Tíminn - 13.03.1991, Page 6

Tíminn - 13.03.1991, Page 6
6 Tíminn Miðvikudagur 13. mars 1991 ................................. Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Alþýðuflokkur 75 ára Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins, segir í Alþýðublaðinu í gær að hugsjónir jafnaðar- manna eigi hljómgrunn hjá íslenskri þjóð. Þessi orð eru sögð í tilefni 75 ára afmælis Alþýðu- flokksins og Alþýðusambands íslands, sem upphaflega voru skipulagsleg heild, en klofnuðu síðar hvort frá öðru og eiga nú ekkert sameiginlegt nema upprunann. Það er rétt hjá Eiði, að margt í stefnu sósíaldemó- krata, lýðræðisjafnaðarmanna, á hljómgrunn meðal íslendinga eins og annarra Norðurlandaþjóða. Enginn vafí er á því að jafnaðarstefnan hefur haft mikil áhrif á þróun þess velferðar- og félagshyggjuþjóðfélags sem er einkennandi fyrir Norðurlönd. Slíkt velferðar-, félags- hyggju- og lýðræðisþjóðfélag hefur einnig þróast á ís- landi, og skal ekkert úr því dregið að Alþýðuflokkurinn eigi stóran hlut að því. Fram kemur í grein eftir Helga Skúla Kjartansson í Alþýðublaðinu að Alþýðuflokkur- inn hafi átt sitt blómaskeið á 3. og 4. áratugnum, sem trúlega er rétt metið. Hann hefur því ekki verið einn um mótun velferðarþjóðfélagsins. Þótt á þetta sé bent er ástæða til að minnast Alþýðu- flokksins með góðu í tilefni afmælisins. Rætur flokks- ins eru góðar. Flokkurinn spratt upp úr jarðvegi sem tímabært var að frjóvga og hlynna að gróðri hans á þeirri tíð sem flokkurinn og verkalýðshreyfingin urðu til. Náin tengsl voru milli ýmissa Alþýðuflokksmanna og margra þeirra sem síðar á árinu 1916 stóðu að stofnun Framsóknarflokksins og Tímans. í samein- ingu áttu þessir flokkar frumkvæði að miklum þjóðfé- lagsumbótum á fyrstu árum fullveldistímabilsins og fram á fjórða áratuginn. Hinu er ekki að leyna að bilið milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins jókst með árunum, ekki vegna þess að framsóknarmenn kynnu ekki að meta „hugsjónir jafnaðarmanna", held- ur af því að Alþýðuflokksmenn gerðust andvígir ýms- um veigamiklum hugsjónamálum Framsóknarflokks- ins. Á allra síðustu árum hefur verið gott samstarf milli flokkanna um ýmis aðkallandi mál á vegum ríkis- stjórnarinnar. Æskilegt væri að slíkt samstarf gæti haldist milli þessara tveggja lýðræðislegu félags- hyggjuflokka. Tíminn á ekki betri afmælisósk handa Alþýðuflokknum. ASÍ Á 75 ára afmæli Alþýðusambands íslands er óhætt að fullyrða að ASÍ er ekki aðeins öflug félagssamtök með mikla sögu að baki, heldur lýðræðislegt þjóðfélagsafl, sem gerir sér ekki síður grein fyrir ábyrgð sinni og skyldum í því sambandi en áhrifamætti sem sérhags- munasamtök. Forystumenn Alþýðusambands íslands hafa lagt af mörkum ómældan skerf til þeirrar þjóðar- sáttar sem ríkt hefur síðustu misseri um samræmda þróun efnahagsmála ög kjaramála. Þjóðarsáttin lofar góðu um að samráðsstefnan verði áfram höfð í heiðri. Barátta ASÍ fyrir betra þjóðfélagi er óumdeild. Tíminn sendir ASÍ bestu afmæliskveðjur og óskar því velfarnaðar á komandi árum. VÍTT OG BREITT Gamalt Á 75 ára afmæli Alþýðusambands íslands er Morgunblaðið loks búið að finna samtökunum hlutverk. Málgagnið hefur komist að því að lífskjaramunur vaxi í landinu og spyr hvort farið sé að brydda á fá- tækt. Ráð við vandanum er að Al- þýðusambandið stöðvi slíka þróun. Hvernig sú fluga hefur komist inn í höfuð aðalmálgagns frjáls- hyggju og samkeppni að lífskjara- munur sé hvorki eðlilegur né æskilegur er óútskýrt og að Al- þýðusambandið sé orðið eitthvert tól til að stöðva þróun til fátæktar þeirra, sem ekkert erfa og engin verðbréf eiga til að hlaða upp vaxtatekjum, eru gömul sannindi, en koma úr ótrúlegustu átt. Helst dettur manni í hug að spá- kona Ríkisútvarpsins sé farin að rugla Moggann í ríminu. Sú heilla- dís formanns Sjálfstæðisflokksins tekur hiklaust ómakið af kjósend- um, stjórnmálaflokkum og forseta, að ákveða hver á að mynda ríkis- stjórn að kosningum loknum. Það er útþrykkilegt í kaffikorgi Davíðs að vegur hans í stól forsæt- isráðherra er beinn og breiður og umfram allt bjartur og það sem skráð er í stjörnur og óhreina kaffibolla fær enginn mannlegur máttur um þokað, fremur en sann- leiksmati og ákvarðanavaldi ríkis- starfsmannanna hjá Ríkisútvarp- inu. Hagsmunir hverra? Það tók Moggann 75 ár að komast að hvert er hlutverk öflugustu al- þýðusamtaka landsins, sem er að berjast gegn fátækt og jafna lífs- kjörin. En seint mun málgagnið komast að því við hverja er að eiga í baráttunni um lífskjörin og hvers vegna sumir eru ríkir og aðrir sárafátækir. Satt best að segja hafa markmið Alþýðusambandsins ekki ávallt verið skýr og fyrir hvaða hagsmuni forystuliðið var að berjast. Þjóðviljinn gefur út myndarlegt afmælisblað og minnist tímamóta á ferli ASÍ. Alþýðublaðið helgar Al- hlutverk þýðuflokknum 75 ára afmælið. Áherslumunurinn er að Alþýðu- flokkur og Alþýðusamband voru eitt og hið sama fram til 1940. Þá voru 10 ár liðin frá stofnun Kommúnistaflokks íslands og leið- ir skildar milli hagsmuna launa- fólks og vinstri sinnaðra stjórn- málaflokka. Enn halda blöðin upp á sitthvort afmælið. Lengi vel toguðu og tættu kratar og kommar alþýðusamtökin á milli sín og höfðu hinir síðar- nefndu Iengstum betur og munu íslenskar alþýðuhreyfingar og launþegasamtök seint bíða þess bætur hve auðveld bráð þau hafa verið pólitískum loddurum. Blindingsleikur Vel og lengi hafa pólitískir þrætu- bókamenn dregið hvorir aðra á asnaeyrunum um þær ógöngur sem þeir kalla sameiningu vinstri manna í einn flokk. Kommarnir leika það aftur og aftur gegnum áratugina að plata krata yfir í sínar herbúðir undir yfirskini samein- ingar. Alþýðusamtökin hafa oftar en ekki verið notuð sem agn í þeim tilgangi og hafa þægir og undan- látssamir kratar þegið marga vegt- ylluna í þeim blindingsleik. Það er fyrst núna eftir að allt er að hrynja undan heimskommúnism- anum að íslenskur krati sem mark er tekið á kveður upp úr um að allt sameiningartalið er og hefur aldrei verið annað en blekking og hártog- ognýtt anir. Birgir Árnason, fyrrum formður SUJ, er loks búinn að sjá að sameiningarhugmyndin hefur aldrei verið annað en fíflskapur og hefur döngun í sér til að skrifa þar um. Að halda að íslenskir kommúnist- ar hafi átt eða eigi samleið með öðrum samtökum er orðin sú langavitleysa í stjórnmálasögunni sem lengstum hefur spilað tromp- unum á hendur Sjálfstæðisflokks- ins og gert hann að öflugasta stjórnmálabandalagi landsins. Að sama skapi er Alþýðuflokkur- inn lítill og kommablaðran hjaðn- ar óðfluga eftir því sem loftið streymir úr henni. Sambræðingur vinstri flokka hef- ur aldrei verið annað en vel lukkuð aðferð kommúnista, síðar alla- balla, til að drepa á dreif samstöðu- afli félagshyggjuaflanna. Þegar nú Mogginn hefur tekið á sig rögg og fengið ASÍ það hlut- verk, sem samtökin hafa ávallt haft og unnið að, ættu Iaunþegasam- tökin að finna sér farveg utan víg- valla valdastreitumanna, og ein- beita sér að velferðarmálum þeirra tekjustétta sem einu sinni voru kallaðar alþýða. Hvort allaballar sæki inn í AI- þýðuflokkinn eða sækja sér liðsafla þangað skiptir kannski ekki máli úr því sem komið er. Það þarf varla spákonu Ríkisútvarpsins til að sjá hverjum sameiningartilburðir al- þýðuflokkanna lyfta á hæstan stall. Það er mikil seigla að alþýðusam- tökin skuli hafa lifað allar sínar hremmingar af. Enn eiga þau miklu hlutverki að gegna, að verja alþýðu og þá verr settu gegn papp- írstígrum verðbréfanna sem eru að verða einráðir í ríkinu og eru að ná töglum og högldum í skjóli þeirra vísinda að uppspretta auðsins sé í verðbréfamörkuðum. Væntanlega eiga alþýðusamtökin langt og þróttmikið líf fyrir hönd- um, því hlutverki þeirra er langt því frá lokiö, þótt lukkuriddarar sameiningar vinstri manna hætti að nota þau sér til framdráttar. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.