Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 & RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu. S 28822 k !.JS Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 I HÖGG- > DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GS varahluti lu. Hamarshöföa 1 - s. 67-6744 H minn ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 vszm Lífeyrissjóðirnir lánuðu sjóðfélögum um 3,1 milljarð á síðasta ári: LIFEYRISSJODSLANIN A 3,5% TIL 8,5% VÖXTUM Gífurlegur munur er á vöxtum þeim sem launþegum í landinu er gert að greiða af lánum úr lífeyrissjóðum sínum, eða allt frá 3,5% og upp í 8,5% á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétt SAL- frétta af niðurstöðum lánakönnunar. Samkvæmt könnuninni voru lánveitingar sjóðanna til sjóðfélaga mjög svipaðar árin 1989 og 1990, bæði hvað varðar fjölda lána og upphæð að raungildi. Um 4.120 sjóðfélagar fengu lán á síðasta ári, samtals um 3.100 milljónir kr. Meðalfjárhæð láns var því um 752 þús.kr. Miðað við áðurnefnda vexti og vaxtamun lætur nærri að af meðalláninu þurfi menn að borga frá 28 þús.kr. og upp í 68 þús.kr. í vexti á þessu ári. Vaxtamunurinn er því um 40 þús.kr., eða 143%, af sömu lánsfjárhæðinni. AIIs 75 sjóðir tóku þátt í könn- uninni að þessu sinni. Tæplega helmingur allra lána til sjóðfé- laga kom frá tveim stærstu sjóðunum, þ.e. Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins. Á hinn bóginn voru 13 sjóðir sem ekki lánuðu nein sjóðfélagalán á árinu og 18 til viðbótar voru með innan við tíu lán hver á ár- inu. Þegar spurt var um lánskjör kom í ljós að 10 sjóðir lánuðu gegn 3,5% til 6,9% vöxtum og 30 sjóðir lána með 7% vöxtum. „En nokkra athygli vekur að fjölmargir lífeyrissjóðir eða 27 sjóðir lána með hærri vöxtum, sem liggja á bilinu 7,75% til 8,5%, en flestir þeirra miða þó við hið svokallaða vegna meðal- tal á verðtryggðum útlánum bankanna, sem nú er 7,9%,“ segir í SAL-fréttum. í þessu sambandi er bent á að í tengslum við kjarasamninga ASÍ og VSÍ í jan. 1990, hafi þeim eindregnu tilmælum verið beint til að stjórna Iífeyrissjóða að lækkaðir yrðu vextir af verð- tryggðum lánum til sjóðfélaga. Eins og glöggt komi í ljós hafi sjóðirnir síður en svo allir orðið við þessum tilmælum. Á hinn bóginn er bent á að þar sem raunvextir hafi alls ekki lækkað á verðtryggðum útlánum í bankakerfinu, virðist einhliða raunvaxtalækkun lífeyrissjóð- anna alls ekki hafa skilað þeim árangri til lækkunar raunvaxta sem vænst var af aðilum vinnu- markaðarins. Athyglisvert er að þótt stórlega hafi dregið úr beinum lánum lífeyrissjóðanna til sjóðfélag- anna svara um 8.300 lán á tveim árum til þess að í kringum 10. hver íbúð í landinu, sem er utan félagslega íbúðakerfisins, hafi verið sett í veð fyrir slíku láni sl. tvö ár. Árið 1984 fóru um 62% ráðstöfunarfjár sjóðanna í bein lán til sjóðfélaga. En síð- ustu tvö ár hefur það hlutfall aðeins verið um 14% ráðstöfun- arfjárins. Með tilkomu hús- bréfakerfisins er talið fremur ólfklegt að ásókn sjóðfélaga í lífeyrissjóðslán fari vaxandi á næstu árum. - HEI Frá fundi nefndar um þróunaraðstoð íslendinga. Tímamynd: Pjetur Könnun á viðhorfum íslendinga til þróunaraðstoðar: íslendingar hafa mjög litla samkennd meö þróunamkjunum Aðeins 43% þjóðarinnar telja framlag íslendinga til þróunarað- stoðar of lítið, meðan 57% telja það hæfilegt, eða of mikið. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands hefur gert. Framlag íslendinga nú er 0,07% af þjóð- arframleiöslu, aðeins 10% af því sem það ætti að vera samkvæmt samþykktum Sameinuðu þjóð- anna. Eru íslendingar sér á báti ríkja í Vestur-Evrópu. Iðnríkin innan Sameinuðu þjóð- anna hafa sett sér það markmið að leggja af opinberu fé 0,7% af þjóð- arframleiðslu til þróunaraðstoðar. íslendingar leggja nú fram um tí- unda hluta þessa. Flestar ná- grannaþjóðirnar hafa náð þessu marki eða eru nærri því. Þannig greiðir hver íslendingur aðeins um 1/10 hluta þess fjár sem Dani, Finni, Norðmaður eða Svíi leggur fram. Hinn 17. desember 1990 skipaði forsætisráðherra nefnd til að gera tillögur um hvernig íslendingar geta náð þessu markmiði. Nefndin fól Félagsvísindastofnun Háskóla íslands að gera könnun á viðhorfum íslendinga til þróunar- aðstoðar. Tekið var slembiúrtak úr þjóðskrá. Leitað var til 1.500 manns á aldrinum 18 til 75 ára á landinu öllu. Alls fengust svör frá 1094 manns. Svarhlutfallið er hátt, 73%. Félagsvísindastofnun telur fullnægjandi samræmi milli skiptingar úrtaksins og þjóðarinn- ar allrar eftir aldri, kyni og bú- setu. Ætla má að það endurspegli þjóðina, 18 til 75 ára, allvel. Helstu niðurstöður könnunar- innar eru að ríflega helmingur þjóðarinnar, 52%, telur að við leggjum hæfilega mikið af mörk- um til þróunaraðstoðar. 43% telja að við leggjum of lítið fram. 5% telja að við leggjum fram of mikið. Aðeins 20% þjóðarinnar finnst að íslendingar ættu að ná marki Sameinuðu þjóðanna að fullu. Rúmlega 70% telja hins vegar æskilegt að íslendingar reyni að bæta eigin hag um leið og þeir hjálpa öðrum, með kaupum á vör- um, tækjum, tæknilegri ráðgjöf eða þjónustu héðan. íslendingar virðast ekki hafa mikla þekkingu á þróunaraðstoð. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir að nefna einhver íslensk þróunarverkefni. Aðeins um 53% gátu það. Hluti þeirra ruglaði þó saman þróunaraðstoð og neyðar- hjálp Rauða krossins og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. -aá. Dagsbrún búin að selja hlut sinn í Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans: 68 MILLJÓNIR FYRIR BRÉFIN Tilboðsfrestur vegna sölu hluta- bréfa Dagsbrúnar í Eignarhaldsfé- lagi Alþýðubankans rann út á hádegi í gær. Landsbréf hf. gekk frá sölu bréfanna í gær og fékk Dagsbrún í sinn hlut tæplega 68 milljónir, en bréfin voru að nafnverði 35 milljón- ir. Hlutur Dagsbrúnar í Eignar- haldsfélaginu var 4,8%. Mikill áhugi reyndist fyrir bréfun- um og bárust tilboð fyrir alls 62,5 milljónum og var boðið frá genginu 1,85 og upp í 2,10. Tilboð bárust fyr- ir 79% hærri upphæð en var til sölu og var því ekki hægt að uppfylla ósk- ir þeirra sem lægst buðu. Fjöldi kaupenda var 6, hæsta kaupgengi var 2,10 og lægsta kaupgengi var 1,93. Meðalkaupgengið var 1,941. —SE Þrír fangar struku Þrír fangar struku af Litla eftir mönnunum strax og fréttist Hrauni um miöjan dag í gær. af stroki þeirra en búist var við Samkvæmt heimildum Tímans því að þeir færu til höfuðborgar- er að hluta tll um að ræða sömu innar. Þegar síðast fréttist var aðiia og struku þaðan fyrír um ekki búið að finna þá. mánuöi. Farið var að svipast um —SE Ályktun verkakvenna: Vona að verðstríðið lækki verð almennt Verkakvennafélagið Framsókn lýs- ir ánægju sinni með þá þróun sem hefur orðið í verðlagsmálum á höf- uðborgarsvæðinu að undanförnu eftir að Hagkaup og Mikligarður lækkuðu vöruverð að dæmi Bónus. Þetta var ályktað á aðalfundi félags- ins sem haldinn var nýlega. Aðalfundurinn lagði áherslu á það frumkvæði sem Bónus hefur haft varðandi lágt vöruverð og þannig stuðning sem í því felst við baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir lægra vöruverði. Jafnframt lét fundurinn þá von í Ijósi að um var- anlegar verðlækkanir sé að ræða og að almennt verðlag fylgi sömu þró- un.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.