Tíminn - 04.04.1991, Síða 6

Tíminn - 04.04.1991, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 4. apríl 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. V Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Akureyrardeilan Af orðum Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamannasambands íslands, í Tímanum í gær er sýnt að vinnudeila togarasjómanna við Eyjafjörð við útgerðarfélögin á Akureyri og Dalvík er í hans aug- um enginn meinleysiskrytur sem aðeins snerti sjó- mennina. Fleira er í húfi að dómi Guðmundar J. \ Það þýðir í sjálfu sér ekki að eyfirsku sjómennirnir hafi ekki sitthvað til síns máls. Að því er helst má skilja byggja þeir kröfugerð sína á samanburði við ^ sjómannakjör í öðrum landshlutum. Ekki eru skil- yrði til að segja slíkan samanburð rangan, en þar rheð er ekki sagt að hann réttlæti málatilbúnaðinn. Hér er miklu meira í húfi en það eitt að einhvers munar gæti í kjörum einstakra starfstétta eftir landshlutum. Vafalaust mætti koma fram með sann- anir fyrir því að tekjumunur innan sömu starfs- greina sé í ýmsum fleiri tilfellum finnanlegur, ef far- ið er út í slíkan landshlutasamanburð. Guðmundur J. Guðmundsson segir í viðtalinu við Tímann að þar ríki ófremdarástand í Fiskverðsmál- um í landinu, því að verðið sé misjafnt eftir byggðar- lögum og slíkt leiði til deilna á borð við Akureyrar- deiluna. Hvort sem rétt er að kalla ástandið í fisk- verðsmálum ófremdarástand eða ekki meðan fisk- verð er þó ekki óhagstæðara en það er, ríkir eigi að síður millibilsástand í fiskverðsmálum sem hags- munaöflin verða að líta raunsætt á. Ef hagsmunasamtök vilja ekki lúta neinni fisk- vinnslustefnu né opinberum verðákvörðunum af neinu tagi eða neins konar grundvallarverði og láta uppboðsmarkaði ráða — jafnvel erlenda ef ekki vill betur til — þá verða forsvarsmenn þeirra að gera sér igrein fyrir áhættunni sem óheftri verðmyndun fylg- ir og þeim afleiðingum sem hún hefur fyrir innlenda fiskvinnslu, kjör og atvinnuöryggi fiskvinnslufólks. Áþetta atriði bendir Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa, í viðtali við Tím- ann og kveður reyndar svo fast að orði að sjómanna- deilan snúist um Iíf og dauða fiskvinnslunnar í land- inu. Guðmundur J. Guðmundsson er greinilega sömu skoðunar, enda aðalforsvarsmaður verkafólks í landinu. Af þessu sýnist ljóst vera að Akureyrardeilan sé ekki bara einfalt samanburðardæmi. Hún er flókið og vandmeðfarið mál sem leysa verður með heildarsýn fyrir augum. Það er þeim mun meiri ástæða til að hvetja deiluaðila til skynsamlegrar lausnar á ágrein- ingnum, að aðilar vinnumarkaðarins, sem hér eig- ast við, standa að þjóðarsátt um þróun efnahags- og kjaramála og bera ábyrgð á að markmið hennar haldi. Þjóðarsáttartímabilinu er ekki lokið. Sá tími stend- ur sem hæst og er ekki á enda fyrr en í haust. Hins vegar hefur þjóðarsáttin staðið nógu lengi til þess að menn geta metið árangur hennar, sem er í alla staði jákvæður. Þessi jákvæði árangur á að vera áhrifaöfl- um þjóðarinnar hvatning til að halda sáttina eins og samningar segja til um og endurnýja hana í grund- vallaratriðum að samningstíma loknum. Nú er voðinn vís Kosningabaráttan cr varla byijuð, þegar upphefst fcrafa um meiri laurt í formi heimalöndunarálags á togarafisk á Afcureyrl Útgerðarfé- lag Afcureyringa hefur boðið sömu hæfckun á álaginu og samið var um á Húsavífc. En afcureyrsfcir sjó- menn eru ekki viðmælandi um þá hækkun og hafa sagt upp störfum sínum. Guðmundur J. Guðmunds- son verfcalýðsieiðtogi hefur sagt við Tímann að hækfcun á álaginu myndi hrinda af stað vinnudeilum um allt iand. Ætla verður að Guð- mundur J. sé manna færastur við að meta aðstæður í þessu máh. Þá er haft eftir forsætisráðherra í Morgunblaöinu í gær, að menn hefðu lengi sætt sig við að sjó- menn heföu sæmiiegt upp úr sfnu starfi. Vonandi væri að svo yrði áfram, en fara yrði afar variega og gæta þess að sprengja ekki þjóðar* sáttina. Riðlast Eftir að sú ríkisstjóm sem nú sit- ur undir forsæti Steingríms Her- mannssonar kom á stöðugieifca í efnahagsmálum, er eðiilegt að því fylgi áhyggjur, þegar hætta er á að þessi stöðugieifci rasfcist. Formað- ur Sjómannafélags Afcureyrar gerir lítið úr þessum þætti málsins. Hann sagði í Morgunblaðinu t gær: „Eina svar útgerðar við ölium þessum tilboðum er á sama veg, að við séum að Íeggja fiskvinnsiu á Akureyri í rúst og riðla peninga- fceríi þjóðfélagsins þar með.“ Kjaranefnd sjómanna hefur reifcn- að út muninn á farmí eins Afcur- eyrartogara. Verðmæti aflans var 7,9 miíjjónir. Út úr þvi fengu sjó- menn til sldpta 1,7 milijónir. Hefði verið greítt fyrir aflann samfcvæmt tiflögum sjómanna frá 28. mars heiðu fengist 10,8 milljónir fyrilr aflann og sjómenn fengið 2,4 milijónir í sinn hlut Eins og sést á þessum töium munar mifclu á út- komunni. Samningsverð eða markaður Kröfur sínar byggja sjómenn á Afcureyri nu. á verði sem gildir á fisfcmörkuðum sunnaniands. Eina svarið við því virðist vera að koma á fisfcmarkaði fyrir norðan. Tilraun var gerð til þess sem gaf ekki góð- an árangur. Þá er að reyna aftur, vegna þess að fiskmarikaðsverð er það eina verö sem satnkomulag virðist geta orðið um. Þá verða sjó- menn að sæta því hvert verðið er hverju sinni, hvort sem það erhátt eða lágt. Samningsbundið verð fel- ur m.a. í sér tryggingu, sem marg- ír vílja gefa nokkuð fyrir. En hreyf- ing á þvt getur haft víðtæk áhrif, eins og Gttðmundur J. hefur bent á. öðru máli getur gegnt um fisk- marfcaðsverðið. Það er hverju shmi úr samhengl við hið almenna verð- lag. Á þeim vettvangi eru fcaupend- ur fifjálslr að því hvað þeir vilja borga og heilum atvinnustéttum verður efcfei brugðið undir það mæliker. Engin trygging felst í fiskmarkaðsverði. Sæta verður lágu verði ef efcfci býðst annað betra. í samningsverði felst þó mikUsverð trygghig. Skilja ekki afleiðingar Þeh sem fylgst hafa með störfum núverandi ríkisstjóniar, og þeim árangri sem hún hefur náð á sviði efnahagsmála, blösfcrar það and- varaieysi sem felst f óiýmilegum fcröfum nm samningsbundið fisk- verð. Hættan á verfcfollum og kaupgjaidssprengingu er of mikil tíl að nokkur vflji taka ásigáhyrgð af slíku, nema þá þeir sem skilja efcki afieiðingamar. Fóifc er enn varla farið að draga andann eftir þau efnahagslegu hryðjuverfc, sem unnin vom á þjóðinrd með óða- verðbóigu og nafnvöxtum sem henni fylgdu. Ofcfcur hefur tekist að ná ofcfcur tram úr stærsta og erf- iöasta sfcaflinum. En þvj er efcki fyrr lofcið en norðanhriðin efnir sér í nýjan sfcafl. Gjaldþrotum heimila og fyrirtæfcja hefur ekfci enn slotað, þótt hægt sé að tala um, að horfl sé nú fram á léttbærari tíma. Laun- þegahreyfingin í iandínu hefur tefc- ið fullan þátt í þeirri lagfæríngu á efnahagsmálum, semgerð var ma. fyrir tiistíili núverandi rífcisstjóm- ar. Með sameiginlegu átaki hefur verið unnið að því að aufca fcaup- máttinn. Og batínn er þegar fcom- inn í Ijós. Forsætísráðherra varar mjög við fceðjuverkunuœ á milH sjómanna innbyrðis og sjÓmanna og landverkafóifcs. En það er eins og sjaidan sé blustað á aðvaranir. Heldur er tíminn notaður í miðri fcosningabaráttu til að freista þess að koma efnahagslífi iandsmanna á hnén, Og treyst á það aö menn séu vanbúnir að mæta kröfunni um nýja efnahagsiega holskeflu. ; VÍTT OG BREITT Ríkissjóður - hann er ég Jóhanna gaf eina milljón er fyrir- sögn á einni af mörgum uppbyggi- legum fyrirsögnum Alþýðublaðs- ins í gær. Með fylgdi mynd af Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra, svo að ekki var um að villast hvaða Jóhanna það er sem gaf miiljónina. Mikið er hún Jóhanna gjafmild og rausnarleg, hugsar maður með sér þegar svona frétt ber fyrir augu. Og hver skyldi nú vera svo heppinn að fá gjöfina, vonandi einhver þurfa- lingurinn? í upphafi fréttarinnar kemur strax í Ijós hver fær gjöfina. Fyrsta bindi sögu ASÍ kemur út í haust og þarf á fjárstuðningi að halda. Síðan orðrétt: „Jóhanna Sigurðardóttir félgas- málaráðherra gaf eina milljón króna til sögurit- unarinnar FYRIR HÖND RÍKISSJÓÐS." (Letur- breyting Tímans). Þarna fór mesti glans- inn af rausnarskap ráð- herrans og eftir stendur ekki ann- að en venjulegt rugl lýðskrumsins, að standpersónur sem fara með völd í umboði almennings gefi af náð og miskunn sinni opinbert fé til misjafnlega þarfra dekurverk- efna. Skylt er að taka fram að ASÍ er vel að gjöfinni komið og að upphæðin er ekki há miðað við hefðbundna ráðherrarausn, þótt venjulegan launaþræl mundi sundla ef honum yrði rétt svona upphæð til ráðstöf- unar. Tvöföldun útgjalda Sjálfsupphafning kúltúrtrölla þegar þau bruðla með almannafé er komin á það stig að framkoman er í ætt við stellingar sólkonungs- ins, Lúðvíks XIV, í kúltúrtrölla- landi þegar hann horfði hnarreist- ur og tinandi til himins og mælti hin fleygu orð: ríkissjóður, hann er ég. Eða var það landi hans, J. Lang kúltúrtröll, sem þetta er haft eftir? í flokkakynningu Alþýðubanda- lagsins er hælst um hve vel hefur gengið að sækja menningarfé í rík- issjóð og hefur upphæðin tvöfald- ast á þeim árum sem allaballar hafa gætt menningar og peninga landsmanna. Á sama hátt og Alþýðublaðið þakkar Jóhönnu gjafir úr ríkissjóði á menningin að þakka velgerðar- manni sínum gjafmildina og að hún skuli yfirleitt fá að vera til. En fjármálaráðherrann veit nokk fyrir hverja hann er að passa aur- ana: „Þetta sýnir best hrokann í þessum mönnum. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeir eru að ráðstafa skattpeningum al- mennings. Þeir telja sig geta geng- ið í þennan sjóð almennings eins og þeim sýnist og gera sífelldar kröfur í þessa skattpeninga." Þessi snöfurmannlegu ummæli eru tekin úr DV í gær og er Ólafur Ragnar Grímsson að tala til lækna og fer hvergi dult meö hvaða fjár- munir það eru sem honum er trú- að fyrir. Aldrei mundi Ólafi Ragnari detta í hug að gefa fé úr ríkissjóði og veit enda manna best að hann hefur ekkert leyfi til þess. En þarft væri ef hann færi einhvern tíma með svona þulu yfir kúltúrtröllum og öðrum þeim aðilum sem aldrei þreytast á að halda á lofti að þeir séu að gefa peninga úr landssjóðn- um. Ráðdeild og uppbygging Það er heldur betur annað hljóð í þeim ráðherra sem fer með fjárfrek- ustu málaflokkana í stjómarráðinu. í grein sem Guðmundur Bjamason skrifaði í Tímann í gær er öíl áhersla lögð á að byggja upp og bæta heil- brigðiskerfið samfara spamaði. Til einskis málaflokks em gerðar eins miklar kröfur um fullkomna þjónustu og kostnaðarsaman rekst- ur. Mikið hefur áunnist að halda út- gjöldum niðri og lækka tilkostnað t.d. hvað varðar lyf og fleira. Deilt er á ráðherr- ann og samstarfsmenn hans fyrir að vera of naumir á fé en þegar upp er staðið er árangurinn sá að þjónustan batnar þótt sparað sé í hvívetna. Svip- að er uppi á teningnum hvað varðar almanna- tryggingar, en þær og heil- briðgiskerfið er svo sam- tvinnað að umbætur og spamaður fara saman í hvomtveggja. Ef Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra tæki upp á því að fara að hælast um að honum hefði tekist að tvöfalda útgjöld til heil- brigöismála eða að hann væri að gefa fé úr ríkissjóði út og suður til gæluverkefna sinna, væri líklegast að vinir hans og samstarfsmenn yrðu fyrstir til að reyna að koma vit- inu fyrir hann. En slíkt er auðvitað óhugsandi þar sem Guðmundur Bjarnason er manna ólíklegastur til að misnota það sem honum er trúað fyrir. Ráð- deild og uppbygging mun því ráð í heilbrigðiskerfinu svo lengi sem hans nýtur þar við. En undarlegt má það vera ef aðrir ráðherrar afla sér vinsælda með gjafmildi og forkastanlegri eyðslu- semi úr sjóði allra landsmanna, rétt eins og hann sé þeirra einkakosn- ingasjóður. OÓ Jóhanna. Svavar. Guðmundur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.