Tíminn - 04.04.1991, Qupperneq 4

Tíminn - 04.04.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 4. apríl 991 ÚTLÖND Fréttayfirlit NIKÓSÍA - (rösk yfirvöld lýstu yfir í gær að þau hefðu bælt nið- ur uppreisnina í Kúrdistan og hvöttu alla þá, sem hefðu yfir- gefið heimili sín, til að snúa aftur. Oðrum en þeim, sem hefðu gerst sekir um að brjóta lög, yrði ekki refsað, sagði í tilkynning- unni sem lesin var í útvarpinu í Bagdad. NIKÓSÍA - Hundmö þúsunda Iraskra Kúrda flýja nú undan íraska stjómarhemum, en fólkið óttast hefndaraðgerðir af hálfu íraskra yfirvalda vegna upp- reisnarinnar. Vegir til írans og Tyrklands eru yfirfúllir af flótta- fólki og farartækjum. Þyriur og flugvélar iraska flughersins gera loftárásir á flóttafólkið. Yfirvöld i (rak sögðust í gær hafa náö seinasta mikilvæga vígi upp- reisnarmanna á sitt vald, borg- inni Sulaimaniya í norðaustur- hluta Kúrdistans. WASHINGTON - Bandaríski flugherinn ræður loftunum yfir (r- ak, en talsmenn bandrískra yfir- valda sögðu aö Bandaríkja- menn mundu halda fast við fyrri stefnu sína um að blanda sér ekki í borgarastyijöld í frak. PARÍS - Francois Mitterrand, forseti Frakklands, skoraði í gær á Sameinuðu þjóðirnar að for- dæma ofbeldisverk fraskra yfir- valda gegn uppreisnarmönnum og halda viðskiptaþvingunum á (rak áfram þangað til ofbeldis- verkunum linnti. TIRANA - U.þ.b. 5 þúsund Al- banir söfnuðust saman fyrir framan grfska sendiráðið f höf- uðborginni Tirana f von um að fa vegabréfsáritun tii Grikklands. Mikill glundroði hefur skapast í borgum og bæjum Albaníu eftir stórsigur Verkamannaflokksins (áður Kommúnistaflokkurinn) í þingkosningunum á sunnudag, en flokkurinn naut aðallega stuðnings f sveitunum. MOSKVA - Rússneska þingið felldi i gærtillögu Borisar Jeltsin, forseta Rússlands, um að forseti lýðveldisins yrði valinn í lok maí eða byrjun júní í beinni kosn- ingu. ( þjóðaratkvæðagreiðsl- unni, sem fram fór f Sovétrikjun- um 17. mars, var almenningur í Rússlandi spurður hvort hann vildi velja forseta landsins beint og var góður meirihluti fyrir því. YAOUNDE, Kamerún - Þús- undum farandsala og stúdenta lenti saman við óeirðalögreglu í miðborg Yaounde, sem er höf- uðborg Vestur- Afríkuríkisins Kamerúns. Þeir voru að mót- mæla einsflokksstjórn forsetans, Paul Biya, en miklir lýðræðis- straumar streyma nú í Vestur- Afríku. VEVEY, Sviss - Breski rithöf- undurinn Graham Greene lést i Sviss í gær, 86 ára að aldri. Hann bjó lengstum í Frakklandi, en fór tii Sviss fyrir um ári síðan til að leita sér lækninga. Bana- meinið var blóðsjúkdómur. Greene var einn virtasti rithöf- undur þessarar aldar. Hann skrifaði um 60 skáidsögur og sumar þeirra voru þýddar á allt að 27 tungumál. Nokkrar bækur hans hafa verið þýddar á is- (ensku. Margar kvik- og sjón- varpsmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hans. Reuter-SÞJ Danir skera niður Danir hafa ákveðið að skera niður útgjöld til vamarmála um tæpa fimm milljarða ísl. kr. vegna þeirrar þíðu sem hefur orðið í samsldptum við Sovétríkin og önnur ríki Austur- Evrópu. Danska varnarmálaráðuneytið sagði í gær að fækkað yrði í hernum, skriðdrekum og flugvélum yrði lagt, flugstöð á Jótlandi yrði lokað og hætt yrði við smíði herskipa. Þrír stjórnarandstöðuflokkar sam- þykktu niðurskurðinn, en það var nauðsynlegt til að meirihluti væri fyrir honum á þinginu þar sem minnihlutastjórn mið- og hægri- manna hefur það fáa menn á þingi. Niðurskurðurinn á að koma til framkvæmda á næstu tveimur ár- um. Varnarmálaráðherra Danmerk- ur, Knud Enggaard, sagðist vera ánægður með að samkomulag hefði náðst um niðurskurðinn. Hann sagði að ekki væri hægt að ákveða frekari niðurskurð til varnarmála, þar sem talsverð óvissa ríkir um framtíðarskipulag Evrópu. Reuter-SÞJ Kúrdísk kona stendur hér fyrir framan margskotna mynd af Saddam Hussein, forseta fraks. Her Saddams virðist hafa bælt niður alla mótspymu uppreisnarmanna. Frakkar bregðast við hörmungunum í Kúrdistan: lctlsmenn kúrdískra andspymuhópa sögðu í gær að íraski stjómar- herinn hefði gereytt mörgum þorpum og bæjum í Kúrdistan, keyrt yfir fólk á skriðdrekum og varpað sprengjum á óbreytta borgara sem reyna að flýja norður í landið. „Fólk deyr úr vosbúð. íraskar þyrlur elta óbreytta borgara og varpa sprengjum á þá. Ungaböm deyja í höndunum á mæðmm sínum úr kulda, hungri og sjúkdómum," sagði talsmaður Kúrdíska lýðræðisfiokksins (KDP) í Damaskus í Sýrlandi. Alþjóðlegar hjálparstofnanir telja að tvær til þrjár milljónir Kúrda séu nú á flótta undan stjórnarhernum og stefna þeir aðallega til Tyrklands og írans. Að sögn opinberu frétta- stofunnar IRNA í íran þá stefndi a.m.k. hálf milljón manns að landa- mærum írans og tyrknesk stjórn- völd segja að yfir tvö hundruð þús- und Kúrdar stefni á tyrknesku landamærin og hafa þau leitað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Það var kvíðafullur tónn í tals- manni KDP í Damaskus þegar hann talaði um þjóðarmorð. „Það er verið að þurrka út heila þjóð. Þúsundir manna hafa verið drepnir og hraktir á flótta. Flóttafólkið er í sjálfheldu í fjallahéruðunum án nokkurs matar og afdreps og þjóðir heimsins horfa aðgerðalausar upp á þetta," sagði hann. Hann skoraði á Týrki að opna landamærin fyrir flóttafólkinu og bjarga lífi þeirra. Uppreisnarmenn sögðu að stjórnarhernum væri enn veitt viönám á nokkrum stöðum. Talsmaður Þjóðernissambands Kúrdistans (PUK) í London sagði að uppreisnarmenn héldu enn nokkr- um úthverfum olíuborgarinnar Kirkuk. Hins vegar skýrði opinbera fréttastofan INA í írak frá því að stjórnarherinn hefði náð borginni Sulaimaniya í norðausturhluta Kúrdistans úr höndum „speilvirkja og svikara" og að þar með væri síð- asta mikilvæga vígi uppreisnar- manna fallið. Frakkar hafa brugðist einna skjót- ast við hörmungum Kúrda. í gær stóð til að aðstoðarráðherra mann- úðarmála í Frakklandi, Bernard Kouchner, flygi til Kúrdistans til að skipuleggja hjálparstarf í Kúrdistan og Francois Mitterrand Frakklands- forseti skoraði í gær á Öryggisráð S.Þ. að fordæma ofbeldisverkin gegn Kúrdum. Mitterrand sagði að orðstír samtakanna væri í veði. Þá hefur eiginkona Mitterrands, Dani- elle, sem er mikill mannréttinda- frömuður, lýst opinberlega yfir van- þóknun sinni á aðgerðaleysi þjóða heimsins. Alþjóðanefnd Rauða krossins (ICRC) í Genf sagði í gær að hún ætlaði að senda fulltrúa sína til Norður-íraks til að meta hve mikilli aðstoð Kúrdar þyrftu á að halda. Bresk yfirvöld sögðust í gær ætla að taka til athugunar óskir alþjóðlegra hjálparstofnana um meiri aðstoð við íraska borgara. Bretar hafa þegar veitt aðstoð sem nemur um 600 milljónum króna. Tólf Kúrdar tóku íraska sendiráðið í Brússel í Belgíu á sitt vald í gær og héldu því í um fimm klst. þar til þeir gáfust friðsamlega upp og létu einn öryggisvörð, sem þeir tóku í gísl- ingu, lausan. Tilgangur Kúrdanna með að taka sendiráðið var að sýna samstöðu með kúrdískum uppreisn- armönnum í frak. Mennirnir tólf flögguðu fána Kúrdistans, brutu húsgögn og rúð- ur í sendiráðinu og brenndu skjöl og köstuðu þeim út um glugga sendi- ráðsins. Þeir fundu einnig rússneska rifla og skammbyssur í sendiráðinu og sýndu þau. Sendiráð eru skyldug að láta skrá öll vopn, en það hafði ekki verið gert í þessu tilfelli. íraski sendiherrann sagðist ekki vita hvernig vopnin komust inn í sendiráðið. Kúrdarnir gáfust upp rétt áður en belgíska óeirðalögreglan ætlaði að freista inngöngu í sendiráðið. Reuter-SÞJ kemur út á föstudag T Tíminn MILLJÓNIR KÚRDA LEGGJA Á FLÓTTA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.