Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 9. apríl 1991 Fréttayfirlit Nikósfa - Talið er að allt að tvær milljónir Kúrda séu nú á fiótta undan íraska stjómarhem- um. Hundruð þúsunda hafa farið yfir iandamærin tii frans og Tyrk- lands. Bandarískar flugvélar vörpuðu neyðargögnum tíl flótta- mannanna í Irak i gær og James Baker utanríkferáðherra fór tíl flóttamannabúðanna í Suður- Tyrklandi til að kynna sér ástandið af eigín raun. franir opnuðu í gær landamæri sin fyr- ir flóttamönnum en þeir tokuðu þeim á sunnudag þegar um 700 þúsund flóttamenn höfðu farið yfir þau tfl frans. Talsmaður Lýð- ræðísflokks Kúrdistans (DKP) í London sagðiað um 150 manns heföu látíst við að stíga á jarð- sprengjurog hundruð vegna loft- árása íraska flughersins. KÚvæt - Yfir 600 manns, marg- ir ínaskir hermenn, munu næstu vikumar koma fyrir rétt í Kúvæt vegna meintra stríðsglæpa. Að sögn embættfemanna í Kúvæt munu sumir eiga yfir höfði sér dauðarefsingu. Kúvæt - Emírinn í Kú væt lofaði á sunnudag að láta fara fram kosningar i landinu á næsta ári en kosningar hafa verið ein af meginkröfum stjómarandstöð- unnar. Emírinn sagðist óttast aðra árás fraka og hvattí flöl- þjóðaherinn undir forystu Bandaríkjanna að fara ekki frá Suður-írak. Jerúsalem - James Baker ut- anríkisráðherra Bandarikjanna kom til ísraels í gær en hann mun leggja megináherslu á að bæta samskiptin mUli fsræls og arabaþjóöanna í ferð sínni um Miöausturiönd sem hófst á sunnudag í Tyrkiandi. Yitzhak Shamir forsætisráðherra fsræls hefúr lofað nýjum hugmyndum tii að tryggja frið í Miðausturiönd- um. Hann áttí leynilegan fund með æðstu ráðherrum sínum áður en Baker kom til landsins. Baker mun eínnig fara til Sýr- lands og Egyptalands. Róm - Giulio Andreotti, sem er nú forsætisráðherra á ftalíu tíl bráðabirgða, hóf í gær tilraunir tíl stjómarmyndunar. Þetta er í fimmtugasta skiþtí sem stjómar- myndun er reynd á ftalíu síðan seinní heimsstyrjöldinni lauk og miklar kröfúr eru á Andreotti um að mynda styrka stjóm. Helsinki - Forseti Flnnlands, Mauno Koivisto, veittí i gær fbr- manni Miðflokksins, Esko Aho, urnboð til að reyna stjómar- myndun en Mtðflokkuréin vann stórsigur í þingkosningunum i síðasta mánuði. Tokyo - Framkvæmdastjórí Fijáistynda lýðræðisflokksins í Japan sagði af sér í gær vegna úrslita þorgarstjórakosninganna í Tokyo en frambjóðandinn sem Fijáisiyndi flokkurirm studdi beið afhroó fyrir ríkjandi boigarstjóra. Fijátelymfi týðræðisflokkurinn er f rfkissflóm og embætti ffarn- kvæmdasflóra er mjög míkil- vægt í Japan. Moskva - Leiötogar náma- manna í Sovétríkjunum, sem nú eru í verkfalli, eru sagðir hafa aukið tengsl sín við andkomm- únísk samtök en þeir ieggja nú höfuðáhersiu á pólitískar kröfúr sínar. Þeir vilja m.a. að Gorbat- sjov Sovétforseti segi af sér. Reuter-SÞJ Fómariömb efnavopnaárása íraska stjómarhersins. mr EB veitir um 11 milljörðum í neyðaraðstoð: IRANIR OG TYRK- IR í VANDRÆÐUM Tálið er að udd undir tvær milliónir Kúrda séu nú á flntta undan flóttamenn. Hann sagði að banda- els réðst í gær harkalega á bandarísl Talið er að upp undir tvær milljónir Kúrda séu nú á flótta undan íraska stjómarhemum. Turgut Ozal forseti Tyrklands sagðist bú- ast við að um ein milljón kæmi til Tyrklands og hvatti Sameinuðu þjóðimar til að koma flóttamönnunum sem em í norðurhluta ír- aks til hjálpar og með valdi ef þörf krefði. íranir lokuðu landamær- um sínum á sunnudag þegar um 700 þúsund flóttamenn höfðu komið til landsins. Þeir opnuðu þau síðan að nýju í gær. Vopnahlésskilmálar Persaflóastríðs- ins, sem Öryggisráðið samþykkti á fimmtudagskvöld, gera m.a. ráð fyr- ir að Sameinuðu þjóðirnar hafi 1.500 manna her í Suður-írak til að mynda nokkurs konar stuðpúða milii Kúvæts og íraks. Emírnum í Kúvæt líst hins vegar ekkert á að fjölþjóðaherinn fari frá írak þar sem hann óttast aðra árás íraka á Kúvæt. Bandaríkjamenn hafa sagt að það komi til greina að setja upp flótta- mannabúðir í suðurhluta íraks. Leiðtogar Evrópubandalagsins samþykktu í gær að veita tæplega 11 milljörðum til að aðstoða kúrdisku flóttamennina frá írak en Fram- kvæmdanefnd EB hafði áður lagt til að þeim yrði veitt rúmlega 7 millj- arða aðstoð. Nokkrar aðildarþjóðir EB, s.s. Þýskaland, Bretland og Frakkland, hafa þegar veitt þeim nokkra aðstoð með því að láta varpa neyðargögnum úr flugvélum yfir norðurhluta íraks. Bandarísk stjórnvöld hafa mikið verið gagnrýnd fyrir að hvetja til uppreisnar gegn Saddam Hussein forseta íraks og koma uppreisnar- mönnum ekki til hjálpar nú þegar íraski stjórnarherinn ræðst af mik- illi hörku gegn þeim. Á föstudag brugðust þau síðan við þessari gagn- rýni þegar ákveðið var að James Bak- er utanríkisráðherra Bandaríkjanna færi til Miðausturlanda. Baker kom til Týrklands á sunnu- dag og átti viðræður við Turgut Ozal forseta landsins. Hann fór í gær að landamærum íraks og hitti kúrdiska sagði rísk yfirvöld mundu koma flótt- mönnunum til hjálpar. í gær vörp- uðu bandarískar flugvélar hjálpar- gögnum til flóttamanna í Norður-ír- ak. Baker ítrekaði þá stefnu bandarískra stjórnvalda að blanda sér ekki í hernaðarátök í írak. Síð- degis í gær flaug hann til ísraels þar sem hann mun ræða við þarlend stjórnvöld, m.a. um Palestínumálið. í ferð sinni til Miðausturlanda mun Baker leggja megináherslu á sam- skipti ísraels og arabaríkjanna. David Levy utanríkisráðherra ísra- í gær harkalega á bandarísk stjórnvöld fyrir að neita kúrdiskum uppreisnarmönnum í írak um hern- aðaraðstoð og sagði að mataraðstoð Bandaríkjamanna mundi einungis verða til þess að þeir væru mettir þegar þeir létu lífið. Hann sagði þetta í samtali við leiðtoga kúrdiskra gyðinga í ísrael aðeins nokkrum kist. áður en Baker kom til ísraels. Kúrdiskir gyðingar í ísrael eru um 100 þúsund. ísraelsmenn hafa ákveðið að veita Kúrdum neyðarað- stoð. Reuter-SÞJ Finnland: Miöflokkunnn reyn- ir stjórnarmyndun BAKER KOMINN TIL ISRAEL James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til ísraels frá Tyrklandi síðdegis í gær. Hann mun eiga viðræður við ísraelska ráða- menn og fulltrúa Palestínumanna og leita leiða til að leysa Palestínu- málið. Baker mun í dag eiga viðræður við leiðtoga Palestínumanna á Vestur- bakkanum, Gazasvæðinu og í Aust- ur-Jerúsalem. Leiðtogar Palestínu- manna á herteknu svæðunum hafa hitt bandaríska embættismenn reglulega síðan Baker var síðast í ísrael en fyrir Persaflóastríðið neit- uðu þeir að eiga nokkur viðskipti við þá. „Ég held að þetta verði mikil- vægur fundur því við búumst við að heyra friðartillögur frá bandarískum stjórnvöldum," sagði Hanna Sini- ora, ritstjóri dagblaðs í Jerúsalem sem Frelsissamtök Palestínu (PLO) styðja. Frá ísrael mun Baker halda til Sýr- lands og Egyptalands. Reuter-SÞJ Mauno Koivisto, forseti Finnlands, veitti í gær Esko Aho, formanni Miðflokksins, umboð til stjómar- myndunar. Forsetinn hitti fulltrúa allra stjórn- arflokkanna til að ræða möguleikana sem væru fyrir hendi með hliðsjón af þingkosningaúrslitunum 17. mars síðastliðinn þar sem Miðflokkurinn vann stórsigur og tók við hlutverki stærsta flokks Finnlands en Jafnað- armannaflokkurinn hafði verið stærsti flokkurinn í áraraðir. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í 25 ár en leiðtogar hans hafa lýst yfir að flokkurinn verði nú í stjórnarandstöðu. Flokk- urinn tapaði 8 þingsætum og hefur 48 af alls 200 sætum. Miðflokkurinn hefur 55 og Hægri flokkurinn, sem tók þátt í seinustu ríkisstjórn með jafnaðarmönnum, hefur 40. Leiðtog- ar Hægri flokksins hafa lýst yfir að þeir vilji vera áfram í ríkisstjórn og telja flestir að Miðflokkurinn reyni myndun þriggja flokka stjórnar með Hægri flokknum og einhverjum smáflokki. Aho, formaður Miðflokksins, sagð- ist ætla að hefja viðræður við full- trúa hinna flokkanna í dag. Hann sagðist búast við niðurstöðu á næstu helgi. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.