Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. apríl 1991 Tímmn 3 Samdráttur í stórbyggingum endurspeglast í starfsemi Sementsverksmiðjunnar: Minnsta framleiðsla á sementi í 20 ár Notkun á sementi á síðasta árí var sú lægsta síðan 1970. Fram- leidd voru rúmlega 114 tonn af sementi, en árið 1989 voru fram- leidd 116 þúsund tonn. Að sögn Fríðríks Jónssonar, deildarstjóra hjá Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, endurspeglar minni se- mentsnotkun almennan samdrátt í byggingaframkvæmdum. Hann benti á að dregið hafi stór- lega úr byggingum verksmiðju- og skrifstofuhúsnæðis í Reykjavík, en auk þess væri lítið um stórfram- kvæmdir eins og t.d. virkjanir. Friðrik sagði að áætlun á þessu ári gerði ráð fyrir 110 þúsund tonna framleiðslu, en í upphafi árs í fyrra var lagt af stað með sömu fram- leiðsluáætlun. Niðurstaðan varð hins vegar að framleiðslan vár held- ur meiri á síðasta ári, en áætlun gerði ráð fyrir. Friðrik sagði að sala það sem af er þessu ári hefði verið mjög góð og meiri en búist var við. Gott tíðarfar ætti mestan þátt í söl- unni og þess vegna mætti búast við minni sölu síðar á árinu. Samdráttur í sementssölu hefur ekki leitt til þess að starfsfólki hefur verið sagt upp. Hins vegar hefur ver- ið reynt að gæta sparnaðar í rekstri. Viðhald hefur verið unnið í dag- vinnu, en áður var algengt að við- hald á ofni væri unnið á vöktum. Ofti var stöðvaður tvisvar á síðasta ári, í mars og desember. Rekstrar- Islendingar gerast aoilar að þrem samningum Evrópuráðsins Nýverið hafa íslendingar undirritað þrjá samninga Evrópuráðsins. 1. Samningur um samræmt eftirlit með lyfjum sem íþróttamenn nota. í honum eru reglur til takmarkana á notkun lyfja eins og anabólískra stera, og eflingar lyfjaeftirlits. 2. Samningur tií verndar einstak- lingum gegn misnotkun á persónu- legum upplýsingum um þá. Sam- kvæmt honum er óheimilt að nota upplýsingar um kynþátt einstak- linga, heilsu, trú, kynlíf og fleira, nema öryggi ríkisins liggi við. Um leið tryggir samningurinn einstak- lingnum rétt til að vita hvaða upp- lýsingum um hann er safnað, og fá þær leiðréttar ef þær reynast rangar. 3. Samningur um sjálfstjórn hér- aða. í honum er lagður stjórnskipu- legur og lagalegur grundvöllur und- ir sjálfstjórn héraða. Svið hennar og hugtök eru skilgreind og stjórnkerfi löguð að starfi héraðsstjórna. Samningarnir öðlast gildi hérlend- i í sumar. Framboösfundir í Norðurlands- kjördæmi eystra Frambjóðendur í Norðúrlandskjör- dæmi eystra halda sameiginlega framboðsfundi sem hér segir: Ólafs- firði mánudaginn 8. apríl kl. 20:00. Akureyri þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00. Dalvík miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:00. Þórshöfn sunnudag- inn 14. apríl kl. 15:00. Raúfarhöfn sunnudaginn 14. apríl kl. 20:00. Húsavík mánudaginn 15. apríl kl. 20:00. dagar ofnsins urðu 299, átta færri en árið 1989. 13,8 milljón króna tap varð á rekstri Sementsverksmiðjunnar á síðasta ári, en 9 milljón króna hagn- aður varð á reglulegri starfsemi. í árslok var eigið fé verksmiðjunnar 772,2 milljónir og hafði aukist um 102,5 milljónir. Eiginfjárhlutfall í árslok var 62,7%. Greiðslur afborg- ana af langtímalánum námu 60,3 milljónum og tekin voru ný lang- tímalán að upphæð 30,4 milljónir. Langtímaskuldir í árslok voru 191,9 milljónir. Starfsmenn verksmiðjunnar í árs- lok voru 136. 80% af því sementi, sem fyrirtækið seldi á síðasta ári, var selt laust, en 20% sekkjað. -EÓ Meðal þeirra hrossa sem komu fram á sýningunni voru hross frá Ey Landeyjum, en flokkur þeirra sést á þessari mynd. Tímamynd: Ami Bjama Hestar og knapar sýndu í Reiðhöllinni umn helgina: SUNNLENSKT GÆÐINGAVAL Námskeið í bættum samskiptum foreldra og barna. Hugo Þórisson sálfræðingur: Samfélagið þróast á kostnað barnanna Miðvikudaginn 10. aprfl halda „Samskipti: fræðsla og ráðgjöf sf.‘ námskeið fyrir foreldra sem vilja bæta samskiptin við börnin sín Þau hafa verið haldin undanfarin 4 ár við mikla aðsókn. Á námskeiðunum eru foreldrum kynntar ákveðnar aðferðir til að Iæra að eiga góð samskipti við börn sín. Á námskeiðunum eru aðferð- irnar kynntar og æfðar og foreldr- um hjálpað til að geta notað þær. Leiðbeinendurnir, Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð, eru starf- andi sálfræðingar. Þeir hafa sótt námskeið dr. Thomasar Gordons í „Effectiveness Training Inc.“. Ein bóka Gordons, „Samskipti foreldra og barna: að ala upp ábyrga æsku“, hefur komið út á íslensku hjá Al- menna bókafélaginu. „Það er þörf á því að kenna fólki að eiga góð samskipti við börn. Það þekki ég af langri reynslu. Fólk veit hvernig það vill ala upp börnin sín, en lendir samt í vandræðum; refs- ingum, rifrildum, hegningum, hurðaskellum og nöldri. Á námskeiðunum kennum við fólki að taka uppeldismálin öðrum tökum, þannig að það sé sáttara. Það er sagt tímanna tákn, að kenna þurfi uppeldi. En margir þeirra, sem komið hafa á námskeið- in, segja „mikið vildi ég að foreldr- ar mínir hefðu lært þetta". Foreldrar hafa meiri áhyggjur af börnum sínum nú en áður. Þeir eru hræddir um að missa þau í eiturlyf, glæpi, ofbeldi. En ástandið hefur líka versnað á þeim 12 árum sem ég hef unnið með börn. Þjóðfélagið vex og dafn- ar á kostnað barnanna. Þau eru í orðsins fyllstu merkingu olnboga- börn, vanrækt. Hér kemur margt til. En vandamálið á rætur sínar í þjóðfélaginu og inni á heimilunum. Þar fá börnin ekki þá athygli og hlýju, sem þau þarfnast. Þau leita annað. Krakkar hópa sig saman, því þeir tilheyra ekki fjölskyldu sinni lengur, hafa misst samband við for- eldrana. Þess vegna leiðast þeir út í eiturlyf, ofbeldi og glæpi. Það leiðir af ófullnægjandi heimilislífi. í kenningu Gordons eru þrír meg- inpunktar. í fyrsta lagi að kenna börnum að taka ábyrgð á eigin gerðum, og að kenna foreldrum að hjálpa börnum til þess. I öðru lagi kennum við tillitssemi. Að foreldrar forðist að stjórna hegðun barna sinna með aga og fyrirskipunum. Og börnum er kennt að taka tillit til vilja foreldra sinna, þau læri ekki aðeins að lúta aga og hlýða skipunum. I þriðja lagi kennum við lýðræðis- leg vinnubrögð við lausn vanda- mála. í öllum fjölskyldum koma upp vandamál, togstreita milli for- eldra og barna. Oftast sigrar þá einn og annar tapar. Við reynum að kenna aðferðir þar sem báðir sigra og geta verið sáttir," segir Hugo Þórisson sálfræðingur. —aá. Stórsýning sunnlenskra hestamanna fór fram í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Alls komu 110 hross og 85 knapar fram á sýningunni, sem öll hesta- mannafélög vestan Hellis- heiðar stóðu að. Fjöldi forvitnilegra atriða var á boðstólum. Þar má nefna sýningar í tölti, á stóðhryssum, kynbóta- hrossum, gæðingum í A- og B- flokki og á hrossum frá einstökum búum. Einn merkasti atburðurinn á sýningunni var sýning fimm ætt- liða stóðhesta. Þar fór fyrir hinn 27 vetra gamli Sörli 653 frá Sauð- árkróki, en í aldursröð eru Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði, Stígur 1017 frá Kjartansstöðum, Piltur 1144 frá Sperðli og loks veturgam- alt tryppi austan frá Hvolsvelli. í sýningu kynbótahrossa komu meðal annars fram Dagur 1096 frá Kjarnholtum, Orri 1144 frá Þúfu og Gassi 1036 frá Vorsabæ. Að sögn Aðalsteins Aðalsteinsson- ar, framkvæmdastjóra sýningar- innar, var mikið lagt í hana að þessu sinni, bæði hvað varðar skipulag og hrossaval. Þá voru fjöl- breytt skemmtiatriði. Fyrsta sýn- ingin var á föstudagskvöld, en á laugardagskvöld var aftur sýning og síðan tvær á sunnudag. - sbs. Aðalfundur Aöalfundur Skeljungs hf. veröur haldinn föstudaginn 12. apríl 1991 I I í Átthagasal Hótel Sögu, Reykja- ® ■ vík, og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: 1-Venjuleg aöalfundarstörf skv. 16. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Tillaga um breytingu á 4. gr. sam- þykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Aðgöngumiöar og fundargögn veröa afhent á aöalskrifstofu fé- lagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og meö 8. apríl til kl.15:00 á fundardag, en eftir þaö á fundarstaö. Skeljungurhf. F«)A,*»n£xx> lyrir SheH vówi a Isl.indi Vinningstölur laugardaginn 9. apríl '91 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 2.929.564 2. 15 33.947 3. 4af5 293 2.997 4. 3af5 7.412 276 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.362.602 kr. S Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.