5.28, hjá innheimtu-
mönnum tryggingagjalds.
Upplýsingabæklingur
Nánari upplýsingar um trygginga-
gjald er að finna í sérstökum upplýs-
ingabæklingi sem sendur verður
launagreiðendum á næstu dögum.
m
RÍKISSKATTSTJÓRI