Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.01.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. janúar 1991 Tíminn 9 AP UTAN Til að skilja Argentínumenn þurfa menn að lesa: Kaf ka og kóraninn Aldrei hafa vissar ættir safnað jafnóskammfeiliö að sér völdum og ítökum í ríkiskerfi Argentínu og undir forsetastjóm Menems. Það er fyrst og fremst fólk af arabísku bergi brotið sem nýtur góðs af spillingunni. Á hverjum fimmtudegi, þegar „mæðurnar frá Plaza de Mayo“ minna á fómarlömb argentfnsku herforingjastjómarinnar fyrir framan forsetahöllina í Búenos Mr- es, kemur saman um 30.000 manna hópur þögulla karla, kvenna og bama fyrir framan aðsetur héraðs- stjórnarinnar í San Fernando de Catamarca, í 800 km fjarlægð frá höfuðborginni. Rétt eins og mæð- urnar frægu ber fólkið spjöld, þar sem krafist er „réttlætis" og „refs- ingar til handa hinum seku“. En glæpurinn sem þetta fólk krefst að sé upplýstur er ekki nema nokk- urra mánaða gamall. Og þeir sem bera ábyrgð á honum álíta mót- mælendur ekki að tilheyri her- mönnum einræðisstjómarinnar sem var, heldur sé þá að finna í hér- aðsstjóminni í Catamarca. Óupplýst morð og grunaðir ór hópi for- réttindastéttar í byrjun september sl. fúndu land- búnaðarverkamenn limlest lík 17 ára stúlku, Maríu Soledad Morales, við vegbrún nærri San Fernando. A.m.k. þrír menn höfðu nauðgað stúlkunni og líkami hennar bar merki pyntinga. Sjónarvottar höfðu orðið vitni að því, að því haldið er morðnóttina, þegar María Soledad steig inn í bíl Guillermos Luque, 24 ára gamals sonar embættismanns úr flokki perónista í héraðinu. Dómsyfirvöld í Catamarca rann- sökuðu málið hangandi hendi. Vís- bendingar vom afmáðar. Völd til slíks framferðis hefur aðeins einn maður í Catamarca, perónistinn Ramón Saadi, héraðsstjóri og verndari embættismannsins sem liggur undir grun um að hylma yfir með syni sínum. Saadi er höfuð arabafjölskyldu sem fluttist til Argentínu frá Aust- urlöndum nær, og hann stjórnar Catamarca eins og héraðið sé hans einkaeign. Fjölskylda hans ræður yfir stjórn og þingi, dómurum, lög- reglu og því sem næst öllum opin- berum embættismönnum. M- menningur hefúr til þessa borið mikið hatur í brjósti til þessarar klíkustjórnar, en enn meiri var þó óttinn sem fólki stóð af henni. Það var ekki fyrr en morðið á Mar- íu Soledad varð ekki upplýst að reiði fólksins braust upp á yfirborð- ið. Nunnan Marta Pelloni, sem að endingu kom á vikulegum mót- mælagöngum, segir að glæpurinn sé pólitískt hneyksli. „Nú kaliar fólk eftir réttlæti í mörgum óupplýstum glæpamálum, morðum, ránum, eiturlyfjasölu og vændi," segir hún. Perónistasiðir Varla hefðu mótmælin úti í sveit vakið athygli í Búenos Mres, í 800 Mohamed Alf Seineldín ofursti hefur þrísvar gert uppreisnartil- raun gegn Menem. Hann er einkavinur Zulemu. km fjarlægð, ef þau hefðu ekki ver- ið dæmigerð fyrir þá spiilingu sem viðgengst í opinberri stjórnsýslu í Argentínu, allt frá æðstu embættis- mönnum til hinna lægst settu. Undir stjóm Carlos Menem, perón- istans sem kosinn var til forseta, hefur ættastjórnin gengið svo langt að jafnvel spillingarvanir Argent- ínumenn eru yfir sig hneykslaðir. Það er fyrst og fremst perónisminn sem lengi hefur haft orð á sér fyrir að koma sínum mönnum vel fyrir. Leiðtogadýrkun og einræðisstjórn eru siðir sem styðja þessa hlunn- indaútdeilingu. Félög perónista starfa líkast því sem tíðkast í mafí- unni, þeir gera sín viðskipti með skammbyssu í hendi. Fyrirrennari Menems forseta, borgaralegi lögmaðurinn Raúl Mf- onsín, gerði árangurslausar til- raunir til að brjóta klíkur perónista á bak aftur. Menem er aftur á móti sjálfur afkvæmi hreyfingarinnar. Hann talar fjálglega um einkavæð- ingu og frjálsa samkeppni en sam- tímis blæs hann aftur upp hið hrikalega ríkiskerfi. Menem, sem er sonur sýrlenskra innflytjenda, hef- ur til þessa kosið að hlynna að þeim ríflega þrem milljónum Argentínu- manna sem eru af arabískum stofni, kallaðir „turcos“ í munni al- mennings. Sýrlensk-líbönsk mafía nú með tögl og hagldir í ríkiskerfínu Með tímanum hafa þeir orðið svo áhrifamiklir að margir Mgentínu- Menem Argentínuforseti er af sýríensku bergi brotinn. Hann hefúr hreiðrað um sig og sína í útbelgdu ríkiskerfi Argentínu. Zulema forsetafrú er að vísu farin frá manni sínum en hún er líka dug- leg að tryggja hag sinna ættmenna í ríkiskerfinu. Kannski tekur dóttir þeirra (tv.) líka þátt í leiknum. menn ganga að því sem gefnu að sýrlensk- líbönsk mafía hafi töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni. „Sá sem vill skilja þetta land verður að lesa Kafka og kóraninn," segir út- gefandi dagblaðsins La Prensa. í sex af 22 fylkjum Mgentínu ráða arabafjölskyldur lögum og lofum og stjórna þar með rekstri hins op- inbera í héraðinu, og taka þar úr frjálslega til eigin nota. í Cata- marca-fylki einu eru 106 embættis- menn í opinberri þjónustu á hverja 1000 íbúa. Saadi-fjölskyldan hefur nú komið 78 af 79 fullorðnum ætt- ingjum fyrir í opinberum stöðum. A svipaðan hátt hefur það gengið fyrir sig í nágrannafylkinu La Rioja, heimasveit Menems forseta. Þar eru það tvær ættir sem skipta með sér herfanginu. ítök þeirra ná allt inn í forsetahöllina í Búenos Mres. Men- em-ættin og Yoma-ættin, fjölskylda Zulemu forsetafrúar, koma þar saman. Báðar ættirnar koma frá Sýrlandi. Menem tryggði sér vinsældir í rík- isstjóraembættinu á hefðbundinn líkastur sýrlenskri símaskrá. Yoma-ættin, fjölskylda konu hans, fékk líka sína umbun. Þrjú systkin frúarinnar hafa hækkað í tign og eru nú nánir samstarfsmenn forset- ans. Bróðir hennar hefur yfirum- sjón með viðskiptum Mgentínu við arabalönd, sem blómstra í stjórnar- tíð Menems. Hann greiðir fyrir dvöl allra araba sem koma til Búenos Mres í viðskiptaerindum. Ætt forsctafrúarinn- ar óttast nú um eigin hag Forsetafrúin, sem alræmd er fyrir afbrýðisemi, plantaði systur sinni í forherbergi forsetans. Henni var ætlað að hafa stjóm á stundaskrá hins kvenholla forseta. En nú er Yoma-slektið farið að ótt- ast um hlutdeild sína í völdunum. Á árinu sem leið skildu forsetahjónin að borði og sæng eftir að hafa troð- ið illsakir hvort við annað í fjöl- miðlum mánuðum saman. Nú Persaflóadeilan kem- ur Menem í klípu Mest áberandi maðurinn úr ráð- gjafaráði Menems, José Mberto Samid, hefur líka fjarlægst forset- ann. Kaupsýslumaðurinn Samid sem á yfir höfði sér um 60 ákærur vegna nautgripaþjófnaðar, fjár- svika, fjárdráttar, mútugjafa og skjalafölsunar, hafði stutt Menem í kosningabaráttunni. Forsetinn launaði honum með setu á héraðs- þingi Búenos Mres, þar sem hann naut þinghelgi. Þegar stjórnarand- staðan bar fram mótmæli hafði Menem engar vöflur á heldur gerði stuðningsmann sinn að ráðgjafa. Nú er forsetinn að vísu búinn að láta Samid róa, en það er varla vegna ákæranna. Ástæða fjandskapar þeirra nú er að Samid bar fram gagnrýni á forset- ann fyrir að hafa sent tvær freigátur til liðs við fjölþjóðaherinn í Persa- flóa. Menem reyndi á þann hátt að tryggja sér veívilja Bush Banda- ríkjaforseta. Samid kvartaði þá undan því að Menem væri svikari við málstað ar- aba og tilkynnti hreykinn að hann hefði sent skipsfarm af kjöti og korni til „vinar síns“, Saddams Hussein. hátt. Hann fjölgaði embættismönn- um þessa strjálbyggða héraðs með 200.000 íbúum úr 12.000 í 40.000 og sá þúsundum skjólstæðinga sinna fyrir opinberum stöðum. í mörgum skólum í La Rioja eru nú, ef dæma má af launaskrám, fleiri kennarar en nemendur. Fölsuð efnahagsleg uppsveifla í þessu sífátæka héraði kom Menem til góða. 1988 völdu perónistar hann sem forsetaframbjóðanda sinn og einu ári síðar tókst honum að fá inngöngu í forsetahöllina. Hann sýndi aðstoðarmönnum sín- um heiman að þakklæti með því að fá þeim störf í þjónustu ríkisstjórn- arinnar. Á lista ráðgjafa forsetans eru 48 nöfn og hann er yfir að Ifta reynir Menem að losa sig við Yoma- fólk úr ráðgjafaliði sínu og er nú hætta á að sá siður sem hann hefur verið svo fús til að iðka, að hygla venslafólki sínu, verði honum að falli. Fyrir löngu hefur Zulema komið sér upp nýjum samböndum, m.a. við hinn alræmda uppreisnaro- fursta Mohamed Mí Seineldín, sem gerði í desember sl. í þriðja sinn til- raun til að steypa ríkisstjóminni með valdi. Eftir tvær fyrri uppreisn- artilraunirnar heimsótti Zulema of- urstann í fangelsisklefann. Menem viðurkenndi að kona hans stæði í „mjög alvarlegu og djúpu vináttu- sambandi við ofurstann og félaga hans“. En Menem þagði yfir því að haust- ið 1989 bauð hann sjálfur Seineldín til tedrykkju í forsetahöllinni, eftir að hann hafði náðað hann. Gefið var í skyn að þeir hefðu rætt um fótbolta. Síðar fullyrtu trúnaðar- menn forsetans að Menem hefði áætlanir um að bjóða Seineldín háa stöðu í hernum. Þegar Seineldín væri í eitt skipti fyrir öll orðinn hluthafi í völdum og herfangi, myndi hann hætta öllum uppreisn- aráformum. ».*.*. v-mmmrn *mmmmmmmm m m-m *»». m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.