Tíminn - 05.03.1991, Page 1

Tíminn - 05.03.1991, Page 1
Ólafur Ragnar sem ráðherra: Boðar björgunaraðgerðir vegna frestunar álvers. Ólafur Ragnar sem formaður Alþb.: A móti ályktun um byggingu álvers: Olafur Ragnar leikur kosningasóló á þingi Ólafur Ragnar Grímsson lagði fram á ríkisstjómarfundi sl. föstudag, lista yfir opinberar framkvæmdir fýrir um 2 milljarða kr. sem flýta skuli, verði ekki af framkvæmdum við nýtt álver á þessu árí. Þessi óskalisti ráðherr- ans varð tilefni utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær. Margir þing- manna deildu hart á Ólaf Ragnar og sögðu hann kominn í kosningaham, en meðal framkvæmda á lista hans má nefna breikkun Reykjanesbraut- ar, byggingu flugskýlis á Keflavíkur- flugvelli, hafnarframkvæmdir í Þor- lákshöfn og ýmsar framkvæmdir á þéttbýlisstöðum sem orðið hafa fýrír barðinu á loðnubrestinum. Athygli hlýtur að vekja í þessu sambandi að ríkisstjómarflokkamir — að undan- skildu Alþýðubandalaginu — hafa nú samþykkt að iðnaðarráðherra leggi fram þingsályktunartillögu um heimild til að byggja nýtt álver. • Blaðsíða 5 TVEIR FANGAR sem struku af Litla-Hrauni voru handteknir í húsi í miðbænum í Reykjavík, síðdegis í gær. Þeir struku úr fangelsinu síðdegis á sunnudag og fengu far með stúlku í bæinn, en hún hafði ein- mitt heimsótt annan þeirra fýrr um daginn. Stúlkan segist hafa hitt þá fýrír tilviljun við veginn skammt frá fangelsinu og þeir hafi neytt hana til að aka með þá til Reykjavíkur. Piltamir fóm úr bílnum í Árbæ og spurðist ekkert til þeirra þar til þeir voru handteknir í gær. Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.