Fréttablaðið - 27.02.2009, Page 5

Fréttablaðið - 27.02.2009, Page 5
4 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Rúm 55 pró- sent segjast nú styðja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stuðningurinn er mestur meðal kjósenda stjórnar- flokkanna, um 90 prósent hvors flokks. Meirihluti framsóknar- manna, eða 60 prósent, styður einn- ig stjórnina, en einungis fimm pró- sent kjósenda Sjálfstæðisflokks. Samfylking og Sjálfstæðisflokk- ur bæta við sig fylgi frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var skömmu áður en Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking hættu rík- isstjórnarsamstarfi, á meðan fylgi Vinstri grænna og Framsóknar- flokks dalar. Mesta breytingin verður á fylgi Samfylkingar sem bætir við sig tæpum tólf prósentustigum frá síðustu könnun blaðsins. 30,7 pró- sent segjast nú myndu kjósa Sam- fylkingu og fengi flokkurinn því 20 þingmenn kjörna í stað 18 þing- manna nú. Vinstri græn tapa rúmum átta prósentustigum frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 24,4 prósent styðja flokkinn. Mest dalar fylgið meðal karla. Væri þetta niðurstaða kosninga fengi flokkurinn 16 þing- menn í stað níu nú. Flug Framsóknarflokks eftir kosningu Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar sem formanns er farið að dala og er fylgið nú tæpum fimm prósentustigum minna en í janúar. 12,4 prósent segjast myndu kjósa flokkinn og fá átta þingmenn kjörna, en hafa sjö núna. Fylg- ið dalar mest meðal kvenna og á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn, líkt og Samfylking, hefur aukið fylgi sitt við að tilheyra ekki lengur óvin- sælu ríkisstjórnarsamstarfi. 28,2 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, sem er nokkru undir kjörfylgi og fengi hann 19 þing- menn kjörna, í stað 25. Frjálslyndi flokkurinn og önnur framboð virðast ekki ná sér á strik og segjast 2,2 prósent velja sitt hvorn möguleikann. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 26. febrúar og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Ef svarendur voru óákveðnir voru þeir spurðir hvaða lista væri líklegast að þeir myndu kjósa. Þeir sem voru enn óákveðnir voru þá spurðir hvort væri líklegra að þeir kysu Sjálfstæðisflokk eða einhvern annan flokk. Eftir fyrstu spurninguna var svarhlutfallið 52,9 prósent en 68,8 prósent eftir þriðju spurninguna. Einnig var spurt; Styður þú rík- isstjórnina? og var svarhlutfall 87,8 prósent. svanborg@frettabladid.is Í frétt blaðsins af nýmönnun í nefnd sem fjallar um málefni fjölmiðla, gleymdist að geta þess að Sigurð- ur Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr einnig í nefndinni. ÁRÉTTING VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 18° 8° 7° 5° 4° 8° 7° 3° 2° 2° 18° 13° 12° 26° -2° 12° 15° 0° Á MORGUN Hæg breytileg átt. SUNNUDAGUR 3-8 m/s. 3 3 3 5 2 1 1 -2 0 0 -3 6 7 6 6 6 8 8 10 5 10 7 3 1 -1 -1 1 -1 0 -2 -20 HELGIN Það eru horfur á róleg- heitum í veðrinu þessa helgina. Á morgun verður yfi rleitt hægviðri á landinu með snjó eða slydduéljum suðaustan og austan til annars verður að líkindum úrkomulítið veður. Sumar spár eru þó að gera ráð fyrir skúrum eða éljum einnig suðvestan til. Á sunnudag bendir allt til vestlægra átta með élj- um fyrir norðan, annars úrkomulítið. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BRETLAND, AP Bresk stjórnvöld hafa viðurkennt að tvö dæmi séu um að grunaðir hryðjuverkamenn, sem breskir hermenn handtóku í Írak, hafi verið fengnir banda- rískum hermönnum í hendur. Fangarnir hafi verið fluttir með leynd til Afganistans. John Huttons varnarmála- ráðherra segir þetta hafa gerst í febrúar árið 2004. Yfirlýsing hans um málið á þingi gengur þvert á fyrri yfirlýsingar breskra stjórnvalda, sem jafnan hafa neit- að því að leynilegir fangaflutn- ingar milli landa hafi átt sér stað án dómsheimildar. Hutton segir að fangarnir tveir séu enn í haldi Bandaríkjamanna í Afganistan. - gb Varnarmálaráðherra Breta: Viðurkennir fangaflutninga STJÓRNSÝSLA Ef útlendingur verð- ur settur sem seðlabankastjóri til bráðabirgða gæti það stangast á við stjórnarskrá, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Í stjórnarskrá segir: „Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt.“ Bankastjórar Seðlabankans teljast embættismenn, samkvæmt lögum um hann. Í lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins er rætt um að veita megi undanþágu frá kröfu um íslenskan ríkisborgara- rétt, þegar skipað er í starf eða ráðið í það. En þetta telur Sigurður ekki eiga við um embættismenn. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ekki hægt að skipa bankastjóra Seðlabankans nema að hann sé íslensur rík- isborgari. En þá er hin spurning- in: er hægt að setja hann?“ Í n ý s a m - þykktum lögum um Seðlabankann segir að áður en auglýst sé eftir seðlabankastjóra skuli forsætisráðherra setja mann í embættið. „Lögin taka nú ekki á þessu svo ég sjái við fyrstu sýn en ég verð að segja eins og er að mér finnst að það ætti að gilda það sama um skipan og setningu,“ segir Sigurð- ur. Skipun embættismanna er yfir- leitt til fimm ára, en seðlabanka- stjóra til sjö ára. Setning getur gilt í tvö ár. Hvort tveggja er tímabundið, og því erfitt að sjá greinarmuninn, utan að setning- in varir skemur og er hugsuð til bráðabirgða, að sögn Sigurðar. „Ég myndi hvetja eindregið til að þetta yrði skoðað vandlega,“ segir Sigurður. - kóþ Lagaprófessor segir setningu útlendings í embætti geta verið stjórnarskrárbrot: Embættismenn séu innlendir SIGURÐUR LÍNDAL RÍKISSAKSÓKNARI Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn um tvítugt fyrir árásir og rán. Annar þeirra réðst á mann við undirgöng í Hafnarfirði. Árásar- maðurinn sló manninn og skall- aði í nefið, þannig að á honum sá. Báðir ákærðu réðust svo á annan mann, annar þeirra barði hann og hinn hótaði að henda honum í læk í næsta nágrenni léti hann þá ekki hafa peninga. Þeir höfðu fjórtán hundruð krónur af manninum, sem hlaut nokkra áverka við atlöguna. -jss Ríkissaksóknari ákærir: Réðust á menn og rændu þá VIÐSKIPTI Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði 24,1 milljarði punda, jafnvirði tæpra 3.900 milljarða króna, í fyrra. Þetta er mettap í breskri fyrirtækjasögu. Stærsti hluti tapsins er 16,2 milljarða punda afskriftir, að mestu vegna kaupa á hollenska bankanum ABN Amro haustið 2007. Kaupin námu 70 milljörðum evra og voru á sínum tíma einhver umfangsmestu kaup alþjóðlega fjármálageirans. Breska ríkisút- varpið hefur eftir Tom McKillop, fyrrverandi stjórnarformanni, að kaupin hafi verið mistök. Breska ríkið tók yfir sjötíu prósenta hlut í RBS í byrjun árs. - jab Royal Bank of Scotland: Mesta tap í sögu Bretlands BANGLADESS, AP Landamæraverð- ir í Bangladess hættu í gær við uppreisn sína, sem hófst á mið- vikudag, eftir að stjórnvöld sendu skriðdreka á vettvang. Talið er að tugir manna hafi látist í átökum. Uppreisn landamæravarð- anna hófst á miðvikudag þegar þeir lögðu undir sig höfuðstöðv- ar landamæragæslunnar í höfuð- borginni Dhaka. Verðirnir lögðu einnig undir sig verslunarmiðstöð í nágrenninu og lokuðu hóp náms- manna inni. Ástæðan var óánægja þeirra með laun. -gb Uppreisn landamæravarða: Tugir manna taldir látnir HERMENN Á GÖTUM DHAKA Landa- mæraverðir féllust á að leggja niður uppreisn eftir að hafa fengið vilyrði fyrir sakaruppgjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Alþjóðlega mats- fyrirtækið S&P lækkaði í fyrra- dag lánshæfiseinkunnir Úkraínu í erlendri mynt um tvo flokka og standa þær nú í CCC+, sem er það lægsta í Evrópu. Næsta land sem flaggar sambærilegri einkunn er Pakistan. Til samanburðar lækkaði fyr- irtækið lánshæfiseinkunnir rík- issjóðs hér í erlendri mynt úr A-/A-2 í BBB/A-3 í október. Mats- fyrirtækið hefur haft Úkraínu á athugunarlista síðan kreppan tók að bíta í Eystrasaltsríkjum og öðrum nýmarkaðslöndum, sem stigu inn úr skugga Sovétríkj- anna sálugu. - jab Austur-Evrópuríkin illa stödd: Ástandið er verst í Úkraínu Meirihluti styður minnihlutastjórnina Rúm 55 prósent segjast styðja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Um 90 prósent kjósenda þessara tveggja flokka styðja stjórnina og 60 prósent fram- sóknarmanna. Einungis fimm prósent sjálfstæðisfólks styðja ríkisstjórnina. Fylgi stjórnmálaflokkanna Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2007. 40 35 30 25 20 15 10 5 % 36,6 26,8 14,3 11,7 7,3 12 . m aí 20 07 15 . m aí 20 07 29 . s ep t. 20 07 30 . j an . 2 00 8 23 . f eb . 2 00 8 19 . a pr íl 20 08 21 . j ún í 2 00 8 25 . o kt . 2 00 8 22 . n óv . 2 00 8 22 . j an . 2 00 9 26 . f eb . 2 00 9 Ko sn in ga r 30,7 28,2 24,4 12,4 2,2 40,2 36,0 14,2 5,9 8,0 32,6 22,1 16,8 19,2 3,7 GENGIÐ 26.02.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 176,1006 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,12 112,66 159,65 160,43 142,98 143,78 19,189 19,301 16,302 16,398 12,627 12,701 1,144 1,1506 164,89 165,87 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.