Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 4
4 Kminn
Fimmtudagur 24. janúar 1991
ÍSRAEL MUN GERA
GAGNÁRÁS Á ÍRAKA
Þjoðverjar hjalpa
Israelsmönnum
Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, tilkynnti í gær að Þjóðverjar
ætluðu að veita ísraelsmönnum tafarlausa fjárhagsaðstoð og að
Hans-Dietrich Genscher mundi fara í opinbera heimsókn til ísra-
els til að sýna samstöðu með þeim.
„ísrael á skilið allan þann stuðn-
ing sem við getum veitt á þessum
erfiðu tímum,“ sagði Kohl á
fréttamannafundi sem hann hélt
eftir að írakar gerðu þriðju árás-
ina á ísrael með þeim afleiðingum
að 3 Jétust og 96 slösuðust Hann
fordæmdi árásina harkalega. Kohl
sagði að Genscher og aðrir leið-
togar hclstu stjórnmálaflokka í
Þýskalandi mundu heimsækja
ísrael, eins fljótt og unnt væri, til
að undirstrika stuðning Þjóðverja
við ísrael. Kohl sagði einnig að
ákveöið hefði verið að veita Isra-
elsmönnum fjárhagsaðstoð að
upphæð 250 milljóna marka (5
milljarðar ísl. kr.) sem ætti að
vera varið til mannúðarmála.
Gyðingar í Þýskalandi hafa mót-
mælt hve Þjóövcrjar hafa hingað
til stutt lítið við bakið á fjölþjóða-
hemum í Saudi-Arabíu og ísraels-
mönnum og þeirri staðreynd að
mörg þýsk fyrirtæki seldu Irökum
vopn. En á móti hafa friðarsinnar
í Þýskalandi mótmælt afskiptum
Þjóðverja af stríðinu og sést hafa
mótmælaskiiti sem á stendur
„Gangi þér vel, Sam frændi“ og
„Gyðingar eru aftur hræddir við
þýskt gas“ og er þá vísað til seinni
heimsstyijaldarinnar og þess að
þýsk fyrirtæki hjálpuöu írökum
við framleiðslu efnavopna.
Þjóðvetjar hafa sent 18 orrustu-
þotur til 'iyrklands til vamar gegn
árásum iraka á landið, en þeir
mega ekki samkvæmt alþjóðalög-
um frá seinni heimsstyijöldinni
taka þátt í hemaðaraðgerðum ut-
an bemaðarsvæðis NATO.
Skattahækkanir?
Kohl sagði að hann útilokaði ekki
þann möguleika að ffamlag Þjóð-
veija vegna stríðsrekstrar banda-
manna mundi hafa í för með sér
skattahækkanir. Þjóðveijar hafa
lofað að leggja fram 3,3 milljarða
marka (um 120 milljarðar ísl. kr.)
og fyrirhuga að auka við þá upp-
hæð. Pjármálasérfræðingar hafa
getið sér til um að viðbótarfram-
lag Þjóðverja til stríðsrekstrarins
geti orðið allt upp í 10 milljarðar
marka (360 milljarðar ísl. kr.).
Kohl sagði að auka þyrfti tekjur
rílrisins til þess að fjármagna að-
stoðina og skattahækkanir væru
einn möguleiki. Reuter-SÞJ
Peter Amett á Hótel Sögu árið 1986 þegar leiðtogar stórveldanna fund-
uðu á íslandi.
Vamarmálaráðherra ísraels sagði í gær að ísraelsmenn mundu svara
eldflaugaárásum íraka á ísrael. Hann sagði einnig að þeir mundu taka
tillit til óska Bandaríkjamanna og svar þeirra mundi kannski dragast.
„Við verðum að taka tillit til ykkar (Bandaríkjamanna) og gerum
það,“ sagði vamarmálaráðherrann.
Hann talaði við fréttamenn eftir
skyndifund helstu her- og stjórn-
málaleiðtoga f ísrael, sem haldinn
var í gærmorgun vegna þriðju eld-
flaugaárásar íraka á Israel frá því að
stríðið hófst. Hún var sú skaðsamasta
til þessa. í Tel Aviv létust 3 menn og
96 slösuðust þegar Scudeldflaug
komst í gegnum Patriotvarnarkerfi
sem ísraelsmenn höfðu fengið ný-
lega frá Bandaríkjamönnum. Tveim-
ur Patriotflugskeytum var skotið á
móti flauginni en misstu bæði
marks.
Patriotvarnarbúnaður-
inn klikkar
Patriotvarnarbúnaður Bandaríkja-
manna er farinn að klikka. Loftvam-
arflautur í Dhahran fóru í gang í gær
og átta Patriotflugskeyti fóru á loft.
Engin Scudflugskeyti voru hins veg-
ar á leiðinni og gaf Patriotvamarkerf-
ið falska viðvörun, samkvæmt upp-
lýsingum breska hersins. Patriot-
flugskeyin féllu því ósprungin á
borgina. Slík mistök eru dýr, því
hvert Patriotflugskeyti kostar 1 millj-
ón dollara. Þá misstu tvö Patriotflug-
skeyti af Scudflugskeytinu sem lenti í
Tel Aviv, eins og áður segir.
Bagdad
írakar em nú famir að spara olíu
fyrir herinn, því árásir bandamanna á
olíuhreinsistöðvar íraka hafa verið
árangursríkar. íraska olíumálaráðu-
neytið tilkynnti í útvarpinu í Bagdad
í gær að sölu eldsneytis til almenn-
ings yrði hætt í stuttan tíma til þess
að tryggja nægt magn fyrir starfsemi
ríkisins.
íbúar Bagdad eru komnir yfir byrj-
unaráfallið sem stríðið hafði, að sögn
Peters Arnett, sem er eini vestræni
fréttamaðurinn sem er eftir í Bagdad.
Hann sagði að matvæli væru farin að
streyma til borgarinnar og vatns-
tankbílar einnig. Matvæla- og vatns-
skortur hefur hrjáð borgarbúa síðan
stríðið braust út. Reuter-SÞJ
Ein Scud-eldflaug komst í gegnum
Patriot-vamarkerfiö. Reutermynd
Einn fréttamaður
eftir í Bagdad
Aðeins einn fréttamaður er nú eftir í Bagdad, en írakar hafa vísað öllum
öðrum úr landi.
Þessi fréttamaður heitir Peter Amett og starfar fyrir CNN-sjónvarpsstöð-
ina. Peter Arnett er gamalreyndur í faginu og kom m.a. hingað til íslands ár-
ið 1986 þegar forsetar stórveldanna funduðu í Höfða.
Persaflóastríðið:
Landher
aðverða
tilbúinn
Miklir flutningar landhers banda-
manna til landamæra Kúvæts og ír-
aks hafa nú staðið yfir. Hermenn,
skriðdrekar, stórskotalið o.s.frv.
hafa stíflað alla vegi til landamær-
anna. Hemaðarsérfræðingar telja
að herinn sé alveg að verða tilbú-
inn. Von er á þremur landherdeild-
um frá Þýskalandi.
írakar hafa 545 þúsund hermenn,
sem hafa grafið sig niður í Kúvæt og
írak nærri landamærum Saudi-Ar-
abíu og þar af eru rúmlega 100 þús-
und í úrvalssveitum íraska hersins
sem em vel tækjum búnar. íraska
flughernum hefur nánast ekkert
verið beitt og bandamenn ráða há-
loftunum. Flugvélar þeirra hafa far-
ið f yfir 10 þúsund árásarferðir til að
veikja íraska herinn og draga þannig
úr mannfalli bandamanna þegar
landherinn lætur til skarar skríða.
Bandamenn hafa lýst því yfir að
flugvélarnar hafi náð 80% árangri,
en þær raddir hafa heyrst, meðal
annars frá sovéskum hershöfðingj-
um, að árangurinn sé ekki nema
10%.
Fjölþjóðaherinn telur nú um 660
þúsund hermenn og þar af eru um
474 þúsund bandarískir.
Þeir sem eru hvað svartsýnastir
telja að árás landhersins geti tafist
fram í miðjan febrúar, en margir
telja að árásin geti orðið núna á
næstu dögum.
Nokkrar skærur hafa orðið milli
landherjanna, en aðeins fáeinir kíló-
metrar eru nú á milli. Tveir her-
menn bandamanna særðust lítillega
og sex íraskir hermenn hafa verið
teknir til fanga, að sögn fréttafull-
trúa Bandaríkjahers.
Reuter, Sky - SÞJ
Bandamenn með áróður
spyrnumannanna. Engin viðbrögð
komu frá Pentagon, en það hefur ver-
ið staðfest hjá fjölþjóðahernum í
Saudi-Arabíu að þeir dreifi áróðurs-
ritum í þeim tilgangi að hvetja íraska
hermenn til að strjúka úr íraska
hernum til að forðast sprengjuregn
bandamanna. Reuter-SÞJ
HERMENN TAKA DAGBLAÐAPAPPIR
Flugvélar bandamanna dreifa áróð-
ursritum yfir íraska hermenn, sam-
kvæmt upplýsingum frá andspymu-
hópi í Kúvæt.
Talsmaður andspyrnuhópsins í
Washington dreifði sýnishornum af
áróðursritunum til fréttamanna á
þriðjudag. Ritin eru í teiknimynda-
stíl og textinn á arabísku. Myndirnar
sýna einn skriðdreka í ljósum Iogum
og annan í sprengjuregni frá flugvél
bandamanna. Fyrir neðan þessa
mynd er hræddur íraskur hermaður
sem á að vera að ímynda sér útför
sína og hugsa sem svo: ,Að dvelja
hérna er sama og að deyja hérna!“ Yf-
ir myndunum stendur: „Öflug skot-
vopn, langdræg vopn og gereyðing-
arvopn," samkvæmt þýðingu and-
Vopnaðir sovéskir hermenn tóku
geymslu undir dagblaðapappír í
miðborg Vilnius í Litháen í gær, að
sögn talsmanns litháíska þingsins.
Talsmaðurinn sagði að tveir félagar
úr kommúnistaflokki Litháens
hefðu verið í fylgd með hermönnun-
um. Annar þeirra sagði að þeir væru
að fylgja tilskipun forsetans. Engin
ofbeldisverk voru framin.
Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna,
sakaði Eystrasaltslýðveldin um
ástandið á þriðjudag, en lofaði opin-
berri rannsókn á ofbeldisverkunum
sem hefðu verið framin í lýðveldun-
um. Hann krafðist einnig þess að
lýðveldin afnæmu lög sem hann
sagði að stönguðust á við sovésk lög
og tröðkuðu á rétti rússneskra
minnihlutahópa, sovéska hersins og
fjölskyldum þeirra. En forseti Lett-
lands, Anatolijs Gorbunovs, sagði að
Lettland mundi ekki virða kröfu
Gorbatsjovs. Reuter-SÞJ