Tíminn - 04.04.1991, Side 8

Tíminn - 04.04.1991, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur4. apríl 1991 MINNING Bjöm Magnússon fulltrúi í menntamálaráðuneytinu Fæddur 23. ágúst 1923 Dáinn 24. mars 1991 __ Aö -morgni pálmasunnudags lést Björn Magnússon, sem hafði verið samstarfsmaður minn í tólf ár (1969- ‘81). Fyrstu kynni okkar urðu 1943 á Hvanneyrarfitinni á bökkum Hvítár. Á þessu eggslétta engjalandi var ann- að endurvakið Landsmót UMFÍ hald- ið á Jónsmessu. Bjöm á Rangá, sem hann var oft kailaður þá, var einn tíu keppenda, sem UÍA sendi til mótsins um langan veg. Sambandsstjóri sr. Eiríkur J. Eiríksson taldi fram í setn- ingarræðu sinni, sókn 150 íþrótta- manna frá ellefú héraðssamböndum, glæsilegt vitni uni óeigingimi ís- lenskrar æsku á tímum dýrtíðar og mikillar atvinnuJ Þessir' tíu aust- firsku íþróttamenn, sem úr mestri fjarlægð komu til landsmótsins, fóru heim til Austurlands með heildar- verðlaun mótsins, sambandsskjöld- inn (hlutu 45 stig af 189; 7 fyrstu verðlaunin af 19). Björn aflaði 5 stiga. Sigraði í stangarstökki. Stökk 3.04 m á bambusstöng, þung braut og fallið var niður í sandgryfju (ísl. metvarþá3.27 m). Afrekiðvar lands- mótsmet og Austurlandsmet. Þessi tugur austfirskra pilta færði með sér glatt yfirbragð og léttleika í fram- komu. Þeir voru allir klæddir sam- stæðum utanyfirbúningum, sem þá var enn fátítt. Hvar sem þeir fóru um mótsstaðinn var eftir þeim tekið fyrir íþróttalegt og vasklegt svipmót. Björn fór vel í þessum flokki. Bjartur og sviphreinn, hávaxinn, langleggj- aður og mjúkur í hreyfingum. Þessu líkamsfari hélt Bjöm meðan hann lifði, þó bæði bakveila og bilun í hné heftu á stundum hreyfifærni hans. Fæddur var Björn 23. ágúst 1923 á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, Norð- ur-Múlasýslu. Svanfríður Björnsdótt- ir, fædd 27. maí 1894, frá Hólseli á Fjöllum, bónda þar Finnbogasonar, var móðir Björns. Faðir Björns var Magnús, fæddur 18. september 1882, Björnsson bónda að Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð, Hannessonar. Foreldr- ar Björns voru vinnuhjú. Þeim fædd- ust þrír synir. Björn var elstur en yngstur Sigurður. Sá í miðið drukkn- aði ungabarn. Þau Svanfríður réðust með synina að Hauksstöðum á Jökul- dal. Björn var 7 ára er þeir feðgar fóru frá Hauksstöðum, en móðir hans varð þar ráðskona og hafði Sig- urð hjá sér. Björn eignaðist tvo hálf- bræður Guðmundssyni bónda að Hauksstöðum. Þó að Björn nyti góðs atlætis að Rangá í Hróarstungu þangað sem Magnús faðir hans réð sig sem vinnumann og fékk að hafa hann hjá sér, þá mun aðskilnaðurinn við móðurina hafa seint liðið honum úr minni. Þau hjónin á Rangá, Björn Hallsson og seinni kona hans Soffía, reyndust hinum unga dreng vel. Tveimur árum yngri en aðkomu- drengurinn var einkasonur þeirra hjóna, Björn Hólm. Með þeim nöfn- um tókst náin vinátta. Aldrei fór Björn svo austur, að hann heimsækti ekki nafna sinn bónda á Völlum. Ei- ríkur sonur Björns bónda á Rangá og fyrri konu hans gladdi oft hinn móð- urlausa vinnumannsson með gjöf- um. í farskóla Hróarstungu naut Björn barnafræðslu. Bjöm vann heimilinu að Rangá venjuleg sveita- störf sem falin voru börnum. Að Ran- gá var umtalsverður myndarbúskap- ur. Ungur fór Björn að hjálpa til í vegavinnu. Vandist er aldur leyfði á stjórn yinnuvéla og flutningabif- reiða. Þessi störf öfluðu honum tekna ekki aðeins á námsárunum heldur einnig þegar hann hafði hafið kennslustörf. Björn var nemandi í Alþýðuskólan- um á Éiðum 1941-1943. Starfsár íþróttakennaraskóla 1943-1944 var Björn nemandi skólans og lauk það- an íþróttakennaraprófi. Á árunum 1944- 1946 var Björn við íþrótta- kennslu á Austurlandi, en annaðist 1946-’47 forfallakennslu á ísafirði. Haustið 1946 fær hann leyfi sem sér- kennari að búa sig undir almennt kennarapróf á tveimur vetrum í Kennaraskóla íslands. Hann lauk því prófi með góðri einkunn 1948. Tíma- bilið 1948- ‘50 var hann við forfalla- kennslu í Austurbæjarskóla í Reykja- vík, í Borgarnesi og við umferðar- kennslu á Suðurlandi. Margur skóla- maður og við sem þurftum að sjá ungmenna- og íþróttafélögum í dreifbýli fyrir íþróttakennslu, höfð- um áhuga að festa Björn, en hugur hans beindist austur á Hérað. Haust- ið 1950 var Björn settur íþróttakenn- ari að Alþýðuskólanum og barnaskól- anum á Eiðum. Haustið 1963 var Björn settur skólastjóri barnaskólans á Eiðum. Starfi skólastjóra gegndi hann, með orlofshléi 1967-’68, til 1969, að hann flutti heimili sitt til Reykjavíkur. Starfsmaður varð hann í Fræðslumálaskrifstofunni og skipað- ur fulltrúi í menntamálaráðuneytinu 1972, eftir að skrifstofan var gerð deild í ráðuneytinu. Störf hans helg- uðust einkum störfum íþróttafull- trúa ríkisins. Komu þau í góðar þarf- ir íþróttamálum skóla, ungmenna- og íþróttafélaga, starfssviðum sem Bjöm hafði lengi unnið fyrir. Hann hafði um árabil kennt skólabörnum að sumarlagi víða að af Austurlandi sund í hinni fyrstu yfirbyggðu sund- laug í Austfirðingafjórðungi. Fram- kvæmd sundskyldu var honum kappsmál. Hin síðari ár hefur margt breyst í samskiptum ríkis og sveitar- félaga, íjármálalega, og þá engu minna tilhögun náms í skólum, próf- un þekkingar og færni nemenda. Eigi eftirlit að vera virkt þarf það að hafa fjármagn að bakhjarli. Þegar fram- lwæmdafé til þátttöku í kostnaði sundkennslu var tekið frá embætti því sem Björn aðstoðaði og hætt við skýrslugerð skóla um nám og þekk- ingu hvers nemanda í árangri við lokapróf, þá var eigi lengur unnt að fylgjast með árangri sundskyldu. Þegar til þessara breytinga kom, hafði eftirlitið sýnt að er hver árgang- ur yfirgaf skyldunám sitt, höfðu 92- 94% hans lokið tilskildu sundprófi og áætlað var að 75-80% íslendinga fæddir 1941-1975 væru syndir og stefndi í að árið 2000 yrði sundfærni þjóðarinnar komin í 90%. Undan þessari alþýðlegu viðleitni var fótum kippt, að dómi Björns, og lagðist þungt á hann. Sundkennsla íslenskrar alþýðu má segja að hefjist um 1730. Á því tíma- biii síðustu aldar þegar engir barna- skólar voru hérlendis, starfræktu bændur sundnámskeið. Á tveimur stöðum nefnd „sundskólar". Fyrstu fjárútlát úr Landssjóði (1891) til íþrótta voru til sundkennslu og lag- færinga sundlaugar. Samtímis þess- um nefndu breytingum á starfshátt- um þess embættis, sem hann vann fyrir, voru numin frá því fjárveitingar úr íþróttasjóði og félagsheimilasjóði. Bókhald sjóðanna og ávísanir greiðslna úr þeim hafði Björn annast fyrir íþróttafulltrúa ríkisins. Þessi starfsrýrnun féll Birni illa, svo að hann hafði fyrir nokkru sagt lausri stöðu sinni. Ég, sem þetta skrifa, naut starfs- krafta Björns í 12 ár sem fyrr greinir. Trúmennska og samviskusemi voru honum helgar dyggðir. Frágangur ritaðs máls til fyrirmyndar. Þá var ekki ónýtt fyrir þann, sem þarf að koma frá ritsmíðum og bréfum í önnum og á skömmum tíma, að eiga samstarfsmann, sem hefur góða ís- lenskukunnáttu á valdi sínu. Þó Björn gæti sagt hug sinn um með- ferð málefna og framferði manna, var hann ekki framhleypinn. Ég hygg ég megi segja, að á stundum hafi hann um of lokað inni hug sinn og gat þá verið fámáll og þungur. Oflátungs- brag gat hann illa liðið. Björn bjó yfir góðum frásagnarmáta, sem hann gat gætt glettnissvip og á stundum bætt inn í léttum hlátri. Söngmaður var hann ágætur. Björn var virkur í kór- um kirkju og félaga. Röddin var bjartur tenór. Hann var við ýmis tækifæri fenginn til að syngja ein- söng. I hreppsnefnd Eiðaþinghár var Björn 1958-1969, en í skattanefnd kom hann fyrr. í stjórn UÍÁ var hann um tug ára. Þegar Björn settist 1950 að sem íþróttakennari skólanna að Eiðum var hann kvæntur (15. okt. 1949) Guðrúnu íþróttakennara Haralds- dóttur Norðdahi (f. 8. ágúst 1926) og áttu þau heimili sitt þar í nær 20 ár. Börn þeirra eru Valgerður Guðbjörg (f. 13. janúar 1950), kennari hér í Reykjavík, gift Skarphéðni kennara R Óskarssyni, eiga þau tvær dætur; og Magnús (f. 20. mars 1951) raftæknir, kvongaður Ástu Ásdísi kennara Sæ- mundsdóttur, eiga þau 3 dætur. Við vinir þeirra Guðrúnar og Björns heitins, höfum oft haft ærnar ástæð- ur til þess að dá þau hjón og börn þeirra fyrir samheldni, styrk og æðruleysi. Þessir mannkostir og fleiri ágætir eiginleikar hafa hjálpað þeim að láta eigi bugast fyrir lang- vinnum veikindum. Eiginkona Björns heitins Magnús- sonar og börn þeirra munu verða áskynja um virðingu þá sem Björn naut og þakkir okkar samstarfs- manna og vina honum til handa. Vonum við að slíkar kveðjur megi létta þeim sorgina. Minningar þessar um Björn Magn- ússon, birtar á útfarardegi hans, hóf- ust á frásögn um keppni Björns og fé- laga í Landsmóti UMFÍ á Hvanneyri 1943. Tuttugu og fimm árum síðar varð Björn formaður Landsmóts- nefndar, sem skyldi undirbúa og framkvæma 13. Landsmót UÍA 1968 að Eiðum. Nefndin fól Birni að vera framkvæmdastjóri þess. Árið 1949 varð vegna harðinda og ótíðar að flytja fyrirhugað Landsmót að Eiðum til Hveragerðis og vorið 1968 var veð- urfar álíka. Kalskemmdir um allt land, enda lá hafís að ströndum norð- an- og austanlands. Grásvöllurinn að Eiðum kom kalinn undan vetri. Þær skemmdir þurfti að bæta og það sem meira var, tveir þurftu grasvellirnir að vera. Unnin var flöt í næsta ná- grenni hins gamla vallar. Tekinn af henni halli og hún tyrfð. Verkinu lauk 3 vikum fyrir mót. Plastdúks- laug 25 m ásamt tækjum til upphit- unar varð að reisa. Trépall 40x30 fýr- ir dans, leikfimi, glímu, hand- og körfubolta var krafist að ógleymdum tjaldsvæðum, hreinlætisaðstöðu, mötuneyti og söluskálum. „Það tókst“ voru kveðjuorð, sem örþreytt- ur framkvæmdastjóri fékk að heyra í mótslok. Þetta var síðasta Landsmót UMFÍ þar sem alla aðstöðu til móts- halds varð að vinna að mestu af þegn- skap fáum vikum, jafnvel dögum, fyr- ir setningu mótsins. Síðustu 7 Landsmót hafa farið fram í fullgerð- um íþróttamannvirkjum kaupstaða, sem jafnvel hafa ráðið yfir, stórum íþróttahúsum. Súld og kuldi af norð- austri var ríkjandi veður sumarið 1968, nema landsmótsdagana, er brá til suðvestan hlýinda og sólfars. Góð- ur undirbúningur, vönduð dagskrár- efni, góðviðri og glöð, tápmikil æska sem bætti 13 landsmótsmet og jafn- aði tvö, héldust í hendur að gera mótið að unaðslegri hátíð. UÍA-félögum undir stjórn Björns tókst að búa, með aðstoð á þriðja hundrað starfsmanna, veglega að- stöðu að öllu undir berum himni á „vori sem brást“ fyrir keppni ís- lenskrar æsku, sem „þorði og vildi reyna sig“ rúmlega 900 talsins, auk hálfs fimmta hundraðs, sem þátt tóku f sýningum, fyrir augum 10 þúsunda mótsgesta. Bjöm kunni að njóta íslenskrar náttúru á öllum árstímum og hlýddi kalli hennar. Snjóbreiðurnar heill- uðu hann til skíðagöngu. Moldin og gróandin náðu honum út á tún og í garð. Héðan úr Reykjavík hélt hann til ræktunarstarfa í Mosfellssveit. Fyrir fisk í vötnum og ám kastaði hann. Á síðsumrum fór hann um heiðar og veiddi hreindýr. Fyrir gæs- um sat hann í mýrum á haustin og þá var hann spordrjúgur að leita uppi rjúpur um vetrarnætur. Frásagnir Björns af ferðum úti í náttúrunni báru vott um skilning og þekkingu á því Iífi sem þrífst úti í íslenskri víð- áttu. Frá honum heyrði ég fyrst um heiðagæsavarp á Fljótsdalsheiði, sem margir vart trúðu. Við Björn Magnússon em minning- ar margra samskiptaþátta tengdar, sem á kveðjustund hrannast upp. Hann er því kvaddur með trega og virðingu. Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins Björn Magnússon, tengdafaðir minn, andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 24. mars. Hann fæddist á Hrafnabjörgum í Jök- ulsárhlíð 23. ágúst árið 1923, og var því aðeins 67 ára gamall er hann lést, langt um aldur fram. Mín fyrstu kynni af Birni voru árið 1973, og fann ég fljótt hversu traust- ur og góður maður hann var. Þegar barnabörnin komu til sögunnar átti hann handa þeim ómælda hlýju og væntumþykju, og hafði mikla ánægju af að vera með þeim. Mér þykir einna sárast að sjá á bak tengdaföður mínum vegna yngstu dótturinnar, sem kemur varla til með að muna hve afi var henni góður. Hinar eru ríkari af minningunni. Björn ólst upp hjá föður sínum á Rangá í Hróarstungu. Það er fróð- legt, en jafnframt erfitt fyrir okkar kynslóð að setja okkur inn í lífið á þessum tíma. Hvernig skyldi það hafa verið fyrir 7 ára dreng að flytjast einn í vinnumennsku með föður sín- um? Það varð hlutskipti Björns, og hefur áreiðanlega ekki verið neinn leikur. En hann varð snemma af- burðaduglegur hvort sem um nám eða önnur störf var að ræða. Hann lauk námi frá Eiðaskóla, síðan frá íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni og Kennaraskóla íslands. Lífs- starf hans var kennsla, skólastjóm og fulltrúastörf í Menntamálaráðuneyt- inu. Ég á margar dýrmætar minningar um Björn. Margar þeirra tengjast samvinnu feðganna hér á heimilinu, en Björn var alltaf tilbúinn að hjálpa til við smíðar, garðvinnu eða annað sem þurfti að vinna. Þar munaði svo sannarlega um hann, og dugnaður- inn og krafturinn kom þar vel í Ijós. Þá áttu þeir feðgar margar ferðir saman á fjöll, til rjúpna og á skíði, og er hans nú sárt saknað á því sviði sem öðrum. Á ferðalögum með Birni kom þekking hans á landinu í Ijós. Mér er minnisstætt er við fórum saman yfir hálendið fyrir nokkrum árum, hve fróður hann var um örnefni og oft sagði hann sögur eða fór með vísur sem tengdust umhverfinu. Að leiðarlokum viljum við þakka Birni fyrir allt það sem hann var okk- ur. Ég bið góðan guð að styrkja og styðja Guðrúnu og okkur öll. Við kveðjum hann með miklum söknuði. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Ásta Ásdís Sæmundsdóttir Sunnudaginn 24. mars sl. andaðist Björn Magnússon frá Rangá, 67 ára að aldri. Hann var fæddur 23. ágúst 1923 á Hrafnabjörgum í Jökulsárs- hlíð, sonur hjónanna Magnúsar Bjömssonar vinnumanns þar og síð- ar í Tungu og Svanfríðar Björnsdótt- ur frá Hólsseli á Fjöllum. Björn ólst upp með föður sínum á Rangá, gekk þar ungur með áhuga að búverkum og æfði íþróttir með góðum árangri. Tvo vetur var hann í Eiðaskóla, lauk námi þar 1943. Síðan gekk hann í íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni og lauk þar prófi 1944 og kenndi þá íþróttir um skammt árabil, m.a. á vegum Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands. Næsta og síð- asta námsáfanga lauk með almennu kennaraprófi 1948. Þá kenndi hann á ísafirði, í Reykjavík og víðar til 1950, kom þá austur með konu sína, Guð- rúnu Norödahl íþróttakennara frá Reykjavík, og dóttur í vöggu og tók við kennslustörfum á Eiðum til 1969. Þá lá leiðin suður og hann gerðist starfsmaður á fræðslumálaskrifstof- unni skamman tíma, en eftir það fulltrúi í menntamálaráðuneytinu til síðastliðinna áramóta og starfaði jafnan að íþrótta- og félagsmálum. Þá var starfsaldur fullnaður, en hann tók við hálfu starfi eða þar um bil á sama stað til dánardægurs. Bjöm var í hreppsnefnd Eiðahrepps 1958-1969, um tíma í stjórn UÍA og sá þá um umbætur á íþróttavellinum á Éiðum og landsmót ungmennafé- laganna þar 1968. Hann gekk af heil- um huga að hverju starfi og leysti það af hendi með einstakri alúð, enda glöggskyggn, vinnugefinn og sam- viskusamur langt umfram meðallag. Björn hafði söngrödd góða, unni söng og hljóðfæraleik og var í kórum bæði eystra og syðra. Einnig hafði hann áhuga á skíðagöngum og ferða- lögum um fjöll og fleiri slóðir. Fyrir tveim árum skoðuðum við hjónin með þeim Birni og Guðrúnu Eyja- fjörð í vikutíma. Það er minnisstæð vika og svo er reyndar um fleiri ferð- ir okkar með þeim um okkar land og önnur. Á þessari aldurtilastund hvarflar hugur í ýmsar áttir þar sem minn- ingar vaka og ekki síst að Eiðum. Á æviskeiði Björns þar var einstakur stöðugleiki yfir lífí og sambúð þar. Þar var samankomið og átti heima árum saman fólk af ýmsum lands- hornum í eins konar sambúð. Allir heimsóttu alla og börn heimilanna hjálpuðust að við að stíga á legg næstum eins og systkin. Björn var þar 20 ár, barngóður maður og at- hugull á hætti þeirra. Sjálf áttu þau Guðrún tvö, og Björn talaði við öll þessi börn á Eiðum, tók þau í bflinn og gerði margt þeim til gleði og þægðar. Allt var þetta líf á Eiðum samhverft í ljúfri sumarnáttúru við vatn og skóg, skóli um vetur, frjálst líf á sumri. Heimili okkar Björns voru sitt í hvoru húsi, en þó sem inn- angengt á milli. Þó væri synd að segja að lífið léki að öllu leyti við þau Björn og Guðrúnu. Hún veiktist og beið varanlegt heilsutjón af og Björn líka, en var þó fullfrískur að jafnaði — eða harkaði af sér, hreinn í viðmóti og traustur í störfum. Það eru minningarnar sem lifa hann liðinn. Börn þeirra tvö búa í Reykjavík, Val- gerður kennari og Magnús rafmagns- iðnfræðingur, sýslar við lækningavél- ar á Landspítalanum. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orð- um um Björn Magnússon með ein- lægum samúðarkveðjum frá okkur forðum á Garði til konu hans, barna og fjölskyldna þeirra. Ármann Halldórsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.