Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.04.1991, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. apríl 1991 Tíminn 15 Körfuknattleikur-Úrslitakeppnin: 2-1 FYRIR KEFLAVIK Frá Margréti Sanders, fréttaritara Tímans á Suðumesjum: Keflvíkingar sigruöu Njarðvíkinga 82-78 í þriöja úrslitaleik liðanna í úrslitakeppninni í körfuknattleik á heimavelli Njarövíkinga á laugar- daginn. Keflvíkingar hafa því sigraö í tveimur Icikjum, en Njarövfldngar í einum. Fjórði leikurinn fer fram í kvöld og sigri Keflvíkingar þá eru þeir orðnir íslandsmeistarar, en Njarövfldngar geta knúið fram fimmta leikinn með sigri. Njarðvíkingar skoruðu fyrstu körf- una og eftir 2 mín. voru Keflvíking- ar yfir, 6-7. Þá kom góður kafli hjá Njarðvíkingum sem náðu 9 stiga forystu og héldu forystu allan hálf- leikinn, mest 13 stig, 41-28. Keflvík- ingar náðu að minnka muninn nið- ur í 5 stig fyrir lok hálfleiksins, 48- 43. Njarðvíkingar skoruðu fyrstu körfu síðari hálfleiks og höfðu góða for- ystu allan hálfleikinn, ef frá eru tald- ar 2 síðustu mínúturnar, þá var staðan 77-69. Falur skoraði þá tvær þriggja stiga körfur og minnkaði muninn í 2 stig, Ronday skoraði úr einu vítaskoti og þegar nokkrar sek- úndur voru til leiksloka fékk ungur leikmaður í liði Keflvíkinga tvö víta- skot og var öryggið uppmálað skor- aði úr þeim báðum, 78-77. Njarðvík- ingar sendu knöttinn beint í hendur Keflvíkinga sem þökkuðu fyrir sig með þriggja stiga körfu Fals 13 sek. fyrir leikslok og komust þar yfir 78- 80 og var það í fyrsta sinn í leiknum sem þeir komust yfir, ef undan eru skildar fyrstu mín. leiksins. Njarð- víkingar höfðu tækifæri á að jafna, en tókst ekki og Jón Kr. innsiglaði sigur Keflvíkinga með því að skora úr tveimur vítaskotum í lokin og sigurinn var staðreynd 78- 82. Njarðvíkingar töpuðu þar með öðr- um leik sínum í röð á síðustu mín- útum ieiksins eftir að hafa leitt allan leikinn. Keflvíkingar hafa sýnt það og sannað að leikurinn er ekki bú- inn fyrr en flautað er af og það eru Iokatölurnar sem gilda. Þeir hafa sýnt ótrúlega seiglu í þessum tveim- ur síðustu leikjum og voru því vel að sigrinum komnir. Friðrik Ragnarsson stóð sig vel í leiknum, Ronday einnig en spilaði þó undir getu, en var þó með 14 frá- köst. Það munaði líka um að Teitur skoraði ekki úr langskotum, en átti góð gegnumbrot í fyrri hálfleik, auk þess að spila vel á samherja. ísak gekk ekki heill til skógar, en hefur sýnt fram á hversu mikilvægur hann er í stjórnuninni á spilinu. Gunnar Handknattleikur-Úrslitakeppnin: Mikilvægur sigur Valsmanna í Eyjum - Júlíus Gunnarsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndunum Valsmenn hafa enn þriggja stiga Arni Friðleifsson skoraði 8/3 fallkeppninni eftir 26-19 tap fyrir forskot á Vfldnga í efsta sæti úr- mörk og Alexei Trufan 7/1 fyrir Gróttu á laugardag. Á sunnudag slitakeppninnar um íslandsmeist- Víkinga, en markahæstur Hauka skildu Fram og Grótta jöfn í Höll- aratitilinn í handknattleik eftir að var Snorri Leifsson með 6/5 inni, 17-17. hafa lagt ÍBV að velli í Eyjum á mörk. í kvöld mætast KR og Selfoss í föstudagskvöldið, 18-19. FH af botninum HöIIinni kl. 20.00. Það var Júlíus Gunnarsson sem FH-ingar unnu sinn fyrsta leik í Staðan í úrslitakeppninni: tryggði Val sigurinn með lang- úrslitakeppninni á laugardaginn Efri hluti skoti á síðustu sekúndum leiks- er þeir lögðu Stjörnuna 27-28 í Valur.660 0 150-117 14 ins. Júlíus átti mjög góðan leik og Garðabæ. Óskar Helgason gerði wingur.51} \ í ak H skoraði 7 mörk. Bestur Vals- sigurmarkFH-ingaálokasekúnd- .....q manna var þó Einar Þorvarðarson unum. FH...e. i2 3145-156 4 sem varði 20 skot. Stefán Kristjánsson og Óskar Ár- Haukar.6 1 0 5 137-153 2 Gylfi Birgisson var markahæstur mannsson voru markahæstir í liði Neðri hlutinn Eyjamanna með 7 mörk, en Sig- FH, Stefán skoraði 10/3 mörk og KA_....63 14 151-135 9 mar Þröstur Óskarsson varði 20 Óskar 7/2. Hilmar Hjaltason skor- ^rótta.jj 312 146-141 8 skot- ... _ „ . aði 5 mörk lyrir Stjörnuna og var seítes'ZZIIIs 3 0 2 1 lMlf 6 Víkmgar logðu Hauka markahæstur. KR.........5 014 109-121 5 Víkingar unnu 27-21 sigur á ÍR á botninn ír.iZZZö 2 14 135-144 5 Haukum í Höllinni á laugardag. ÍR-ingar verma nú botnsætið í BL Örlygsson stóð sig vel þann stutta tíma sem hans naut við. Annars spil- aði liðið ekki vel, menn virtust vera of staðir í sókninni, sér í lagi í lokin. Falur og Jón Kr. voru bestir Kefl- víkinga, Falur er alveg stórskemmti- legur leikmaður og hefur spilað vel í vetur og þetta var besti leikur hans í úrslitakeppninni til þessa. Hann skoraði 6 þriggja stiga körfur í leiknum, þar af 3 á síðustu 2 mín. Jón Kr. er góður stjórnandi og auk þess gætti hann Teits vel í leiknum. Tairon átti 14 fráköst í leiknum og var með betra móti. Júlíus Friðriks- son lék ekki með, en hann er meidd- ur. Slakir dómarar voru Helgi Braga- son og Leifur Garðarsson. Stigin UMFN: Ronday Robinson 20, Teitur Örlygsson 18, Friðrik Ragn- arsson 18, Kristinn Einarsson 10, Gunnar Örlygsson 8, ísak Tómasson 2 og Hreiðar Hreiðarsson 2. ÍBK: Falur Harðarson 26, Jón Kr. Gísla- son 19, Tairon Thornton 12, Sigurð- ur Ingimundarson 10, Guðjón Skúlason 9, Albert Óskarsson 4 og Hjörtur Harðarson 2. Tölur úr leiknum: 6-7,16-7,26-15, 30-23, 34-28, 41-28, 43-36, 48- 43. 54-43, 56-51, 63-56, 71-61. 77- 68, 77-75,78-82. MS/BL Sagt eftir leikinn! Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK: „Þetta eru tvö jöfn lið og eins og ég sagði eftir fyrsta leikinn þá fer eftir dagsforminu hveiju sinni hvemig leikurinn fer. Úrslitin á þriðjudag (í kvöld) ráðast á síðustu mínútun- um.“ Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN: „Það er grátlegt að tapa öðrum leiknum í röð á síðustu mínútunni. Við héldum ekki haus í lokin og spil- uðum of einhæfan sóknarleik. Leik- menn fóru ekki eftir því sem fyrir þá var lagt, því fór sem fór.“ MS/BL Falur Harðarson w í kvöld: IBK getur tryggt sér titilinn - Þegar liðið tekur á móti UMFN í Keflavík Keflvfldngar geta tryggt sér íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld, er þeir taka á móti Njarðvík- ingum á heimavelli sínum í Keflavík. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gærkvöld, en af því gat ekki orðið. Sigri Njarðvfldngar í kvöld verða liðin að mætast í flmmta sinn og þá í Njarðvflc á fímmtudagskvöld. Astæðan fyrir þessum breytingum er sú að HSÍ hélt fjölliðamót í 3. flokki kvenna í gærkvöld í Keflavík og ekki tókst þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir að flýta mótinu eða færa það annað. BL Handknattieikur— Bikarúrsiit kvenna: Fram vann bikarinn í tíunda skipti Fram varð bikarmeistari kvenna í handknattleik á sunnudaginn, er liðið lagði Stjömuna að velli, 19- 14, í Laugardalshöil. í hálfleik var staðan 10-5. Þetta er í tfunda sinn sem Fram verður bikarmeistari og Guðriður Guðjónsdóttir hefur verið með Fram f öU skiptin. Hún var tekin úr umferð aUan lefldnn, en skor- aði engu að síður 6 mörk. Mörfc Fram: Ingunn 7/1, Guð- rfður 6, Hafdís 3, Ósk 2 og Sig- rún 1. Stjaman: Erla 5/2, Ragn- heiður 2, Guðný 2, Haipa 2, Ingi- björg 1, Herdís 1 og Sigrún 1. BL Körfuknattleikur kvenna: ÍS varð meistari ÍS varð á laugardaginn íslands- meistari í 1. defld kvenna í körfu- knattlcik, eftir að ÍBK sigraði Hauka 55-44. Með sigri f Icikn- um hefðu Haukastúlkur tryggt sér titilinn. Keppni í deildinni var mjög jöfn og spennandi ívetur, þrjú Uð iuku keppni með 22 stig, ÍS, ÍBK og Haukar. ÍS hafði hagstæðasta innbyrðis skorið og varð því meistari. ÍBK varð f öðru sæti og Haukar í því þriðja. ÍR varð í fjórða sæti með 16 stig, KR kom næst með 6 stig, en UMFG tókst ekki að vinna leik í vetur. BL Júdó: Bjarni í 5. sæti á opna hollenska meistaramótinu Strákamir í 6. flokki B í Fjölni úr Grafarvogi sigruðu á Leiknismótinu í innanhússknattspymu sem fram fór í nýja íþróttahúsinu við Austurberg um sl. helgi. Þeir unnu alla sína leiki á mótinu, utan þess að þeir gerðu eitt jafntefli. Þjálfari strákanna er Páll Vilhjálmsson. Tfmamynd Áml Bjama. Bjami Friðriksson júdókappi varð í 5. sæti á opna hollenska meistara- mótinu sem fram fór um helgina. í fyrstu viðureign sinni á mótinu tapaði Bjarni naumlega fyrir Theo Meyer frá Hollandi. Hvorugur skor- aði stig í viðureigninni, en Bjarni fékk dæmd á sig refsistig fyrir að stíga út af vellinum og það kostaði hann sigurinn. Meyer vann til silfur- verðlauna á síðasta heimsmeistara- móti í júdó. í næstu þremur viðureignum vann Bjarni sigur á ippon. Það var gegn þeim Geiger frá Þýskalandi, Calais frá Belgíu og Ostorik frá Hollandi. Bjarni glímdi síðan um 3. sætið, en tapaði naumlega fyrir Meiling frá Þýskalandi og dómaraúrskurði. Tveir dæmdu með Meiling, en einn með Bjarna. Meiling er silfurverð- launahafi frá ólympíuleikunum í Seoul. Evrópumeistarinn Axel Lobenstein sigraði á mótinu, Hollendingurinn Van de Hoyt varð í öðru sæti og þeir Meiling og Meyer urðu í þriðja sæti. Sigurður Bergmann úr Grindavík sigraði í fyrstu viðureign sinni á mótinu, en tapaði síðan tveimur og var úr leik. Freyr Gauti Sigmunds- son KA tapaði fyrstu glímu sinni og sömu sögu var að segja um þá Hall- dór Hafsteinsson og Þóri Rúnarsson úr Ármanni, þeir töpuðu báðir í fyrstu umferð, en þeir áttu við veik- indi að stríða. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.