Tíminn - 04.04.1991, Qupperneq 9

Tíminn - 04.04.1991, Qupperneq 9
Fimmtudagur 4. apríl 1991 Tíminn 9 AÐ UTAN I Shanghai spila sex gamlir músík- antar djass eins og hann var á dögun- um fyrir bylt- inguna. Ferðamenn elska þá en þeir eru tor- tryggðir af ráðamönnum. „Old Peace Jazz-Band“ spilar á hverju kvöldi á Friðar-hótelinu í Shanghai viö miklar vinsældir. En hljómsveitin er ekki of viss um sinn hag í landi þar sem dyntótt yfirvöld ráöa rikjum. Og hljómsveitarmeðlimir eru á aldrinum 59 til 72 ára. Gamlingjar leika gamla djass- sveiflu við vinsældir í Shanghai Borgin Shanghai var einn suðupottur þar sem glæpaforingjar leynifélaga töldust til virðulegra borgara og þeir sem önnuðust sla'tverkin fyrir þá, eins og Chang Kai-chek nokkur, gátu hafist til æðstu metorða í stjómmálum. Borgin var athvarf stórfjármála og takmark ævintýramanna og von- leysingja eins og gyðinga á flótta undan nasistum. Hérna mökuðu Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn krókinn og kommúniskir byltingarmenn lögðu á ráðin um byltinguna. Gamla Shanghai hafði mörg andlit Gamla Shanghai hafði þannig mörg andlit. Á sama tíma og fólk féll úr hungri og fraus í hel á göt- unum — á árinu 1940 voru það 109.000 manns — dönsuðu kapít- alistar og nýlenduherrar og nutu sveiflunnar með dömum sínum og tækifæriskonum á „Metropole" og „Majestic" eða í hinni víðfrægu skemmtanahöll „Great World" þar sem klaufarnar upp í pilsfalda gengilbeinanna urðu lengri og lengri með hverri hæðinni sem of- ar var farið, þar til að lokum þær náðu upp í holhönd. Djasshljómsveitirnar skipuðu ungir kínverskir tónlistarmenn sem líktu eftir bandarísku fyrir- myndunum sínum Harry James og Tommy Dorsey, og kveiktu í áheyr- endum sínum með lögum Glenns Miller og Cole Porter. Nú er langt síðan hið Ijúfa líf réð lögum og lofum í Sjanghæ. Spila- vítin eru horfin og á fyrrum skemmtistöðum og danssölum eru nú æskulýðsheimili flokksins eða úrelt kvikmyndahús. Djassleikarar fyrir- finnast enn - en eru orðnir gamlir Þó eru enn nokkrir djassleikarar með í leiknum, þó að þeir séu nú orðnir afar. Það er enn sem áður tónlist frá fimmta áratugnum sem þeir flytja og þar með andblæ af æsandi andrúmslofti frá fyrri tím- um til nútímans. „Old Peace Jazz- Band“ leikur á hverju kvöldi á Cat- hay-hótelinu, sem nú nefnist „Friður“ en var í eina tíð einhver fínasti staðurinn í Asíu og skartaði einstökum Júgendstíl og Art-Deco innréttingum, auk útsýnis yfir höfnina. Elsti spilarinn er sjötíu og tveggja ára, sá yngsti fimmtíu og níu. Þeir hafa hina hefðbundnu kínversku tebolla á gólfinu fyrir framan sig og nótnastandarnir, undir ljósum gulra skrifborðs- lampa úr vöruhúsinu, eru til hlið- ar við þá. En þeir eru óþreytandi við að spila eilífðarblómin frá fyrri tímum s.s. „Tiger Rag“, „Moonl- ight Serenade“ og „Chattanooga Choo Choo“, viðkvæmnislegar minningar frá liðnum tímum þeg- ar heimurinn var frjáls. Skrykkjóttur tónlist- arferill - í takt við pólitískt ástand Eftir byltinguna 1949 urðu sex- menningarnir að ráða sig í vinnu í sinfóníuhljómsveitum, óperusveit- um eða sem undirleikarar fimleika- manna. Á meðan á menningarbylt- ingunni stóð urðu þeir að láta sér lynda að einskorða sig við fyrir- myndaróperurnar átta sem Chiang Ching, eiginkona Maós, fyrirskip- aði, þ.á m. „Tígrisdýrafjallið unnið“ og „Rauða merkjaljósið“. Þegar tímar opnunar og endur- bóta, undir stjórn Deng Tsiao- pings, runnu upp var djass ekki lengur fordæmdur sem smáborg- araleg úrkynjun, og Friðarhótelið réð gamlingjana til að laða að sér ferðamenn og kaupsýslufólk. En Kínverjar sjálfir greiða líka síðan fúslega háan aðgangseyri, 10 júan, við bar hótelsins til að fá tækifæri til að heyra sveifluna frá gömlu góðu dögunum — á meðan enn gefst tækifæri til, yfirvöld umbera enn þetta síðasta griðland vest- rænna áhrifa og gömlu mennirnir sex geta enn hreyft fmgurna. Hljóðfæraleikaramir em pískaðir áfram miskunnariaust Þeir spila á hverju kvöldi frá kl. 8 til 11, 365 daga á ári. Launin eru 38 júan á kvöldi á mann og þykja góð, en rétt eins og á kapítalista- tímunum eru þeir miskunnarlaust mergsognir. Þeir lokka til sín gesti sem borga í gjaldeyri til að hlýða á frumtónana, sem hvergi annars staðar í heiminum heyrast lengur, en hljóðfæraleikararnir fá aldrei frí og sjaldan leyfi til að fara í hljóm- leikaferðalög, þó að boð í slíkar ferðir hafi borist frá öllum heims- hornum. Þrisvar fékk hljómsveitin að spila í Japan og einu sinni í Kaliforníu, í Sacramento. Á tveggja ára fresti fá djassleikar- arnir — eins og aðrir starfsmenn hótelsins — eitt par af leðurskóm og nýlega hefur verið komið á þeirri kjarabót að þrisvar í viku fá þeir ókeypis máltíð. Nú hafa þeir fengið afnot af hvíldarherbergi með steypibaði, en að vísu geyma farangursburðarstrákarnir kerr- urnar sínar líka þar inni. Njóta ekki fullrar virðingar yfírboðaranna Auðvitað viðurkenna þeir ekki opinberlega að „þeim finnist þeir ekki njóta fullrar virðingar hjá yf- irmönnum sínurn" eins og einn þeirra segir, vegna ótta um að borgaryfirvöld gætu brugðist við aðfinnslunni með því að banna þeim að spila. „Hótelið kemst af án okkar, en við komumst ekki af án hótelsins," segir hljómsveitar- stjórinn og fyrrum fyrsti tromp- etleikari sinfóníuhljómsveitar Shanghai-borgar, Zhou Wanrong, sem orðinn er 68 ára. Cheng Yequiang trommuleikari er 72ja ára og aldursforseti hljómsveitarinnar. Hann er enn sem áður dósent við tónlistarhá- skólann. Hann segir yngra fólk ekki lengur hafa rétta tilfinningu fýrir djassi. „Það getur bara spilað hann eftir nótunum," segir hann. Djasshljómsveitin „Old Peace Jazz- Band" á enga arftaka. Enn frekari erfiðleikar, sem gömlu mennirnir verða að leysa á hverjum degi, eru hvernig þeir eigi að komast til síns heima að vinnutíma loknum. Hótelið neit- ar að útvega þeim flutningabíl til að flytja þá og hljóðfærin þeirra. En það fer ekki fram hjá neinum þegar þeir slá botninn í kvöldið, síðasta lagið þeirra er — eins og venja þeirra var þegar fyrir 50 ár- um — „Now is the hour“. Italskar kvikmyndir halloka á heimaslóðum Að ítölskum kvikmyndahúsum voru 1989-90 seldir 95 milljón- ir aðgöngumiða, 2% fleiri en 1988-89, og virðist sala þeirra enn vaxa lítið eitt 1990-91. Fram á þessi síðustu ár hafði þó sala að- göngumiða dregist saman um árabil, en hámarki náði hún 1955, er 819 milljónir aðgöngumiða seldust. Um leið hafði kvikmynda- húsum fækkað. Þau voru um 7.500 árið 1980, en um 3.600 ár- ið 1990. Hlutdeild ítalskra kvikmynda í miðasölunni 1989-90 var 22 millj- ónir, innan við fjórðungur hennar, og mánuðina sept.-des. 1990 enn lægri, um 15%. Af 10 vinsælustu kvikmyndum 1989-90 var ein ítölsk (að enskum titli „Willy Sig- nori and I Come From Afar“), en 1990-91 virðast tvær ítalskar kvik- myndir vera á meðal hinna 10 vin- sælustu („The Comics", sem Neri Parenti stjórnaði, og „Boys From Outside", sem Marco Risi stjórn- aði). Sem kvikmyndahúsum hefur ítölskum kvikmyndum fækkað. Gerðar voru 2.087 ítalskar kvik- myndir 1971-80, en 1.148 frá 1981 til 1990. Beinir styrkir ítalska rík- isins til kvikmynda nema nú um 20 milljónum $ á ári, en eru sagðir dreifast mjög. ítalskar kvikmyndir fjármagna aðallega þrír aðilar: Rfk- issjónvarpið, Radio Televisione It- aliano; Fininvest, samsteypa sem Silvio Berlusconi hefur forystu fyr- ir; og fyrirtæki, sem Mario Cecchi Gori rekur. Örðug framfærslu- mál í New York Á níunda áratugnum fjölgaði mjög heimilislausum í New York- borg, sem varði 1989 320 milljón- um $ til að skýla um 25.000 ein- staklingum og um 11.000 fjöl- skyldum, aðallega ógiftum konum með börn. Hyggur borgin nú á 5 ára áætlun til að bæta aðbúnað og skýli heimilislausra. Sagði Inter- national Herald Tribune svo frá 31. des. 1989-1. jan. 1991: „í síðustu viku dvöldust 8.600 einstaklingar í 25 skýlum á vegum borgarinnar.... Að auki voru um 3.850 fjölskyldur, liðlega 12.000 mannverur, í 13 fjölskylduskýlum eða hótelum... Þegar í þau leita flestir, mánuðina febrúar-mars, eru í þeim 10.000- 11.000 einstaklingar. — Enginn veit, hve margir hafast við á stræt- um úti eða í neðanjarðarbrautinni. Málsvarar þeirra segja þá skipta tugum þúsunda." Rækjueldi í Ekvador Ekvador er fjórða helsta útflutn- ingsland rækju, á eftir Kína, Ind- ónesíu og Thailandi. Einungis tí- undi hluti rækju þess er veiddur. Að níu tíundu hlutum kemur hún frá eldisstöðvum. Eru þær 1.567 að tölu og taka til 126.000 hektara. Flutti Ekvador 1990 út 71 þúsund tonn af frystri loðnu fyrir 329 milljónir $. Að mestum hluta fór hún til Bandaríkjanna (1988 um 90% hennar). Á síðustu þremur árum hefur Ekvador þó leitað ann- arra markaða, og er nú helsti út- flytjandi rækju til Spánar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.