Tíminn - 27.03.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 27. mars 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason
SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöidsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Afstaöan til EB
Björn Bjarnason minnir á það í grein í Morgun-
blaðinu í gær sem rétt er, að Framsóknarflokkurinn
hafi hafnað allri aðild að Evrópubandalaginu um
aldur og ævi, en um afstöðu Sjálfstæðisflokksins
segir hann: „Hvergi geta þeir fundið fót fyrir því í
ályktunum 29. landsfundar flokksins að þar sé tekið
af skarið um aðild íslands að Evrópubandalaginu ..."
í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir
nánar um þetta: „íslendingar eiga ekki fremur en
aðrar Evrópuþjóðir að útiloka fyrirfram að til aðild-
ar geti komið að Evrópubandalaginu.“ Afstaða Sjálf-
stæðisflokksins er því sú að taka ekki af skarið um
aðild, en útiloka þó ekki aðild að bandalaginu.
Björn Bjarnason ásakar framsóknarmenn um að
túlka þessa afstöðu þannig að Sjálfstæðisflokkurinn
stefni að aðild að Evrópubandalaginu. Þessi við-
kvæmni Björns fyrir skilningi framsóknarmanna á
ályktunum Sjálfstæðisflokksins kemur á óvart, því
að það er engin önnur leið til að fá botn í afstöðu
flokksins til Evrópubandalagsins en þessi skilning-
ur, sem auk þess styðst við yfirlýsingar, álit og um-
ræður sem eiga sér stað innan Sjálfstæðisflokksins
og meðal þeirra afla sem helst móta stefnu hans.
Þótt innan Sjálfstæðisflokksins megi finna and-
stæðinga og efasemdarmenn um íslenska aðild að
Evrópubandalaginu, eru fylgjendur aðildar miklu
fleiri, einkum í hópi virkustu og áhrifamestu hags-
munaaflanna í flokknum. Þau knýja á um að Sjálf-
stæðisflokkurinn álykti hreint og klárt um að ís-
lendingar skuli ganga í Evrópubandalagið. Sumt af
þessu fólki, þ.á m. nafngreindir alþingismenn Sjálf-
stæðisflokksins, hafa sagt að íslendingar eigi nú
þegar að sækja um aðild að Evrópubandalaginu.
Hins vegar gerir tilvera nokkurra efasemdarmanna
það nauðsynlegt að orða flokksályktanir um Evrópu-
mál svo afsleppt að ekki valdi opinberum ágreiningi
við minnihlutann.
Þess vegna getur Björn Bjarnason sagt að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi ekki „tekið af skarið" um aðild
íslands að Evrópubandalaginu, en „útiloki“ hana
ekki. Sennilega myndi Morgunblaðsritstjóra þykja
svona afstaða loðmulluleg ef aðrir ættu í hlut en
Sjálfstæðisflokkurinn.
Mikill munur er á þessu óskýra orðalagi landsfund-
ar Sjálfstæðisflokksins gagnvart Evrópubandalaginu
- sem haft er loðmullulegt til þess að leyna því sem
meirihlutinn stefnir að - og hinni skýru afstöðu
Framsóknarflokksins þar sem segir:
„Þingið telur að hugmyndir um inngöngu og aðild
að Evrópubandalaginu séu háskalegar og lýsi upp-
gjöf við stjórn eigin mála og hafnar því aðild að Evr-
ópubandalaginu."
Höfnun Framsóknarflokksins á aðild að EB er af-
dráttarlaus. Aðild kemur ekki til greina. Hvað sem
líða kann íslenskri þátttöku með öðrum EFTA- ríkj-
um að svo komnu í viðræðum um „evrópskt efna-
hagssvæði“ liggur í hlutarins eðli að það mál er ekki
til lykta leitt. Það bíður síns tíma.
GARRI
Rautt frá Kóreu
Etód veit Garri hvaftan Braminn
koro, nema hann hafi verift bland-
aftur á staðnum. En Bramaitfs-el-
exír var mikift hressingar- og
beilsubótarlyf í byrjun aldarinnar,
eíns og augiýsingar og vitnisburö-
ir í blööum frá þeim tíma bera
vitni um. Einkum virtist hann
duga vel viö hægöatregðu. Aftur á
móti var hann eldd örvandi á kyn-
Hfssviftinu svo sögur færu af. Síft-
au bafa komift á markaft ný trikk
og dregift dám af aidarandanum.
Sextíu og átta kynslóftin liífti eftir
kjöroróinu: „Make love not war“.
Og þá tóku framleiftendur skyndi-
iyfa mið af því. Hefur ekki gengift á
öftru en heilsubótariyfjum og örv-
unarlyijum siftan. Nú hefur eitt
þessara lyfia, sem vinsælt er hér,
ekki síftur en Braminn var á sinni
tíft, verift tekið tll rannsóknar og
eru nifturstöftur þeirrar atbugunar
birtar í Læknablaftlnu. Kemur í
ljós aft kjamar viika efnisins í gin-
seng iíkjast efnabyggingu stera.
Úr karli í konu
í dag bryftja menn stera af ýms-
um ástæftum. Þeir sem vilja verða
sterkir og vöftvamiklir - háifgerftir
bolar, flýta fyrir sér meft því aft
nota stera. Frægt nauðgunamál,
sem ekki varð leyst nema meft
DNA prófi, átti rót aft rekja til
steranotkunar. Þannig get sterar
Ieitt menn út í ógöngur, aukift
árásarhneígö og kynhvöt, svo hún
verftur sterk úr hófi fram. Fram aft
þessu hefur ekki verift vitað aft
sterar fyndust í hressingarlyfinu
ginseng. Þeir eru ekki eins hættu-
legir og nafnift bendir til, vegna
þess aft sumar af verkuoum gln-
sengs eru taldar líkjast verkunum
kvenkynshormóna, Þó mun þaft
ekki hafa verlð rannsakaft til hlítar.
Sé hins vegar um þaftað ræfta geta
karlhetjumar farið aft biftja fyrir
sér. Til marks um áhrif kvenhorm-
óna má geta þess aft kynskiftmg-
um eru gefnir slíkir hormónar til
aft auftvelda breytinguna úr karli í
konu. Þótt hér sé eltthvaft étift af
ginseng er varla talin hætta á því,
aft breyta þurfi elnhverjum gin*
sengneytendum í konur meft
skurftaftgerft af þvf ailt hitt er þeg-
ar orftið fyrir hendi. Hjálpar þartil
aft sumt af gmsenginu er talift
svikin vara, vegna þess að engin
virk efni finnast í því. Ginsengi til
ágætis er því haldift fram, aö þess
hafi verift neytt meft góöum ár-
angri f fimm þúsund ár. Síftastlift-
in tuttugu ár hafa skammtarnir
verift auknir tffalt efta hundraftfalt.
Slík aukning á skömmtum segir
náttúrlega til sín.
Bolar og kvígur
Einhver deila varft fyrir skömmu
út af ginsengi. Áttusl þar v«ö selj-
endur vörunnar. Út ur því kom, að
rautt ginseng frá Kóreu var talið
ekta gott og fínt glnseng og alveg
ósvildn vara. Þetta rauöa ginseng
hefur verift auglýst dálítift síftan.
Þaft sést t.d. ekld á athöfnum í
miftbænum um helgar, að fólk hafi
orðið kvenlegra vift það. En fólk
leitar stöftugt aft æskunni og er
reiftubúift að éta hvað sem er, sé
nokkur von til þess aft æskublóm-
inn haldist enn um stund. Þaft eru
svo rannsóknlr eins og þær sem
hafa verið á ginseng, sem
fera okkur helm sanninn um það,
að í þessum eriendu náttúrulyfi-
um með fimmtíu alda sögu að
baki, finnast ekki einungis bolar
heldur leikur grunur á, aft þar fyr-
irfinnist kvígur líka og þykir eng-
um nógu gott.
Óhætt er að segja aft nifturslöður
rannsóknar á ginseng sem birt er í
Læknablaftinu komi nokkuft á
óvart Ýms hressingariyf eru tU
sölu hér á landi t verslunum sem
bjófta náttúrieg efni, og á þaft allt
aft vera til heíLsubótar. Læknablaft-
Ift birtír aðetns niðurstöður um
ginseng. Ástæfta værí tíl aö rann-
saka innihald annars álíka vam- i
ings. Fólk kaupir þessar vörur í
góöri trú, og eflaust eru flestar
þeirra til bóta. Annars er granda-
leysi fólks í þessum efnum alveg
makalaust, Maður nokkur á vinnu-
staft gerði mikift af þvf aft drekka
eins konar beilsute. Hann var aft
bjóða vinnufélögum sínum meft
sér. Þeir þáftu b'tift af heilsubót-
innt. En einu sinni voru þeir te-
lausir og kom þá félaginn til sög-
unnar meö sitt náttúrlega te og
þáftu þeir það hinir. Eitthvaft
fannst þeim bragftift skrítift og
fóru aft athuga telaufið betur. Kom
þá f fiós, aft beilusbótarmanni
böfftu orftið á mistök. Hann haffti
boftift þeim upp á blómaáburft.
Sjálfur gerfti hann enga athuga-
semd viö teift. Sagt er að trúin
flytji fiöU. En samkvæmt þessu er
staöreynd, aft hún breytir áburftl í
te ef svo ber undir. En þetta var
auðvitaft hættuiaust. Engir sterar
voru í skítnum, Garri
Brotalamir fáfræðinnar
Piltur á fermingaraldri var heldur
ódæll í tímum og tafði starfið í skóla
sínum í Reykjavík. Þegar keyrði um
þverbak og strákur óð uppi með
dólgshátt sem aldrei fýrr vék einn af
kennurum bekkjarins honum úr
tíma og tilkynnti honum að hann
fengi ekki að sitja í kennslustundum
hjá sér fyrr en beðist væri afsökunar
á framferðinu.
Pilturinn fékk ekki inngöngu í tíma
hjá þessum kennara í nokkra daga,
en vafraði um á göngum og oft í ná-
munda við dyr kennslustofunnar
þegar tímar voru að hefjast hjá kenn-
ara þeim sem bannaði nemandanum
innganginn. En ekki baðst ólátasegg-
urinn afsökunar.
Kennarinn, vel kristinn maður og
umburðarlyndur, var síður en svo að
hefna sín á nemandanum með því að
víkja honum úr tímum heldur var
meiningin að kenna honum betri
siði og hvemig honnum bæri að um-
gangast annað fólk.
Að því kom að kennarinn varð fyrri
til að brjóta odd af oflæti sínu og sá
enda að nemandinn átti í erfiöleik-
um og gat ekki gengið að þeim skil-
yrðum sem áttu að veita honum inn-
göngu í kennslustundir í bekk sín-
um. Gaf hann sig á tal við piltinn sem
vafraði um ganga sem fyrr og færði í
tal við hann hvort það væri ekki öll-
um fyrir bestu að hann bæðist afsök-
unar á framferði sínu og banninu þar
með aflétt.
Þá loks komst kennarinn að því
hvað amaði að. Pilturinn vissi ekki
hvað afsökunarbeiðni er og af sjálfu
leiddi að hann kunni ekki að biðja af-
sökunar.
Skortur á leiðsögn
Þegar kennarinn hafði loks áttað
sig á þessu rann upp fyrir honum sú
spuming hvor ætti að biðja hvom af-
sökunar.
Þessi sanna saga úr daglega lífinu
eftir Ómar Smára
Ármannsson
Rauða fiósið
Kautt A umferðarljósum táknar
einfaldlega það að stöðva akuli við
stöðvunarlínu & vegi eða gegnt
umferðarljósastólpa og að ekki
mega aka Afram. Allir vita að um-
ferðarljósin eru sett upp ti! þess að
auka öryggi vegfarenda og jafn-
framt til þess að greiða fyrir um-
ferð þar aem álagið er mikið. Geng-
ið er út frá þvf sem vfsu að allir
þekki lilina og viti hvað mismun-
andi litur táknar. En ef svo er,
hvað er þá að?
Það er staðreynd að meira hefur
verið um það nú en oft áður að
sýnir margt og m.a. það að gerðar
em kröfur til fólks sem það getur
ekki uppfyllt vegna vankunnáttu sem
stafar hreinlega af lélegu uppeldi og
skorti á ieiðsögn. Ef að er gáð er
áreiðanlega hægt að rekja marga af
þeim agnúum sem valda samskipta-
erfiðleikum og alls kyns leiðindum í
daglegri umgengni fólks hvert við
annað og umhverfi sitt til fáfræði og
skorts á leiðbeiningum um siðlega
framkomu yfirleitt.
Aksturslag ofbeldismanna í umferð-
inni er ekki aðeins hvimleitt, heldur
miskunnarlaust og hættulegt. Mikið
er um þetta fjallað í ræðu og riti, en
yfirleitt á grunnfærinn og jafnvel
heimskulegan hátt og er oftast verr
af stað farið út á þann ritvöll en
heima setið.
Því rekur mann í rogastans ef eitt-
hvað birtist um efnið þar sem uppi
eru tilburðir til að nálgast kjama
málsins.
Greindarsljóir
ökuníðingar
Ómar Smári Ármannsson lögreglu-
þjónn skrifar smágrein um hverjir
stansa ekki á rauðu ljósi undir fyrir-
sögninni ,Á milli vita“.
Hann segir að gengið sé út frá því
sem vísu að allir þekki litina og að
ökumenn viti hvað þeir tákna á um-
ferðarljósunum. En svo er ekki. Ör-
kuml, dauði og eignatjón er uppsker-
anafþeirrifáfræði.
Lögreglumaðurinn segir það sann-
að mál að meginorsök umferðarslysa
sé sálrænt og geðrænt ójafnvægi
ökumanna.
Greind manna hefur einnig mikil
áhrif á hvemig þeir aka. Þeir sem
hafa hærri greindarvísitölu brjóta
síður af sér í umferðinni og verðasíð-
ur valdir að óhöppum.
Að lokum spyr Ómar Smári hvort
þeir sem aka yfir á rauðu Ijósi séu
einfaldlega ekki vitlausari en hinir
sem hafa vit á að stoppa.
Hér kveður við svolítið annan tón
en langdregið og heimskulegt sífrið
um að ökumenn eigi að sýna tillits-
semi og virða rétt hvers annars og
áherslan ávallt lögð á eitthvað allt
annað en að bílstjórar þekki umferð-
arlög og haldi þau.
Þar sem ökumenn þekkja ekki um-
ferðarljós, vita ekkert um ökuhraða
eða að aðrir ökumenn eigi stundum
réttinn er ekki nema von að heilsu-
og eignatjón af völdum aula með bíl-
próf sé margfalt á íslandi miðað við
önnur lönd þar sem bílar eru orðnir
almenningseign.
En það er ekki við ökumenn að sak-
ast. Þeim er farið eins og piltinum
sem ekki gat beðist afsökunar. Þeir
hafa hvorki vit né kunnáttu til að fara
að lögum og enginn sýnist vera þess
umkominn að hafa vit fyrir þeim.
Og þó. Einhver vonarglæta gæti
skinið á forheimskuna þótt ekki sé
nema einn lögregluþjónn sem skilur,
að aðrir skilja ekki.
Kennarinn góði og kristilegi kenndi
sínum nemanda að biðjast afsökunar
og hver veit nema hægt verði að
kenna lögreglunni sem öðrum að
umferðin verður hættuleg hörmung
þar til það verður almenn vitneskja
að ökumönnum ber að fara að lög-
um og til þess þarf að kenna þeim
hver lögin eru.
Þeir litblindu og vitlausu eiga að fá
að sitja í hjá öðrum en ekki að aka
bílum. OÓ